Fréttablaðið - 01.11.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 01.11.2007, Síða 1
Fimmtudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 34% 71% 3% DDD Kristín Lea Sigríðardóttir fylgist vel með tísk- unni og á það mikið af fötum að hún þarf að geyma hluta af þeim í ferðatöskum. Kristín Lea er nítján ára mhaldsskól færi. Ég er ægileg stelpa í mér,“ segir hún og hlær. „Ég púsla saman fötum úr öllum áttum og finnst gaman að fara í hinar ýmsu búðir og g Kristín Lea se i UPPLÝSINGAR O Hrifnust af kjólum og kvenlegum fötum EKTA ÍTALSKUR SKYNDIBITI! NÝR STAÐUR Í FAXAFENI Stjörnutorgi Kringlunni • Bláu húsunum Faxafeni • www.sbarro.is Frábærir pastaréttir, ljúffengar pizzur og fersk salöt Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur á undan- förnum mánuðum ítrekað haft afskipti af íbúum húss í miðbæn- um vegna fíkniefnamála. Á þessu ári hafa komið upp sextán mál vegna leigjenda hússins og gesta þeirra. Nágrannar hafa áhyggjur og hafa gengið á fund lögreglu og skrifað borgarfulltrúum til að leita réttar síns. Barnafólki í hópi nágranna er sérstaklega órótt. Í flestum tilvikum fann lögregl- an fíkniefni, en einnig þýfi og vopn. Nýlega fannst afsöguð haglabyssa í húsinu, sem er undir stöðugu eftirliti lögreglunnar, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Fyrir nokkrum mánuðum skrif- uðu íbúar í nærliggjandi húsi bréf til borgaryfirvalda. Þar greina þeir frá áhyggjum sínum yfir því ástandi sem hefur ríkt í götunni vegna hóps karla og kvenna sem dvelja í húsinu að staðaldri. Nágrannarnir segjast ítrekað hafa orðið vitni að viðskiptum með fíkniefni, enda fari starfsemin ekki leynt. Svo rammt kveður að ástand- inu að börn hafa ekki þorað heim úr skólanum. Í bréfinu er því lýst að foreldri hafi setið í bíl sínum ásamt ungum syni og beðið þess að ástandið í kringum heimilið lagað- ist. Þegar um hægðist hlupu þau óttaslegin inn. Bréfritarar segja óskiljanlegt að á sama stað geti fíkniefnasala viðgengist í svo lang- an tíma sem raun ber vitni. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segist hafa fundað með íbúum. „Við höfum sömu áhyggjur og erum að skoða hvað hægt er að gera til að koma málinu í rétt horf, meðal annars með því að ræða við eigendur hússins.“ Stefán segir að lögregla og borgaryfirvöld hafi margvísleg úrræði vegna mála sem þessara, en vill ekki tjá sig um til hvaða aðgerða verður gripið í þessu til- tekna tilfelli. „Við munum ræða við borgaryfirvöld ef þær aðgerðir sem við höfum gripið til skila engu.“ Fólk óttast um börn sín vegna dópgrenis Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af íbúum húss í miðbænum vegna fíkni- efnamála. Þýfi og vopn hafa fundist. Nágrannar leita ásjár borgarfulltrúa. Verðmatið sem lá til grundvallar þegar ríkið keypti til sín helmingshlut í Landsvirkjun um síðustu áramót þykir mörgum heimildarmönnum Fréttablaðsins í engu samræmi við raunverulegt verðmæti fyrirtækisins. Sumir gengu svo langt að segja það „hlægilega“ lágt. Helmingshlutur Reykjavíkur- borgar og Akureyrarbæjar í Lands- virkjun var seldur á tæplega 30 milljarða króna en heildarverð- mæti Landsvirkjunar er sam- kvæmt verðmætamati ParX-við- skiptaráðgjafar um 59 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgarbúa hafa verið hlunn- farna um „tugi milljarða“. Margir heimildarmanna Frétta- blaðsins töldu kaupin fyrst og fremst vera „pólitíska eigna- færslu“ skömmu áður en hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja var seldur. Í kjölfarið eignuðust einkaaðilar hlut í stórri orkuveitu í landinu í fyrsta sinn. „Það er und- arlegt að hugsa til þess að fyrir- tæki sem stendur í yfir hundrað milljarða króna framkvæmdum, sem eiga að skila góðum arði sam- kvæmt samningum sem eru frá- gengnir, gangi kaupum og sölum fyrir ríflega helminginn af kostn- aði þessarar einstöku fram- kvæmdar. Einhver myndi segja að þetta stæðist ekki skoðun,“ sagði einn heimildarmanna. Samkynhneigðir ósáttir við borgaryfirvöld Tónlistarmaðurinn David Byrne, sem er fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads, hreifst af íslenskri tónlist í heimsókn sinni hingað til lands í sumar. Á heimasíðu sinni birtir hann lista með hátt í þrjátíu íslenskum lögum með íslenskum flytjendum sem hann telur sérstaklega áhugaverða. Þeirra á meðal eru Benni Hemm Hemm, Ásgerður Júníusdóttir, Curver+Kimono og Mugison. „Ég er ánægður með alla sem nenna að benda fólki á að hlusta á tónlistina mína. Það eru eins og góð meðmæli á atvinnuumsókn,“ segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um þessa upphefð. Hrifinn af ís- lenskri tónlist Breyta þarf aðal- skipulagi Laugardalshrepps áður en Gjábakkavegur verður lagður í Bláskógabyggð. Fyrr er ekki hægt að veita leyfi til framkvæmda við veginn, að sögn Valtýs Valtýssonar, sveitar- stjóra Bláskógabyggðar. Þá þarf að auglýsa breytingarn- ar, samkvæmt lögum. Þeir sem það kjósa geta þá gert athuga- semdir við breytingarnar og tefst því vinna við lagningu vegarins. Valtýr segir þetta skýrast af því að niðurstöður umhverfis- mats síðan í haust samrýmast ekki að öllu leyti skipulaginu, sem er frá árinu 2000. Skipulagsfulltrúi fer nú yfir skipulagið og gerir viðeigandi ráðstafanir. Auglýsa þarf breytt skipulag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.