Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 56
Heather Mills, fyrrum eig- inkona Sir Paul McCartney, hefur gagnrýnt breska fjölmiðla fyrir að „ýta sér að bjargbrúninni“. Í nýju og tilfinningaríku sjónvarps- viðtali líkir hún framgöngu þeirra við þá meðferð sem Díana prinsessa fékk á sín- um tíma. Segist hún jafn- framt hafa fengið lífsláts- hótanir og verið sjálf nærri því að fremja sjálfsvíg. „Það var talað verr um mig í fjöl- miðlum en barnaníðing eða morð- ingja en samt hef ég eingöngu sinnt góðgerðamálum síðastliðin tuttugu ár,“ sagði Mills. „Þeir hafa kallað mig hóru, gullgrafara, geð- sjúkling og lygara,“ sagði hún og bætti því við að hún hefði þurft að þola átján mánaða svívirðingar og 4.400 illkvittnar blaðagreinar. „Ég var komin nærri því að fremja sjálfsvíg vegna þess að ég hugsaði með mér að ef ég dræpi mig þá yrði dóttir mín hólpin. Þegar hún er með mér verður hún nefnilega aldrei örugg.“ Mills, sem stendur í miðjum skilnaði við McCartney, segist að henni hafi ekki verið boðinn neinn peningur í málinu á sama tíma og hún þarf að greiða lögfræðikostn- að sem sé kominn upp í rúmar 180 milljónir króna. Hún segir að á sama tíma og hún reyni að vernda McCartney geri fjölmiðlar allt sem þeir geti til að koma höggi á hana. „Hvað gerðu paparazzi-ljós- myndararnir við Díönu? Þeir eltu hana uppi og drápu hana,“ sagði Mills. Leikkonan Angelina Jolie mætti á afhendingu hvatningarverðlauna blaða- kvenna á Beverly Hills-hótelinu í Los Angeles í gær en eins og fram hefur komið sagði The Sun frá því í vikunni að Angelina ætti von á barni með Brad Pitt. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum var Angelina klædd í svart frá toppi til táar, síðbuxur, topp og jakka. Auk þess var hún ýmist með krosslagðar hendur eða setti hand- leggina vandlega fyrir magann á annan hátt. Þetta gaf sögusögnunum byr undir báða vængi. Angelina á fyrir dótturina Shiloh með Brad Pitt auk þriggja ættleiddra barna, þau Maddox, Zahöru og Pax. Ef það reynist rétt að Angelina og Brad eigi von á barni nú verður það þeirra fimmta. Frétt The Sun var byggð á fregnum ítalskra fjölmiðla sem sögðu Angelinu hafa þurft að aflýsa fyrir- lestri þar í landi af persónulegum ástæðum. Talskona Pio Manzu-seturs- ins, þar sem fyrirlesturinn átti að fara fram, sagði að getgátur ítalskra fjöl- miðla væru á rökum reistar en vildi þó ekki beinlínis segja að Angelina væri ólétt af tillitssemi við einkalíf stjörn- unnar. Sannarlega mikil tillitssemi þar á ferð. Angelina felur þungunina Stúlknasveitin Nylon sendir frá sér nýtt lag í dag og þykir þar kveða við nýjan tón í tónlistar- stefnu tríósins. Lagið Shut up er að sögn kunnugra bæði þéttara og hraðara en önnur lög flokksins en þær Klara, Steinunn og Alma hafa verið í stífum æfingum í allt sumar. Shut Up verður annað tveggja nýrra laga á safnplötu sem væntanleg er í verslanir og því ljóst að þrátt fyrir hrakspár margra hefur Nylon síður en svo lagt árar í bát. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur umboðsmaður sveitarinnar, Einar Bárðarson, verið í sambandi við Walt Disney- fyrirtækið um að koma þeim á framfæri í sjónvarpsþættinum High School Musical og hefur hann þar notið dyggrar liðveislu Magnúsar Scheving Latabæjar- kóngs. Safnplatan er væntanleg í allar betri plötubúðir þegar nær dregur jólum en Shut up fer í spil- un á útvarpsstöðvum í dag. Nýtt lag frá Nylon í spilun í dag Bubbi Morthens kemur fram á miðnæturtónleikum á Nasa föstu- daginn 9. og laugardaginn 10. nóv- ember ásamt hljómsveit sinni Stríði og friði. Æfingar eru þegar hafnar og ætlar sveitin að spila mörg af þekktustu lögum Bubba í bland við nýtt efni. „Þetta verða flottir tónleikar, ég held að þeir geti ekki orðið annað,“ segir Bubbi. „Við gerðum þetta uppi á Akranesi á Írskum dögum í sumar og það var alveg rosalegt.“ Auk Bubba eru í Stríði og friði þeir Jakob Smári Magnússon, Guðmundur Pétursson, Pétur Hallgrímsson og Arnar Geir Ómarsson. Þetta verður að öllum líkindum í síðasta sinn sem sveitin kemur fram á þessu ári. Fram undan hjá Bubba eru mörg stór verkefni, þar á meðal plata sem hann tekur upp með Pétri Ben. Hefjast upptökur á henni í janúar. Miðaverð á tónleikana á Nasa er 2.000 krónur auk miðagjalds. Rosalegir tónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.