Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 18

Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 18
Þessi vika hefur verið Ævars Arnar Jósepssonar rithöfundar og útvarpsmanns. Hér, í þessu blaði, var hann krýnd- ur konungur hinnar íslensku glæpasögu í lof- samlegum rit- dómi um nýjasta krimma hans „Sá yðar sem synd- laus er“. Slík krýning nær eins langt og hún nær en skömmu síðar spurðist að Ævar Örn væri tilefnd- ur til Glerlykils- ins 2007 sem eru verðlaun Nor- rænu glæpasam- takanna. Blóð- berg, bók Ævars Arnar frá í fyrra, aflaði honum ein- róma tilnefning- ar dómnefndar Hins íslenska glæpafélags. Ævar Örn Jós- epsson er fjöl- skyldumaður og býr ásamt konu sinni, Sigrúnu Guðmundsdóttur líffræðingi, og tveimur dætrum í Mosfellsbæ. Þar unir hann sér við skriftir og nýj- asta áhugamálið sem er garðrækt. Foreldrar hans eru Jósep Krist- insson bifvéla- virki, sem nú er látinn, og Mar- grét Þórhalls- dóttir. Ævar Örn á þrjú systkini. Snemma kom í ljós eitt eðlis- einkenni Ævars sem er sjálfstæði og það að láta ekki teyma sig út í hvað sem er. Þá búsettur á Akra- nesi fór hann með föður sínum til að sækja hesta í girðingu. Þeir fældust og eftir eltingarleik mik- inn settist Ævar á stein og sagði hingað og ekki lengra: Ég læt ekki einhvern hest hafa mig að fífli! Þannig má segja að Ævar sé fastur fyrir en heimildarmenn blaðsins vilja þó ekki fallast á að hann sé þverhaus. Svo forskrúf- aður sé hann ekki. Segja meira að segja að Ævar Örn skipti öðrum mönnum fremur um skoðun hafi verið færð sannfærandi rök fyrir öðrum sjónarmiðum en þeim sem hann hefur uppi. Réttlætiskennd hans er við brugðið og hún slær Ævari út í að vera rétthugsandi. Hann leggur jafnvel lykkju á leið í bókum sínum til að berja á for- dómum. Ævar Örn er mikill umhverfisverndarsinni og keyrir um á vetnisbíl. Allir eru heimildarmenn blaðs- ins sammála um að kímnigáfa ein- kenni Ævar Örn öðru fremur. Er sá húmor stundum kaldhæðinn. Og þó hann sé spaugsamur er full- yrt að undir niðri sé Ævar mjög alvarlega þenkjandi. Hann á það til að vera hrjúfur en sagður öðrum mönnum skemmtilegri í samstarfi. Og fljótur að hugsa. Samstarfsmenn finna honum helst óstundvísi til foráttu og hversu lengi hann getur verið að koma sér að verki. En þegar Ævar Örn er byrjaður stendur fátt eitt í vegi fyrir honum. Og hann rótar verkefnum þá frá af mikilli atorku. Ævar Örn er algerlega ófeim- inn og nýtur sín vel innan um fólk. Er þeim minnisstætt sem fylgd- ust með uppákomu á vegum Glæpafélagsins á Grand Rokk fyrir um fjórum eða fimm árum. Þetta var þegar fyrsta bók Ævars kom út. „Komu fjórir frekar en fimm rithöfundar og lásu upp. Tveir voru öllu þekktari sem slík- ir. En þeir voru allir sem börn leidd upp til að lesa ljóð fyrir bekkinn. Nema Ævar. Nýliðan- um. Honum leið afskaplega vel og gerði þetta langsamlega best. Þó hann veldi leiðinleg- asta kaflann úr bók sinni til að lesa. Hann er performer,“ segir einn heim- ildarmanna Fréttablaðsins. Maður vik- unnar útskrifað- ist frá Háskól- anum í Freibourg í Þýskalandi sem magister í heim- speki með ensk- ar bókmenntir sem aukafag. Þá fór hann í eitt ár og nam fjöl- miðlafræði í Sterling í Skot- landi. Ævar Örn hefur í gegnum tíðina fengist við fjölmiðla- störf einkum útvarps- mennsku hjá Ríkisútvarpinu. Þar gekk hann löngum um ganga svart- klæddur með kókflösku í hendi og lagði gjörva hönd á ýmislegt svo sem að stjórna Spurningakeppni fjölmiðlanna. Kemur þá að þætti í fari Ævars sem margir kannast við. Hann er fjölfróður og hefur gaman að láta á þekkingu sína reyna, semur spurningar og tekur þátt í spurn- ingaleikjum jöfnum höndum, til dæmis þeim sem efnt er til á föstudögum á kránni Grand Rokk. Bókagrúsk er Ævari fíkn og hlaðast upp bókastaflar á heimili hans þannig að þeim sem þar eru fyrir finnst nóg um. Maður vikunnar er mikill lífs- nautnamaður og gerir vel við sig og sína í mat og drykk. Þeir sem honum standa nærri og vilja setja ofan í við Ævar segja hann drekka of mikið kók og reykja of mikið. En jafnframt er Ævar Örn Jós- epsson sagður meistarakokkur, gleðimaður sem býður gjarnan í góðar veislur. Alvörugefinn spaugari og lífsnautnamaður FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is 8 Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is – flú gætir unni› litlar 8 milljónir króna. fia› getur allt gerst. ENN E M M / S ÍA / N M 2 4 6 2 0 MILLJÓNIR VINNING Í FYRSTA lotto.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.