Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. júnl 1977 9 Ottó Þorvaldsson frá Svalvogum: Elis Friðfinnsson, Kjaransstöðum. 1 þakklætisskyni fvrtr þinn sterka viija og áhuga að koma ak- vegi áfram til Svalvoga og lengra. Með virðingu og þakklæti, frá Félagi afkomenda Sólborgar Matthiasdóttur og Þorvaldar Kristjánssonar, en nú hafa þau og afkomendur þeirra setiö á Svalvogum í 70 ár. Svalvogar áttu enga leið, <ÍéÞ' sem ekin væri á landi. Það stöðvuðu hamrabeltin breið og bjargiö ósigrandi. Sú mótaða, sterka hamrahöll var harðger á öllum sviðum. Hún stóð eins og gamalt steingert tröil og storkaði nýjum siðum. Og allir veganna valdamenn með verkfræðings hyggju ríka, þeir töldu það vera óráð enn að eiga við hamra slika, en vitinn ætti að vera kyrr og vernda hann gæzlumaður. Þar yrði að haldast eins og fyrr hinn afskekkti nesjastaður. En Ells Kjaran I vegi vann með vantrú á slikum fregnum. Við ýtuna sina sagði hann: „Við sjáum nú, hvað við megnum”. Og þræðing vissan hann valdi sér, sem var þar i björgum miðjum. Af þessari syllu sýnist mér til Svalvoga braut við ryðjum. Hann beitti tönninni fet eftir fet, að finna hvernig hún skæri, og blaðinu efnið undan lét, sem isaldarleir það væri. Og ýtan litla var stinn og sterk á starfsins áhættudegi. Þeir kalla það sumir kraftaverk að koma þar fyrir vegi. í Svaivogum urðu aldaskil, er undrið i berginu skeði. i Lokinhömrum var hlakkað til á Hrafnabjörgum var gleði. Þar sáu menn opnast sumarleið til sveitabæjanna þriggja, og auöugra manniif alira beið sem útnesið viija byggja. Svo mikil var, Elís auðna þin og athafnaviljinn sterki, þau komu með fegri framtíðarsýn til fóksins að loknu verki. Og aflgjafann bak viö undur þaö, mun útnesjafólkið skilja, er sá hvað hagsýnir höfðust að með hugsjón og góðum vilja. Guömundur Ingi Kristjánsson Hér risti Ells Friðfinnsson veg með tönninni á ýtunni sinni I snarbratta klettahllöina, þegar forráða- menn vegamála höfðu sagt, aö þeir bönnuðu honum ekki að reyna það á eigin ábyrgö. Þakklætið fyrir þá hugdirfð og fórnfýsi að ryðja þennan veg er svo, að fram hjá honum var gengið, þegar vegurinn var hreinsaður i vor. Fyrir rúmum tveim áratug- um var byrjað á vegi frá Keldu- dal til Svalvoga i Þingeyrar- hreppi I Dýrafiröi. Lagning veg- arins gekk vel yfir dalinn og nokkuð út á hliðina, sem er mjög brött, en gott ýtuland. Svo illa tókst til á einum stað að vatn seytlaði i ruöninginn, svo að ýtan rann af stað. Ýtustjóranum tókst að stýra henni slysalaust niður i fjöru og siöan inn meö hliðinni, upp á nýja veginn og heim til sins ágæta vegaverk- stjóra, Lýðs Jónssonar. Hafði hann þá sagt, að þetta verk yrði ekki unniö nema með handverk- færum. En svo ég kenni ýtu- stjóranum ekki um neitt, skal tekið fram, aö ýtan mun hafa verið of stjór og þung á þetta land. Þarna var svo vegarendinn i 17 ár, eða þar til ungur og efni- legur bóndi, Elis Kjaran Frið- finnsson, eignaðist litla ýtu og var ráðinn til vinnu hjá Vega- gerðinni. Meðal annars hreins- aöi Elis árlega þennan veg og hafði mikinn áhuga á aö koma honum