Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. júnl 1977 13 SiílAÍÍ' N SKRA YFIR IBOEIR ALDRAERA, SBM ERU A ÍMSUM BYGGINGASTIGUM, ir i smiðum og skiptast þær niður á þrjá staði, 75 við Furugerði 1, 64 við Dalbraut og 31 við Lönguhlið. A Reykjanesi eru 134 ibúðir i smiðum. Þær eru langflestar i Hafnarfirði eða 88, sem skiptast milli DAS 58, og Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar með 30. 1 Kópavogi eru 40 i- búðir i smiðum, en 6 i Mos- fellssveit. Vissulega er þetta ánægju- leg þróun og ástæöa til að gleðjast yfir henni, en mál eins og þetta hefur fleiri en eina hlið, og ekki allar jafn bjartar. Tilað mynda er ekki til nein reglugerð um hönnun ibúða fyrir aldraða, þannig aö stefnumörkun af hálfu húsnæðismálast jórnar i lánaveitingum til þessara i- búða er engin. Þess vegna gerði húsnæðismálastjórn samþykkt á siðastliðnu sumri, þar sem segir m.a.: ,,að nauðsyn beri til, að mörkuð veroi ákveðin stefna af hálfu húsnæðismálastjórn ar i lánveitingum hennar til byggingar leiguibúða á veg- um félagslegra aðila fyrir aldraða, öryrkja o.fl. sam- þykkir hún að óska eftir þvi, að hið fyrsta verði samin i stofnuninni drög að reglum, er byggja mætti stefnumörk- un á” 1 framhaldi af þvi var Gylfa Guðjónssyni, arkitekt sem vinnur við húsnæðis- málastofnunina, falið að taka saman greinargerð um ibúöir fyrir aldraða. Lauk hann henni i mai sið- astliðnum. Auk þess ■ hefur hann gert drög að reglum og tilmælum um hönnum ibúða fyrir aldraða, sem nú eru til umsagnar hjá húsnæðis- málastjórn. Þráinn lagði á það áherzlu, að næsta skref i málinu yrði að íhuga gaumgæfilega, og varast einstefnu. Við mætt- um ekki binda okkur um of við eina gerð ibúða, Þörf væri almennrar umræðu um þessi mál til leiðbeiningar fyrir sveitarstjórnir, og aðra sem að þessum málum ynnu. Hann væri hlynntur þvi, að visst frjálsræði rikti þannig að gamla fólkið gati; fengið ibúðir sem hentuðu mismun- andi þörfum þess. Þ.e. til staðar væru bæði herbergi á dvalarheimilum, og sér- stakar ibúðir, sem væru i mismiklu sambandi við als konar samhjálp og þjónustu- starfsemi. Að lokum sagðist hann vona aö menn færu almennt að skilja aðþetta væri ekkert sérmál aldraðra, hvort i landinu fyndist nægur fjöldi ibúða sem hentuðu litlum fjölskyldum, sem farnar eru aö minnka umsvif sin. Oftast kæmu á markaðinn stærri ibúðir, sem þetta fólk hefði búið i, og biði nú stærri og vaxandi fjölskyldna. Þannig væri þetta hagkvæmt á keðjuverkandi hátt. Taflan skýri'.r sig sjálf ALLT FRA tvl AL VERA A TEIÍ.NIBORDINU OG UPP 1 ÞAL AC VERA AD VERDA FULLLOKID. Borgarsjóður Reykjav. v/Furugerði 1 ReyVjavíV íbúðir 75 ReyVjanes íbúðir Landsb. íbúðir aejarsjóður Dalvíkur - - 20 Bæjarsjóður Hafnarfjarðar - 30 - D.A.S. Hafnarfirði - 58 - Höfði, AVranesi - - 36 Hörgsiandshreppur - - 4 Sveitarsjóður Vopnafjarðar - - 6 öryrVjabandal. IsAnds, Kópavogi - 40 - Rangárvallahreppur og fleiri - - 12 Sýslunefnd Húnavatnss. V/Blönduös - - 10 " " v/SVagastrandar - - 4 Ytri-Torfustaðahr. V-Hún. v/LaugabaVV a - - 4 Isafjörður - - 31 Mosfellssveit - 6 - ölafsfjörður - - 8 ReyVjavíVurborg v/Dalbrautar 64 - - ReyVjavíVurborg v/Lönguhlíðar 31 - , - Hrunamannahreppur, Arnessýslu - - 3 Hreppsnefnd Hvolhrepps - - 10 Þrír austustu hreppar N-Þingeyjars. - - 4 Dvalarheimili aldraðra HúsavíV - - 16 Elliheimili AVureyrar - - 13 Baejarsjóður BolungarvíVur - - 6 Dvalarheimili aldraðra Egilsst.(2.áf. ) - - 14 Rangárvallahreppur og fleiri (2.áf.) - - 10 Olafsvík - - 4 170 134 217 i fyrir aldraða? Gylfi Guðjónsson arkitekt, sem vinnur við Húsnæðismálastofnun rikisins. skal ibúðum fyrir aldraöa fyrir nægilegri hjálparþjónustu og þannig stuðla að þvi að sjúkir öðlist heilsu á ný. Af framansögöu má sjá að nútima skipulag og hönnun ibúða fyrir aldraöa hlýtur i auknum mæli aö krefjast þekk- ingar á öldrun og öldrunarsjúk- dómum.” — Hérlendis eru yfirleitt aldrei gert ráö fyrir Ibúöum fyrir aldraða fyrirfram i skipu lagi. Þó veröur aö viöurkenna að staðsetning sumra hefur tek- izt með mikilli prýöi. Til að mynda hjá Reykjavikurborg, en hún er nú að reisa hús með íbúð- um fyrir aldraða bæði