Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 60
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 7 12 16 14 12 12 16 14 14 EASTERN PROMISES kl. 8 - 10.10 THE HEARTBREAK KID kl. 6 - 8 RESIDENT EVIL 3 kl. 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 6 16 12 16 14 7 16 12 14 DARK IS RISING kl.5.50 - 8 - 10.10 4 MONTHS ENSKUR TEXTI kl. 8 EDGE OF HEAVEN ENSKUR TEXTI kl.5.40 HALLOWEEN kl. 10.20 SUPERBAD kl.5.30 - 8 - 10.30 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10.20 DARK IS RISING kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.15 THE HEARTBREAK KID kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE HEARTBREAK KID LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 RESIDENT EVIL 3 kl. 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 SUPERBAD kl. 5.30 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu EASTERN PROMISES kl. 5.40 - 8 - 10.20 SYNDIR FEÐRANNA kl. 6 - 8 - 10 THE KINGDOM kl. 8 - 10.20 HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST "Virkilega vönduð!" - Á.J., DV "Viggo Mortensen fer á kostum!" - T.S.K., 24 stundir "Með því besta sem hægt er að sjá um þessar mundir!" - F.G.G., Fréttablaðið FRÁ LEIKSTJÓRA DOWNFALL OG WACHOWSKI BRÆÐRUM, HANDRITSHÖFUNDUM MATRIX. AÐ SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP! AKUREYRI ÁLFABAKKA SELFOSSI KEFLAVÍK KRINGLUNNI THE INVASION kl. 8D - 10:20D 16 THE INVASION kl. 5:30 - 8 - 10:20 ÍÞRÓTAHETJAN M/- ÍSL TAL kl. 6 L HEARTBRAKE KID kl. 8 - 10:30 12 THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:20 16 STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L THE INVASION 6D-8:20D-10:30D 16 DARK IS RISING kl. 6 - 8 7 ÍÞRÓTAHETJAN M/- ÍSL TAL kl. 6 L IN THE LAND OF WOMEN kl. 8 - 10:10 L THE KINGDOM kl. 10:10 10 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10:10 L SUPERBAD kl. 8 12 HALLOWEEN kl. 10:20 16 ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl tali kl. 6 L THE INVASION kl. 8 16 STARDUST kl. 5:40 - 8 10 THE HEARTBREAK KID kl. 8 L THE BRAVE ONE kl. 8 16 3:10 TO YUMA kl. 10:20 16 HALLOWEEN kl. 10:20 16 www.SAMbio.is 575 8900i i - bara lúxus Sími: 553 2075 EASTERN PROMISES kl. 5.45, 8 og 10.15 16 THE HEARTBREAK KID kl. 5.45, 8 og 10.15 12 3:10 TO YUMA kl. 5.30 og 10.15 16 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á „Hafnarfjörður er í mínum huga höfuðborg alheimsins. Ég fer helst ekkert út fyrir Hafnarfjörð nema í neyð,“ segir Haraldur Freyr Gísla- son, eða Fulli kallinn, sem hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, Hafnarfjörður – Capital of the Universe. Haraldur, sem hefur getið sér gott orð sem trommari Botnleðju, segist hafa unnið við plötuna í eitt og hálft ár. „Ég byrjaði á henni þegar við vorum orðnir latir að mæta á æfingar í Botnleðju. Þá gaf konan mér upptökukerfi og ég fór að taka upp plötu. Ég gerði hana mest sjálfur heima hjá mér og uppi í bústað,“ segir Halli. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Maður verður alveg heltekinn þegar maður byrjar á einhverju svona. Ég spilaði á öll hljóðfærin sjálfur nema að ég fékk hjálp við kontra- bassa, brass og fiðlu.“ Léttleikinn er í fyrirrúmi á plöt- unni og segist Halli einfaldlega vera þannig týpa. „Ég er rosalega lítið fyrir að taka hlutina of alvar- lega. Það fer voða mikið í mig þegar fólk er að taka sig of alvar- lega. Ég er þannig karakter að það þarf að vera smá gleði í gangi þótt tónlistin geti verið alvarleg. Mér þykir rosalega gervilegt að deyja fyrir listina.