Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 54
Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, hefur afar gaman af elda- mennsku og segist njóta sín vel í eldhúsinu. Hún býður lesendum upp á uppskrift að búlgarskri lambakjötssúpu sem hefur fylgt fjölskyldunni lengi. „Mér finnst sérstaklega gaman að elda ef ég hef góðan tíma til þess,“ segir Hrönn sem er að baka súkkulaðiköku með dótturinni þegar Fréttablaðið nær af henni tali. Hún segist elda á hverjum degi. „Við erum stór fjölskylda með þrjú börn og leggjum mikla áherslu á að borða alltaf saman á kvöldin.“ Hrönn hefur búið víða um heim, meðal annars á Indlandi þar sem hún kynntist þarlendri matar- gerð. „Ég bjó um tíma hjá indverskri fjölskyldu í Chennai á Suður-Indlandi. Ég fór reglulega inn í eldhús og fylgdist með matargerðinni. Þarna kynntist ég kryddjurtum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Indversk matargerð tekur reyndar töluverðan tíma og ég hef ekki verið mjög dugleg við að elda hann eftir að ég kom heim.“ Meðfylgjandi uppskrift að búlgarskri kjötsúpu kemur frá móður Hrannar. „Þessi súpa hefur lengi verið í uppáhaldi. Hún er einföld, ódýr, holl og góð – full af næringarefnum. Ég er mjög hrifin af lambakjöti og finnst líka að það megi gera meira af því að nota baunir í matargerð,“ segir Hrönn. „Auk þess hæfir súpan þessum árstíma vel þegar fer að kólna og snjóa. Þá er svo gott að fá sér súpu og fá hita í kroppinn.“ Vínþjónasamtökin veittu í þriðja sinn á dögunum viðurkenninguna „Gyllta glasið“. Tíu evrópsk vín sem þykja skara fram úr í verð- flokknum 1.490 til 2.490 kr. fengu viðurkenningu. Innflytjendur til- nefndu 45 vín og Vínþjónasamtök- in og fulltrúar birgja mynduðu dómnefndina sem blindsmakkaði vínin. Var mjótt á munum og í sumum tilfellum munaði bara einu stigi á milli vína. Spænsk vín voru áberandi og annað sem vakti athygli var hversu sammála dóm- ararnir voru um gæði vínanna. Parker-skalinn svokallaði (frá 50 í 100) var notaður og meðaleinkunn hjá flestum var á bilinu 83 til 85. Í ár voru í fyrsta skipti veitt hvatningarverðlaun Vínþjónasam- takanna og var það Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli sem hreppti verðlaunin. Þau hlaut Fríhöfnin fyrir að stuðla að aukinni vín- menningu þannig að neytendur hafi betri aðgang að betri vöru með betri þekkingu. Gyllta glasið er liður í fjáröflun sem Vínþjónasamtökin standa að til að geta sent fulltrúa í keppni erlendis. Elísabet Alba Valdimars- dóttir, vínþjónn á Hilton Reykja- vík Nordica, hefur keppt undan- farið fyrir Íslands hönd, síðast á Norðurlandamóti vínþjóna í Helsinki. Þar slógu konur í gegn og voru í þremur efstu sætum sem hefur aldrei gerst áður. Tíu vín fá gyllta glasið Bergþór Pálsson sendi nýverið frá sér bókina Vina- mót. Þar er að finna aragrúa ábendinga fyrir hvers kyns samkomur, bæði fyrir gestgjafa og gesti. Fréttablaðið fékk Bergþór til að gefa gestgjöfum þrjú bestu ráð sín. „Það er mjög hagnýtt að gera ítarlegan gátlista um leið og það liggur fyrir hvers eðlis boðið verð- ur til þess að allt gangi eins og smurt og við getum verið afslöppuð þegar kemur að sjálfu boðinu,“ segir Bergþór. Á listann má skrifa niður verkefni fyrir hjálparkokka, hvað og hvenær á að kaupa inn og hvaða forvinna þarf að eiga sér stað fyrir veisluna ásamt öllu öðru sem fólki dettur í hug. Bergþór bendir einnig á að best sé að bjóða upp á veitingar innan hálftíma eftir að boðið hefst. „Jafnvel þó að gestirnir séu ekki komnir. Gestir sem sýna þá tillitssemi að koma á réttum tíma eiga ekki að líða fyrir þá sem koma allt of seint,“ segir hann. Hann segir þar að auki ekki vænlegt að taka upp gjafir og kort í boðinu sjálfu. „Þó að það sé gaman fyrir gesti að fylgjast með getur það breyst í mar- tröð fyrir suma. Hugsið ykkur Friðgerði frænku sem kom með þessa fínu silfurskeið, en svo þurfti Olla endilega að koma með tvær alveg eins skeið- ar,“ segir Bergþór kíminn. „Við eigum að virða þann hlýhug sem okkur er sýndur, taka upp gjafir í rólegheitum, njóta þeirra og þakka fyrir þær síðar,“ bendir hann á. Bergþór ráðleggur gestgjöfum Blóðugt nautakjöt hefur vinninginn Ferskt pestó Þú þarft ekki annað en ferska basilíku, ólívuolíu, hvítlauk, parmesanost og furuhnetur til að búa til þitt eigið pestó. Það bragðast margfalt betur en upp úr keyptri krukku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.