Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 24. júnl 1977 Áttræður: Þórhallur Sæ- mundsson, fyrrv. bæjarfógeti Þórhallur Sæmundsson, fyrr- verandi bæjarfógeti á Akranesi, er áttræöur í dag. bórhallur fæddist 24. júni 1897 aö Stærra-Arskógi á Arskógs- strönd i Eyjafjarðarsýslu. For- eldrar hans voru Sæmundur Tryggvi Sæmundsson, hinn þjóökunni skipstjóri, og kona hans Sigriður Jóhannesdóttir. Þórhallur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik árið 1919 og lögfræöiprófi frá Háskóla Islands 1924. Hann var málfærslumaður i Vestmanna- eyjum 1924-’27, og vann þar að málflutningi á vetrum til vors- ins 1930, en var annars búandi i Hnifsdal 1927-’30, og rak þar verzlun og útgerö. bórhallur stundaði lögfræöistörf i Reykja- vik og Hafnarfiröi 1930 til árs- loka 1931. Hann var settur lög- reglustjóri á Akranesi 1. janúar 1932 og var jafnframt oddviti þar og hafnargjaldkeri til 1. febrúar 1936. Hinn 1. nóv. 1935 var Þórhallur skipaður lög- reglustjóri á Akranesi, en 1. janúar 1942 var hann settur bæjarfógeti i Akraneskaupstað og skipaður i það embætti 4. febrúar sama ár. Þvi gegndi hann, unz hann fékk lausn frá embætti 1. júli 1967. Þórhallur Sæmundsson hefur gegnt fjölmörgum trúnaðar- Þórhallur Sæmundsson. störfum fyrir Akraneskaupstað. Hann varð formaður stjórnar Sjúkrasamlags Akraness árið 1938 og hefur verið það siðan, I hafnarnefnd Akraness yfir tuttugu ár, endurskoðandi Sparisjóðs Akraness, o.fl. Hinn 19. des. 1925 kvæntist Þórhallur Sæmundsson Elisa- betu Guðmundsdóttur kaup- manns og útvegsbónda i Hnifs- dal. Hröfnum hefur f jölgað óeðlilega mikið — segir Sveinn Einarsson, veiðistjóri ATH-Reykjavik. — Keíum hetur fækkað gifurlega mikið á undan- förnum árum, en mink hefur heldur fjölgaö eftir að hann náði aö breiða sig út um alla Aust- og Vestfiröi, sagði Sveinn Einars- son, veiðistjóri, er Timinn ræddi við hann í gær. — Ég geri ráð fyrir að alls hafi náðst um tvö þúsund refir á síðastliðnu ári og allt aö fjögur þúsund minkar. Flestir veiddust minkarnir, eins og oft áður, á norðanverðu Snæfellsnesi, þeim hluta er snýr að Breiðafirðinum. Skógar- strandarhreppur var með flest dýr, og sagði Sveinn að i þeim eina hreppi veiddust oft hátt á þriðja hundrað dýr yfir árið. Reykjanesiðer „gósenland” fyrir minkinn, eins og Sveinn komst að orði, og mikið er af honum á Suðurlandsundirlendi, en munur- inn er sá, að snöggtum betra er að vinna hann á þeim slóðum. — Minnkur er nyrzt á Ströndum, en þar er byggð að mestu leyti horfin og þvi erfitt að halda tölu mink- anna i skefjum. Menn fara þó i leiðangra þangað til að veiða mink, og þá alveg eins upp á sport.— Mest er um ref i Norður-Múla- sýslu og Norður-Þingeyjarsýslu, en Sveinn gerði ráð fyrir, að höggvið heföi verið stórt skarð i stofninn I vetur. Heimamenn náðu þá óvenju mörgum tófum og notuðutil þess vélsleða. Færi var mjög gott fyrir sleöana og reiö það baggamuninn. Fyrir hvern unnin ref eru greiddar 2.500 krónur, og 1.500 fyrir hvern mink. Sveinn taldi þessar upphæðir alltof lágar, og sagði nauðsynlegt að hækka þær sem fyrst. Hækkunum er hins vegar ekki auðveldlega komið á. Alþingi þarf að fjalla um málið og ákvörðun veröur þvi tæplega tekin fyrr en næsta vetur. — Ef þessi verðlaun hefðu fylgt almennum verðlagshækkunum, sagði Sveinn, þá get ég imyndað mér að greiddar væru 7 þúsund krónur fyrir refinn en 5 þúsund fyrir hvern unninn mink. Sveinn hefur einnig með að gera eyðingu vargfugla, þ.e. máva og hrafna. Hann sagði, að hröfnum heföi fjölgað iskyggilega mikið á undanförnum árum, og væri stöðugt verið að kvarta undan ágangi þeirra. Ekkert er greitt fyrir hvern veiddan hrafn, en tjón það, sem hann hefur gerti varplöndum og á sauðfé, ætti fyllilega að réttlæta það að sá háttur yrði tekinn upp. Sveinn sagðist hafa gert tilraunir að undanförnu með svefnlyf til að vinna á vargfugli og hefði það i sumum tilfellum gert nokkuð gagn. Nefndi hann sem dæmi, að silamávur hefði sótt