Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 53 DAGBÓK Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 16 67 2 Benidorm Hotel Mediterraneo Nýtt og glæsilegt hótel með hálfu fæði Heimsferðir bjóða nú nýtt og glæsi- legt 4 stjörnu hótel á Benidorm, Hotel Mediterraneo. Gott hótel, sem er vel staðsett og með einum besta aðbúnaði á Benidorm. Herbergi eru rúmgóð og mjög vel búin, öll með sjónvarpi, síma, loftkælingu, minibar og öryggishólfi. Góður veitingastaður og bar á jarðhæð. Stór og fallegur sundlaugagarður og að auki er innisundlaug, líkamsrækt, sauna, heitir pottar og sameiginleg tóm- stundaaðstaða. Sannarlega glæsileg aðstaða fyrir farþega Heimsferða. Fararstjórar: María Alfreðsdóttir Birgitte Bengtsson Glæsileg ferð 28. september fyrir eldri borgara Frá 69.190 kr. í 3 vikur Á mann í tvíbýli með hálfu fæði, 21 nótt á Hotel Mediterraneo, 28. september. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar, skemmtidagskrá og íslensk fararstjórn. Aukavika, kr. 19.700 á mann (aukavika er frá 21.-28.sept.). Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Góð staðsetning Hálft fæði innifalið Skemmtidagskrá Kvöldvökur Gönguferðir Minigolf Félagsvist Kynnisferðir Aukavika í boði Fleiri gististaðir í boði Til leigu 300-600 fm á 2. hæð í glæsilegu verslun- ar- eða skrifstofuhús- næði. Húsnæðið er full innréttað, en er skiptan- legt í minni einingar eftir óskum væntanlegs leigj- anda. ATVINNUHÚSNÆÐI - HLÍÐASMÁRI Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310 eða í tölvupósti á gunnar@bygg.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Fríblöð til vandræða Í BLOKKINNI þar sem ég bý eru gulir miðar á flestum póstkössum þar sem ruslpóstur er afþakkaður. Nú er hætt að setja Fréttablaðið í póstkass- ana en í staðinn er lagður bunki af blaðinu á gólfið, sem er ekki minna til vandræða. Nýtt blað „Blaðið“ er borið út af Ís- landspósti og er það sett í póstkass- ana, jafnvel þótt á þeim séu miðar þar sem svona póstur er afþakkaður, og eru þetta miðar sem hægt er að fá hjá Íslandspósti, en þeir virðast ekki taka mark á þeim þar. Pósthólf í sambýlishúsum eru ekki stór og þegar búið er að fylla þau af svona blöðum er jafnvel ekki pláss fyrir póst til viðkomandi. Ættu starfs- menn Íslandspósts að taka þetta til athugunar. 190923-4799. Herra Ísland 1988 ÉG ER að leita að upptöku af fyrstu keppninni um Herra Ísland sem hald- in var á Akureyri 1988. Bryndís Schram var kynnir í þessari keppni. Þeir sem gætu liðsinnt mér eru beðn- ir að hafa samband við Margréti eða Karl í síma 462 4443 eða 462 4646. Auglýsing Bræðranna Ormsson ÉG þoli ekki að horfa á eina auglýs- ingu um þvottavélar frá Bræðrunum Ormsson. Sú auglýsing gengur út á að láta lítið barn setja þvott í vélina, svo setur barnið bangsann sinn í vél- ina og lokar og setur vélina í gang. Ég er svo hissa á að þetta góða fyr- irtæki skuli auglýsa svona. Reykjavíkurstúlkan Stella. Vantar gengisvísitölu ÉG er áskrifandi blaðsins og hef verið í mörg ár. Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með genginu en finnst vanta að blaðið birti gengisvísitölu krón- unnar. Ekki ætti að vera mikið mál að bæta því við, þetta er aðeins ein lína. Páll. Dísarpáfagaukur í óskilum –og annar sem týndist GRÁR dísarpáfagaukur týndist fyrir tveimur vikum frá Ástúni í Kópavogi. Hann er með blýhólk á fæti. Á sama stað er grár dísarpáfagaukur með gulan haus í óskilum, hann fannst í Seljahverfi. Upplýsingar í síma 567 2275 og 892 0022. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7 6. c3 Rc6 7. Bd3 Be7 8. O-O g5 9. dxc5 g4 10. Rd4 Rdxe5 11. Bb5 Bd7 12. R2b3 Hg8 13. He1 Rc4 14. Bf4 Rxd4 15. Rxd4 Hc8 16. b3 Ra3 17. Bd3 Hxc5 18. Bxh7 Hg7 19. Bd3 Hxc3 20. Be5 Bf6 21. Dd2 Bxe5 22. Hxe5 Dc7 23. Hh5 Hg8 24. Hh7 e5 25. Rf5 e4 (Sjá mynd) Staðan kom upp á opnu móti sem lauk fyrir skömmu í Minneapolis í Bandaríkjunum. Ilya Smirin (2.649) hafði hvítt gegn Varuzhan Akobian (2.556). 26. Dg5! og svartur gafst upp þar sem hvítur hótar í stöðunni að máta hann á e7 og g8 en ef drottningin er tekin með 26...Hxg5 mátar hvítur eftir 27. Hh8+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 75 ÁRA afmæli. Í dag, 11. júní, er75 ára Margrét Kristjáns- dóttir, fyrrverandi verslunarkona og húsmóðir. Hún er að heiman í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 11. júní, ersextug Margrét Jónsdóttir, fótaaðgerðafræðingur, Lindarbraut 3, Seltjarnarnesi. Af því tilefni munu Margrét og eiginmaður hennar, Guð- jón Margeirsson, taka á móti ætt- ingjum og vinum í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg, Reykjavík, á milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 11. júní,verður sextug Margrét Odds- dóttir, Flétturima 38, Reykjavík. Hún verður að heiman í dag. ÁRLEG Menningarhátíð BSRB í Munaðarnesi verður haldin í dag. Á hátíðinni verður opnuð myndlist- arsýning Önnu Hrefnudóttur. Skagfirska söngsveitin mun syngja og Þorsteinn frá Hamri lesa upp. Ávarp flytur Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Menningarhátíðin hefst kl. 14.00 og er opin öllum. Að- gangur er ókeypis og er boðið upp á veitingar. Sýningin á verkum Önnu Hrefnu- dóttur verður opin á afgreiðslutíma veitingarsalarins í þjónustu- miðstöðinni í Munaðarnesi fram til 1. október. Menningarhátíð í Munaðarnesi UNNUR Ýrr Helgadóttir opnar sína fyrstu einkasýningu á Thorvaldsen á laugardaginn klukkan 17.00. Unnur útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands á dögunum og vakti mikla athygli fyrir lokaverk- efnið sitt þar, segir í kynningu. Unn- ur sýnir málverk með grafísku ívafi. Unnur Ýrr á Thorvaldsen Mikið af góðum 50% tilboðum Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Mörkinni 6, sími 588 5518
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.