Fréttablaðið - 01.11.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 01.11.2007, Síða 46
Bloggheimar sprungu nánast í loft upp einu sinni sem oftar þegar fregnir bárust af endurútgáfu bókar- innar Tíu litlir negrastrákar. Margir þeirra sem eru fylgjandi útgáf- unni virðast halda að öll hysterían snúist um notkun orðsins negrastrákar og nota þau rök að bókin hefði allt eins getað verið um Kínverja, stelpur, tígris- dýr eða eskimóa. Gauti B. Eggertsson skrifaði um málið eina þá bestu grein sem ég hef lesið í langan tíma undir heitinu „Einn lítill negrastrákur“. Greinin birtist í Fréttablaðinu í gær og er skyldulesning. Þar lýsir Gauti því hvers vegna hann muni ekki lesa þessa hundrað ára gömlu bók fyrir nýfæddan son sinn og klykkir út með þeim orðum að hann muni í staðinn heimsækja Jim Crow Museum of Racist Memorabilia að 16 árum liðnum ásamt syninum, opinbert safn í Bandaríkjunum sem helgað er mann- og kynþáttahatri, þar sem bókin „Ten Little Niggers“ leynist á meðal safngripa. Ég ætla að herma eftir Gauta ef að því kemur að ég eignast barn. Þetta er reyndar í annað skiptið á skömmum tíma sem ég er vakin til umhugsunar um hversu nauðsyn- legt það er að vera á varðbergi gagnvart kynþáttafordómum og afleiðingum þeirra. Ég sá heimild- armyndina „A girl like me“ um dag- inn. Myndin er eftir 17 ára stelpu, Kiri Davis, sem ákvað að endur- framkvæma svokallað dúkkupróf sem sálfræðingurinn Kenneth Clark framkvæmdi fyrstur fyrir rúmum 50 árum síðan. Kiri fór með tvær nákvæmlega eins dúkkur á leikskóla í Harlem-hverfi í New York – nákvæmlega eins að öðru leyti en því að önnur dúkkan var hvít en hin svört. Hún spurði 21 svart barn hvor dúkkan væri fal- legri og hvora dúkkuna þau myndu frekar vilja leika sér með. Fimmt- án þeirra völdu hvítu dúkkuna. Af hverju? „Af því hún er hvít,“ sögðu börnin öll sem eitt. Niðurstöðurnar eru eins í dag og fyrir fimmtíu árum. Afar sorglegt en satt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.