“ Að sögn Halla er nafnið Fulli kallinn ekkert endilega tengt áfengi. „Maður getur verið fullur af hugmyndum, vitleysu og svo mörgu öðru. Fulli kallinn er sorg- legur maður. Það eiga margir sinn fulla kall þó svo að það séu ekki þeir sjálfir. Fullir kallar hafa áhrif á líf margra.“ Má ekki taka sig of alvarlega Þá er hún loks komin platan sem á að fylgja eftir einni af dáðustu plöt- um síðustu ára í íslenskri tónlist, Mugimama Is This Monkey Music? sem toppaði árslista flestra tónlistaráhugamanna árið 2004. Mugison hefur ekki setið auðum höndum á þessum þremur árum sem eru liðin fá útkomu Mugimama. Hann hefur spilað töluvert í útlönd- um til að fylgja erlendum útgáfum hennar eftir og hann er búinn að gera tónlist við tvær kvikmyndir; A Little Trip to Heaven og Mýrina. Svo hefur hann unnið að nýju plöt- unni sem er hér til umfjöllunar, Mugiboogie. Fjöldi tónlistarmanna kemur við sögu á Mugiboogie, en hljómsveitin sem myndar kjarnann á henni er skipuð Arnari Gíslasyni trommu- leikara, Guðna Finnssyni bassaleik- ara og Davíð Þór Jónssyni hljóm- borðsleikara. Allt toppmenn. Auk þeirra spila á plötunni gítarleikar- arnir Pétur Ben og Björgvin Gísla- son, strengjasveit og fleiri. Sjálfur syngur Mugison og spilar á gítara. Mugiboogie er mjög fjölbreytt tónlistarlega. Hún byrjar á hávær- um og rafmögnuðum glysrokk- trylli, Mugiboogie, en strax á eftir kemur hið órafmagnaða Pathetic Anthem þar sem Mugison er einn með kassagítarinn og Rúna syngur með. Þriðja lagið, To the Bone, ein- kennist af hammond og moog-spili Davíðs Þórs og grípandi viðlagi og fjórða lagið er svo rokkslagarinn Jesus Is a Good Name to Moan. Frá- bær byrjun. Og það á ekkert eftir að versna. Í fimmta laginu, hinu ljúfa George Harrison, minnir röddunin á Bítlana, (sem hlýtur að teljast við hæfi!) og áður en yfir lýkur höfum við svo fengið að heyra svartasta dauðarokk, ljúft kammer- popp með selestu og strengjasveit, léttsýrða boogie-tónlist, naum- hyggjulegt þjóðlagapopp og loks æstan gospelblús í laginu Sweetest Melody sem lokar plötunni. Enn eitt snilldarlagið. Það aðdáunar- verða er að allt gengur þetta upp. Þó að tónlistin sé fjölbreytt heldur söngur Mugisons plötunni saman og þessi ákveðni blúsþráður sem litar allt það sem hann gerir. Mugiboogie er frábær plata. Stórvirki. Hún er gegnsýrð af áhrif- um úr tónlistarsögunni, en líka per- sónuleg og framsækin og tekst þannig að vera bæði gamaldags og nútímaleg, sígild og framsækin. Það hjálpast líka allt að við að gera hana svona góða: Flottar laga- smíðar, góðir textar, eiturferskur hljómur, útpældar og stundum svo- lítið geggjaðar útsetningar, snilldarlegur hljóðfæraleikur og magnaður söngur. Mugison syngur af svo mikilli innlifun og sannfær- ingu að það er eins og hann sé stöðugt í leiðslu að boða fagnaðar- erindið. Ég hef reynt mikið að finna eitthvað að Mugiboogie, en mér tekst það ekki. Eitt af því sem vakti athygli við Mugimama var flott umslag. Mugi- son klikkar ekkert í þeim málum nú frekar en fyrri daginn. Mugiboogie kemur í skemmtilega samanbrotnu svörtu leðurlíkisumslagi og inni í því er lítið myndskreytt textakver með gotnesku letri sem minnir helst á sálmabók. Flott eins og annað við þessa mögnuðu plötu. Stórvirki Mugisons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.