Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. júnl 1977 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglvsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 —auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Til farsældar Þegar lokið er gerð almennra kjarasamninga og atvinnulifið tekur aftur til starfa af fullum burðum er ástæða til að rifja upp meginatriði þeirrar efnahagsstefnu sem stjórnvöld fram- fylgja i þvi skyni að standa vörð um lifskjörin i landinu og búa i haginn fyrir framtiðina. Aðalatriði efnahagsstefnunnar eru i fyrsta lagi full og örugg atvinna um land allt. í öðru lagi er stefnt að beizlun islenzkra orkulinda til að treysta grundvöll atvinnulifsins i framtiðinni. 1 þriðja lagi er miðað við trausta stöðu þjóðarbúsins út á við. I fjórða lagi hefur verið stefnt að stöðugri verðlagsþróun innan lands. 1 fimmta lagi er lögð áherzla á áframhaldandi hagvöxt, sem að sinu leyti verði varið til réttlátari tekjuskiptingar og félagslegs öryggis. Efnahagsörðugleikarnir sem þjóðin hefur átt við að striða hafa hindrað það að unnt yrði að ná þessum markmiðum öllum samtimis. Hins vegar ber að minna á það að hér hefur haldizt full og stöðug atvinna i öllum landshlutum á sama tima og atvinnuleysi hefur herjað um flest nágranna- lönd okkar. Atvinnuöryggið er engan veginn sjálfsagt mál þegar illa árar. Það þarf að ber jast fyrir þvi og leggja eitthvað i sölurnar til þess að standa vörð um atvinnu og afkomu fólksins i byggðum landsins þegar örðugleikar steðja að. Beizlun islenzkra orkulinda er einnig mjög mikilsvert stórmál, og það getur reynzt afdrifa- rikt fyrir framtiðarmöguleika þjóðarinnar að menn láti ekki deigan siga i þeim efnum þótt kostnaðarsamt sé meðan á framkvæmdum stendur. Hjá þvi hefur auðvitað ekki farið að þessi markmið kæmu að nokkru niður á stöðunni út á við. En hitt er þó aðalatriðið að erlendum lántök- um hefur verið varið til arðbærra framkvæmda og til að mæta timabundnum erfiðleikum. Árangur stjórnarstefnunnar kemur skýrt fram i atvinnuörygginu um land allt og hjaðnandi verðbólgu siðustu ár. Hagvöxtur hefur haldizt og með láglaunabótum var farið inn á nýja braut i kjaramálum löngu áður en hinir nýgerðu kjara- samningar komust á dagskrá. Mikilsvert framtiðarmarkmið, sem vegur þyngra en peningalegar kjarabætur, er að hag- vöxtur taki i framtiðinni stöðugt tillit til kjara- jöfnunar annars vegar og þó einkum til um- hverfis og náttúruvemdar hins vegar. Sá hag- vöxtur og þær framkvæmdir eru skammgóður vermir sem fást á kostnað framtiðarafkomu. Hér er um að ræða slikt markmið. Þegar við stofnun Framsóknarflokksins var það stefnumál hans að stuðla að góðri sambúð lands og þjóðar og jafn- vægi i þjóðlifinu. Rikisstjórnin átti allt frá upphafi kost á þvi að framfylgja harðari stefnu i efnahagsmálum en hún hefur gert. Slikt hefði kostað þjóðina atvinnu- leysi og byggðaröskun, svo sem menn þekkja frá Viðreisnarárunum og frá nágrannalöndunum hin siðustu ár. Rikisstjórnin valdi farsælli leið jafnr- ar og stöðugrar uppbyggingar, og það er stefna fyrst og fremst sem hefur treyst svo undirstöð- urnar að nú hefur myndazt svigrúm til almennra kjarabóta. Nú er fyrir mestu að batanum verði einnig varið til þess að bæta stöðuna út á við, en hann drukkni ekki i flóði innanlandshækkana. Þjóðin þarf nú umfram allt áframhaldandi stöðugan efnahagsbata, aðhald i efnahagsmálum og at- vinnu- og byggðaöryggi. Ný stjómarskrá í Sovétríkj unum Engar raunhæfar breytingar gerðar á mannréttindum sovézkra borgara UM NOKKRA tiö hafa æöstu ráðamenn Sovétrikjanna verið aö undirbúa nýja stjórn- arskrá og i siðasta mánuöi var uppkast hennar kynnt fyrir þjóðinni. Var uppkastinu fylgt úr hlaði meö ræðu, sem Leonid Brésnjef formaður stjórnar- skrárnefndarinnar, æðsta ráðsins, kommúnistaflokksins og forseti Sovétrikjanna hélt. Þar mæltist honum m.a. svo: — Stjórnmálaleg réttindi og frelsi sovézkra borgara eru betur útskýrð i uppkastinu. Kunngerð eru réttindi sér- hvers sovézks borgara til að taka þátt i stjórnun rikisins og opinberra mála, og tiltekin atriði slikrar þátttöku eru sett fram. Málfrelsi, prentfrelsi, þingfrelsi, fundarfrelsi eru allt atriði sem voru i gömlu stjórnarskránni og eru þau endurtekin i þeirri nýju. Mörgum kann að finnast þessi orð leiðtogans hálf einkennileg, þegar hugsað er tilallra þeirra, sem hafa verið ofsóttir fyrir að notfæra sér