Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Inside Deep Throat kl. 7 - 9 og 11 b.i. 16 A Lot Like Love kl. 5.45 - 8 og 10.15 Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 og 10.15 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy kl. 5.40 - 8 og 10.20 RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU aston kutcher amanda peet Ó.H DV H.L MBL Ó.H.T RÁS 2  Halldóra - Blaðið Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað ROGER EBERT ROLLING STONE S.K. DV.  Capone XFM Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. Myndin var tekin á 6 dögum fyrir 25.000 dali. Ríkisstjórnin vildi ekki að þú sæir myndina. Hún var bönnuð í 23 ríkjum. Myndin halaði inn 600 milljónir dala á heimsvísu. Hún er arðsamasta mynd kvikmyndasögunnar. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Heimildarmynd frá Óskarsverðlaunahafanum Brian Grazer  HÚN er eina Arenan á landinu og er ánægð með það. Arena Huld Steinarsdóttir er 16 ára gamall nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún hlaut nafnið eftir samnefndri plötu Duran Duran frá 1984. „Ég vinn í Hagkaupum í Smára- lind og fólk spyr mig mikið út í nafnið,“ segir Arena, sem ber nafnspjald í vinnunni. „Sumir trúa því ekki að ég heiti þessu nafni og halda að þetta sé eitthvert nafn- spjaldagrín.“ Hún segir að nafnið hafi reynst henni vel. „Það rímar ekki við neitt leiðinlegt. Það er sérstakt og það ruglar enginn manni saman við einhvern annan. Fólk man frekar eftir manni út af nafninu, nafnið er eftirminnilegt,“ segir Arena, sem finnst það bara já- kvætt. Hefurðu hlustað eitthvað á Dur- an Duran? „Já, líka uppá húm- orinn því ég heiti náttúrulega eftir plötu með þeim,“ segir hún og ját- ar að Arena sé uppáhalds platan sín með Duran Duran. „Án efa.“ Og uppáhalds lagið hennar er „Hungry Like the Wolf,“ segir hún en það lag er einmitt í lifandi flutningi á Arena. Ætlarðu á tónleikana með Dur- an Duran? „Mig langar alveg svakalega mikið en á ekki pening fyrir því. Ég ætla að reyna að skrapa einhverju saman ef ég næ að safna mér. Allur peningurinn minn fer núna í það að ég er að fara út sem skiptinemi til Perú í haust,“ segir hún. Fær gefins miða á tónleikana! Þess má geta að Arena getur hætt að safna strax því fyrir til- stuðlan Morgunblaðsins kemst hún á tónleikana. Tónleikahaldari frétti af henni og fannst upplagt að bjóða henni og fjölskyldunni á tónleikana. Það verða væntanlega hamingjusamar mæðgur sem dansa við Duran Duran í Egilshöll 30. júní. Á áreiðanlega eitthvað af þeim þekktu lögum sem eru á Arena eftir að hljóma á tónleik- unum. Átta allir sig á tengingu nafns- ins og hljómsveitarinnar? „Ég á það til að minnast á þetta þegar fólk spyr mig út í nafnið og segi að ég heiti eftir Duran Duran plötu. Flestum vinum mínum finnst það rosalega sniðugt,“ segir Arena. Hún spilar á hljóðfæri, nánar tiltekið á bassa eins og John Tayl- or. Til dæmis spilaði hún með hljómsveitinni AnTaReS í Galta- læk síðasta sumar. Arena, sem var í tónlistarskóla í þrjú ár, er ekki í hljómsveit núna. Hún er samt ekki búin að pakka bassanum niður heldur ætlar að stunda tónlistina á ný þegar hún kemur til baka frá Perú. Arena hlustar mest á ýmiss konar rokk. „Alveg frá Iron Maid- en, Guns N’ Roses og Metallica yfir í Korn og Slipknot og jafnvel Júróvisjón-lög,“ segir hún og svo að sjálfsögðu Duran Duran. Fólk | Arena Huld Steinarsdóttir Heitir eftir plötu Duran Duran Morgunblaðið/Eyþór Fólk spyr Arenu gjarnan hvaðan nafnið sé og hún upplýsir með gleði að það komi frá plötu með Duran Duran, sem hún heldur hér á. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Í DAG kemur út tólf tommu vínylplata með hljómsveitinni Jagúar. Platan, sem ber heitið One of Us, kemur út á vegum Smekkleysu á Íslandi en til stendur að gefa hana út víðar í Evrópu að mánuði liðnum. Í tilefni útgáfunnar ætla Jagúar-menn að blása til útgáfuveislu í Gallerí Humar eða frægð sem er á Laugavegi 59.Tónleikarnir hefjast klukkan 15. Hljómsveitin Jagúar er þó með talsvert breyttu sniði þar sem þeir Börk- ur Hrafn Birgisson gítarleikari, Daði Birgisson hljómborðsleikari og Sig- fús Örn Óttarsson trommuleikari hafa sagt skilið við sveitina. Þessar fregnir staðfesti Börkur í samtali við Morgunblaðið en vissi ekki hverjir myndu koma í stað þeirra þremenninga. Ekki náðist í Samúel Samúelsson áður en blaðið fór í prentun. Útgáfuveisla Jagúars Jagúar býður til útgáfuveislu í Galleríi Humar eða frægð í dag. Bandaríska rokk-sveitin Velvet Revolver segist ekki vera að hætta en finnskir fjölmiðlar hafa fullyrt það í vik- unni. Velvet Revol- ver aflýsti um helgina fimm tón- leikum í Evrópulöndum í sumar, þar á meðal á Íslandi, en Kristine Asht- on-Magnuson, talsmaður hljómsveit- arinnar segir að ástæðan sé sú að upptökur standi fyrir höndum í Bandaríkjunum á nýrri hljómplötu. Hljómsveitin, sem er skipuð fyrr- um meðlimum Guns N’ Roses og Stone Temple Pilots, hóf Evrópuferð 3. júní og mun halda áfram til 2. júlí. M.a. mun hljómsveitin koma fram á Live 8 góðgerðartónleikunum í Lund- únum. En hljómsveitin aflýsti tón- leikum í Montreux og Zürich í Sviss, Reykjavík, Björgvin í Noregi og Turku í Finnlandi. Til stóð að Velvet Revolver spilaði á tónleikum í Egilshöll 7. júlí. Þeim var aflýst sl. sunnudag og var ástæð- an sögð heilsufarsástæður liðsmanna.    Ný rós hefurfengið nafn Camillu Parker- Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, og fá hjónakornin að sjá hana á blóma- sýningu í næstu viku. Rósin er fölbleik og nefnist „Her- togaynjan af Cornwall“. Ágóðinn af sölu hverrar slíkrar rósar mun renna óskertur til styrkt- arsjóðs bresku beinþynningarstofn- unarinnar en Camilla er konunglegur verndari hans. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.