Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Þetta er bílabærinn,“ segir Hilmar Pálsson sem rekið hefur Betri bílasöluna á Sel- fossi síðan árið 2000 en bílasalan hefur verið starfrækt í 15 ár við Hrísmýri á Selfossi. Núna heitir bílasalan IH á Selfossi og er í eigu Hilmars og Önnu Dóru Jónsdóttur. Það er mikill gangur í bílasölu á Selfossi og á dögunum tóku Hilmar og Anna Dóra í notkun nýtt 300 fermetra viðbótar- húsnæði með sýningarsal og aðstöðu fyrir sölu- menn og stjórnendur. IH er með umboð fyrir Ingvar Helgason hf. á nýjum og notuðum bílum og til þess að efla þjónustuna enn frekar verður á næstunni opnað nýtt þjónustuverkstæði við hliðina á bílasölunni. Þrjár bílasölur eru í næsta nágrenni við IH og segja má að á þessu svæði sé mesta framboð af bílum á landinu. Hekluumboðið og Bílasala Sel- foss eru við Hrísmýrina, Toyotaumboðið og Bíla- sala Suðurlands eru skammt þar frá og einnig IB umboðið sem selur ameríska bíla. Geta má sér þess til að á svæðinu starfi 40-45 manns við bíla- sölu og í þjónustustörfum við bíla. „Bílasölurnar hérna á þessu svæði eru svo nálægt hver annarri að það er nánast eins og um eina bílasölu sé að ræða. Nálægðin og samkeppnin styrkir okkur. Það er því ógrynni af bílum sem þeim bjóðast sem vilja kaupa bíla á Selfossi. Nú fyrir utan hvað það er þægilegt að geta bara labbað á milli bílasalanna hérna á svæðinu, til að spá og spek- úlera,“ segir Hilmar. Hann bætir því við að það sé því heilmikið á bak við það að Selfoss sé tvímælalaust mesti bíla- bær á landinu. Öll stærstu bílaumboðin séu kom- in með fulla starfsemi á Selfossi og síðan verði ekki framhjá því litið að saga Selfoss sé nátengd bílum og bílaútgerð. Bendir hann í því sambandi á að Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélag Árnes- inga hafi í árdaga staðið að einu fullkomnasta flutninganeti í Evrópu með mjólkurbílum og áætlunarbílum sem fluttu vörur og fólk um sveit- ir Suðurlands og til Reykjavíkur. Á bak við þetta mikla flutninganet var fjöldi starfsmanna sem annaðist mikla þjónustu á viðgerðarverkstæði KÁ við að halda úti þessum mikla bílaflota. „Það kemst enginn með tærnar þar sem við erum með hælana í þessum efnum,“ segir Hilmar og bendir auk þess á mikla útgerð fólksflutningabíla hjá G. Tyrfingssyni í næsta nágrenni og síðan starfsemi Austurleiðar hf. sem tók við af Sérleyfisbílum Selfoss og Suðurlands. „Síðan eru hér fullkomin sérhæfð verkstæði á Selfossi og í nágrenninu sem breyta bílum“, segir Hilmar. Fólk kemur úr Reykjavík „Við leggjum áherslu á góða þjónustu. Bíla- sala er þannig að maður selur sjálfur fyrsta bíl- inn en svo er það þjónustan sem á að selja næstu bíla. Hún fylgir þessu eftir, dregur að fólk, lætur það finna að það hafi gert rétt í því að kaupa bíl hjá okkur en ekki einhvern annan bíl ann- arsstaðar. Það er töluvert um að fólk komi hing- að úr Reykjavík til að kaupa bíla, bæði nýja og notaða. Fólkið er að sækja í úrvalið og því líkar þjónustan, annars kæmi það ekki. Já, já. mér finnst gott að vera bílasali, ég sef í það minnsta lengur en ég gerði í faginu sem ég lærði sem var bakaraiðn. Þetta er þægilegt starf en getur tekið á, það er mikil samkeppni og mað- ur þarf að hafa fyrir hlutunum en þannig á lífið að vera, það gerist ekkert af sjálfu sér hvorki