Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 24. júní 1977 Umsjónarmenn:Pétur Einarsson Ómar Kristjónsson Frjáls félagastarfsemi t stjórnarskrá okkar Islendinga er félagafrelsið eitt af þeim mannréttindum, sem veitt er sérstök vernd. Þar með hefur verið lögð áherzla á það, hve veigamiklu hlutverki alls kyns félög hafa að gegna i nútima lýðræðisþjóðfélagi. Félög eru af ýmsum toga spunnin. Sum þeirra hafa að aðalmarkmiði að reka atvinnu eða vera i fyrirsvari fyrir hagsmunabaráttu félagsmanna. önnur stefna fremur að þvi að auðga mannsandann, efla heilbrigði og hreysti eða siytta félagsmönnum stundir á annan hátt. Það er einkum starfsemi hinna siðarnefndu, er við köllum „frjálsa félaga- starfsemi”. Þetta orðalag ber þó ekki að skoða þannig, að við, ungir framsóknarmenn, viljum gera litið úr þeim félögum, er haslað hafa sér völl á sviði atvinnulifs eða hagsmunabaráttu. Þvert á móti. Framsóknar- flokkurinn er fyrstog fremstfélagshyggjuflokkur og sem slikur hlýtur hann að setja það á oddinn i þjóð- málabaráttunni, að stærri verkefni á þessu sviði verði leyst á félagslegum grundvelli, þá einkum og sér i lagi með samvinnuhugsjónina að bakhjarli. En flokkurinn verður einnig að standa vörð um önnur áhugafélög, ekki sizt þau, sem höfða mest til ungs fólks. Spurning er aftur á móti, með hverjum hætti það verður bezt gert. Það virðist nú færast i vöxt, að hið opinbera taki i sinar hendur að skipuleggja og stjórna tómstunda- og æskulýðsstarfsemj. Þar með hefur það ágerzt, að þeir, sem þátt taka i slikri starfsemi, hvort sem þeir eru ungir eða aldnir, hafi orðið hreinir þiggjendur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hve óheppilegt það er fyrir þroska hvers og eins að taka sifellt á móti hverju sem er, án þess að gefa nokkuð i staðinn. Þessi þróun hefur til dæmis átt sér stað i Reykja- vik, þar sem fjárveitingar til Æskulýðsráðs hafa aukizt stórlega, meðan styrkir til iþrótta- og æsku- lýðsfélaga i borginni hafa nánast staðið i stað, sé tekið tillit til verðlagsþróunar. Þannig runnu 51,4 millj. króna til Æskulýðsráðs Reykjavikur árið 1976, en 34,7 millj. kr. árið áður. Árið 1976 námu beinir styrkir til ýmissa iþrótta- og æskulýðsfélaga 11,8 millj. kr. á móti 8,7 millj. árið áður. Þessar töíur sýna glöggt, hvert stefnir. Við, ungir Framsóknarmenn, teljum þetta ranga stefnu. Við viljum, að hið opinbera hætti að mata þátttakendur i tómstunda- og æskulýðsstarfi, en hvetji þá i þess stað til að bindast frjálsum sam- tökum i þvi skyni að vinna að framgangi áhuga- mála sinna. Með þvi móti vinnst að okkar dómi tvennt: Annars vegar fær unga fólkið (og aðrir þeir, sem áhuga hafa) sjálft að ráða þvi, hvað það tekur sér fyrir hendur i tómstundum sinum. Og hins vegar öðlast það aukinn þroska með þvi að taka sjálft á sig ábyrgðina af þvi að skipuleggja og stjórna tómstundastarfinu og með þvi að leggja sjálft fram starfskrafta sina og vera þar með veit- endur i stað þess að þiggja allt af gulldiski eldri stjórnenda, er i mörgum tilvikum telja sig og sig eina vita það, hvað ungu fólki sé fyrir beztu. Öfugt við borgaryfirvöld i Reykjavik hafa bæjar- yfirvöld i Kópavogi farið inn á þá braut að láta félög eða hópa ungs fólks halda að verulegu leyti uppi tómstundastarfinu i bænum. Ekki er annað að sjá en að þessi tilbreyting hafi gefizt vel. Við, ungir framsóknarmenn, viljum þvi árétta stefnu okkar á þessu sviði með þvi að halda ráðstefnu okkar um frjálsa féiagastarfsemi einmitt i Kópavogi um næstu helgi. Eirikur Tómasson. Kynning á ungum framsóknarmönnum Allir aldurs- flokkar eiga