Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 17. mars 1989 Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hefur tekið í notkun tilraunaeldhús: Þjálfaðir smakkarar Nýlega var tekið í notkun nýtt tilraunaeldhús á Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins. Eldhúsinu er skipt upp í fjóra hluta sem eru skynmatsherbergi, þurreldhús, blauteldhús og tækja- klefi. Skynmatsherbergið er notað til rannsókna á gæðum matvæla. Þar eru sýni metin með tilliti til bragðs, lyktar, litarogáferðar. Herbergiðer sérstaklega útbúið þannig að utanað- komandi atriði hafi ekki áhrif á matsmenn afurðanna. Til að mynda er lýsingin breytileg, herbergið er hljóðeinangrað, hólfað niður í bása og fleira. Af því leiðir að hægt er að útiloka til dæmis áhrif litar sýnanna, hljóðs og fleira. Sérþjálfaðir starfsmenn stofnun- arinnar munu sjá um gæðamatið. „Starfsmennirnir verða sjálfboðalið- ar stofnunarinnar eða annarra stofn- ana. Peir þurfa að geta gengið að verkefninu með opnu hugarfari, það þýðir til dæmis ekkert að ákveða fyrirfram að ákveðin fisktegund, segjunt hörpudiskur, sé vondur áður en hann er prófaður," sagði dr. Guðmundur Stefánsson matvæla- fræðingur í samtali við Tímann. Matsmönnunum er kennt að þekkja ákveðin einkenni til viðmið- unar við einkunnagjöf. Til mats á ferskleika soðins fisks er skalinn frá þremur upp í tíu. Þar má nefna sem dæmi að ef lyktin minnir á ediksýru, smjörsýru, sápu eða rófur og bragðið er sterkt, beiskt eða minnir á súlfít er fisksýnið óneysluhæft og fær þrjá í einkunn. Ferskur, soðinn fiskur í hæsta gæðaflokki sem myndi fá tíu í einkunn á að bera daufa lykt sem minnir á sæta, soðna mjólk eða sterkju og bragðið verður að vera vatnskennt, málmkennt, má vera örlítið sætt, ekki þó mikið, og bera kjötkennd munnhrif. Skynmat er stundum eina nýtilega aðferðin við gæðamat matvæla og kemur þar margt til. Efnagreining til dæmis er dýrari, flóknari og oft á tíðum ekki eins áreiðanleg. í þurreldhúsinu er tækjabúnaður til prófunar á mismunandi eldunar- aðferðum. Það er ætlað til minni vöruþróunartilrauna. Blauteldhúsið er meðal annars notað við gæðamat á hráum fiski og við ýmsar vinnslu-, pökkunar- og geymsluþolstilraunir. { tækjasalnum eru síðan meðal ann- ars reykofn, þrýstingsprófunartæki og fleira. Fyrir framan eldhúsið er síðan annar heldur stærri salur sem einnig Dr. Guðmundur Stefánsson matvælafræðingur í þurrcldhúshluta nýja tilraunaeldhússins sem tekið hefur verið í notkun hjá Rannsóknarstofu fískiðnaðarins. Tímamynd: Ami Bjama er ráðgert að innrétta og bæta þannig aðstöðuna enn frekar. Vonir standa til að hægt verði að byrja á þeim framkvæmdum á þessu ári. Verkefni tilraunaeldhússins eru margvísleg og ná inn á flest svið fiskiðnaðarins. Fram til þessa hefur starfsemin einkum verið á sviði uppskrifta- og vöruþróunar í lag- metisiðnaði. En þar hefur þörfin verið einna brýnust. Með breyttum áherslum verður nú lögð meiri áhersla á tilraunir á möguleikum til aukningar á geymsluþoli fisks og fiskflaka, pökkuðum í loftskiptar umbúðir. En þar er koltvíoxíð notað til að auka geymsluþol ferskra fisk- afurða. Er gert ráð fyrir að þetta verði eitt af aðaláherslusviðum til- raunaeldhússins á komandi árum. „Það var byrjað á þessum rannsókn- um fyrir nokkrum árum og ég tel þessa aðferð við geymsluna geta átt eftir að koma að miklum notum í framtíðinni," sagði Guðmundur. Einnig eru í gangi ýmsar tilraunir með hrogn, möguleika á fullvinnslu sjávarafurða, einkum vannýttra teg- unda, framleiðslu tilbúinna neyt- endarétta og fleira. Að ógleymdri vöruþróunarrannsókn á laxi og laxa- hrognum. En Guðmundur benti á að þar væri annað svið sem vert væri að gefa gaum að einkum með tilliti til stóraukins fiskeldis hérlendis. jkb j Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbanka islands: Ohjákvæmilegt að hækka vexti Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbanka íslands, segir að óhjákvæmilegt sé að hækka nafn- vexti yfir línuna á næsta vaxta- breytingardegi, því verðbólgan sigli nú hraðbyri upp á við. f dag verður haldinn fundur í bankaráði þar sem búist er við því að komist verði að ákveðinni niðurstöðu varðandi næsta vaxtabreytingardag sem er 21. mars nk. