Fréttablaðið - 18.11.2006, Side 78

Fréttablaðið - 18.11.2006, Side 78
Fólk sem sækir Oliver um helgar er aðallega á milli 25 og 35 ára. Þar er gerð krafa um snyrtilegan klæðnað til að halda ákveðnum gæðastaðli. Á staðnum er dálítið af listamönnum, einn og einn pólit- íkus, skemmtikraftar og fleira þannig að þetta er mjög blandað. 1. Mér finnst skemmtilegast að eiga við útlendingana. Varðandi Íslendingana þá finnst mér yfir- leitt skemmtilegra að afgreiða stelpurnar. Þær eru að vísu oft kröfuharðari en eru frekar tilbún- ar til að prófa eitthvað nýtt og leyfa manni að koma þeim á óvart. 2. Ég held það sé ekki beinlínis neinn sérstakur þjóðfélagshópur sem er leiðinlegri en annar. Stund- um lendir maður samt á erfiðum viðskiptavinum sem gefa þér ekki tækifæri til að sinna þinni vinnu. Þeir eru oftast leiðinlegastir. 3. Undarlegast fannst mér þegar einhver pantaði hjá mér Bailey’s með pepsí útí. Ég varð náttúrulega að prófa þetta sjálfur eftir að vakt- inni lauk til að athuga hvernig það bragðaðist. Þetta er ekkert sér- stakt og ég mæli ekki með þessu. Ölstofan er miklu rólegri staður en gerist og gengur. Hún er nokk- urs konar hverfisbar fyrir þá sem sækja hann, hvort sem þeir koma úr Breiðholtinu eða miðbænum, en flestir eru úr 101. Þangað sækja meðal annars listamenn, blaða- menn, fréttamenn og fleira fólk sem vill frekar spjalla en dilla sér við háværa tónlist. 1. Það er ekki mikið vesen á þess- um hópi sem kemur á Ölstofuna. Barþjónarnir vita jafnvel hvað kúnnarnir sem koma vilja fá sér. 2. Nýríkir og stuttríkir eru oft með einhverja stæla og hóta að reka allt staffið og kaupa búlluna. Þeir koma reyndar ekki oft á Ölstofuna. 3. Creme de Menthe hristur í kók. Skemmtistaðir borgarinnar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Stemn- ingin á hverjum stað skapast af fólkinu sem sækir hann en flestir sem sækja næturlífið að einhverju marki eiga sér sinn uppáhaldsstað. Barþjónarnir sjá hinar ýmsu hliðar á viðskiptavinum sínum sem eru af öllum sviðum þjóðfé- lagsins. Sigríður Hjálmarsdóttir spurði nokkra barþjóna hvaða viðskiptavinir skemmtistaðanna væru bestir og verstir. Konur eru bestar á barnum Tarantino vann ælukeppni Gaman að öllu óeðlileguFólkið sem sækir Kaffibarinn er blanda af lista- og menningarfólki. Fólk sem tengist sjónvarpi og kvikmyndum er stór hluti gesta Kaffibarsins. 1. Listamenn hvers konar eru skemmtilegastir. Þeir eru mjög lit- ríkir og opnir og vilja bara skemmta sér. Fólk í góðu skapi með jákvætt hugarfar og bros á vör er bestu viðskiptavinirnir. 2. Þar sem við erum mjög ströng á aldurstakmarkinu á Kaffibarnum þá held ég að þeir sem fari mest í taugarnar á mér séu 17-18 ára gamlir krakkar sem eru að þykj- ast vera eldri. Alkohólistar geta líka verið erfiðir og eins fólk sem heldur að það sé rosalega frægt af því það gerði eitthvað fyrir löngu síðan og heldur þess vegna að það geti komið fram við fólk eins og því sýnist. 3. Eftir klukkan fjögur á morgn- ana gerir fólk ýmislegt fyrir áfengi. Oft eru það kynferðislegar beiðnir og til dæmis hefur mér verið boðið kynlíf fyrir drykk. Leikstjórinn Quentin Tarantino var með undarlega beiðni þegar hann bað um skot fyrir sig og vini sinn því þeir ætluðu að athuga hvor þeirra yrði fyrri til að æla. Taran- tino vann keppnina eftir að ég hafði gefið þeim alls konar skot. Þeir sem sækja helst Sirkus er fólk frá 22 ára aldri og upp úr. Mikið af listafólki. 1. Viðskiptavinirnir eru hálfgerð fjölskylda og myndi ég segja að það væru allir jafnir þar inni. 2. Erfiðastir eru útlendingarnir sem koma á Sirkus og kunna ekki að dansa. 3. Ég hef verið beðinn um mjólkur- glas. Við höfum svo gaman af öllu sem er óeðlilegt hérna þannig að það er fátt sem kemur manni á óvart. Tengdasonabón Fólkið sem sækir Thorvaldsen bar við Austurvöll er eldra og efnaðra. Fólk á bilinu 25-55 ára og er í milli og efri stéttum þjóðfélagsins. 1. Konurnar eru oftast samvinnu- þýðari og yfirleitt verða samskipt- in við þær miklu auðveldari en karlana. 2. Íslenskir, ríkir karlar í eldri kantinum eru erfiðastir. Þeir eru margir með yfirgang og tilætlun- arsemi. 3. Mér finnst undarlegast þegar konur sem eru kannski þrjátíu árum eldri en ég biðja mig um að verða tengdasonur þeirra. Vill frekar spjalla en dilla sér Kleinu í staðinn Fólkið á Prikinu er í yngri kantin- um. Oftast á milli 20-26 ára. Þar má finna rosalega marga af Sel- tjarnarnesi og úr Vesturbænum þannig að flestir fastagestanna þekkjast. 1. Ég verð að segja að besti hópur- inn er fólkið sem er ekki of ölvað og hægt er að ná sambandi við af einhverju viti. 2. Erfiðasta fólkið sem kemur á Prikið er eldra fólk sem heldur að þetta sé einhver kokteilbar. Verð- ur svo hundfúlt yfir því að við eigum ekki ólífur út í martíníið. Þetta er aðallega fólk sem er komið yfir fertugt og þá sérstaklega karl- menn. 3. Það kom einhver og bað um þrjá stóra bjóra. Ég bað hann að hinkra aðeins því ég var að skipta um kút í dælunni og átti ekki kranabjór akkúrat þá stundina. Hann var voða rólegur yfir því og sagðist þá bara vilja fá kleinu í staðinn. Ég lét hann hafa kleinu en hann kom síðan ekkert til að fá bjór. Mér fannst það mjög undarleg skipti. Bailey‘s með pepsí
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.