Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. júnl 1977 7 Indversk kvikmyndastj arna Þrátt fyrir gffurlegan áhuga á kvikmyndum og þó um- fram allt kvikmyndaleikurum, gleymist oft að taka með í reikninginn, að kvikmyndir eru framleiddar viðar en í Hollywood og i Evrópu. I Indlandi er mikil kvikmynda- framleiðsla og þar eru vinsælar kvikmyndastjörnur ekki siðuren i vestrænum löndum.Einhverra hluta vegna hafa indverskar kvikmyndir ekki áunnið sér vinsældir i okkar heimshluta. A meðfylgjandi mynd sjáum við vinsælustu indversku kvikmyndastjörnuna, Shabana Azmi. Hún er 24 ára gömul, og um þessar mundir er hún svo önnum kafin, að hún er að vinna við 25 kvikmyndir samtimis og dagleg- ur vinnutimi hennar er 14 stundir. Falleg er hún, og við vonum að þetta gifurlega vinnuálag gangi ekki of nærri henni. Lofið ekki of miklu! Fólk ætti að varast að taka of mikið upp I sig. Synnove Roens, kennslukona i Stokkhólmi, hét þviað hún skyldi eta stigvélin sin, sem hún hafði notað i 40 ár, ef manni hennar héldist á atvinnu i heilt ár samfleytt. Maðurinn hennar tók hana á orðinu, en I stað þess að eta ofan isig stóru orðin, át hún stigvélin. Búast má við, að þrátt fyrir langa suðu, hafi stigvélin verið hörð undir tönn, en eftir svip Synnove aö dæma, finnst henni þetta tilvinnandi, ef maöurinn hennar fæstekki til aðstunda atvinnu meö öðru móti! ^lÞað er i lagi ef ' Vörurnar sem ég crjtveröið er gott? með eru verkfæri i smákössum. Tíma- spurningin Tókst þú þátt i verkföll- um á meðan kjarasamn- ingarnir stóðu yfir? Margrét Sveinsdóttir, húsmóðir: — Ég er húsmóðir og þær fara vlst ekki I verkföll. Hins vegar væri ég ekki á móti þvi ef það væri hægt. Guðbjartur Gunnarsson, bóndi: — Bændur fara aldrei I verkföll. Adda Björk, húsmóöir: — Nei, ég er „bara” húsmóðir og fæ ekki að fara i verkfall. Valdimar Bergsson, bakara- sveinn: — Fyrir utan einn dag, þá fór ég ekki i verkfall. Þórður Bergmann, bankastarfs- maður: — Samningar banka- starfsmanna renna ekki út fyrr en fyrsta júli. Hvað gerist þá veit ég ekki. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.