Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 26

Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 26
[Hlutabréf] Norvik hf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, hefur keypt allt hlutafé í Jarl Timber, sem rekur sögunarmyllu í sænsku Smá- löndunum. Kaupverð er ekki gefið upp en Norvik yfir- tekur reksturinn í dag. Ársvelta Jarl Timber nemur ríflegum þrem- ur milljörðum sænskra króna og eru afurðirn- ar að mestu seldar til Bretlands. Eftir kaupin rekur Norvik starf- semi tengdum timburiðnaði í Lett- landi, Eistlandi, Rússlandi og Bret- landi að Svíþjóð undanskildu, að því er segir í tilkynningu félags- ins. Kaupa sænska sögunarmyllu JDC bílar er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir Dodge / Chrysler / Jeep / New Chrysler LLC Opnunartími: Mánudaga - föstudaga 10 - 18 Laugardaga 10 - 14 JDC bílar hf. Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími: 540 6700 jdc@jdc.is www.jdc.is VETRARTILBOÐ 5.685.000 kr. JEEP COMMANDER LIMITED Vél V-6 3,0 / Dísel / 218 HÖ / 510 NM. Verð áður 5.985.000 kr. Peningaskápurinn … Iðnaðarþjónustuhluti hollensku fyrirtækjasamstæðunnar Stork hefur gert samning um kaup á 70 prósenta hlut í Exmont Engineer- ing í Slóvakíu. Í gær var einnig gengið frá kaupum Stork á öllum hlutabréfum hollenska fyrirtækis- ins Istimewa Elektro. Skilmálar kaupanna fást ekki upp gefnir. Í gær var einnig tilkynnt um hagræðingaraðgerðir hjá Stork Food & Dairy Systems, sem heyrir undir matvælavinnsluvélahluta Stork. Í þeim felst niðurskurður 92 starfa. Tekið er fram að hluti starfsmannanna geti nýtt sér valk- væða stefnu félagsins um snemm- bær eftirlaun eða flutning innan fyrirtækisins. Hins vegar sé ekki hægt að útiloka að einhverjum þurfi að segja upp störfum. LME, eignarhaldsfélag Eyris, Landsbankans og Marel Food Syst- ems, á yfir 43 prósent í Stork. og á í viðræðum við félagið um kaup á matvælavinnuvélahluta þess. Stork kaupir tvö fyrirtæki Um leið segir Stork Food Systems upp níutíu og tveimur. Teymi tapaði 1.187 milljón- um króna á þriðja ársfjórð- ungi. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar 1.575 milljónum króna. Þetta er nokkurn veginn í takti við spár greiningardeilda bank- anna, sem þó vísuðu til tak- markaðra upplýsinga um rekstur og efnahag félags- ins. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, segir uppgjörið gott og vísar til þess að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og vexti (EBITDA) hafi numið 1.135 millj- ónum króna á þriðja fjórðungi samanborið við 945 milljónir króna í fyrra. Þetta er 20 prósenta vöxtur á milli ára. „Félagið er að skila sterkum rekstri og sjóðsstreymið er gott,“ segir hann. Inni í afkomutölunum er hlutdeild í tapi og niður- færslu hlutdeildarfélags- ins Hands Holding upp á 1.095 milljónir króna. Teymi seldi 80 prósenta hlut í Hands Holding um miðjan síðasta mánuð en keypti á móti Landsteina Streng og HugAx. Árni Pétur segir Teymi ekki hafa legið á því að ákveðið högg yrði við það þegar gjaldfærslan vegna Hands Holding kæmi inn í bækur félagsins. „Við höfum alltaf sagt að þar yrði óvissa,“ segir hann en salan skilar sér í uppgjörið fyrir yfirstandandi fjórðung. Tapa rúmum milljarði Hluthafar Existu fá ekki að vita hvað stendur að baki óskráðri eign félagsins í Austur-Evrópu. Meðalspá greiningardeilda gerði ráð fyrir miklu tapi á síðasta ársfjórðungi. Endurmat á eigninni hífir félagið yfir núllið. Hluthafar sem leitað hafa skýringa hjá Exista varðandi uppfærslu á verði óskráðrar fjárfestingar félagsins í Austur-Evrópu hafa fengið þau svör að þær verði ekki gefnar upp. Utanaðkomandi félag er sagt hafa annast verðmatið, en ekki fæst heldur upp gefið hvaða fyrirtæki annaðist það. Exista skilaði um 7,4 milljóna evra hagnaði á þriðja fjórðungi, eða um 644 milljónum króna, en meðalspá greiningardeilda bank- anna hljóðaði upp á ríflega 120 milljóna evra tap á fjórðungnum, eða sem svarar tæplega 10,5 millj- örðum króna. Á kynningarfundi vegna árs- hlutauppgjörsins sagði Lýður Guð- mundsson, stjórnarformaður félagsins, að af samkeppnisástæð- um væri ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um fjárfestinguna sem um ræðir, en ráðist hafi verið í hana með bankanum Lehmann Brothers fyrir einu og hálfu ári. Í umfjöllun greiningardeildar Glitnis um uppgjörið er sagt „athyglisvert“ að ekki fáist nánari upplýsingar. „Þessi uppfærsla varð til þess að Exista skilaði hagnaði í fjórðungnum og kom okkur á óvart,“ segir þar. Hjá Existu fást þær upplýsingar að félagið haldi sig við fyrri ákvarð- anir um upplýsingagjöf varðandi þessa fjárfestingu. Vitað sé að félagið sé með í gangi á hverjum tíma margvíslegar fjárfestingar án þess að frá þeim sé greint sér- staklega. Að sama skapi er óvíst að upplýst verði frekar um þessa fjár- festingu í næsta ársreikningi félagsins. Þá eru fyrir því fordæmi í rekstri Existu að af samkeppnisástæðum sé ekki greint frá stórum fjárfest- ingum. Þannig var ekki greint frá kaupum á hlutabréfum í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo Group fyrr en þau uppkaup höfðu náð ákveðinni stærð. Þrír lífeyrissjóðir eru meðal 20 stærstu hluthafa Existu. Innan eignastýringadeilda lífeyrissjóða sem blaðið hafði samband við var ekki miklum áhyggjum lýst af skorti á upplýsingum af fjárfest- ingu félagsins í A-Evrópu. Þó taldi yfirmaður einnar deildar sérstakt að skráð félag skuli ekki upplýsa betur um fjárfestingar sínar. Ekki er vitað til þess að sjóðirnir hafi leitað eftir frekari upplýsingum hjá félaginu en fram komu á kynn- ingarfundi vegna árshlutaupp- gjörsins. Fá ekki að vita um fjár- festingu eigin félags Samskip og belgíska flutningafyr- irtækið Delphis Team Lines hafa náð samkomulagi um að samþætta siglingaáætlanir félaganna milli Benelúxlandanna og Bilbao á Spáni. Í kjölfarið bjóða Samskip upp á tvær ferðir í viku á siglingaleið- inni, í stað vikulega áður. Um leið tekur félagið í notkun nýtt og stærra skip. Auka samstarf við Team Line

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.