Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 2
Alþingismenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar munu njóta lífeyrisréttinda á við aðra ríkisstarfsmenn, verði frumvarp sem fimm þingmenn Samfylking- arinnar hafa lagt fram að lögum. Þingmennirnir vilja með þessu afnema forréttindi sem þessir hópar fengu með umdeildri lagasetningu árið 2003, að því er fram kemur í greinargerð. Ekki er þó gert ráð fyrir því að réttindi sem þessir hópar hafa þegar unnið sér inn á grundvelli laganna verði felld niður, enda gæti það orkað tvímælis vegna eignarréttarákvæða stjórnar- skrár, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Áunnin réttindi haldist óbreytt Maður sem lögregl- an á Selfossi handtók í fyrradag vegna rannsóknar á nauðgunar- máli hefur verið látinn laus ásamt einum þremenninganna sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því síðasta sunnudag. Í gær fór fram sakbending, sem var liður í rannsókn málsins, sem tæknideild lögreglu höfuð- borgarsvæðisins annaðist. Sakbendingin gekk greiðlega en niðurstöður hennar verða ekki gerðar opinberar að svo stöddu. Skýrslur voru teknar í gær en í fyrradag voru teknar 15 skýrslur af vitnum og grunuð- um. Tveimur mönn- um var sleppt Eiríkur Jónsson blaða- maður var í héraðsdómi í gær dæmdur til að greiða Þóru Guð- mundsdóttur, kenndri við Atlanta, hálfa milljón króna í miskabætur. Eiríkur skrifaði viðtal við selj- anda fasteignar í vikuritið Séð og heyrt þar sem fjallað var um efna- hag Þóru. Hún höfðaði meiðyrða- mál á hendur honum, ritstjóra vikuritsins og seljandanum. Rit- stjórinn og seljandinn voru sýkn- aðir en blaðamaðurinn sakfelldur. Öll ummæli í grein hans, utan ein, voru dæmd dauð og ómerk. Honum var jafnframt gert að greiða hálfa milljón króna í máls- kostnað. Dæmdur fyrir ærumeiðingu „Þetta er bara svo ljótt,“ segir Sigurbjörn Kristjáns- son, um stuld á öllum hjólum undan bíl vinar hans í fyrrinótt. Bjartmar Þorgrímsson í Sól- eyjarrima 15 í Grafarvogi er veikur og hreyfihamlaður. Sigurbjörn, sem er vinur Bjart- mars og stuðningsfulltrúi, segir að fyrir nokkrum dögum hafi hann sett glæný nagladekk á felgum undir bílinn. Þegar Bjartmar hafi komið út í gær- morgun hafi verið búið að hirða öll dekkin undan bílnum sem skilinn var eftir eins og hang- andi í lausu lofti þar sem hann hvíldi á spýtukubbum. Bíll Bjart- mars er sérmerktur á bílrúðunni sem ökutæki fatlaðs manns. „Það er skelfilegt að þetta skuli eiga sér stað beint fyrir utan blokkina. Ég var nýbúinn að setja snjódekkin undir,“ segir Sigur- björn sem kveður þá félaga strax hafa talað við lögregluna sem komið hafi á staðinn í gær. „Þeim fannst þetta líka hrikalega ljótt. Enda er þetta eins og að stela hjólastól undan manninum.“ Sigurbjörn segir vetrardekkin hafa kostað hátt í fimmtíu þúsund krónur. Hann kveður þá Bjartmar strax vera farna að leggja drög að því að útvega ný dekk. „Við ætlum að reyna að redda felgum með því að tala við Vöku. Þeir eru alveg sérstakir þar,“ segir Sigurbjörn vongóður. Bjartmar á ekki auðvelt með mál og baðst undan viðtali. „Hann er alveg gáttaður á þessu og segist aldrei hafa lent í viðlíka uppákomu áður,“ segir Sigurbjörn um við- brögð vinar síns við hinum ósvífna þjófnaði. Aðspurður hvort þá félaga gruni eitthvað sérstakt varðandi dekkja- hvarfið segir Sigurbjörn ýmislegt hafa gefið til kynna að óreglufólk sé þar í nágrenninu. „Svona er oft lygilega nálægt. Ég hef trú á því að einhver eða einhverjir hafi fylgst með mér setja dekkin undir bílinn áður en þeir réðust til atlögu í skjóli myrkurs.