Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 64

Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 64
 Cesc Fabregas hefur byrjað stórkostlega á þessu tíma- bili; er þegar búinn að skora níu mörk á tímabilinu og stjórnar umferðinni á miðju Arsenal, sem er örugglega skemmtilegasta fót- boltaliðið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lundúnaliðið, sem var spáð slöku gengi eftir brotthvarf Thierrys Henry, hefur blómstr- að, ekki síst þökk sé framgöngu Spánverjans unga sem er orðinn einn umtalaðasti knattspyrnu- maður heims. Í stað þess að baða sig í sviðsljósinu og dýrðarljóm- anum hefur Fabregas um annað en fótbolta að hugsa í frítíma sínum því hann er farinn aftur í skóla. Enska blaðið Daily Mail komst á snoðir um skólagöngu kappans. „Mér gekk vel í skóla þegar ég var í Barcelona en varð að hætta námi þegar ég kom hingað,“ sagði Fabregas, sem kom til Arsenal þegar hann var sextán ára. Fabregas hóf fjarnám í haust og er læra fög eins og stærðfræði, vísindi, spænsku, katalónsku, ensku og frönsku. Spánverjinn snjalli er að undir- búa sig til að komast inn í háskóla en til þess þarf hann að ná öllum prófunum sem eru í maí og klára síðan annað undirbúningsár. Fabregas fer ekki hinar hefð- bundnu leiðir í námi sínu og sem dæmi koma spænskir kennarar og hjálpa honum með stærðfræð- ina og vísindin í fjóra klukkutíma á viku og eins fær hann hjálp frá Spáni í gegnum vefmyndavél. Hann mun samt mest treysta á sjálfan sig og lærir heima og á keppnisferðunum. „Ég leggst yfir bækurnar þegar ég er ferskur og óþreyttur því það er til lítils að læra heima þegar ég er þreyttur. Ég tek líka skólabækurnar með í keppnis- ferðirnar ef mér skyldi leiðast,“ segir Fabregas. Aðalástæðan fyrir því að Fabregas er sestur á skólabekk er vilji foreldrar hans. „Mamma og pabbi vildu að ég færi aftur í skóla og ég er bæði að gera þetta fyrir þau en eins er þetta mjög góður undirbúningur fyrir framtíðina,“ segir Fabregas, sem finnur ekki fyrir neinni pressu þótt hann sé mikið í sviðs- ljósinu þessa daganna. „Mér líkar vel við þetta. Ég veit að ég get spilað hvern ein- asta leik og hverja einustu min- útu. Ég finn ekki fyrir pressu út frá því sem fólk segir um mig,“ segir Fabregas, sem er sáttur við lífið og tilveruna innan sem utan vallar. Íslenskir knattspyrnumenn hafa einnig stundað nám með atvinnumennskunni og eru lög- fræðingarnir Guðni Bergsson og Árni Gautur Arason bestu dæmin um það. Það vakti líka athygli að Theó- dór Elmar Bjarnason hélt áfram í skóla eftir að hann fór út til skoska knattspyrnuliðsins Celtic og ljóst að ungir knattspyrnu- menn geta ekki bara tekið Fabre- gas sér til fyrirmyndar innan vallar því utan vallar er hann að sýna það og sanna að nám með fótbolta er raunhæfur og áhuga- verður kostur fyrir atvinnumenn í boltanum. Tekur skólabækurnar með sér í keppnisferðirnar Bandaríkjamaðurinn Darrell Flake sem spilar með Skallagrími hefur skilað mestu til síns liðs í fyrstu fjórum umferð- um Iceland Express deildar karla og er ennfremur sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst að meðal- tali í leik. Þórsarinn Cedric Isom hefur skorað mest allra leikmanna en þeir Justin Shouse hjá Snæfelli og Samir Shaptahovic hjá Tinda- stóli hafa gefið flestar stoðsend- ingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Þórsarinn Cedric Isom er stiga- hæsti leikmaður Iceland Express deildar karla eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Isom hefur skorað 25,3 stig að meðaltali í leik eða 1,8 stigum meira að meðaltali en Darrell Flake í Skallagrími sem kemur næstur. Isom hefur skorað meira með hverjum leik, skoraði 21 stig í fyrsta leiknum á móti ÍR, þá 22 stig á móti Njarðvík, 28 stig á móti Keflavík og loks 30 stig í síðasta leik á móti KR. Skallagrímsmaðurinn Darrell Flake hefur tekið einu frákasti meira en George Byrd hjá Hamri en Flake er með 12 fráköst að meðaltali í leik. Þórsarinn Óðinn Ásgeirsson er efstur íslensku leik- mannanna með 10 fráköst að með- altali en hann hefur tekið einu frá- kasti fleira en Ómar Sævarsson hjá ÍR. Leikstjórnendurnir Justin Shouse hjá Snæfelli og Samir Shaptahovic hjá Tindastóli eru efstir og jafnir í stoðsendingum en báðir hafa þeir átt 7,5 stoðsend- ingar að meðaltali í leik. Keflvík- ingurinn Magnús Þór Gunnarsson er efstur íslensku leikmannanna en hann hefur gefið 6,5 stoðsend- ingar að meðaltali í leik. Frábær frammistaða Darrells Flake hefur skilað 31,5 fram- lagssstigum til liðsins en liðið hefur aftur á móti aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum og tapað bæði með 2 stigum og í framlenginu. Flake hefur skorað 23,5 stig og tekið 12 fráköst að meðaltali auk þess að nýta 57 prósent skota sinna og 70 prósent vítanna. Hann hefur nokkuð for- skot á þá Donald Brown hjá Tinda- stóli og Cedric Isom hjá Þór Ak. sem hafa skilað 25,5 framlagsstig- um til sinna liða. Í fjórða sæti er síðan efsti Íslendingurinn á listanum, Brent- on Birmingham hjá Njarðvík. Snæfellingarnir Sigurður Þor- valdsson og Hlynur Bæringsson og Grindvíkingurinn Páll Axel Vil- bergsson komast einnig í hóp tíu efstu leikmanna í framlagi til sinna liða. Fimmta umferðin hefst í kvöld með fimm leikjum og sjötti leikur- inn er síðan milli Hamars og Snæ- fells í Hveragerði á morgun. Í kvöld mætast KR-Njarðvík í DHL- Höllinni, Stjarnan og Þór Akur- eyri spila í Garðabæ, Tindastóll og Grindavík mætast á Sauðárkróki, Skallagrímur tekur á móti Fjölni í Borgarnesi og topplið Keflavíkur fær ÍR í heimsókn. Fimmta umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld og Fréttablaðið skoð- ar í dag hvaða leikmenn eru efstir í tölfræðinni í fyrstu fjórum umferðunum. *Sá sem vinnur 500.000kr fær einn dag til að kaupa sér vörur í verslunum BT að andvirði 500.000 kr. Leik lýkur 21 nóvember 2007 23:59 . Vinningar verða afhendir hjá BT Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Ef það tekur þig lenur en 5 mín. að svara spurningu þarftu að byrja leikinn aftur. Hafðu hraðann á!BT gefur500.000 kr! 9 hver vinnu r auka vinni ng! Allir sem svara tveimur rétt, gætu fengiðaukavinning FRUMSÝND9 NÓV. FRUMSÝ ND 2 NÓV. Í auka vinning eru: Fartölvur, PSP tölvur, PS3 Tölvur, GSM símar, Medion Videoplayer, Bíómiðar á Ævintýraeyju Ibba eða Mr. Woodcock, DVD myndir, geisladiskar tölvuleikir og fullt af Pepsi!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.