Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 62
Valur er klárlega meistaraefni næstu ára Heiðar Helguson hefur ekki í hyggju að gefa kost á sér á nýjan leik í landsliðið þó svo það sé búið að skipta um landsliðs- þjálfara. Heiðar segir að ástæðan fyrir því að hann hætti að gefa kost á sér hafi ekki haft neitt með Eyjólf að gera og því sé staðan óbreytt hjá sér. „Eyjólfur var ekki ástæðan fyrir því að ég hætti á sínum tíma. Ég gaf það út að ástæðan væri að skrokkurinn á mér þyldi illa svona mikið álag. Annars á maður aldrei að segja aldrei en eins og staðan er í dag hef ég ekki í hyggju að gefa kost á mér á nýjan leik,“ sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær en hann er meiddur sem stendur og hefði þar af leiðandi aldrei getað gefið kost á sér í Danaleikinn. Heiðar tók aðeins þátt í þremur leikjum í upphafi tímabilsins og skoraði í þeim eitt mark. Hann meiddist svo illa á ökkla og varð að fara í aðgerð í byrjun sept- ember sem hann er enn að jafna sig eftir. „Ökklinn hefur verið aðeins lengur að jafna sig en ég var að vonast til. Aðgerðin tókst samt vel og það er allt í lagi með ökklann sem slíkan. Ég þarf bara að fara örlítið hægar í sakirnar en talið var í fyrstu. Ef allt gengur að óskum get ég farið að spila eftir svona þrjár vikur,“ sagði Heiðar sem hefur ekkert spjallað við nýja stjórann, Gary Megson, og veit því ekki hvort hann sé inni í hugmyndum stjórans sem tók við af Sammy Lee á dögunum en Sammy hafði mikla trú á Heiðari og fór um hann fögrum orðum á sínum tíma. „Annars get ég ekki neitað því að ég er að verða ansi óþreyjufull- ur í að komast aftur almennilega af stað. Það var mjög svekkjandi að lenda í svona meiðslum í upp- hafi tímabils. Það er samt alltaf betra að vita hvað sé að manni og hvenær maður komist aftur af stað heldur en að hafa ekki hugmynd um hvað sé að sér. Nú styttist í að ég verði klár og þá tekur við að sanna sig fyrir nýjum stjóra,“ sagði Heiðar sem skrifaði undir þriggja ára samning við Bolton síðasta sumar eftir að hafa verið keyptur frá Fulham. Heiðar Helguson segir að brotthvarf Eyjólfs Sverrissonar úr starfi landsliðsþjálf- ara hafi engin áhrif á hans ákvörðun um að gefa ekki kost á sér í landsliðið. Eyjólfur hafi ekki verið ástæðan. Heiðar er meiddur og hefur lítið spilað í vetur. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði við Frétta- blaðið í gær að líklega yrði geng- ið frá ráðningu á aðstoðarlands- liðsþjálfara í dag. Líklegast er talið að Pétur Pét- ursson verði ráðinn í starfið. Ólafur staðfesti að hann kæmi sterklega til greina en þeir hitt- ust á þriðjudag til að ræða málið. Hingað til hefur verið talið lík- legt að Leifur Garðarsson, þjálf- ari Fylkis og fyrrverandi aðstoð- armaður Ólafs, verði með félaga sínum á ný en Ólafur sagði í gær að ekki gengi upp að ráða þjálf- ara sem væri að þjálfa í Lands- bankadeildinni. Pétur er þjálfari 2. flokks hjá Breiðablik og hefur verið undan- farin tvö ár. Hann hefur meðal annars þjálfað KR sem hann gerði að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári með liðið sumarið 2000. Pétur við hlið Ólafs? Enska knattspyrnusam- bandið hefur ákveðið að sækja um HM árið 2018 en ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að FIFA ákvað að breyta núverandi úthlutunarfyrirkomulagi. England reyndi síðast að fá HM árið 2006 en þá hlaut Þýskaland hnossið. England mun væntanlega keppa við Ástralíu, Kína, Rúss- land, Bandaríkin, Holland, Mexíkó og Belgíu sem öll eru talin hafa áhuga á að halda keppnina eftir ellefu ár. Allar umsóknir þurfa að berast FIFA fyrir lok árs 2009 og FIFA mun tilkynna hvaða þjóð fær að halda keppnina í október árið 2011. Næsta HM fer fram í Suður- Afríku 2010 og árið 2014 er komið að Brasilíu eins og greint var frá fyrir nokkrum dögum. England vill HM árið 2018 Ragnar Sigurðsson er lof- aður við hvert tækifæri í sænsku pressunni og nú síðast valdi spek- ingur heimasíðu sænska knatt- spyrnusambandsins Ragnar besta leikmann tímabilsins ásamt Henke Larsson hjá Helsingborg. Stefan Thylin hefur skrifað um knattspyrnu í fjölda ára í Svíþjóð og unnið hjá virtustu blöðum landsins. Hann segir Ragnar hafa verið frábæra uppgötvun og þar sé leikmaður á ferðinni sem sé í alþjóðlegum klassa. Ragnar spilaði alla 26 leiki tíma- bilsins með meistaraliði IFK Göte- borg og hefur verið hrósað fyrir að gera aðra leikmenn í liðinu betri. Larsson sneri aftur til Sví- þjóðar eftir að hafa spilað með nokkrum af bestu liðum Evrópu og var með 9 mörk og 13 stoðsend- ingar í 22 leikjum. Ragnar og Henke bestu leikmenn deildarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.