Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 70

Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Íslensk tónlist virðist hafa fallið vel í kramið hjá David Byrne, fyrrverandi forsprakka nýbylgjusveit- arinnar Talking Heads, þegar hann kom hingað til lands í sumar. Byrne birtir lista með hátt í þrjátíu lögum með íslenskum flytjendum á vinsælli heimasíðu sinni, davidbyrne.com, þar á meðal Mugison, Ásgerði Júníusdóttur og Benna Hemm Hemm. Mugison er vitaskuld hæstánægður með þennan heiður. „Þetta er æðislegt. Ég held ég hafi örugglega séð hann í Háskólabíói fyrir tíu árum og fannst hann æðislegur. Hann er svolítið tæknimegin í lífinu eins og ég er stundum. Ég er ánægður með alla sem nenna að benda fólki á að hlusta á tónlistina mína. Það eru eins og góð meðmæli á atvinnuumsókn,“ segir Mugison, sem gaf á dögunum út plötuna Mugiboogie. Byrne var staddur hérlendis í eina viku í júlí þar sem hann naut náttúrufegurðarinnar og kynnti sér íslenska tónlist, sem hann síðan bauð lesendum að hlusta á á heimasíðu sinni. „Björk og Sigur Rós eru vissulega áberandi í minjagripabúðum en ekki öll íslensk tónlist er eins framúrstefnuleg og þeirra. Þarna er fullt af hefðbundinni popptónlist, eins og annars staðar, en ótrúlega stórt hlutfall af því sem kemur út er vert að kynna sér,“ sagði Byrne á síðunni. „Það virtist ekki vera mikið um tónleika í Reykjavík en ég var reyndar mest úti í náttúr- unni, sem var stórfengleg.“ Fjögur lög eftir Mugison eru á síðunni, auk þriggja laga með þeim Ásgerði Júníusdóttur, Benna Hemm Hemm, Curver+Kimono og Sigur Rós. Einnig eru þar tvö lög með Gus Gus og Apparat, auk laga með múm, Maus, Stilluppsteypu og Sveinbirni Beinteinssyni. Ásgerður á jafnframt lagið „Ég kveiki á kertum mínum“ á öðrum lista Byrne yfir áhugaverða óperusöngvara. Þar er hún í hópi stórsöngv- ara á borð við Plac- ido Domingo, Mariu Callas og Jussi Björling. „Þetta er mjög gaman og auðvit- að er maður ánægður með þetta. David Byrne er frábær og Talking Heads eru það líka,“ segir Ásgerður, sem er einnig ánægð með að vera nefnd í sömu andrá og Domingo og hinir óperusöngvararnir. „Það er alltaf gaman að vera í góðum félagsskap.“ David Byrne sló í gegn með Talking Heads á átt- unda áratugnum og starfaði sveitin til ársins 1991. Á meðal vinsælustu laga hennar eru Psycho Killer, Once in a Lifetime, Burning Down the House og Road to Nowhere. Sveitin var vígð í Frægðarhöll rokksins árið 2002. „Ég fæ mér oft prótín-shake því hollari morgunverður er ekki til. Rista kannski tvær brauð- sneiðar með ef tími gefst. Ef ég er á leið á morgunæfingu fæ ég mér Weetabix sem er stútfullt af orku.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu um helgina spiluðu hljómsveitirn- ar Wulfgang og Johnny and the rest á tónleikum á Litla-Hrauni síðastliðinn föstudag við góðar undirtektir. Í framhaldinu ákváðu liðsmenn Wulfgang að efna til tón- leikaraðar á Hrauninu með því að skora á hljómsveitina Mínus að spila þar á tónleikum. Þeir sögðu Mínusmenn eiga að skora á næstu sveit og þannig koll af kolli. „Mér líst bara vel á þetta og hugmyndin er auðvitað algjör snilld,“ segir Krummi Björgvins- son, söngvari Mínus, og bætir því við að þeir muni ekki skorast undan. „Ég veit reyndar ekki hve- nær við höfum tíma til þess að fara. Við erum að vinna í Jesus Christ Superstar alveg á fullu og höfum því ekki færi á að skipu- leggja svona tónleika samhliða því. Ég verð að leggja þetta í hend- ur umboðsmannsins.“ Mínus hefur áður spilað á Litla-Hrauni. „Við spiluðum þarna á jólatónleikum með Bubba árið 2005 og það var alveg meiriháttar gaman. Ég kann- ast við marga sem sitja þarna inni og þeir voru allir glaðir að fá smá tónlist. Okkur hefur alltaf langað að fara aftur. Kannski við förum bara aftur um jólin núna.“ Krummi segir að þeir séu ekki búnir að ákveða hverja þeir muni skora á. „Ætli það yrðu ekki bara góðvinir okkar í Brain Police.“ Krummi vill fara á Hraunið „Samkynhneigðir eiga kannski ekkert að þvælast úti eftir klukkan þrjú á næturnar,“ segir Ragnar Ólafur Magnússon, annar eigenda skemmtistaðarins Q-bars í Ingólfs- stræti. Stytta á opnunartíma veit- ingahússins vegna kvartana um hávaða, en í ágúst stóð nágranni fyrir undirskriftasöfnun meðal íbúa í Þingholtunum vegna ónæðis frá staðnum. „Q-bar er eini yfir- lýsti skemmtistaður samkyn- hneigðra á Íslandi. Menn hafa reynt að bola okkur burt síðan staðnum var breytt á þann veg fyrr á árinu,” segir Ragnar. Samkvæmt hávaðamælingu umhverfissviðs Reykjavíkur koma lætin þó utan af götunni en ekki sjálfum skemmtistaðnum, að því er Ragnar segir. „Prikið er hér til hlið- ar og Sólon hinum megin við götuna, og báðir staðir loka seinna en við. Á þessum gatnamótum er mikil umferð bæjargesta um helgar en gert er ráð fyrir að hávaðinn úti komi eingöngu frá okkar fólki,“ segir Ragnar og sér enga ástæðu fyrir þessu einelti aðra en fordóma gagnvart samkynhneigðum fasta- gestum staðarins. „Hér skemmta sér um 2-3.000 manns um hverja helgi. Ekki eingöngu samkynhneigð- ir en þeir vita að hér verða þeir ekki fyrir aðkasti,“ segir Ragnar. Tillaga um styttingu opnunar- tímans liggur nú fyrir borgarráði og rennur andmælaréttur eigenda skemmtistaðarins út í dag. Ragnar og félagar á Q-bar telja að ákvörð- un um styttingu liggi þegar fyrir og ætla þeir að mótmæla hugmynd- um borgaryfirvalda um styttan opnunartíma skemmtistaða með undirskriftasöfnun á netinu. Slóðin er Petitiononline.com/askorun. „Ákveðnir borgarfulltrúar voru afar jákvæðir í okkar garð á dög- unum og töldu veitingahúsin eiga þátt í líflegu menningarlífi mið- bæjarins. Eftir að þeir komust í meirihluta höfum við hins vegar ekkert frá þeim heyrt. Við munum berjast gegn þessu óréttlæti,“ segir Ragnar og hefur einnig hin veit- ingahús bæjarins í huga. „Setja á fordæmi með Q-bar, ef auðvelt reynist að traðka á okkur verður fljótlega ráðist gegn öðrum stöð- um.“ Samkynhneigðir ósáttir við borgaryfirvöld

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.