lengra. Þegar hann var beðinn að hreinsa veginn áriö 1973, spurði hann verkstjóra sina, hvort hann mætti reyna að koma veginum lengra út á hlið- ina. Verkstjórarnir neituði þvi á þeim forsendum, að ekkert fjárframlag væri til þessa vegar. Þá sneri Elis spurningunni við og spurði, hvort þeir mundu banna sér að reyna þetta upp á eigin ábyrgð, en það sögðust þeir ekki gera. Samtalið varö ekki lengra i það skiptið, en Elé lagði af stað á sinni litlu ýtu. Sennilega hefur hann gert sér vonir um aö Vegagerðin borgaði að lokum, ef hann kæmist alla leið, og það tókst honum á ótrú- lega stuttum tima. En áhættan var mikil bæði fyrir menn og verkfæri. Ég átti leið þarna um þegar Elis var að ljúka veginum aö Svalvogum. Hann var þá aö laga veginn þar sem hættan er mest framan i berginu þar sem heita Hrafnholur. í blööum hafa þær oftar en einu sinni verið nefndár Hrafnhólar, sem er al- rangt. Jónas Ólafsson, sveitar- stjóri Þingeyrarhrepps, bauð mér að sitja i hjá sér, en hann væri á leið úteftir að sjá hvernig gengi. Sveitarstjórinn sagði mér, að sig væri oft búið aö kitla i magann að sjá Elis skrönglast þarna framan i berginu, en Jón- as. stóð með Elis i þviaðkoma veginum áfram, og var það mikill styrkur fyrir Elis. Mestu máli skiptir þó aö þetta tókst allt slysalaust, enda munu margir hafa hugsað hlýtt til þeirra, sem verkið unnu, bæði heimamenn og þeir sem fluttir voru burt, en höfðu búið á þessum slóðum i áraraðir við erfið skilyrði. En 7. júni s.l. var ég á ferð um þetta svæði og varð þá var við það, að ráðamenn vegagerðar- innar voru að senda ýtu frá Isa- firöi til að hreinsa þennan um- rædda veg, en Elis var ekki beiðinn að gera það eins og áöur. Hvað kemur til? Hvers á hann að gjalda? Var þarna um mis- skilning að ræða, eða var reikn- ingur Elisar nokkrum krónum •ærri en útreikningur vegagerð- arinnar gerði ráð fyrir? Þessu þarf að kippa i lag. Við treystum öll á þingmenn kjördæmisins, að þeir vinni að framlagi til þessa vegar, svo hægt verði að gera hann færan öllum bilum. Elis Kjaran Friðfinnsson á skilið að njóta vinnu við þennan veg þar til hann er fullgerður. 1 von um góðan skilning á þvi, sem hér að framan er skráð, sendi ég öllu vel hugsandi fólki i þessu héraði kveðju mina, og meö leyfi Guðmundar Inga Kristjánssonar birti ég hér kvæöi sem hann gerði fyrir mina beiðni i tilefni af áframhaldi vegarins; Ottó Þorvaldsson frá Svalvogum. Hressingarhælið á Laugalandi opnað á nýjan leik ATH-Reykjavik. — Hugmynd þeirra, sem að hressingarhæiinu standa, er sú, að meðferðin sem veitt er fyrirbyggi sjúkdóma og veiti viðkomandi hvild i orðsins fyllstu merkingu, sagði Jón Sigurgeirsson skólastjóri Iðnskól- ans á Akureyri og einn af for- vigismönnum hressingarhælisins á Laugalandi I Eyjafirði. — Við erum einnig að hjálpa fólki til að finna sjálft sig, og gaf starfsemin I fyrra góða raun — eftir þvi sem fólk sagði. Jón sagði, að fyrsti hópurinn I ár kæmi næstkomandi föstudag, og eru það vestfirzkar konur, sem verða að Laugalandi I vikutima. Þa" er næstum fullbókað fyrir næsta tlmabil sem