Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.06.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. júni 1977 15 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Ve&urfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Byrgjum brunninnRúna Gisladóttir og Guörún As- grimsdóttir fjalla um upp- eldisgildi leikja og leik- fanga, — siðari þáttur. 20.00 islensk tónlist.a. „Vers II" eftir Hafliða Hallgrims- son. b. „For Iienée” eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Höf- undarnir, Robert Aitken flautuleikari og Gunnar Egilson klarinettuleikari flytja. 20.30 Jónsmessuvaka bænda Agnar Guðnason blaðafull- trúi bændasamtakanna tók saman dagskrána og sótti efnið að mestu til borgfirð- inga. Rætt er viö Jón Glsla- son nemanda á Hvanneyri, Hannes Ölafsson á Hvitár- völlum, Einar Jóhannesson á Jarðlangsstöðum, Guð- mund Bjarnason frá Hæli, Þórunni Eiriksdóttur á Kaðalstöðum, Sigriði Sigur- jónsdóttur á Hurðarbaki, Guðrúnu Guðmundsdóttur og Aðalstein Pétursson i Borgarnesi. Nemendakór Hvanneyrar syngur fimm lög. Söngstjóri: Ólafur Guð- mundsson. Gisli Þorsteins- son á Hvassafelli syngur þrjú lög við undirleik Sverris Guðmundssonar I Hvammi. Upphafsorð eru eftir Guðmund Jósafatsson frá Brandsstöðum en loka- orð flytur Asgeir Bjarnason alþm. i Asgarði, formaöur Búnaðarfélags Islands. 21.35 titvarpssagan: „Undir Ijásins egg” eftir Guðmund Haildórsson. Halla Guð- mundsdóttir leikkona les sögulok (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. örlitið meira um baska. Spjallað um Baska, sögu þeirra og tónlist. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Lesari með honum: Þorbjörn Sigurðs- son. 22.40 Afangar.Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Föstudagur 24.júní 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Prúðu leikararnir (L) I þessum þætti fá leikbrúð- urnar látbragðsleikflokkinn The Mummenschanz i heimsókn. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Matur er mannsins megin F'ræðslu- og umræðu- þáttur um hollar matar- venjur. Sigrún Stefánsdóttir ræðir við dr. Jón Óttar Ragnarsson matvælaverk- fræðing og Ársæl Jónsson lækni, og Eyrúnu Birgis- dóttur matarfræðing. 1 þættinum er lögð áhersla á að kynna almenningi helstu undirstöðufæðutegundir og mikilvægi þess að borða réttan mat. 21.45 Vitahringur (Vicious Circle) Bresk biómynd frá árinu 1957. Handrit Francis Durbridge. Aðalhlutverk John Mills, Derek Farr og Noelle Middleton. Howard Latimer er læknir i Lundún- um. Vinur hans hringir til hans og biður hann að taka á móti þýskri kvikmyndaleik- konu á Lundúnaflugvelli. Blaðamaður, sem Latimer þekkir ekki, er hjá honum, þegar hringt er, og ekur honum til flugvallarins. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 23.05 Dagskrárlok LÍK] : OFATJ n U.Ð ~ • * V. _ ;; • " -A«- ~ ^ ~ 1: r eftir Louis Merlyn ■ byssuna. Síðan tók hann vasaklútinn sinn og opnaði hana. i byssunni voru sex skothylki, þrjúnotuð, þrjú heLI. Það voru púðurskot. Hann gægðist inn um hlaupið. Greinilegt varaðnýlega hafði verið hleypt af, þvi púður- lyktin var enn magn. En það hafði ekki verið skotið kúlu. — Einhver hefur beitt brögðum, sagði Milan. — Það hljómar geðveikislega, sagði Silone varlega. — Hvern gat grunað, að hún myndi einmitt núna missa stjórn á skapi sínu og skjóta á Neilson? Hvað gerði þá sá hinn sami? Stóð fyrir aftan hana og skaut um leið og hún? — Já, það er skrýtið, samþykkti Milan. — En einhvern veginn þannig hefur viðkomandi farið að þessu. Fran gerði það ekki, sagði Silone. Hann hallaði sér nær Milan. — Það er allt, sem ég vil fá sönnun fyrir, að hún hafi ekki myrt hann. — En ef hún gerði það nú? Milan sá svip Silones breyt- ast í kalda reiði. — Agizkun, auðvitað. — Ágizkun....gakktu þannig frá þessu, að ekki verði hægt að ákæra hana. Haltu henni utan við þetta. Það er allt. Milan stakk vasaklútnum aftur i vasann og settist. — Hvað um klúbbinn hérna? Löggunni mun ekki geðjast að þessu, Nat. Þeir loka um tíma. Ef til vill taka þeir Ííka af þér leyfið. Silone herpti varirnar. — Það held ég nú ekki. En þeir mega taka klúbbinn, ef það gerir eitthvert gagn. Þetta var eins og bjóða allt sitt blóð, hugsaði Milan. Það sama gilti um Nat. Að karlmaður skyldi vilja fórna svona miklu fyrir konu og það konu, sem hann stóð að- eins i vináttusambandi við. Það var meira en Milan gat skilið. Samt vildi hann hjálpa Silone. Silone var einn þeirra manna, sem gat verið hagstætt að eiga að vini. En Milan þekkti ekki