Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 12
HAJilHillll' Frá teikniborðinu Föstudagur 24. júnl 1977 í það að verða fulllokið: Aldraðir fá 520 nýjar íbúðir Kás-Reykjavik — Nýveriö var gengið frá lánum til byggingar 191 Ibúðar fyrir aldraða að upphæð rúmlega 516 milljónir króna, frá Hús- næðismálastofnun rikisins. Alls munu þaö vera sjö byggöarlög sem skipta með sér upphæðinni. Er þá á sið- ustuþrem árumallsbúið að veita 1202.2 milljónir til byggingar 474 ibúða fyrir aldraða. Timinn hafði samband við bráin Valdimarsson sem á sæti i stjórn húsnæðismála- stofnunarinnar og innti hann eftir þvi hvaö ylli þessum auknu lánveitingum til ibúöa aldraðra. Þráinn sagöi að liklega lægjuþarmargarástæöur að baki en mestu skipti þó, að sveitastjórnir um allt land væru i vaxandi mæli farnar að gera sér grein fyrir, hve þörfin væri gifueleg fyrir sérhúsnæði fyrir aldraöa. I fyrstu hefði þessi þróun aö mestu veriö bundin við Reykjavik, en siðustu árin hefði orðið stór breyting þar á, og nú fylgdi landsbyggðin fast á eftir þéttbýlissvæðun- um við Faxaflóa. Þráinn sagðist hafa tekiö saman skrá yfir ibúðir aldraðra á ýmsum bygg- ingarstigum, allt frá þvi að vera á teikniborði og upp I það aö veraö fulllokið, en þó með þeim fyrirvara aö ein- hverju geti skeikað til eða frá. Á skránni sem hér fylgir sést að u.þ.b. 520 ibúöir fyrir aldraða eru i byggingu en komnar misjafnlega langt. Kemur i ljós aö landsbyggðin hefur nú flestar ibúöir i gerð- inni eöa 217. Flestar ibúðir eru i byggingu á Akranesi, 38, Isafirði 31 og Dalvik, 20. Næst kemur Húsavik meö 16 ibúðir, Egilsstaöir með 14 i- búöir, Akureyri með 13 ibúð- ir, og Rangárvallarhreppur og fleiri (1. áf.) með 12 ibúð- ir. Þá koma staðir með þaðan af færri ibúðum, allt niður i Hrunamannahrepp með 3 i- búðir. Reykjavik er meö 170 ibúö- Þráinn Valdimarsson Hvernig á að byggj c Tíminn ræðir við Gylfa Guðjónsson, arkitekt, sem nýlokið hefur greinargerð um íbúðir fyrir aldraða: Kás-Reykjavik. „Að jafnaöi er stuðzt við byggingar- samþykkt þegar fjallað er um lágmarkskröfur varöandi ibúðarhúsnæði. Þegar hins vegar meta á ibúöir þjóöfélags- legra sérhópa, svo sem aldr- aðra, fatlaöra o.fl. eru almenn- ar reglur byggingarsamþykktar ekki fullnægjandi i öllum atr- iðum. Sérsamþykktir um Ibúöir aldraöra eru ekki til hérlendis og þess vegna er engin ákveöin stefna rikjandi I þeim efnum. Slikt ástand leiöir af sér óöryggi við skipulag og hönnun ibúöa, sem oft hefur mjög óheppilegar afleiðingar fyrir hina öldruðu. Þá hafa verið vissir erfiöleikar á þvi að meta lánshæfni slikra ibúða.” Þannig hefst greinargerö um Ibúöir fyrir aldraða, eftir Gylfa Guöjónsson arkitekt, sem starf- ar hjá Húsnæöismálastofnun rlkisins, en hennar er getiö I viötali við Þráin Valdimarsson hér i blaðinu. Blm. Timans lék forvitni á að fræöast meira um þessi mál og sneri sér þvi til Gylfa, og ræddi stuttlega við hann um efni greinargerðarinnar. Hér á eftir fylgir hluti viötalsins ásamt glefsum úr greinargeröinni. Nauðsynlegt að koma til móts við þarfir hinna öldruðu. — Þaö er alveg á hreinu, sagði Gylfi, að ekki er tekiö nógu mikið tillit til sérþarfa aldraðra, sérstaklega á þetta við um staðsetningu, ibúðar- stærðir og innréttingar ibúða fyrir þá, og þarf að gera átak i þeim efnum hér á landi, svo að vel megi viö una. tlr greinarg: „Almennt er viöurkennt, að i ellinni dragi úr starfsþreki fólks. Hins vegar eru skiptar skoðanir um ástæð- ur minnkandi starfsþreks. Þvi er til dæmis haldið fram, aö meginástæöa þverrandi þreks sé sú, að aldraðir séu meira eða minna með valdi sviptir hlut- verki sinu I starfi annars vegar og á opinberum vettvangi og innan fjölskyldunnar hins vegar. Oldruöum sé þannig sett- ur stóllinn fyrir dyrnar, enda þótt þeir standist fullkomlega samanburð við fólk á miöjum aldri, hvað varðar andlegt atgervi, sálarlegt