Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 34

Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 34
F rá stofnun Frjálslynda flokksins höfum við verið að víkka út málefnagrunn- inn. Þetta sést greinilega í okkar málefnahandbók og síðan á metnaðarfullri vinnu í þinginu undanfarin ár. Frjáls- lyndi flokkurinn er stofnaður vegna hugmynda manna um að nauðsynleg- ar breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu verði að koma til, en við erum ennþá föst í fjötrum þessa kerfis. Þó mörg mikilvæg mál standi okkur nærri þá eru róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og óskap- legri arfleið þess, kjarninn í okkar stefnu,“ segir Guðjón Arnar Kristj- ánsson, formaður Frjálslynda flokks- ins, sem verið hefur í brennidepli und- anfarnar vikur vegna umræðu um innflytjendamál á Íslandi. Þau mál snerta Guðjón Arnar, sem af vinum sínum og fjölskyldu er kall- aður Addi Kidda Gauj, persónulega því kona hans, Maríanna Barbara Kristjánsson, er pólsk að uppruna. Hvernig horfir það viðhorf við þér og þínu fólki, sem ýmsir hafa haldið fram, að Frjálslyndi flokkurinn sé með málflutningi sínum í innflytjendmál- um að höfða til fólks sem ekki vilji útlendinga í íslensku samfélagi? „Ég kann því afar illa þegar fólk fjallar um Frjálslynda flokkinn sem kynþáttahatursflokk sem ekki vilji útlendinga í íslensku samfélagi. Slíkar hugmyndir eru í hrópandi ósamræmi við mitt lífsmynstur og alls ekki í neinu samræmi við stefnumál Frjálslynda flokksins og málflutning hans á opin- berum vettvangi. Kona mín er pólsk og ég þekki því vel til þess hvaða þættir verða að vera fyrir hendi svo að útlend- ingar geti aðlagast íslensku samfélagi. Ég hef auk þess margoft aðstoðað erlenda ríkisborgara við að fóta sig í íslenskum samfélagi og skil því þeirra sjónarmið og hvaða vandamál þarf að finna lausnir á. Útlendingum hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár og það er skylda okkar stjórnmálamannanna að ræða um þessi mál út frá efnislegum atriðum en ekki upphrópunum. Við settum fram þá skoðun að það gæti skapast vandi ef hingað kæmu mjög margir útlendingar á skömmum tíma, miðað þær aðstæður sem hér væru fyrir hendi. Eftir 1. maí á þessu ári, þegar fólk frá átta af tíu nýjum ríkjum Evrópu- sambandsins fékk að koma hingað á grundvelli laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt, hefur útlendingum fjölgað mjög mikið. Stjórnsýslan, og þær reglur sem fyrir hendi eru hér á Íslandi, eru ekki til þess fallnar að geta séð til þess að fólkið nái að aðlag- ast íslensku samfélagi. En alvarlegast er að réttindi þessa fólks eru oftar en ekki fótum troðin vegna þess hvernig aðstæður hér hafa skapast. Við töluðum fyrir því að það hefði verið skynsamlegast að nýta sér frest til annaðhvort 2009 eða 2011 til þess að taka upp þessi lög, eins og stóð til boða. Á þeim forsendum hefði verið hægt að aðlaga allar reglur sem hér eru í gildi að þessum miklu samfé- lagsbreytingum sem þegar eru orðnar á íslensku samfélagi. Þannig hefði verið hægt að búa betur að útlending- um sem hingað eru svo sannarlega velkomnir. Við höfum til dæmis nefnt að það væri skref til framfara að texta allt sjónvarpsefni á íslensku til þess að hjálpa útlendingum að komast inn í málið með hjálp sjónvarpsins. En ég hafna því alfarið að Frjáls- lyndi flokkurinn, sem með ábyrgum og metnaðarfullum málflutningi sínum, sé að reyna að höfða til fólks sem ekki vilji útlendinga í íslensku samfélagi. Það fólk á enga samleið með flokknum og alls ekki með mér.“ Í skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var 7. nóvember, kom fram að Frjálslyndi flokkurinn hafði fimmfald- að fylgi sitt á frá fyrri könnun og mæld- ist með rúmlega 12 prósenta fylgi. Þetta gefur vísbendingar um að flokk- urinn gæti ráðið miklu um það hvernig ríkisstjórnin verði að loknum þing- kosningunum næsta vor, ef fram held- ur sem horfir. Kemur til greina að mynda stjórn með öðrum en stjórnar- andstöðuflokkunum? „Ég vil vinna að því að mynda ríkis- stjórn með stjórnarandstöðuflokkun- um. Ég tel að það þurfi að breyta grundvallarþáttum sem núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa staðið vörð um. Þar ber fyrst að nefna fiskveiði- stjórnunarkerfið, sem hefur gjör- breytt íslensku samfélagi og hamlað uppbyggingu mannlífs á landsbyggð- inni. Það eru staðreyndir sem við þurf- um að horfast í augu við og þora að taka á,“ segir Guðjón Arnar og vitnar til 1. greinar laga um stjórn fiskveiða. „Í þessum lögum kemur fram að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sam- eign þjóðarinnar og að markmið lag- anna sé