Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 4

Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 4
 Í kuldakastinu sem fólk í þægilegri innivinnu vælir undan þessa dagana, er ekki úr vegi að kanna hug fólksins sem finnur hvað mest fyrir vetri konungi, fólksins sem ver bróðurhluta dagsins að störfum utandyra. Fréttablaðið fór á stúfana og komst að því að ömmur landsins hafa vitanlega hárrétt fyrir sér: Það er ekkert til sem heitir kuldi, bara lakur klæðnaður. Það skiptir öllu máli að klæða sig vel Orkuveitur hafa vart undan að dæla heitu vatni á skrifstofur og heimili lands- ins. Sú þarfa þjónusta gagnast lítið því fólki sem Fréttablaðið tók tali í gær. Atlantsolía - Vesturvör 29 - Sími 591 3100 atlantsolia@atlantsolia.is Engar tapaðar kvittanir Nú er hægt að tengja Dælulykilinn við netfang þannig að um klukkustund eftir dælingu kemur sjálfkrafa pdf- kvittun með tölvupósti. Kvittun í tölvupósti P IP A R • S ÍA • 6 0 7 06 RSK Skráning í síma: 591-3100 Ekki hefur komið til átaka í Afríkuríkinu Kongó eftir að Joseph Kabila forseti var á mið- vikudaginn lýstur opinberlega sig- urvegari í forsetakosningunum, sem haldnar voru í lok október. Mótframbjóðandinn Jean-Pierre Bemba, einn af varaforsetum landsins, sagðist á fimmtudaginn einungis ætla að beita löglegum aðferðum til þess að fá úrslitum forsetakosninganna hnekkt. Þessi yfirlýsing vakti vonir um að hann ætli ekki að beita valdi, en hann ræður yfir eigin herliði sem skipað er hundruðum manna. Á miðvikudaginn var því opin- berlega lýst yfir að Joseph Kabila, núverandi forseti, hafi sigrað í seinni umferð forsetakosninganna, sem haldin var 29. október síðast- liðinn. Opinberar niðurstöður kosning- anna eru þær, að Kabila hafi hlotið 58 prósent atkvæða en Bemba 42 prósent. Stuðningsmenn Bemba segja þessar tölur ekki geta verið réttar. Bandalag um 50 flokka, sem studdu Bemba, létu gera eigin talningar og fengu út að Bemba hefði hlotið 52 prósent og hann væri þar með hinn rétti sigurvegari kosninganna. Óttast var að óeirðir myndu brjótast út eftir að opinberu tölurn- ar voru birtar. Friður ríkir en spenna er í loftinu Að minnsta kosti átta lík fundust í gær í Nukualofa, höfuðborg Kyrrahafseyjunnar Tonga, þar sem reið ungmenni gengu berserksgang á fimmtudag- inn, veltu bílum, kveiktu í verslun- um og skrifstofum, réðust á embættismenn ríkisins og fóru ránshöndum um verslanir. Höfuðborgin var að stórum hluta lögð í rúst. Ungmennin vilja lýðræði í þessu litla en fátæka konungsríki þar sem íbúarnir eru um 108.000 talsins. Óeirðir af þessu tagi hafa ekki þekkst þar til þessa. Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla að senda hermenn til eyjunn- ar til þess að stilla til friðar. Höfuðborgin lögð í rúst Fjögur fíkniefnamál komu upp í Kópavogi á fimmtu- dagskvöld. Tæplega tvítugur piltur var handtekinn í miðbæn- um með töluvert magn fíkniefna í söluumbúðum. Hann var færður til yfirheyrslu og viðurkenndi undir morgun að hann hafi ætlað sér að selja efnin. Að sögn lögreglu var hann með alls kyns fíkniefni í fórum sínum, þar á meðal hass, amfetamín, kókaín, ofskynjunarsveppi og stera. Þá voru þrír menn á þrítugs- aldri handteknir í aðskildum málum með lítilræði af fíkniefn- um. Efnin voru öll talin vera til einkaneyslu. Alls lagði lögreglan hald á nokkra tugi gramma af fíkniefnum þetta kvöld. Með alls kyns fíkniefni á sér Landvernd skorar á umhverfisráðherra að taka til efnislegrar meðhöndlunar kæru Guðrúnar S. Gísladóttur sem krefst þess að leyfi til hrafntinnu- töku úr Hrafntinnuskeri verði fellt úr gildi og hrafntinnunni sem tekin var verði skilað. Með því að taka kæru Guðrún- ar efnislegrar meðhöndlunar myndi ráðherra færa stjórnsýsl- una nær markmiðum alþjóðlegra sáttmála sem miða að því að virkja almenning til þátttöku í umhverf- ismálum. Hrafntinnunni verði skilað Sex strætóferðir frá Akranesi til Reykjavíkur féllu niður vegna veðurs á fimmtu- dag. Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætós, segir að ferðirnar hafi fallið niður þar sem vindur hafi farið upp í fimmtíu metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi. Ferðir falli niður fari vindur yfir 34 metra á sekúndu og 32 metra á sekúndu í hálku. Ásgeir segir að bílstjórar fylgist með vindstyrknum á Kjalarnesi á vindmæli í Mosfellsbæ og við Hvalfjarðar- göngin og taki ákvörðun hverju sinni. Sumir bílarnir séu léttir að aftan og bitur reynsla hafi kennt mönnum að láta ferðir falla niður fari vindur yfir viðmiðun- armörkin. Það sé gert með öryggi farþeganna í huga. Strætóferðir féllu niður vegna vinds
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.