einnig er vika, eneftirþaðmunu vera laus pláss, fram á haust.fyrir þá sem eftir þvi óska. Dagskráin er nokkuð frábrugðin þvi sem önnur hress- ingarhæli hafa upp á að bjóða. Jón sagði, að norður kæmu bæði leikarar og tónlistarmenn, þannig munu Gunnar Egils, Halldór Haraldsson, Askell Jónsson og Eirikur Stefánsson skemmta gestum, en tveir hinir sibasttöldu veröaá Laugalandi næstkomandi laugardagskvöy. En þaö eru ekki eingöngu tónlistarmenn, sem dvalargestir fá aö hlýða á, fyrir- lestrar verða haldnir, boöið er upp á nudd og jogatlma og að- gangur að sundlaug staöarins er opin þeim sem vilja. — A kvöldin er helgistund, sagði Jón, og er hún tviskipt. Fyrst er hugleiðing og svo er hljóð stund. Aöstaðan er að visu ekki fullkomin, en viö reynum aö skapa heimilislegan brag. Þarna er ágæt aöstaöa fyrir þá, sem hafaáhuga á gönguferðum og úti- vist almennt, en aðalatriðið er sem sagt að hjálpa fólki að finna sjálft sig og I þeim tilgangi meöal annars veröur hjá okkur starf- andi i sumar enskur huglæknir. Patr eksfj örður: SJÁLFSTÆTT HREPPSFÉLAG í 70 ÁR Miðvikudaginn 15. júni var haldinn hátiðarfundur i hrepps- nefnd Patrekshrepps i tilefni þess, að 70 ár eru liðin frá þvi að Patrekshreppur varð sjálfstætt hreppsfélag. Til fundarins var boðið öllum fyrrverandi hreppsnefndar- mönnum, sem búsettir eru á staðnum, asamt ýmsum öðrum. Eitt mál var á dagskrá fundar- ins: Stuðningur sveitarfélagsins við minnismerki heilags Patreks, sem Lions klúbbur Patreksfjarð- ar hefur haft forgöngu um að koma upp. Það var samþykkt að veita kr. 300.000 til málefnisins. Auk þess var samþykkt að sveitarfélagið leggi til land og sjái um frágang umhverfis. A fundi hreppsnefndar Rauða- sandshrepps 26. janúar 1907 var tekin fyrir skrifleg áskorun 42 ibúa á Geirseyri og Vatneyri um að hreppsnefndin taki að sér að undirbúa og gera tillögur um sundurskiptingu á’ hreppnum I _tvö hreppsfélög. A þeim fundi var ákveöiö að skipta Rauöasands- hreppi i tvo hreppa, sem skulu heita Rauöasandshreppur og Patrekshreppur með þeim tak- mörkunum, að til Patrekshrepps töldust landareignir Geirseyrar og Vatneyri samkvæmt landa- merkjaskrám þeirra jarða. — Laugardaginn 15. júni 1907 fóru fram formleg slit og þá var fyrsta • hreppsnefnd Patrekshrepps kosin og I henni áttu sæti eftirtaldir menn: Einar Magnússon, Pétur A. Ólafsson, Jón M. Snæbjörnsson, Patreksfjörður — áiitlegur bær hefur risið þar upp á þessari öld. oddviti, Sveinbjörn Sveinsson og Lárus Lárusson. I núverandi hreppsnefnd sitja: Agúst H. Pét- ursson, Björn Gislason, Hilmar Jónsson, oddviti, Ingólfur Ara- son, Jakob Helgason, Sigurgeir Magnússon og Svavar Jóhannsson- Helztu framkvæmdir: Arið 1910 var hafin bygging barnaskóla húss, sem var eitt vandaöasta skólahús sinnar tiðar hér á landi. Sú breyting er oröin á, að skóli er ekki starfræktur lengur i þessu húsi. 1 staðinn fer þar fram skrif- stofurekstur fyrir sveitarfélagið, þar er fundarstaður hreppsnefnd- arinnar og héraðsbókasafn Vest- ur Bartasterajadæirsýslu i þar inni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.