mjög i korn- akra austur undir Eyjafjöllum og eyðilagt þar mikið i nokkur ár. Mávurinn át útsæðið jafnóðum og sáð var. Eftir að lyfið var notað hvarf mávurinn og sást ekki meir. Hins vegar er það aðallega ætlað gegn svartbaknum, og sagðist Sveinn hafa góða trú á þvi, að væri lyfið notað af kunnáttumönnum, þá gæti það orðið gott hjálpartæki i barátt- unni gegn þessum óvelkomnu gestum. Fyrir svartbaksvænginn eru greiddar i dag tuttugu krónur, en þess má geta að eitt hagla- byssuskot kostar frá fimmtiu og upp i eitthundrað krónur. Fimmtugasti árgangurinn brautskráður frá M.A. KS-Akureyri — Mennta- skólanum á Akureyri var slitið I 97. sinn 17. júni siðastliðinn i Akureyrarkirkju. 1 upphafi lék blásarakvartett (Manuela Wieslcr, Sigurður I. Snorrason, Hafsteinn Guömundsson og Stefán Þ. Stephensen) verk eftir Rossini. 114 stúdentar brautskráðust frá skólanum að þessu sinni og var þetta 50. árgangur stúdenta sem brautskráist frá Mennta- skólanum á Akureyri. 1 hópi nýstúdenta voru 6 nemendur öldungadeildar menntaskólans, sem stofnuð var 1975, og eru þetta fyrstu nemendurnir sem brautskrást úr deildinni. 35 nemendur brautskráðust úr máladeild, 15 úr eölrfræðideild, 15 úr félagsfra&ideild og 49 úr náttúrufræöideild. Hæstu eink- unn á stúdentsprófi hlaut Áskell Harðarson frá Skálpagerði i Eyjafirði, fyrstu ágætiseinkunn 9,31. Hæstu einkunn úr öldunga- deild hlaut Guðlaug Hermanns- dóttir frá Akureyri, 9,12. 613 nemendur voru skráðir i skólann i upphafi skólaárs, og hafa nemendur viö Menntaskól- ann á Akureyri aldrei oröið fleiri. Kennarar við skólann voru 40 þar af 31 fastráðinn Viö skólaslitaathöfnina talaði Jón Guömundsson stúdent frá 1927, en hann er úr hópi þeirra 6 nem- enda sem hlutu undirbúnings- menntun sina við Mennta- skólann á Akureyri (Gagn- fræöaskólann á Akureyri) en luku siðan stúdentsprófi frá M.R. en I þessum fyrsta hópi voru: Bárður ísleifsson Brynjólfur Sveinsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Jóhann Skaptason, Jón Guömundsson og Þórarinn Björnsson. Haustiö 1927 fékk Gagnfræðaskólinn á Akureyri, sem þá var, heimild Mennta- málaráöuneytisins til þess að brautskrá stúdenta. oe hefur það m.a. veriö þakkaö bvl hve gott orö suðurfararnir sex gátu sér. Margir 40 ára stúdentar voru við skólaslitin og hafði Birgir Finnsson orð fyrir þeim. beir færðu skólanum aö gjöf mál- verk af Hermanni Stefánssyni iþróttakennara, sem Sigurður Sigurösson frá Sauðárkróki málaöi, en hann var einn úr hópi 40 ára stúdentá. 25 ára stúdent- ar færðu skólanum aö gjöf fjár- hæð i sögusjóð M.A. en hafist .hefur veriö handa um að rita sögu norölenska skólans og er ætlunin að hún komi út haustiö 1980, á 100 ára afmæli Gagn- fræöaskólans á Mööruvöllum. Veröur þetta mikið verk, saga skólans noröanlands og skrá um gagnfræðinga og stúdenta og verður verkiö prýtt fjölda mynda. Steindór Steindórsson frá Hlöðum, fyrrverandi skóla- meistari M.A., Gisli Jónsson frá Hofi og Tryggvi Gislason skóla- meistari munu rita sögu skólans, en inn i hana verður felld byggingarsaga Mennta- skólans á Akureyri, sem Arni heitinn Kristjánsson frá Finns- stööum ritaði fyrir 10 árum. Stúdentatal og gagnfræöingatai gerir Þórhallur Höskuldsson B.A. Fyrir hönd 25 ára stúdenta talaði Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, og fyrir 10 ára stúdenta talaði Jakob Hjálmarsson, en þeir færðu nemendafélagi skólans búnað I fundarherbergi skólafélagsins. Skólameistari, Tryggvi Gisla- son, afhenti nýstúdentum skir- teini sin. Ræddi hann um tengsl skólans og samfélagsins og hlutverk skólans i þróun þjóö- félagsins. Þá skýröi skóla- meistari frá þvi I ræðu sinni aö I sumar ætti aö reisa nýjan skála i staö gamla titgarðs, sem horfinn er fyrir meira en átatug. A skálinn að risa i nágrenni Akureyrar og er honum ætlaö að vekja áhuga nemenda á náttúru landsins og hollu útilífi. Að lokum ávarpaöi skólameistari nýstúdenta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.