Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 19 ERLENT A t l a n t i c P e t r o l e u m P/F Atlantic Petroleum, with the secondary name P/F Atlants Kolvetni, is the issuer of the shares. The company's registered office is located at Gongin 10, 3rd floor, FO-110 Tórshavn, Faroe Island. Atlantic Petroleum is registered in the Faroe Islands at the Faroese Business Registration Office (Skráseting Føroya) with registration number P/F 2695. Atlantic Petroleum was founded in 1998 as the first independent upstream oil and gas company in the Faroe Islands. According to clause 1 of the company's Ar ticles of Association its objective is to conduct busi- ness in the field of hydrocarbon production and other related business. Atlantic Petroleum currently participates in explora- tion on the Faroese Continental Shelf and exploration and development in the UK sector of the North Sea. The long term strategic goals are: · Oil and gas exploration and development in Faroese waters · Oil and gas exploration and development in UK waters · Acquisition of assets under development and producing assets The shares of P/F Atlantic Petroleum will be listed on the Main List of ICEX on 15 June 2005. The total listed shares amounts to DKK 73,997,800 nominal value. The securities are electronically registered at VP Securities Services in Denmark. The ticker symbol of the shares at ICEX and VP will be FO-ATLA and the ISIN code DK0016303696. Payment for trades in Atlantic Petroleum's shares is 3 days after trading. Kaupthing Bank is the manager of the listing. A Prospectus on the listing is published in English and can be obtained on the websites www.kaupthing.fo, www.kaupthing.net, and www.petroleum.fo. The Prospectus is also available at their respective offices at Tinghúsvegur 14 in Tórshavn, Borgartún 19 in Reykjavík, and Gongin 10, 3rd floor in Tórshavn. S te p h a n ss o n s H ú s Atlantic Petroleum listed on ICEX on 15 June 2005 Eduardo Rodríguez Veltzé sór í gærembættiseið forseta Bólivíu.Fyrsta verk hans var að boða aðkosningar yrðu haldnar í landinu í þeirri von að þannig megi binda enda á of- beldi og ólgu undanliðinna vikna. Rodríguez, sem er 49 ára gamall, sór emb- ættiseiðinn seint á fimmtudagskvöld að stað- artíma á réttnefndum neyðarfundi þingsins, er haldinn var í hinni opinberu höfuðborg landsins, Sucre. Ekki þótti ráðlegt að þing kæmi saman í La Paz, höfuðborg stjórnsýsl- unnar, sökum ólgunnar, sem þar ríkir í kjöl- far uppreisnar þess hluta þjóðarinnar er með réttu má flokka sem „öreiga“. Rodríguez, sem var forseti hæstaréttar Bólivíu, tekur við embættinu af Carlos Mesa en hann baðst lausnar á mánudag. Sam- kvæmt stjórnarskránni hefði Hormando Vaca Díez, forseti öldungadeildar þingsins, átt að taka við sem forseti en leiðtogar upp- reisnarmanna höfðu látið þau boð út ganga að það yrði ekki liðið. Veruleg hætta var talin á að borgarastríð myndi brjótast út í landinu tæki hann við af Mesa. Vaca Díez ákvað þá að lýsa yfir því að hann myndi ekki taka við for- setaembættinu, sem þá hefði lögum sam- kvæmt átt að koma í hlut Mario Cossío, for- seta fulltrúadeildar þingsins. Hann hafði hins vegar gjört kunnugt að hann myndi ekki setjast að í Quemado-forsetahöllinni í La Paz. Krefjast þjóðnýtingar Á undanliðnum vikum hefur uppreisnar- ástand ríkt í Bólivíu. Þar fara fremstir smá- bændur, indíánar, námsmenn, vinstrisinnar og námuverkamenn sem krefjast þess að olíu- og gasiðnaðurinn í landinu verði þjóð- nýttur á ný. Þar að baki býr hin gamla krafa um að auðnum verði skipt með réttlátari hætti í þessu fátæka landi. Þá krefjast upp- reisnarmenn þess að gerðar verði breytingar á stjórnarskrá landins í þá veru m.a. að vald- dreifing verði aukin og réttindi indíána virt. Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna Rómönsku- Ameríku og Karíbahafsríkja (Comisión Económica para América Latina y el Caribe) draga 54% íbúa Bólivíu fram lífið undir skil- greindum fátæktarmörkum. Þessir hópar hinna allslausu standa fyrir uppreisninni í landinu en ríkinu ræður auðug yfirstétt sem er einkum af spænskum uppruna. Í Bólivíu búa rétt rúmlega níu milljónir manna og eru tveir af hverjum þremur íbú- anna indíánar. Bólivía er tíu sinnum stærra en Ísland. Íbúar Bólivíu ráða yfir umtals- verðum náttúruauðæfum en einna mikilvæg- ust eru miklar gaslindir og tin-námur. Markaðsvæðing sögð hafa gagnast auðstéttinni einni Uppreisnarmenn fullyrða að „umbætur“ undanliðinna tveggja áratuga, kapítalísk markaðsvæðing, hafi orðið til þess eins að auka auð fámennrar yfirstéttar. Einkum er horft til markaðsvæðingar á sviði orkumála, sem fullyrt er að hafi á engan veg skilað sér til þjóðarinnar. Forræði yfir auðlindunum hafi verið afhent erlendum stórfyrirtækjum, sem stundi réttnefnt „arðrán“ í landinu. Mesa forseti brást við kröfum þessum með því hækka framleiðsluskatta, sem lagðir eru á alþjóðlegu stórfyrirtækin. Þar ræddi um verulegar hækkanir en þessi ráðstöfun nægði ekki til að friða mótmælendur og varð enn- fremur til þess að þær raddir tóku að heyrast að fyrirtækin myndu einfaldlega hætta starf- semi í landinu. Rodríguez forseti boðaði að haldnar yrðu kosningar en tiltók ekki hvenær það myndi gerast. Samkvæmt stjórnarskrá Bólivíu eiga þær að fara fram innan sex mánaða. Hann lagði áherslu á að hann tæki við embættinu til bráðabirgða en forsetinn nýi hefur eftir því sem næst verður komist ekki áður haft afskipti af stjórnmálum í heimalandi sínu. Evo Morales, vinstrisinnaður þingmaður af bálki Aymara-indíána, foringi kókabænda og einn helsti leiðtogi uppreisnarinnar, hvatti forsetann til að heita því að olíu- og gasiðn- aðurinn yrði þjóðnýttur á ný, auk þess sem stjórnlagaþing yrði kallað saman. Mesa fráfarandi forseti sagði í viðtölum við fjölmiðla er hann hafði látið af embætti að hann væri „sáttur við eigin frammistöðu“ á þeim 20 mánuðum sem hann var í embætti. Um það bil sem þessi orð féllu töldu margir útlit fyrir að ekki reyndist unnt að halda þingfundinn í Sucre þar sem uppreisnarmenn höfðu fjölmennt til borgarinnar. Einingu ríkisins ógnað? Eftirmaður Mesa á því tæpast rólega daga í vændum. Í borginni Santa Cruz í suð- austurhluta landsins, hefur hætta skapast á annarri uppreisn. Þar er að finna miklar olíu- og gaslindir og hefur auðstéttin þar krafist aukinnar sjálfstjórnar og aukins hluta í arð- inum af vinnslunni. Uppreisnarmenn styðja ekki þessa kröfu og það gera ekki heldur índíánar sem þarna búa. Helstu foringjar við- skiptalífsins í Santa Cruz hafa heitið því að boða til atkvæðagreiðslu um aukna sjálf- stjórn héraðsins 12. ágúst. Þeir kveðast hafa fengið nóg af upplausninni í landinu og segja engu skipta hvort stjórnvöld samþykkja at- kvæðagreiðsluna eður eigi. Mesa forseti sagði á dögunum verulega hættu á því að borgarastríð brytist út í Bóli- víu. Líklegt sýnist að eftirmaður hans þurfi á öllu sínu að halda eigi honum að takast að tryggja friðinn. Tryggir nýr forseti stöðug- leika í Bólivíu? Fréttaskýring | Uppreisnarástand hefur ríkt í Bólivíu á undanliðnum vikum. Ásgeir Sverrisson segir frá ástæðum þess að þjóðfélagið er við suðumark. Reuters Eduardo Rodríguez, nýr forseti Bólivíu (t.h.), ásamt Hormando Vaca Díez, sem með réttu hefði átt að taka við embættinu. Rodríguez hefur fram til þessa ekki haft afskipti af stjórnmálum. asv@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.