þá konu, sem hann vildi fórna fyrir svo miklu sem gömlu, slitnu bindi. — Hvað mikið? spurði Siione. Milan yppti öxlum. — Það skaltu sjálfur ákveða, Nat. Ekki mjög mikið. Það kemur til með að kosta þig ósköp að halda klúbbnum opnum, svo að þú skalt taka þessu ró- lega. — Ég borga það, sem sett er upp, sagði Silone og roðnaði. Milan óskaði þess, að ekki væri svona auðvelt að særa stolt Nats. Hann sagði: — Láttu mig hafa fimm hundruð strax fyrir útgjöldum. Silone opnaði skrifborðsskúffuna og tók upp seðla- búnt. Hann taldi fram upphæðina í smáum seðlum. Milan tók það, skipti því og ýtti helmingnum til baka. — Ég sagði fimm hundruð. Bíll f lautaði úti fyrir. Milan stóð upp og tróð seðlunum i þunnt veski sitt. — Hringdu til löggunnar, Nat. Segðu þeim, að Fran hafi stungið af og láttu mig svo vita, hvaða löggur taka málið að sér og hvað þeir segja. — Já, svaraði Silone. Milan gekk að dyrunum. — En blandaðu mér ekki i það nema ég láti vita, aðég vilji vera með. — Auðvitað, Rick. Milan opnaði dyrnar. Silone sagði: — Gættu hennar vel. Milan sneri sér við. — Hálsinn á mér er líka i veði. Ég gæti hans alltaf. 3. kafli. Hann bjó í þremur herbergjum og dagstofan var full af dagblöðum, yfirfullum öskubökkum og á borðinu og stólörmunum voru óhreinir kaffibollar. — Það má breyta sófanum i rúm, útskýrði hann. — Ég’ sef hér, þú mátt fá svefnherbergið. Hún var enn í hvíta kjöldkjólnum, en hafði lagt létt slá yfir axlirnar. Hún sneri sér að honum og varalitur hennar vár dökkrauður og Ijótur í hörðu Ijósi hlífar- lausrar perunnar i loftinu. — Þér geðjast ekki að því sem þú hef ur gert Nat, sagði hann. Hann stóð með hendurnar í jakkavösunum. — En mér geðjast jaf n vel að þér og öllu öðru kvenfólki. — En samt, sagði hún ákveðin. — Samt tekurðu á þig áhættu min vegna. — Nats vegna. Og reyndu svo að koma þér í almenni- leg föt. Hann sneri sér undan og tók að tína blöðin úr sófanum. Þegar hún kom fram affur í einföldum, grænum kjól, gekk hann framhjá henni inn í svefnherbergið. Hún hafði lagað til, að minnsta kosti það mesta. Rúmið var uppbúið og fötin hans voru á stólnum. Óhreinu fötin voru i hrúgu í horninu. Hann tók föt sín úr skápnum og fór með þau fram í stofuna, gekk síðan aftur inn og tók upp úr kommóðunni og lagði á útvarpið. Loks settist hann i sófann og horfði á hana. — Nat vildi ekki segja mér dálítið, sagði hann. — Ei- þú getur það. Var þetta byssan sem þú skauzt hann með? Hún leit betur út. Hun spennti greipar i kjoltu sér og sagði næstum feimnislega: — Byssan var á snyrfiborðinu minu. Nal setti hana þar. Eg veit, að hún var bara fyrir laus skot. Þess vegna missti ég stjórn á mér, þegar ég sá hann detta niður. — Þú ætlaðir bara að hræða hann? Hún kinkaði rólega kolli. — Hann var frekur, að koma svona með hana þangað. Milan andvarpaði og teygði úr fótleggjunum. — Gamla sagan. Eg býst við að þu hafir beðið hann að koma, svo þú gætir farið að þrasa út af henni? — Já. Hún sagði ósatt, það fann hann. Þær voru þvi vanar. þótt einasta vörn þeirra væri sannleikurinn. Hann hafói séð það i stuttu starfi sinu innan lögreglunnar og eins o siðari árum, aftur og aftur. En honum geðjaðist ekki au þvi. Vanþóknunin var greinileg i andlitsdrattum hans. Langar hrukkurnar fra nefinu að munnvikjunum gerðu hann ellilegri. Hann var aðeins þrjátíu og f imm ára. — Hvers vegna skipfi hann um skoðun varðandi þig og ákvað að fara aftur til hennar? — Veit það ekki, svaraði Fran. — Hann sagði mér þaó ekki. Hún var aftur orðin kuldaleg í viðmóti, þrátt fyrir krakkalegan kjólinn og hörkulegar spurningar Milans. — Og þú elskaðir hann nógu mikið til að koma illu af stað þess vegna. Svona miklu illu? — Já. Hún sagði aftur ósatt. Hann fann hatur hennar til Neilsons i þessu eina orði. — Hefurðu nokkurn tima farið með honum í rúmið? — Nei. Hann þóttist ekki taka eftir reiðinni i svip hennar. — Fór hann i rúmið með henni? Augu Fran glenntust upp. — Vissirðu það ekki? Þau voru gift einhvern tíma endur fyrir löngu, þegar þau voru í skóla. Milan vissi það ekki. Hann sá að henni mislíkaði það, þó svo hún hataði Neilson. Henni hafði mislikað það meðan hann var á lif i og svo var enn, þó hann væri dáinn. — Voru þau skilin? — Nei, svaraði hún. — En þau hafa verið skilin að borði og sæng næstum síðan þau giftust. Þetta skýrði margt fyrir Milan. i augum Fran hafði „Mömmur hinna strákanna eru farnar að undrast yfir hvaðan þú hefur orðbragðið sem ég nota.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.