að starfa saman — segir Vilhjálmur Einarsson í viðtali við SUF-síðuna Vilhjálmur Einarsson er Kópavogsbúi, sem hefur veriB formaöur FUF í Kópavogi siö- astliBiö ár. Hann hefur veriö búsettur f Kópavogi i 28 ár, sem telst merkilegt þar, þvi aö bæjarfélagiö er mjög ungt aö árum og er reyndar aöeins 22 ára kaupstaöur. Vilhjálmur starfar sem framkvæmdastjóri félagsheimilis Kópavogs og hef- ur gert þaö undanfarin ár. Félag ungra framsóknarmanna i Kópavogi hefur veriö þrótt- mikið undanfarin ár og margir ungir menn i áhrifastööum á vegum Framsóknarflokksins i Kópavogi. I viötalinu, sem hér fer á eftir, innir SUF siöan Vil- hjálm eftir fréttum af félags- starfinu i Kópavogi og viöhorf- um hans til ýmissa mála. Þvi má bæta viö, aö Vilhjálmur hef- ur tekið virkan þátt i almennu télagslifi isinum heimabæ og á i dag sæti i stjórn skógræktar- félagsKópavogs og er formaöur Slysavarnardeildar Slysavarna- félags tslands i Kópavogi, hann er einnig aöalmaöur i Tóm- stundaráði bæjarins og vara- maöur i ht ilbrigöisnefnd. Ungir og gamlir eiga að starfa saman. Hvaöa fréttir eru af starfi SUF i Kópavogi? Ég held aö segja megi, aö starfiö sé i sama farvegi og undanfarin ár, og ungir menn i Kópavogi hafa all- sterka stööu i flokknum hér. Min skoöun er samt sú, aö allir aldursflokkar eigi aö starfa saman, og aö skipting innan flokksins af þessum sökum eigi aö vera sem minnst. Viö þaö aö skipta flokknum i einingar af þessu tagi veröur dreifing starfskraftanna of mikil. öflugt starf t.d. hjá yngra félagi dreg- ur þannig oft úr starfi eldri félaganna. Framsóknarflokkurinn vaxandi i Kópavogi. Framsóknarfldtkurinn er all- sterkur hér i Kópavogi en betur þarf aö vinna til þess aö ná enn sterkaristööu. Nú eigum viö tvo góöa menn I bæjarstjórn og þar af annan úr rööum yngri manna Viö höfum starfaö i meirihluta meö S jálfstæöisflokknum undanfariö kjörtimabil og ekki eru allir jafnhrifnir af þvi, þó aö samstarfiö hafi veriö árekstralitið og félagshyggju- stefna ráöandi, þannig aö fram- sóknarmenn mega sæmilega viö una. Eftir siöustu sveitarstjórn- arkosningar var reynt fyrir sér meö samstarf á vinstri væng- inn, en því miöur gat ekki oröiö af því, og voru þaö mistök ein. Framsóknarmönnum er auð- vitaö ljóst, aö Sjálfstæöisflokk- urinn er ekki félagshyggju- flokkur heldur hiö gagnstæða, og gleggsta dæmiö þessu til sönnunar er hinn mikli skortur á félagslegri aöstööu, sem er i þeim bæjarfélögum þar sem ihaldið hefur ráöiö rikjum, svo sem á Seltjarnamesi.í Garöabæ og sjálfu höfuöviginu Reykja- vik. Ég tel aö þróunin hér I Kópa- vogi, þrátt fyrir ihaldssam- starfiö, sé aö þakka góöri vinnu - fulltrúa Framsóknarflokksins i bæjarstjórn. Ég vil sérstaklega nefna Tómstundaráö, sem ég tel einstakt á sina visu. Þaö er skipaö aö meirihluta til full- trúum svokallaöra frjálsra félaga. Tómstundaráö sér um skipulagningu tómstundastarf- semi fyrir alla aldursflokka i bænum, og gerir tillögur um nýja eöa breytta starfshætti til bæjarstjórnar, og á undanförn- um árum hefur Tómstundaráö bryddaö upp á ýmsum nýjung- um i félagslegri þjónustu þannig aö Kópavogur er nú algerlega I fararbroddi i þessum málum. Tómstundaráö sér einnig um aö deila út styrkjum til félaga i bænum, en þar er farið eftir ákveönu styrkveitingakerfi, sem ég veit ekki til aö þekkist annars staöar hérlendis. Þetta kerfi tel ég aö hafi oröiö mikil lyftistöng fyrir félagslif i bæn- um, eins og sjá má af fréttum, en mörg félög i Kópavogi eru landsfrægfyrirafreksin.