við Lönguhlið og við Dalbraut. Helztu kostir þessara staða eru hvað stutt er i strætisvagna og verzlanir, svo og hitt að i ná- grennibeggja þessara staða eru stór úti-. istarsvæði sem koma til með að stuðla að aukinni hreyf- ingu og útivist ibúana. Ekki kvaðst Gylfi vera jafn sáttur við staðsetningu Hrafn- istu i Hafnarfiröi. Stuðla ber að sem sjálf- stæðustu heimilishaldi — Hvað er ibúö fyrir aldraöá? — Ibúð fyrir aldraöa er oft skilgreind sem sérstök ibúð, sem varðandi staðsetningu, hönnun, búnað, innréttingar og fleira miðast viö sérþarfir aldr- aöra og stuölar að þvi, aö þeir geti lifað sem lengst sjálfstæöu lífi. Sjálfstætt heimilishald stuðlarað likamlegri þjálfun og andlegum friskleika. Ibúö fyrir aldraða gefur aö auki kost á lifi eftir eigih höfði. Auk sérstaks búnaöar og inn- réttinga skal nægileg sjúkra- og hjálparþjónusta I einhverri mynd vera fyrir hendi, ef nauð- syn krefur, og þá sérstaklega kostur á hjúkrun til skamms tima. Þaö er almennt markmið með hönnun Ibúða fyrir aldraða, að stuðla að sem sjálfstæðustu heimilishaldi. Það hefur sýnt sig erlendis, að með þvi aö ganga nægjanlega langt til móts við sérþarfir aldraðra, er hægt að lækka rekstrar kostnaö dvalarheimila og fækka I starfs- liði. En til að ibúð henti öldr- uðum verður viss hjálparþjón- usta að vera fyrir hendi. 40 fermetrar lágmark Cr greinargerð: „Eins manns ibúð fyrir aldraða I Þýzkalandi, hvort sem hún er tiltölulega sjálfstæö eöa i dvalarheimili, skai eigi vera minni en 40 fer- metrar nettó. A sama hátt er ekki veitt lán út á tveggja manna ibúðir, sem minni eru en 50 fermetrar nettó. Tekiö skal fram, aö hér er ekki átt við her- bergi I dvalarheimilum eða elli heimilum.” Gylfi sagði að þaö væri ein- kennandi fyrir hinar Islenzku Ibúðir fyrir aldraða, hve stærðir þeirra væru yfirleitt knappar, og hve innra skipulagi væri ábótavant varöandi eldunar- og svefnaðstöðu. Þó væri það al- mennt viöurkennt að aldraðir hefðu sérþarfir sem gaumgæfi- lega yrði að taka tillit til, þá vissi hann og dæmi þess, að farið væri niður fyrir gildandi byggingarsamþykkt. Þjóðverjar og Sviar telja t.d. 40 fermetra ibúö algjört lág- mark fyrir einstakling eins og áður er fram komið. Til saman- burðar, má geta þess að ibúð- irnar I Lönguhliðinni, sem minnzt var á hér áður i sam- bandi við góða staðsetningu, eru ekki nema 27 fermetrar. Gylfi sagði að mat hans á þeim ibúð- um yrði náttúrulega háð þvi hve mikla sameiginlega aðstöðu yrði boðiö upp á. En bætti þvi viö að ef ætlazt væri til þess aö fólk eldaöi sjálft fyrir sig I þess- um fbúöum, væri stærð þeirra vægast sagt ófullnægjandi. tbúðarþörfin. Úr greinar- gerö: „Þrir þættir hafa öðru fremur áhrif á þörf Ibúða fyrir aldraða. I fyrsta lagi er þaö aldursskipting íbúanna eða öllu heldur fjöldi ibúa eldri en 65 ára. Fjöldi ibúa 65 ára og eldri er bæði mismunandi eftir lands- hlutum og frá einum stað til annars. t Noregi er til dæmis hlutfall aldraöra (65 ára og eldri) allt frá 3.5% upp i 20% ibúanna. Hliðstætt hlutfall i Þýzkalandi hefur aukizt á siö- ustu 50 árum úr 5% I 12% og bú- izt er við þvi, að náð verði 14% árið 1985. Til samanburðar má geta þess að i fyrra voru 11.5% reykvikinga eldri en 65 ára, og haföi þá fjölgaö um tæð 4% á 16 árum.” Leggur til að myndað- ur verði starfshópur — Gylfi, þú minnist á starfs- hóp I greinargerð þinni og leggur til að einum slikum verði komið á fót hér. — Já, þaöer rétt, og ég tel það afar þýðingarmikið. 1 raun vit- um við ekki nákvæmlega hverj- ar eru þarfir eldra fólks á íslandi, eða hvort þær eru i ein- hverju frábrugðnar sérþörfum þeirra sem minnzt hefur verið á i sambandi við erlendar rann- sóknir. Ég tel þaö árfðandi að saman verði komiö starfshópi, t.d. lækna, hagfræðinga, félags- fræöinga, sálfræðinga, arki- tekta, skipulagsfræðinga og sveitarstjórnarmanna. Þessi starfshópur verður siðan að vinna að gerð endanlegra reglna ot ilmæla um skipulag og hönnun ibúða fyrir aldraða. Að endingu vona ég að greinargerðin verði mikilvægt innlegg I þetta mál, og I kjölfar- ið fylgi enn viötækari umræður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.