að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra og tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Þetta markmið hefur ekki náðst, þvert á móti hefur núverandi kerfi brotið niður byggðir í landinu og hamlað fram- förum. Þegar um þessi mál er rætt þurfa menn að spyrja sig að því, hvort fisk- veiðistjórnunarkerfið hafi styrkt sjáv- arútveginn í heild. Frelsi manna til þess að afla sér fanga úr sjó og vinna úr því hráefni, er mesta byggðamálið. Núna gengur allt orðið út á kaup, sölu og leigu á aflaheimildum. Þegar um þetta mál var rætt í ræðum á Alþingi árið 1984 þá sögðu allir, líka Halldór Ásgrímsson, þáverandi sjávarútvegs- ráðherra, að mikilvægast væri að byggðir landsins gætu haldið velli og fiskveiðiflotinn yrði gerður út svo hægt væri að halda úti atvinnu í dreifðum byggðum landsins. Þetta hefur mistekist og það þarf að horfast í augu við það. Þetta mál þarf að komast framar í forgangsröð- ina og ég tel að það sé aðeins hægt að vinna að framgangi þessara breyt- inga, ef vilji er til þess hjá ríkisstjórn- arflokkunum. Meðal annars þess vegna tel ég það farsælast að starfa með vinstri grænum og Samfylking- unni í ríkisstjórn að loknum kosning- um næsta vor, ef við fáum til þess tækifæri.“ Guðjón Arnar, sem er búsettur og upp- alinn á Ísafirði, segir samgöngumál víða um landið í miklum ólestri og nefnir sérstaklega Vestfirði. „Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það, sem keyrir á milli Ísafjarðar og Bol- ungarvíkur svo dæmi sé tekið, að vera í stöðugri lífshættu á Óshlíðarvegi vegna grjóthruns. Fólkið á Vestfjörðum á rétt á því að það verði eitthvað róttækt gert í þess- Í lífshættu á vegum Vestfjarða En ég hafna því alfarið að Frjálslyndi flokkurinn sé að reyna að höfða til fólks sem ekki vilji útlendinga í íslensku samfélagi. um málum strax áður en grjóthrunið og þær hættulegu aðstæður sem sannar- lega eru fyrir hendi víða, valda mann- tjóni eða öðrum hörmungum,“ segir Guðjón Arnar og vitnar til hættulegra aðstæðna sem síendurtekið hafa skapast á Óshlíðarvegi. Hvers vegna heldur þú, í ljósi þessara hættulegu aðstæðna sem fyrir hendi eru á Óshlíðarvegi og víðar á Vestfjörðum, að ekki hafi enn verið ráðist í gagngerar samgöngubætur í þessum landshluta? Berjast þingmenn kjördæmisins af nægi- legum mætti fyrir því að það verði eitt- hvað gert? „Það er fullkomlega eðlilegt að þú spyrjir að þessu. Auðvitað er það hneyksli að það þurfi að bjóða íbúum á Vestfjörðum upp á það að keyra um vegi þar sem tilviljun ein ræður því hvort ekki verði stórtjón,“ segir Guðjón Arnar og er greinilega mikið niðri fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Geir Sigurðssyni, rekstrarstjóra Vegagerð- arinnar á Ísafirði, hefur grjóthrun úr Óshlíðinni aukist undanfarið ár. „Í hverri viku hrynur smágrýti niður á veginn og að minnsta kosti tvisvar í mánuði hrynur stærra grjót niður á veg- inn. Yfir vor, sumar og haust er grjót- hrun tíðara og af því getur skapast mikil hætta.“ Guðjón Arnar segir staðreyndirnar kalla eftir tafarlausum aðgerðum. „Það yrði sársaukafullt fyrir alla að þurfa að verða vitni að manntjóni vegna þessara aðstæðna. Þó að nú sé verið að vinna til- lögur um úrbætur þá verður ekki fram- hjá því horft að auðvitað á að vera búið að grípa til aðgerða vegna þessara aðstæðna fyrir löngu. Ég hef lengi talað fyrir því að nauðsynlegt sé að grípa til róttækra aðgerða í samgöngumálum og ég held að allir Vestfirðingar reyni eftir fremsta megni að vekja athygli á þessari stöðu. Stórfelldar úrbætur í samgöngu- málum er eitt brýnasta viðfangsefni íslenskra stjórnmála á næstu árum. Ég tel að það þurfi að ráðast í samgöngu- bætur til þess að styrkja mann- og atvinnulíf á landsbyggðinni. Eðlilegast væri að ráðast í gerð jarðganga á mörg- um stöðum á öllu landinu því reyndin er sú að öruggar samgönguúrbætur eru hagkvæmar ef rétt er af þeim staðið. Það er augljóst mál að stytting á leið- um milli landshluta felur í sér lægri kostnað heldur en var fyrir, og á þeim forsendum eru samgönguúrbætur fljót- ar að borga sig upp. Bættar samgöngur hafa áhrif á alla þætti samfélagsins og eru því grundvallaratriði í íslenskum stjórnmálum og verða án efa mikilvægt stefnumál Frjálslynda flokksins í kosn- ingunum næsta vor.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu ennþá vera kjarnann í flokksstarfinu þó ýmis önnur mál hafi verið fyrirferðarmikil að undanförnu. Magnús Hall- dórsson ræddi við Guðjón Arnar um stöðu Frjálslynda flokksins í íslenskum stjórnmálum, innflytjendamál og samgönguúrbætur á Vestfjörðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.