Þá má ekki gleyma aö geta þess, aö i Kópavogi er nú langfullkomn- asti Iþróttavöllur landsins svo aö jafnvel Laugardalsvöllur kemst varla I hálfkvisti viö hann, og er þó Reykjavik 90 þúsund manna borg en Kópa- vogur 13 þúsund manna bæjar- félag. Þetta sýnir ljósar en margt annaö hve mikil áherzla hefur verið lögö á félagslegu hliöina i Kópavogsbæ. Viö framsóknarmenn I Kópa- vogi höfum veriö mjög óánægöir meö þann yfirgang, sem Reykjavikurborg hefur sýnt i skipulagsmálum sinum. Perlan i Kópavogi „Fossvogsdalurinn” skal eftir þeirra vilja vera lagö- ur f auön og malbik, og allt höfuöborgarsvæöiö veröi þannig af einu stórkostlegasta svæöinu til útivistar, sem til er hér suö- vestanlands. Samningar voru geröir viö Reykjavik um aö kanna um- feröarþörf borgarinar niöur i miðbæ þ.e. á Lækjartorg. Meö- an sú skoöun stóö yfir gera Reykvikingar svo skipulag aö nýju iönaöarhverfi vestan Kringlumýrarbrautar, sem auövitaö býr til þörf fyrir Foss- vogsbraut. Þessi frekja og til- litsleysi þeirra olli þvi aö bæjar- stjórn Kópavogs samþykkti ein- róma aö fyrra samkomulag væri falliö úr gildi. Þessi ákvöröun bæjarstjórnar er öll- um Kópavogsbúum ánægjuefni og nú veröur hægt aö snúa sér aö þvi af alefli aö skipuleggja Fossvogsdalinn sem útivistar- svæöi, eins og reyndar allir flokkar I Kópavogi eru sam- mála um. Nú ert þú mikill áhugamaöur um skógræktog ertnýkominn af aöaifundi skógræktarf élags Islands hvaö er þér efst i huga um þau mál? Miklar umræður uröu á nýaf- stöönum aöalfundi um flutning skógræktarstjóra og embættis hans til Austurlands. Ég held aö menn misskilji mjög byggöa- stefnuna þegar þeir telja aö aöalstöövar stofnana af þessu tagi eigi aö flytja út á lands- byggðina. Rökréttast er aö aöalstöövar sem flestra stofn- ana séu I Reykjavik þar sem stytzt er I alla aðstööu til rekst- urs þeirra. Skógrækt rikisins hefur alltaf verið rekin um allt land þ.e. Vöglum, Hallorms- staö, Tumastööum og Skorradal og fleiri minni stööum. Þetta er hin sanna byggðastefna, þar sem útibúum er dreiftum landiö til hagsbóta fyrir alla lands- menn, og um flutning getur þvi ekki oröiö aö ræöa I þeim skiln- ingi. önnur mál sem nefna mætti var t.d. aukiö fé úr „vindlingasjóöi” sem land- græöslusjóöurmun nú i auknum mæli úthluta skógræktarfélög- um til hinnar ýmsu starfsemi. Ósamstaða innan verkalýðshreyfingar- inar. Hvernig liztþér á stjórnmála- ástandiö i landinu i dag? Ég tel uggvænlega þá ósam- stööu, sem komiö hefur fram innan verkalýöshreyfingarinn- ar, sem sýnir sig m.a. i þvi aö mörg smærri félög hafa tekiö sig út úr og samiö. Þessa óein- ingu tel ég vera af pólitiskum toga spunna, og ef til vill upp- gjör milli pólitfskra aöila. A landi eins og Islandi getur verkalýöshreyfingin ekki orðiö annað en hreyfing meö pólitisk- um blæ. Hins vegar getur þaö ekki orðiö verkalýöshreyfing- unni til gæfu að hún sé notuö sem dráttarklár fyrir ákveöna stjórnmálaflokka. Þaö er slæmt til þess aö vita aö valdiö til samninga skuli vera i höndum örfárra afturhaldsseggja innan vinnuveitendasambahdsins sem hafa siglt þessum samningum i algert strand hvaö eftir annaö. Ég tel aö kosningar veröi á réttum tima til Alþingis.ekkert viröist stefna til annars. Stjórn- arsamstarfiö hefur hvilt á herö- um framsóknarmanna, og þeir munu bera þaö uppi til kosn- inga, sem ábyrgur stjórnmála- flokkur og vafalaust þurfa aö taka þaö á sig, sem ekki hefur tekizt sem skyldi. Ég tel hins vegaraö almenningur allur beri meira traust til þeirra flokka og flokksforingja, sem þora aö taka á sig ábyrgö og aö Fram- sóknarflokkurinn muni njóta þess veröskuldaöi næstu kosn- ingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.