heilbrigði og likamlegt ástand. önnur skýr- ing á minnkandi starfsþreki byggist á þvi, að meö aldrinum fari mönnum aftur og þvi er álitiö, að aldraðir dragi sig af sjálfsdáöum út úr lifi og starfi og leiti eftir þolanlegri tilveru út af fyrir sig. Af framangreindu má ráöa, aö hönnuðum og stjórnmála- mönnum beraö fhuga rækilega, hvernig leysa beri sérstaklega húsnæðismál aldraðra, bæði þeirra sem vilja búa I sérstök- um sambyggingum og hinna sem heldur kjósa að búa útaf fyrir sig I sinu eigin hverfi. Hægt er að koma verulega á móts viö bæöi þessi sjónarmið meö hentugri staösetningu ibúöa fyrir aldraöa svo og með fjölbreyttu framboði Ibúöa- geröa fyrir aldraða, sem miðast viö þarfir flestra hvaö varöar ibúðagerð og lifsstil. 1 ibúöum fyrir aldraöa I almennum ibúöarhverfum er eins lengi og unnt er viöhaldiö fyllsta sjálfstæði i heimilishaldi og lifsstil hins aldraða. Hins vegar er hætt við alvarlegum andlegum og likamlegum erfið- leikum þegar að þvi kemur, aö viökomandi veröur ófær um aö lifa lengur algerlega sjálfstæöu lifi. Oft er búnaöur og innrétt- ingar fbúðanna sniðin eftir þörf- um aldraöra eins og hægt er, en yfirleitt er aöeins kostur á tak- markaöri heimilis- og sjúkra- hjálp. Skipulagslega séð hefur slik tilhögun ibúða fyrir aldraða ýmsa kosti. Hinn aldraði býr i ibúð viö sitt hæfi i þvi Ibúðar- hverfi, sem hann þekkir. Hann viöheldur eigin lifsstil og kunn- ingjahópi og stendur I nánum tengslum viö almennt mannlif og þá sérstaklega yngri kyn- slóöina, en slikt er talin megin- forsenda gagnkvæmrar grann- hjálpar. 1 ibúöum á dvalarheimilum fyrir aldraöa er viðhaldið sjálf- stæðu heimilishaldi og lifsstil að einhverju marki, en fljótlega er boöið upp á hjálparþjónustu, sem fer hlutfallslega vaxandi meö minnkandi starfsþreki við- komandi. Minni hætta er á al- varlegum andlegum eða likam- legum erfiðleikum og framan af er hægt að notast við eigin fbúð. Yfirleitt eru slikar Ibúðir byggöar I einhvers konar sam- býlisformi. Sú tilhögun auðveld- ar alla hjálparþjónustu viö ibúana, sem yfirleitt er staðsett Inánum tengslum við Ibúöirnar, jafnvel i sama húsi. Hag- kvæmissjónarmið geta hins vegar leitt til mikillar samþjöppunar ibúða fyrir aldraða á einum stað.” Staðsetning ákveðin i skipulagi? — Hvaö um staðsetningu ibúöa fyrir aldraða? — Hún skiptir geysi- miklú máli og raunverulega er það staösetningin sem oft ræður þvi hvort gamla fólkiö er virki- lega ánægt. Erlendis er staö- setning Ibúða fyrir aldraöa yfir- leitt ákveöin fyrirfram I skipu- lagi, þannig að hægt er i tima að taka tillit til hinna ýmsu þátta sem mestu varöa þar um. Margt mælir meö þvi, aö bezt sé að reisa Ibúðir fyrir aldraða miðsvæðis, þar sem strætis- vagnasamgöngur eru góðar, og þar sem stutt er i verzlanir. Einnig eru góð tengsl við úti- vistarsvæöi talin mjög jákvæð. Hávaði er einnig mikilsveröur punktur sem taka verður tillit til, þegar staðsetning ibúða fyrir aldraða á i hlut. Cr greinargerð: „Innkaup til heimilis er snar þáttur i lifi aldraðra. Þvi nær sem verslan- ir eru, þeim mun ánægöari virö- ast þeir vera meö ibúöir sinar. Fjárhagslegt svigrúm þeirra er yfirleitt litið og hreyfigeta þeirra oft takmörkum háð. Aður en land er ákveöiö til bygginga Ibúöa fyrir aldraöa ber aö ganga úr skugga um, aö félagsleg þjónusta miöist við þarfir væntanlegra ibúa. Sé áðeinsfyrirhuguð bygging fárra Ibúöa fyrir aldraða er eölilegt að staðsetja þær nálægt dvalar- heimilum fyrir aldraöa eða elli- heimilum. Þannig veröur vart um mikla aðlögunarerfiöleika aö ræöa, ef og þegar að þvi kem- ur að taka verður aldraða inn á stofnun. Auk þess veröur öll hjálparþjónusta auöveldari I tengslum við slikt heimili. Sjá Reykjavikurborg er aö reisa hús fyrir aldraða viö Lönguhliö. Gylfi telur staösetningu þessa húss til fyrirmyndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.