þetta frelsi, en eins og kunnugt er, þá eru það aðeins viss verk, sem eru samþykkt i Sovétrikjunum, flestir hefðu haldið að mótmælagöngur væru bannaðar o.s.frv. Ríkir þá eftir allt saman slikt frelsi i Sovétrikjunum, lögfest i stjórnarskránni? Þvi svarar Brésnjef þannig i ræðu sinni: — Þess þarf varla að geta, félagar, að uppkastið gengur út frá þeirri forsendu, að réttindi og frelsi borgaranna getur ekki verið og má ekki nota gegn þjóðfélagskerfi okk- ar... Þannig er þá varnaglinn sleginn og uppkastið löggildir þessi orð formanns stjórnar- skrárnefndarinnar með loka» setningu 39. greinarinnar. Réttindi og frelsi, sem er notaðaf borgurunum, má ekki skaða hagsmuni þjóðfélags- ins, rikisins og réttindi annarra borgara. ÞETTA uppkast að nýrri stjórnarskrá er i 9 hlutum, sem skiptast I 21 kafla og 173 greinar. Einn athyglisverðasti hlutinn fjallar um almenn mannréttindi og nefnist hann: Rikið og einstaklingurinn. Þar er m.a. eftirfarandi grein, sem sovézkir gyðingar hafa áreiðanlega gaman af að lesa: Borgarar Sovétrikjanna skulu vera jafnir i augum lag- anna, án tillits til uppruna, fé- lagslegrar og eignalegrar stöðu, þjóðernis eða kynþátt- ar, kyns, menntunar, tungu- máls, afstöðu til trúmála, stöðu dvalarstaðar eða ann- arra atriða. í annarri grein kemur fram þessi vilji að tryggja réttindi allra borgara án tillits til þjóð- ernis og er sá vilji skýrður með „hinni sósialisku alþjóða- stefnu”. Það er athyglisvert, að kafl- inn sem fjallar um grundvall- arréttindi og frelsi borg- aranna leggur mesta áherzlu á réttindin til að vinna, rétt- indi til að hvíla sig og eiga fri- stundir, fá ellilffeyri, búa i húsi og fleiri slik réttindi. Þannig mun hin nýja sovézka stjórnarskrá lögfesta réttindi þegnanna til að mega búa i húsi, horfa á listaverk o.s.frv. t RÆÐU Brésnjefs, en á henni og uppkastinu sjálfu, er þessi grein byggð, kemur fram að vegna grundvallar- breytinga i alþjóðamálum, hafi það reynzt nauðsynlegt að setja nýjan kafla i stjórnar- skrána sem fjallar um utan- rikismálastefnu Sovétrikj- anna. Þar segir m.a. að stefna Sovétrikjanna skuli byggjast á friðarstefnu Lenins en svo segir: Utanrikismálastefna Sovétrikjanna skal miða að þvi að tryggja hagstæð skil- yrði til að byggja upp kommúnista i Sovétrikjunum, styrkja stöðu heims-sósialist- ans, styðja baráttu þjóðar i frelsisstriðum. Þannig mun hin nýja stjórn- arskrá Sovétríkjanna i raun staðfesta réttindi rikisstjórn- arinnar til að skipta sér af innanrikismálum annarra rikja, en svo einkennilega vill til, að um það atriði ásaka Sovétmenn Bandarikjamenn mest um þessar mundir. En munurinn hlýtur að vera sá, að I framtiðinni hafi austan- tjaldsmenn lagalegan rétt til þess en vestantjaldsmenn ekki. Hinar miklu breytingar sem hafa orðið á sovézka þjóðfé- laginu eru aðalorsök þess, að þetta uppkast hefur verið lagt fram. Núgildandi stjórnar- skrá er frá árinu 1936, þegar Stalin stóð á hátindi og var hún þvi svo mjög mótuð af hans eigin hugmyndum, sem að sögn munu ekki lengur njóta álits i Sovétrikjunum. UPPKASTIÐ hefur nú verið lagt fyrir sovézku þjóðina, sem á að ræða það af alvöru og koma með tillögur til úrbóta, ef nauðsyn ber til. Segist Brésnjef búast við „almennri þátttöku i umræðunum um hina nýju stjórnarskrá frá fjöldasamtökum”. En spurn- ingin er, hversu mikil áhrif slikar umræður muni hafa á hið endanlega uppkast? Er það líklegt , að einhver komi til með að breyta þessu viða- mikla verki formannsins og forsetans? Svarið við þvi ætti að fást, þegar stjórnarskráin verður að lokum lögð fram. Vandamálið er þó, að mjög stuttur timi er til stefnu, þvi sennilegast á hin nýja stjórn- arskrá að ganga i gildi, þegar haldið verður upp á 60 ára afmæli októberbyltingarinnar i haust. EINS OG menn sjá af þeim klausum, sem hér hafa verið birtar úr uppkastinu og úr ræðu leiðtogans, merkir ný stjórnarskrá ekki það sama og nýtt frelsi. Óliklega verða þvi miklar breytingar innan Sovétrikjánna á næstunni. MÓL Vcrkamenn I sovézkri vélaverksmiðju ræða uppkastið að nýju stjórnarskránni. Ætli þeim finnist mikið koma til breytinganna, sem þar hafa verið gerðar, eða finnst þeim þetta hálf-spaugi- legt? Það siðarnefnda hefur honum sennilega þótt sem setti upp eintakið af Moscow-News, þar sem uppkastið birtist, en á siðunni á móti hefur liann sett grein um „Dýraleikhúsið”. m JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.