Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 43

Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 43
Um nokkurra ára skeið hef ég vakið máls á ókostum nagla- dekkja í ræðu og riti. Ég hef slegið á kostnað af völd- um notkunar nagladekkja, sem er ekki einungis fólginn í dýrari hjólbörðum og malbiksviðgerðum sveitarfélaga og ríkis, heldur einn- ig í - svifryksmengun - óhreinindum á ökutækjum - tjöruþvotti með tilheyrandi leysi- efnamagni í frárennslisvatni - óhreinum og illa virkandi þurrku- blöðum - framrúðubrotum af grjóti sem naglar losa úr slitlaginu - umferðar-óöryggi af völdum óhreininda á rúðum og rásum í slitlagi. Þessi kostnaður nemur senni- lega meir en milljarði króna árlega. Ef til vill væri hann rétt- lætanlegur ef raunverulegur ávinningur væri af notkun nagla- dekkja. En svo er ekki. Ástæðan er í raun einföld þó hún sé ekki öllum ljós: Naglarnir rífa upp tjöruna úr slitlaginu sem sest á sóla hjólbarðans, eyðileggur nátt- úrulega viðloðunareiginleika hans og lokar fínustu gripraufunum. Þar með verður hjólbarðinn mun hálli í snjó og ís heldur en ef hreint gúmmíið myndaði snertiflöt við undirlagið. Það hlýtur að vera hugsunar- villa að salta götur og leyfa einnig nagla, enda notkun nagla frekar ávani en meðvituð aðgerð. Það er ekki réttlætanlegt að fræsa göt- urnar allan veturinn með negldum hjólbörðum vegna þessa eina pró- sents vetraraksturs á höfuðborg- arsvæðinu þar sem naglar nýtast raunverulega. Með því er verið að valda okkur hinum, sem ekki vilja aka á nöglum, vandræðum með að tjörubera sólana á hjólbörðum okkar bíla þannig að grip þeirra verður miklu minna en ella. Þessi ofangreindu atriði ættu að sannfæra fólk um þörfina á að tak- marka notkun nagladekkja eins og hægt er. Leyfa náttúrulegri við- loðun gúmmís að njóta sín. Fíns- kera grófmynstraða barða í stað þess að negla þá. Fara að dæmi þýskra yfirvalda og skylda eig- endur bíla til að búa þá vetrarhjól- börðum að vetri til. Í raun á aðeins að leyfa for- gangs- eða neyðarakstursbílum á landsbyggðinni að aka á negldum hjólbörðum. Höfundur er bíltæknifræðingur og rekur ferðaskrifstofu. Þjóðfélagsumræðan hefur undan-farið snúist um manneklu á leik- skólum. Sem lausn á þeim vanda hefur kastljósinu verið beint að þörfinni á að hækka laun leikskóla- kennara og umbuna þeim í ýmsu. Sjálfsagt er engin vanþörf á því þó fyrr hefði verið. Hitt er annað mál að ekki er nóg að hækka laun ef vinnuumhverfi skapar óþarfa þreytu, er jafnvel heilsuspillandi og/eða hindrar eðlilega starfsemi en það gerir hávaði á leikskólum, sem ekki hefur verið gefinn nægilegur gaumur. Margar rannsóknir sýna að radd- heilsa leikskólakennara er almennt bág. Nýleg rann- sókn úr fimm leik- skólum á Akureyri sýndi ótrúlega lágan starfsaldur, fimmtungur leik- skólakennaranna hafði farið í veik- indaleyfi vegna raddmissis, tíundi hluti hafði misst röddina oft, og fjórðungur leitað læknis vegna hæsis. Ástæður fyrir bágri raddheilsu kennara eru m.a. raktar til þess að þurfa að beita röddinni í hávaða. Það getur ekki verið eðlilegt að fimmtungur leik- skólabarnanna og þrír fjórðu leik- skólakennaranna kvarti undan hávaða í leikskólum eins og fram kom í þessari rannsókn. Mælingar Vinnueftirlits ríkisins á hávaða í leikskólum sýna tölur sem ættu að varða við lög. Ættu en gera það ekki vegna þess að löggjafinn miðar við svokallaðan bakgrunnshávaða eða jafngildishávaða sem stafar af tækj- um og tólum í umhverfinu. Hávaði á leikskólum er hins vegar erilshávaði sem einstaklingarnir sjálfir valda. Slíkur hávaði er mishár eins og gefur að skilja. Hins vegar ef með- altalstölur yfir mældan erilshávaða sýna tölur sem varða við lög um bakgrunnshávaða má ímynda sér hávaðatoppa sem gefa slíkt meðal- tal. Reyndar hafa hávaðamælingar á leikskólum sýnt að hávaðatoppar (augnablikshávaði sem myndast) fara yfir lögleg viðmið, sem er hreint lögbrot. Vandamálið er að engin löggjöf virðist vera til varð- andi hávaða sem fylgir starfsemi í menntastofnunum. Byggingareglu- gerð kveður á um að „á skrifstofum og öðrum stöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A)“. Ekki minnst á menntastofnanir. Meðaltalshávaði í leikskólum hefur sýnt sig að vera að jafnaði yfir 8 stunda vinnudag um og yfir 80 dB. Væri þessi tala jafngildistala yfir bakgrunnshávaða þyrfti að grípa til ráðstafana til að vernda heyrn! Það er ljóst að löggjafinn verður að endurskoða þessi mál frá grunni. Ef munnleg fræðsla og uppeldi á að geta átt sér stað í leikskólum má hávaðinn ekki fara upp úr öllu valdi. Rödd er einungis hljóð sem lýtur lögmáli þess að kafna í hávaða og deyja út með fjarlægð. Erilshávaði hlýtur alltaf að fylgja einstaklingi og því gefur auga leið að hávaði eykst með hverjum einstaklingi sem bætist í hópinn. Það þarf að endur- skoða hönnun skólabygginga, skóla- stefnu t.d. hvað varðar fjölda ein- staklinga í rými, val á húsmunum, leikmunum, leiktækjum, kennslu/ uppeldisaðferðum. Skólastefna skiptir sjálfsagt mestu máli og hvort sem fólk er með eða á móti Hjalla- stefnunni sem slíkri þar sem unnið er eftir öðrum leiðum en í almenn- um leikskólum er það staðreynd að hávaði mælist mun lægri þar og ein- staklingar kvarta mun minna undan hávaða. Höfundur er doktor í raddmeinum. Enga nagla, takk Erum við að brjóta lög á leikskólum? 1. Samastað 2. Alveg ein 3. Síðan að þú komst 4. Veröldin 5. Flugdreki 6. Sólin fer upp 7. Ástin er eilíf 8. Bítlalag 9. Ef væri ég 10. Bjöllur 11. Líttu aldrei við 12. Lokalag 13. Engill Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.