Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 58
Fita og önnur óhreinindi hverfa skotvirkar á erfiða bletti eins og fitu, blek, vaxliti, varalit, vín, matarleifar og fleira. Efninu er úðað beint úr brúsanum á blettinn og síðan þurrkað. Þarf ekki að skola. Skilur ekki eftir leifar. Burt með uppsafnaðan kísil Frábært til að fjarlægja erfiða bletti, uppsöfnuð óhreinindi, fitu, gúmmíför, kísil og sápuskánir. Notist á postulín, keramik, ryðfrítt stál o.fl. Auðvelt að skola og skilur ekki eftir himnu. Burt með blettina! Náðu burt blettum og öðrum óhreinindum úr sófum og teppum með Contempo teppa- og blettahreinsi. Helluborðið eins og nýtt Helluborðið verður eins og nýtt með Sterling keramikhelluhreinsi. Skítur á veggjum ekki vandamál Hvimleið fingraför og skítur á veggjum eru ekki lengur vandamál með SD-20 hreinsiefninu. Baugur keypti hlut í verslanakeðjunni Saks Fifth Avenue fyrr á árinu og nú berast fréttir af því að fyrirtækið velti fyrir sér yfirtöku á verslana- keðjunni í félagi við arabísku samstæðuna Landmark Group. Ef svo fer halda Íslendingar innreið sína í eitt virtasta vöruhús Bandaríkja- manna og jafnvel á heimsvísu. Aðalverslun Saks Fifth Avenue er, eins og nafnið gefur til kynna, til húsa á fimmtu breiðgötu í New York. Þar er að finna hæð á hæð ofan af hátískuvarningi og skódeildin varð sú fyrsta til að eignast eigið póstnúmer. Á meðal þeirra hönnuða sem selja varning sinn í Saks Fifth Avenue eru nöfn á borð við Dolce og Gabbana, Burberry, Chloé, Dior, Chanel, Prada, Gucci og Yves Saint Laurent, að fjölmörgum öðrum ónefndum. Ásamt Neiman Marcus, Bergdorf Goodman og Barneys New York, tilheyrir Saks Fifth Avenue hópi helstu lúxusverslana New York-borgar. Það er kannski til marks um hróður verslunarinnar að nafn hennar hefur ratað inn í fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþætti, eins og Friends, Seinfeld og Clueless eru dæmi um. Í teiknuðu myndinni Shrek 2, í konungsríkinu óra- langt í burtu, er jafnvel að finna systur- búð Saks, sem þar heitir Saxon Fifth Avenue. Svo má náttúrulega ekki gleyma aðdráttarafli verslunarinnar, sem Winona Ryder féll fyrir þegar hún gerðist sek um búðarhnupl þaðan árið 2001. Íslendingar á 5. breiðgötu Kóngurinn Elvis Presley hefur endurheimt toppsætið yfir tekju- hæstu stjörnurnar sem hafa farið yfir móðuna miklu. Elvis, sem var síðast á toppnum árið 2005, hefur undanfarið ár þénað tæpa þrjá milljarða króna. Bítillinn John Lennon lenti í öðru sæti með rúma 2,6 milljarða og samkvæmt tölum heimasíðunnar Forbes.com varð teiknimyndahöf- undurinn Charles M. Schulz í því þriðja. Í fjórða sæti lenti fyrrver- andi félagi Lennons, George Harri- son með 1,3 milljarða og Albert Einstein varð fimmti með rúman milljarð. Elvis lést árið 1977 en þrátt fyrir það heldur hann áfram að raka inn peningum fyrir stefgjöld, geisla- og mynddiskasölu, ferðaiðnaðinn í tengslum við Graceland og fleira. Leikkonan Marilyn Monroe var eina konan sem komst á listann. Rokkarinn Kurt Cobain, sem var í efsta sætinu í fyrra, komst ekki á listann í þetta sinn. Elvis tekjuhæstur Þekktustu töframenn lands- ins koma fram á sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Gestur kvöldsins er breski töframaðurinn David Jones sem hlakkar til að sjá til íslenskra kollega sinna. Hið íslenska töframannagildi heita samtök áhugafólks um töfra og töfrabrögð og standa þau fyrir töframannasýningu í Hafnarfjarð- arleikhúsinu kl. 21 í kvöld. Þar munu stíga á svið þekktustu töfra- menn Íslands í dag; Ingó Geirdal, Jón Víðis og Lalli töframaður, ásamt frumkvöðli töframennsku á Íslandi, Baldri Brjánssyni, sem mun frumsýna nýtt töfrabragð. Aldrei áður hafa allir helstu töfra- menn Íslands sýnt á sama viðburði. Kynnir sýningarinnar er Björgvin Franz Gíslason, leikari og meðlim- ur Hins íslenska töframannagildis. Stærsta stjarna sýningarinnar er þó hinn margverðlaunaði breski töframaður David Jones, sem nýtur mikillar virðingar í alþjóð- legu samfélagi töframanna. Jones er frægur fyrir líflega sviðsfram- komu og þykir ekki síður uppi- standari en töframaður. „Ég læt hluti hverfa, les hugsanir áhorf- enda og sýni spilagaldra, en sýn- ingin mín er blanda af göldr- um og gríni,“ segir Jones í samtali við Frétta- blaðið. „Ég hlakka til að sjá hvað íslensk- ir starfsbræður mínir hafa fram að færa, en ég hef aðeins séð örlítið af brögðum tveggja þeirra,“ segir Jones. Í gær hélt hann námskeið fyrir meðlimi Hins íslenska töfra- mannagildis og kenndi þeim frum- samin töfrabrögð sín. Hann er alvanur að halda slík námskeið fyrir breska töframenn og hefur einnig gefið út kennsluefni á DVD- mynddiskum. Jón Víðis Jakobsson er forseti Hins íslenska töframannagildis og höfundur Töfrabragðabókarinnar sem kom út árið 2005. Í samtali við Fréttablaðið segir hann félagið hafa verið stofnað í þeim tilgangi að auka áhuga samfélagsins á töfr- um og koma töfrabrögðum á fram- færi með sýningum sem þessum. „Þetta er fyrsta töfrasýningin á vegum félagsins en ætlunin er að halda slíka sýningu árlega, hvort sem við fáum aftur stórt nafn að utan eða ekki,“ segir Jón, og bætir við að íslenskir töframenn standi sig vel á alþjóðlegum mæli- kvarða. Félagið er aðili að heims- ins stærstu félagasam- tökum töfra- manna, Inter- national Brotherhood of Magicians, sem í eru um 13.000 meðlimir. Hið íslenska töframannagildi var stofn- að 29. febrúar síðastliðinn, vænt- anlega með töfrum því sá dagur rann aldrei upp. Félagsmenn hitt- ast mánaðarlega til að ræða þetta sameiginlega áhugamál, sýna hver öðrum brögð sín og bæta þekkingu sína og færni í listinni. Félagsmenn eru nú 20 talsins og athygli vekur að í hópnum er engin kona. „En ég er viss um að til eru margar góðar töfrakonur á Íslandi sem láta lítið fyrir sér fara,“ segir Jón og vonar að þær fari að skjóta upp kollin- um. Aðeins örfá sæti eru laus á sýn- inguna í kvöld og nálgast má miða í síma 555 2222 eða á www.midi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.