Fréttablaðið - 01.11.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 01.11.2007, Síða 20
fréttir og fróðleikur Veik staða forsetans í Pakistan Flytur á Laugaveg 23 Emma Bonino, ráðherra utanríkisviðskipta- og Evr- ópumála á Ítalíu, ávarpaði hádegisverðarfund ítalsk- íslenska verslunarráðsins á Grand de la Minerve hótelinu í Róm síðastliðinn föstudag. Bonino hefur átt óvenjulegan stjórnmála- feril, sem einkennst hef- ur af sorgum og sigrum. Fréttablaðið tók Bonino tali. „Stærð þjóða, eða fjöldi íbúa, gerir þær ekki að stórþjóðum. Það er málflutningurinn, skörp sýn og vilji til þess að láta gott af sér leiða sem kemur þjóðum í fremstu röð,“ sagði Emma Bonino í viðtali við Fréttablaðið skömmu fyrir hádegisverðarfund ítalsk-íslenska verslunarráðsins í Róm síðastlið- inn föstudag. Hún er ráðherra utanríkisvið- skipta og Evrópumála í ríkisstjórn Romano Prodi og eyðir því starfs- tíma sínum að stórum hluta í sam- skipti við erlenda embættismenn og þjóðhöfðingja. Þrír ítalskir blaðamenn fylgdu Bonino eftir hvert fótmál en þeir hafa það verkefni eitt að skrifa um störf og skoðanir Bonino, sem á sér bæði marga sterka fylgismenn og and- stæðinga á Ítalíu. „Ég tel að þjóðir eins og Ísland geti lagt jafn mikið af mörkum til alþjóðasamfélagsins og margar stærri þjóðir. Samskipti og upp- lýsingaflæði eru orðin með þeim hætti að góðum stefnumálum hverrar þjóðar er auðveldara að koma á framfæri nú en áður. Skil- virknin er farin að ráða ríkjum og það gefur litlum þjóðum tækifæri á að blómstra,“ sagði Bonino. Bonino hóf ræðu sína á hádegis- verðarfundinum á því að segja frá kynnum þúsunda Ítala af Íslandi á áttunda áratugnum. Ódýrasta flug sem í boði var fyrir Ítali til Banda- ríkjanna var frá Lúxemborg til Íslands – með gistingu yfir nótt – og svo haldið áfram til New York í Bandaríkjunum. „Ég var ein þeirra sem nýttu sér þetta og gerði það oftar en einu sinni. Þúsundir Ítala hugsa hlýlega til þessa tíma en það var oft ansi mikið fjör þann tíma sem stoppað var á Íslandi,“ sagði Bonino. „Þetta eru sælu- minningar margra, þar á meðal mín,“ bætti Bonino við. Bonino segir þessi tengsl lýsa vel samskiptum Íslands og Ítalíu. „Samskiptin hafa alltaf verið vin- samleg og góð. Ég hef þekkt Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, árum saman og hef fylgst með málefnum Íslands. Í mínum augum hefur Ísland margt fram að færa, en helst ber þó að nefna reynslu af nýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa. Árangur og þekking Íslend- inga á því sviði á erindi um heim allan og þar er Ítalía ekki undan- skilin.“ Bonino og Geir H. Haarde forsæt- isráðherra ákváðu að koma á sér- stökum starfshópi til að efla við- skiptatengsl Íslands og Ítalíu. Bonino telur vel raunhæft að efla tengslin. „Viðskiptatengslin hafa ekki verið sérstaklega mikil en hafa aukist hægt og rólega. Verk- efni Impregilo á Íslandi [bygging Kárahnjúkavirkjunar] eru dæmi um það. Vitaskuld eru menningar- leg tengsl, og þar með óbein við- skiptatengsl, meiri því áhrifa ítalskrar menningar, matargerðar, hönnunar og þess háttar, gætir víða.“ Ekki er búið að skipa í starfs- hópinn en það verður gert á næstu vikum eða mánuðum. Emma Bonino er einn þekktasti stjórnmálamaður Ítalíu, einkum fyrir störf sín í þágu mannrétt- inda. Allt frá því hún hóf pólítísk- an feril sinn, á námsárunum í kringum 1970, hefur hún barist fyrir auknum réttindum fólks í Afríku, Suður-Ameríku og Austur- Evrópu svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur beitt sér af hörku fyrir því að alþjóðasamfélagið grípi inn í ástandið í Búrma, þar sem herfor- ingjastjórnin heldur þjóðinni í heljargreipum. Bonino segir enn fremur: „Sam- starf þjóða eins og Ítalíu og Íslands getur verið hjálplegt í sífelldri baráttu fyrir eðlilegum mannrétt- indum. Ég hef talað fyrir því að utanríkisstefna byggist meðal annars á því að þjóðir heims velji sér réttar þjóðir til samstarfs. Þannig geta kraftar allra þjóða nýst vel og þekking og hæfileikar notið sín á stöðum sem þurfa á aðstoð að halda.“ Smáþjóðir geti verið stórþjóðir THIS IS ENGLAND MYND EFTIR SHANE MEADOWS - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.