Fréttablaðið - 01.11.2007, Page 10

Fréttablaðið - 01.11.2007, Page 10
 Öll spjót stóðu á Hillary Rodham Clinton í kapp- ræðum Demókrataflokksins í Philadelphiu á þriðjudagskvöld. Mótherjar hennar, sem eins og hún keppa um að verða forsetaefni flokksins í kosningunum næsta haust, beindu kröftum sínum eink- um að því að gagnrýna hana. „Verður hún sú manneskja sem kemur á breytingum í Bandaríkj- unum?“ spurði til dæmis John Edwards, sem var varaforsetaefni flokksins árið 2004. „Ég trúi á jóla- sveininn og ég trúi á tannálfinn, en ég held ekki að það muni gerast.“ Barack Obama snerist einnig gegn Clinton og sagði hana vera draumaandstæðing Repúblikana- flokksins: „Hluti af ástæðu þess að repúblikanar eru svona uppteknir af þér, Hillary, er að þeim finnst það afskaplega þægilegur slagur.“ Þeir gagnrýndu málflutning hennar í flestum efnum, bæði varð- andi utanríkismál á borð við Íran og Írak og einnig innanríkismál á borð við almannatryggingar. Clinton lét sér í þetta sinn ekki nægja að hlæja bara að gagnrýni þeirra, eins og hún hefur áður gert, og grínast með hvað hún sé nú heppin að fá enn, á sínum aldri, svona mikla athygli frá öllum þess- um karlmönnum. Þess í stað svar- aði hún fullum hálsi, en þó sjaldn- ast með því að svara gagnrýninni beint heldur oftast með því að snúa hverju máli upp í gagnrýni á George W. Bush forseta. „Ég tel að á tíunda áratugnum höfum við verið að ná árangri og ég er mjög stolt af þeim árangri sem við náðum alveg þangað til hæstiréttur afhenti, því miður, George Bush forsetaembættið, og við höfum þurft að búa við afleið- ingar þess allar götur síðan,“ sagði hún til dæmis. Costas Panagopoulos, stjórn- málafræðingur við Fordham- háskóla, segir að Clinton hafi hugs- anlega brugðist hárrétt við með því að beina spjótum sínum að Bush meðan mótherjar hennar ráðast gegn henni, því það „styrkir aðeins stöðu hennar í forystu demókrata,“ auk þess sem „andstæðingar henn- ar í Demókrataflokknum eru kannski líka að styrkja forystu- stöðu hennar í huga kjósenda með því að ráðast af öllu afli gegn henni.“ Hillary fær til tevatnsins Hillary Clinton fékk nánast alla athyglina í sjón- varpskappræðum Demókrataflokksins. Mótfram- bjóðendur hennar baunuðu á hana harðri gagnrýni. Hæstiréttur afhenti Bush forsetaembættið og við höfum þurft að búa við afleiðing- ar þess allar götu síðan. Máritönsk mæðgin, 51 árs karl og 85 ára móðir hans, hafa verið handtekin fyrir að halda tvö börn sem þræla. Móðir barnanna, sextán ára stúlku og tíu ára drengs, hefur barist fyrir lausn þeirra frá því hún flúði sjálf úr ánauð frá fólkinu. Þetta eru fyrstu handtökurnar vegna þrælahalds í Máritaníu en þar telja margir þrælahald hluta af menningunni. Dæmi eru um að fólk hafi haldið sömu þrælana áratugum saman. Þrælahald hefur verið bannað í Máritaníu frá árinu 1981. Héldu tvö börn sem þræla sína Heppnir tónleikagestir vinna nýjan iPod nano í boði FL Group VORBLÓT /// EFTIR ÍGOR STRAVINSKÍJ HÁSKÓLABÍÓ /// FÖSTUDAGINN 2. NÓVEMBER /// KL. 21 /// eftirpartí með hljómsveitarmeðlimum og dj þorbirni /// miðaverð 1.000 KR. www.sinfonia.is /// midi.is fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands Málflutningur fór nýlega fram í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors gegn Jóni Ólafssyni kaupsýslumanni í Bretlandi. Freistar Hannes þess að fá hnekkt ákvörðun dómara um að Jón mætti halda meiðyrðamáli sínu gegn Hannesi til streitu. Málaferlin eru nokkuð flókin, en upphaf þeirra má rekja til meiðyrðamáls sem Jón höfðaði árið 2005 í Bretlandi. Hannes tók ekki til varna og var dæmdur til að greiða skaðabætur. Hannes fékk dóminum hnekkt á æðra dómstigi þar sem honum hafði ekki verið birt stefna með réttum hætti. Dómarinn tiltók þó að Jón mætti reka málið aftur fyrir dóm- stólum án þess að stefna Hannesi formlega. Ef hann hefði ekki gert það hefði málinu verið lokið, enda of langt liðið frá því ummælin féllu til að höfða mætti skaðabóta- mál, segir Heimir Örn. Þessari ákvörðun dómarans áfrýjaði Hannes, og var málflutningur vegna þeirrar áfrýjunar haldinn í síðustu viku. Heimir segir það afar óeðlilegt ef málið fái að halda áfram, Hann- esi hafi aldrei verið birt stefna og því andstætt lögum að dæma hann. Verði hann dæmdur ytra verði ekki hægt að fallast á aðfarar- kröfu hér á landi vegna þessa formgalla. Ragnar Aðalsteinsson, lögmað- ur Jóns Ólafssonar, sagði að nú væri dómsins beðið, og fyrr en dómur falli muni hann ekki velta fyrir sér afleiðingunum. Dóms að vænta á næstunni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.