í þessu né öðru,“ segir Hilmar Pálsson bílasali. Liðlega fjörutíu manns vinna hjá fyrirtækjum á bílasölusvæðinu á Selfossi „Tvímælalaust bílabærinn“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bílasali og bakari Hilmar Pálsson bílasali fyrir framan höfuðstöðvar IH á Selfossi. Allar upp- lýsingamið- stöðvarnar eru opnar ALLAR sjö upplýsingamiðstöðvar ferðamanna á Suðurlandi hafa ver- ið opnaðar. Þær eru í Hveragerði, á Selfossi, á Hellu, á Hvolsvelli, í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Við þennan lista má bæta Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og litlum upplýsinga- hornum eins og t.d. í félagsheim- ilinu Þjórsárveri í Villingaholts- hreppi. Miðstöðvarnar veita ferðafólki meðal annars upplýsingar um áhugaverða staði, afþreyingu, gist- ingu, veðurhorfur og ástand vega í nágrenninu. Í dag, laugardag, verður haldið upp á það að eitt ár er liðið frá því að verslunarmiðstöðin Sunnumörk í Hveragerði var opnuð. Mikið verður um dýrðir í tilefni dagsins. Að auki verður vígt upphleypt lík- an af Suðurlandi sem verður fram- vegis til sýnis í verslunarmiðstöð- inni. Í Upplýsingamiðstöðinni er hægt að sjá hina margfrægu jarð- skjálftasprungu og fara í jarð- skjálftaherminn. Grindavík | „Þetta er mikilvægur áfangi í starfsemi Bláa lónsins. Við getum betur nýtt lækningamátt lóns- ins og stundað vísindarannsóknir á því,“ segir Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf. Í gær var ný meðferðarstöð fyrir psoriasis-sjúklinga opnuð en hún nefnist Bláa lónið – lækningalind. Með henni aukast mjög möguleikar fyrirtækisins til að taka við erlendum sjúklingum til meðferðar. Lækningalindin er byggð í hraun- inu í nágrenni Bláa lónsins og hefur við hönnun hennar og byggingu mjög verið hugað að því að hún falli vel að umhverfinu. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt heilsulindarinnar teiknaði húsið og Keflavíkurverktakar byggðu það. Við stöðina er sérstakt baðlón og innilaug með Bláa lóns jarðsjó, hvort tveggja hannað með þarfir meðferðargesta í huga. Auk aðstöðu til meðferðar og vís- indarannsókna eru fimmtán tveggja manna gistiherbergi í lækningalind- inni ásamt veitingastað og setustofu. Uppbyggingin er samvinnuverk- efni Bláa lónsins hf. og íslenskra stjórnvalda sem gert hafa Eign- arhaldsfélagi Suðurnesja kleift að fjármagna helming kostnaðar við framkvæmdina á móti Bláa lóninu hf. sem alfarið annast reksturinn. Fast- eignafélagið Hraunsetrið ehf. byggir húsið. Kostnaður við framkvæmdina er um 440 milljónir kr., án virð- isaukaskatts, að sögn Gríms. Grannt fylgst með uppbyggingu Lækningalindin var opnuð í gær með því að Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra og Eðvarð Júl- íusson, formaður stjórnar Bláa lóns- ins hf., afhjúpuðu áletraða hraunhellu. Þessa hellu losuðu þeir einmitt í sameiningu við upphaf framkvæmda við lækningalindina í byrjun janúar á síðasta ári. Bláa lónið hefur rekið meðferð- arstöð fyrir psoriasis-sjúklinga frá árinu 1994 í bráðabirgðaaðstöðu við gamla lónið. Sú starfsemi er nú flutt í lækningalindina. „Það hefur alltaf verið áhugamál mitt að koma með- ferðarstöðinni í aðstöðu sem henni sæmir. Lækningamáttur Bláa lóns- ins var ástæða þess að ég kom að málum hér við lónið í upphafi og þetta er því mikilvægur