Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 74

Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 74
Ég held að sá bær sem á ekki heima þarna, hvorki bygginga- lega né sé litið til náttúrunnar, sé Reykjanesbær. En ætli þetta sé ekki vegna þess að fólk er svo glatt þegar það kemur heim. Fá vindinn í fangið,“ segir Páll Stefánsson ljósmyndari. Páll vekur athygli á athyglis- verðu atriði í tengslum við þessa könnun en svo virðist sem svar- endur líti fyrst og fremst til bæj- arstæðisins sem slíks fremur en arkítektúrs. „Ég held að það sé fyrirliggjandi. Hraunið í Hafnar- firði, fjörður og fjöll sem umlykja Akureyri. Sama má segja um Ísa- fjörð. Já, þetta sýnir enn og aftur hvað við Íslendingar erum nátt- úruelsk. Hvað náttúran er nálægt okkur.“ Og ekki síst í því ljósi þykir Páli furðu sæta að Grímsey, („þar sem maður er í mestu sambandi við náttúruna,“) sé ekki ofar á blaði en raun ber vitni. Reyndar kemst Grímsey ekki á blað. En í ljósi náttúrudýrkunar Íslendinga hlýt- ur góð niðurstaða Kópavogs að koma á óvart? „Já, Það er til fólk sem elskar Smáralind. Og er bara þar. Þetta fólk sem ekki er í tengslum við náttúruna hlýtur að kjósa Kópa- vog. En, eins og ég segi, það gerir mig svolítið sorgmæddan að þarna sé ekki Grímsey. En það verður ekki við öllu séð.“ B íddu, bíddu, ekki segja mér niður- stöðuna. Ég þori að veðja við þig að Akureyri vann. Legg allt undir,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri. Og Kristján á kollgátuna. Sam- kvæmt viðamikilli könnun Frétta- blaðsins þykir Akureyri fallegasti bær landsins. Og sigrar með afger- andi hætti með 22,5 prósent hlut- falli svarenda. Hafnarfjörður er öruggur í öðru sætinu með 10,5 prósent. Könnunin var gerð 7. nóv- ember, hringt í 800 kjósendur. Skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var: „Hver er fal- legasti bærinn á Íslandi?“ og var svarhlutfall 85,6 prósent. Þannig að könnunin telst vel marktæk. „Þetta er ánægjuleg staðfest- ing á því sem við hér á Akureyri vissum. Enginn hefði trúað því ef við hefðum látið framkvæma þessa könnun sjálf. Þannig að ég þakka,“ segir Kristján Þór og leynir hvergi hinu landsþekkta norðlenska grobbi. „En ef við hefjum okkur upp yfir bæjarríg þá njótum við þess að bæjarstæðið er fallegt frá náttúr- unnar hendi. Um það geta allir verið sammála. Af því erum við stolt og montin. Skárra væri það nú. Við fáum viðbrögð frá útlend- ingum sem hingað koma um að Akureyri minni á þorp í Suður- Evrópu. Þetta er allt annarrar gerðar en gerist hér á landi. Minn- ir marga á útlönd,“ segir bæjar- stjórinn. Kristján tekur undir það sem fram kemur hjá ljósmyndaranum Páli Stefánssyni að svo virðist sem svarendur horfi miklu fremur til staðsetningar en arkítektúrs í svörum sínum. Og þegar hann horfir til vinarbæjarins Hafnar- fjarðar er Kristján ekki með neina uppgerðar hógværð eða lítillæti. „Það á hins vegar frekar við um hinn hýra Hafnarfjörð en Akur- eyri. Ég held að Akureyri sé öfl- ugri hvað arkítektúr varðar, öfl- ugri reyndar en víðast hvar annars staðar. Ég leyfi mér að fullyrða að byggingar og yfirbragð byggðar er í góðu samræmi við bæjarstæð- ið sjálft. Það er bara þannig,“ segir Kristján. Kristján segir að hinn hýri Hafn- arfjörður hafi á sér skemmtilegan Þ etta stuðar mig ekki illa. Ég er alveg sammála þessu með Akureyri. Og Hafnarfjörð líka,“ segir Ragnar Axelsson sem betur er þekktur sem Rax. „Ég hefði viljað sjá Djúpavog á topp tíu listanum. En þetta er allt fallegt. Ég er svo jákvæður. Reynd- ar skrítið með Reykjanesbæ. Mér hefur aldrei fundist hann sérstak- lega fallegur bær. Er eins og flat- kaka. En þaðan er fallegt útsýni. Sést hingað yfir til okkar. Yfir fló- ann.“ Raxi er sammála Páli og telur svarendur ekki hafa horft mikið til arkítektúrs í svörum sínum. Og bendir á að til dæmis mætti fljúga með menn með bundið fyrir augun til Færeyja og þeir myndu vita hvar þeir væru lentir bara út frá húsnum sem þar eru. „Þannig er Djúpivogur. Bæði flott bæjarstæði sem og falleg hús. Falla vel að staðháttum. Og ein- hver fallegasti arkítektúr sem um getur. Íslenskur arkítektúr,“ segir Rax sem hefði viljað sjá Djúpavog ofar á lista en sá ágæti staður hafnaði í 16. sæti. Reykjanesbær eins og flatkaka Akureyri er Samkvæmt könnun Fréttablaðsins þykir Akureyri fallegasti bær landsins. Afgerandi. Öruggur í öðru sæti er Hafnarfjörður. Jakob Bjarnar Grétarsson fékk nokkra nafntogaða ljósmyndara til að rýna í niðurstöðuna auk þess sem hann heyrði ofan í roggna bæjarstjóra. Ísafjörð- ur ætti að vera ofar Ísafjörður ætti að vera ofar. Fal-legasti bærinn að mínu mati,“ segir ljósmyndarinn Spessi afdráttarlaus. Spessi telur listann ríma bæri- lega við sinn smekk. „Nema Kópavogur og Reykja- nesbær. Þeir bæir eiga ekki að vera þarna inni. Ættu ekki að fá stig. Aðrir staðir eru miklu fal- legri. Að til dæmis Seyðisfjörður sé ekki flottari en Kópavogur? Þetta eru einhverjir „það er gott að búa í Kópavogi” menn. Áróður. Og kannski að lagið með Leoncie „Ástin á pöbbnum“ hali inn stig fyrir Kópavogsmenn. Er það ekki málið. En Ísafjörður ætti að vinna. Eldgamall bær með fullt af göml- um og fallegum húsum. Saknar Grímseyjar Skrýtinn listi Ég er kannski ekki alveg sam-mála þessum niðurstöðum,“ segir Heiða Helgadóttir ljósmynd- ari. Henni þykir skjóta skökku við að Akureyri tróni efst á lista, segir aðra bæi fallegri á Íslandi. „Já, til dæmis Vestmannaeyjar sem mér finnst fallegasti bær landsins. Ég þekki Akureyri reyndar ekki mjög vel. En Egils- staðir og Stykkishólmur sóma sér vel á þessum lista.“ Heiða velkist ekki í vafa um að einhverjir annarlegir hagsmunir hafi ráðið því hvaða staði fólk nefnir til sögunnar. Og vill meina að þéttbýlið njóti stærðar sinnar – að fólk hafi nefnt sinn bæ eða sína borg burtséð frá fegurð. Eins og þeir væru í einhverri bæjarfé- lagakeppni. „Mér finnst til dæmis Reykja- vík ekkert sérstaklega falleg. Og Kópavogur er ekkert æðislegur heldur. Og á bara ekki heima á þessum lista. Þannig að eitthvað er þetta nú skrýtið.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.