“ Þórður Þórðarson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, segir það ekki algengt að dekkjum sé stolið undan bílum. „Þetta kemur þó öðru hvoru fyrir. Oft er látið til skarar skríða á bíla- sölum,“ segir Þórður sem telur ömurlegt að slíkur þjófnaður hafi bitnað á fötluðum manni. „Þetta er einfaldlega forkastanlegt,“ segir aðalvarðstjórinn. Dekkjum stolið af bíl hreyfihamlaðs manns Glænýjum vetrardekkjum var stolið undan bíl hreyfihamlaðs manns í Rima- hverfi í fyrrinótt. Hann kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Vin hans grunar að þjófarnir hafi fylgst með þegar dekkin voru sett undir fyrir nokkrum dögum. Fyrrverandi starfsmenn Bónuss og Krónunnar fullyrtu í viðtölum við Fréttastofu Ríkisút- varpsins í gær að verslanirnar Krónan og Bónus hefðu með sér samráð um vöruverð. Fréttamenn sannreyndu svo orð viðmælenda sinna. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, og Finnur Árnason, forstjóri Haga, hafna alfarið neit- að ásökunum um samráð. „Það er mikil samkeppni okkar á milli og við reynum hvað við getum til að standa okkur sem best,“ sagði Kristinn. Finnur tók í sama streng og sagði „fráleitt“ að tala um verð- samráð á milli verslana. „Sam- keppnin er hörð og ásakanir um samráð eru þvættingur,“ sagði Finnur. Greint var frá því að verð á völdum vörum væri alltaf krónu lægra í Bónus en Krónunni og við skoðun fréttamanna RÚV hefði það verið raunin með pakkavöru, líkt og heimildarmaður RÚV hafði haldið fram. Fréttamenn RÚV sögðust hafa kannað hvort upplýsingar heim- ildarmanna þeirra væru réttar. Fyrst fór starfsmaður sem óbreyttur viðskiptavinur og hálf- tíma síðar sem fréttamaður. Þetta var gert í verslunum beggja fyrir- tækja. Í Krónunni lækkuðu vör- urnar umtalsvert en í Bónus var verðið það sama. Kristinn segir fréttamanninn hafa borið saman „epli og appels- ínur, þar sem um tvær vöruteg- undir hafi verið að ræða. „Verðið á Nóa-kjúklingabringum var borið saman við verðið á Krónu-kjúkl- ingabringum. Þetta orsökin fyrir verðmuninum,“ sagði Kristinn. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá útprentun á verðsögu þeirrar vöru sem könnuð var af starfsmönnum RÚV-útvarps, þrjá mánuði aftur í tímann. Upplýsing- arnar eru geymdar á rafrænu formi. Stefán, báru femínistar klæði á vopnin? Fanney Lára Guðmundsdóttir var krýnd sem sigurvegari í fegurðarsamkeppninni Miss Scandinavia Baltic Sea í gær- kvöldi. Fanney er nítján ára Kópavogsmær og var kjörin ungfrú Reykja- vík fyrr á þessu ári. Móðir hennar, Kristjana Laufey Ásgeirs- dóttir, heyrði stuttlega í dóttur sinni skömmu eftir að úrslitin voru kunn. „Fanney var róleg og yfirveguð og ég held að hún hafi ekki verið búin að átta sig alveg á þessu þegar við heyrðum í henni.“ Fanney hefur dvalið í Finnlandi síðan á mánudag en keppnin er haldin um borð í glæsilegu skemmtiferðaskipi. Þetta er í annað sinn sem íslensk stúlka tekur þátt í keppninni en Sif Aradóttir varð í þriðja sæti í fyrra. Ungfrú Eystrasalt og Skandínavía „Það sem kom mér helst á óvart við þessar rannsóknir er að hagamýs skuli hreinlega lifa af hérna,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur sem er að leggja lokahönd á viða- mikla rannsókn á íslensku hagamúsinni. Hún hyggst byggja doktorsverkefni sitt á niðurstöðum sínum. Rannsóknir Esterar þykir marka nokkur tímamót vegna þess hve hagamýs hafa lítið verið rannsakaðar hér á landi en síðast var það gert af sænskum vistfræðingi á áttunda áratug síðustu aldar. Frá árinu 2001 hefur Ester veitt um það bil þrjú þúsund mýs í þágu vísindanna, sumar margoft. „Það er svolítið sniðugt hvað maður fer að kynnast þeim,“ segir Ester og hlær. Hún segir sérhverja hagamús hafa ólíkan persónuleika. „Svo fer maður að bera eins konar virðingu fyrir því að þær komist af því hér eru þær ekki í kjörlendi og hafa lítið af kjörfæði,“ bætir hún við. Ester bendir á að íslenska hagamúsin sé kölluð skógarmús á öðrum málum. „Hennar kjörlendi eru laufskógar. Greyið kom hingað með landnáms- mönnunum og hefur svo ekki komist heim aftur,“ segir Ester. Hún segir erlenda vísindamenn hafa sýnt rannsóknunum áhuga vegna þess hve sérstætt þykir að músin skuli lifa svo norðarlega. Doktor í atferli hagamúsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.