áfangi fyrir mig persónulega,“ segir Grímur Sæ- mundsen, en hann er læknir og starf- aði við fagið áður en hann kom að stjórnun Bláa lónsins hf. Hann segir að eftir því sem næst verði komist sé lækningalindin eina húðlækn- ingastöðin í heiminum sem einbeitir sér að rannsóknum og meðferð á psoriasis. Þótt meðferðarstöðin hafi verið í ófullnægjandi bráðabirgðahúsnæði hafa komið þangað 3000 gestir til meðferðar á ellefu árum. Meðferðin er þekkt víða erlendis og þangað hafa komið gestir frá nítján þjóð- löndum. Grímur segir að mikill spenningur sé fyrir nýju aðstöðunni og forystufólk í psoriasis-samtökum hafi fylgst grannt með uppbygging- unni. Nú verði hægt að hefja kynn- ingu starfseminnar erlendis fyrir al- vöru. Nefnir hann að von sé á stjórnun allra norrænu psorias- issamtakanna á fund síðar í þessum mánuði og einnig fulltrúum frá bandarísku samtökunum. Heimsókn þeirra síðarnefndu er liður í und- irbúningi rannsóknaráætlunar sem Bláa lónið vinnur að í samvinnu við íslensk og bandarísk heilbrigðisyf- irvöld. Gert er ráð fyrir að sjúklingar komi frá Bandaríkjunum til með- ferðar og rannsóknar. Jón Þrándur Steinsson húðlæknir hefur verið ráðinn yfirlæknir lækn- ingalindarinnar og Ragnheiður Al- freðsdóttir er hjúkrunarforstjóri. Rannsóknir auknar Grímur segir að bætt aðstaða auki mjög möguleika á vísindarann- sóknum. Nefnir tvennt í því sam- bandi. Annars vegar rannsóknir sem miða að því að stytta meðferð psor- isasissjúklinga án þess að slakað sé á kröfum um árangur og öryggi með- ferðarinnar. Hins vegar rannsóknir í tengslum við þróun á húðvörum Bláa lónsins og hugsanlega nýjum vörum. Segir hann áhuga á að athuga hvort hægt sé að kortleggja hvaða efni það eru í lífríki Bláa lónsins sem hafi þessi jákvæðu áhrif á húðina og hvort hægt sé að einangra þau til að nota við þróun lyfja eða nýrra húðvara. „Þessi aðstaða gefur okkur mögu- leika á að færa starfsemi meðferð- arstöðvarinnar á alveg nýtt stig, eins og þegar við fluttum í nýju heilsu- lindina fyrir sjö árum,“ segir Grímur Sæmundsen. Bláa lónið tekur í notkun lækningalind sem stórbætir aðstöðu til meðferðar psoriasis-sjúklinga Getum betur nýtt lækningamátt Bláa lónsins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sérstakt baðlón Nokkrir psoriasis-sjúklingar vígðu nýja baðlónið og innisundlaugina í lækningalind Bláa lónsins. Opnun Eðvarð Júlíusson, formaður stjórnar Bláa lónsins, og Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra afhjúp- uðu hraunhellu sem þeir losuðu við upphaf framkvæmdanna. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Undirbúa stækkun heilsulindar BLÁA lónið er að undirbúa stækkun húsnæðis heilsulindarinnar og lónsins sjálfs. Samhliða byggingu lækningalindarinnar hefur Bláa lónið verið að byggja hús fyrir vöruframleiðslu sína. Þá er hafinn undirbúningur að stækkun heilsulindarinnar. „Við höfum skapað okkur sterka ímynd og við viljum viðhalda henni,“ segir Grímur Sæmundsen fram- kvæmdastjóri. Aukið húsnæði verður notað til að bæta aðstöðu í bún- ings- og baðklefum og veitingasal og verslun. Stefnt er að því að hefj- ast handa við framkvæmdir í haust, að loknum sumarönnum. Jafnframt er að sögn Gríms hafin athugun á möguleikum þess að stækka baðlónið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.