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tímans er búist við því að vextir Lands- bankans hækki að meðaltali um 5%. Að sögn Sverris hefur ekki enn verið ákveðið hversu mikil hækk- unin verður, en það er einmitt verkefni bankaráðsfundarins í dag. Sagði hann þó ljóst að ef miða mætti t.d. við tilboð ríkissjóðs í sölu ríkisskuldabréfa með 7% raunvöxtum umfram verðbólgu á ári, væru innlánsvextir Landsbank- ans of langt á eftir. Verðbólga síðustu þrjá mánuði hefur mælst 26,4% en miðað við síðustu sex mánuði er verðbólgan liðlega 14%. Hæstu innlánsvextir Landsbankans eru, samkvæmt upplýsingum í sparisjóðsdeild, 17- 19% á Kjörbók á ári. Ef miðað er við verðbólgu síðustu sex mánuði eru Kjörbókarvextir jákvæðir fyrir sparifjáreigandann um þrjú til fimm prósentustig. Ef miðað er við verðbólgu síðustu þrjá mánuði, eru Kjörbókarvextir hins vegar neikvæðir um ríflega tólf prósentu- stig. KB Sverrir Hermannsson VSI um skattkerfisbreytinguna um sl. áramót: RÝRNUNÁ EIGIN FÉ Skattkerfisbreytingarnar sem gerðar voru í des. sl. benda til, samkvæmt athugun sem VSÍ hefur látið gera, að skatthlutfall fyrirtækja hafi hækkað úr 48% af hagnaði í 69%. Hagfræðingar VSÍ, þeir Hannes G. Sigurðsson og Ólafur Hjálmars- son, sögðu að athugaðir hefðu verið ársreikningar ársins 1987 frá fimmtíu fyrirtækjum, stórum og smáum í flestum greinum atvinnulífsins með um 30 milljarða veltu samtals. Kannað hefði verið hvernig nýju skattalögin hefðu breytt álagningu á fyrirtækin samkvæmt núgildandi skattalögum og væru meginniður- stöður þær sem að ofan greinir. Breyting skattalaganna hvað varð- ar fyrirtæki fólst einkum f því að Nýr ammoníakstankur í haust Fyrir nokkru bar töluvert á óánægju vegna hættu sem íbúum Grafarvogs var talin geta stafað af áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Óánægjan beindist einkum gegn þrýstitanki sem innihcldur umtals- vert magn ammoníaks. En reýnsla af notkun þessarar gerðar tanka hefur verið mjög slæm erlendis. „Þessi eldri gerð af tanki býður upp á nokkra hættu. Því var farið að athuga málefni áburðarverksmiðj- unnár um það leyti scm farið var að huga að skipulagi Grafarvogsbyggð- arinnar," sagði Þórður Þorbjarnar- son borgarverkfræðingur í samtali við Tímann. Mönnum hcfur staðið nokkur stuggur af sprengihættu allt frá því vcrksmiðjan var byggð. Sprengi- hætta var fyrir hendi meðan geyma þurfti ósekkjaðan kjarna í stórum stíl. „Nú er ósekkjaður kjarni ekki lengur geymdur þarna oe því er sprengihætta nánast ekki fyrir hendi,“ sagöi Þórður. Síðan var skipt um stefnu og farið að flytja inn ammoníak í miklum mæli. Því fylgdi geymsluþörf fyrir nokkur hundruð tonn og þrýstitank- urinn var byggður. Ef leki kæmist að tanknum gæti ammoníakið borist nokkuð langa leið með jörðu áður en það næði hita andrúmsloftsins og stigi ofar. Félagsmálaráðuneytið setti á lagg- irnar nefnd sem fjallaði um möguleg- ar úrbætur. Hún skilaði áliti þess efnis að breyta bæri um geymsluað- ferð. Því hefur verið tekið til við að byggja kælitank. Bygging hans er þegar hafin og ráð er gert fyrir að hann verði tekinn í notkun í sept- ember á þessu ári. í tankinum verður hitastigi ammoníaksins haldið við um mínus þrjáiíu gráður. Þá verður loftþrýst- ingur ammoníaksins svipaður og andrúmsloftsins. „Ef leki kemst síð- an að kælitanknum verður útstreymi ammoníaks mjög hægt. Þá verður hægt að ráða við lckann með því einfaldlega að dæla úr tankinum öllu sem í honum kann að vera. Hætta á mengun verður þess vegna nánast engin," sagði Þórður. jkb skattahlutfall hækkaði, skattstofn var stækkaður með því að takmarka reglur um afskriftir og draga úr skattfrestunarheimildum vegna fjárfestinga. Hagfræðingar VSÍ segja að þessar breytingar leiði augljóslega til þess að fyrirtækin verði veikari því lög- gjöfin vinni beinlínis gegn eigin- fjármunamyndun í fyrirtækjum. Þannig sé nú hagnaður skattlagður miklu meir sé hann látinn standa í fyrirtækinu heldur en ef hann er greiddur út sem arður til eigenda. Þetta þýði einfaldlega að eigin- fjárstaða fyrirtækja muni stórversna og skuldir aukast, enda sé hagkvæm- ara í skattalegu tilliti að greiða arðinn út og slá síðan lán. Hið versta við nýju skattalögin sé þó að þau virka aftur fyrir sig fyrir allt árið í fyrra og brengli þannig forsendum ákvarðana sem teknar voru fyrir löngu. Ein af forsendum skattalagabreyt- inganna hafi af hálfu flutningsmanna verið sú að færa þyrfti íslensk skatta- lög til samræmis við lög í löndum Efnahagsbandalagsins. Breytingin hafi hins vegar orðið til þess að færa skatta á fyrirtæki til vegar sem ríki Evrópu eru sem óðast að hverfa frá og fyrir breytinguna hafi ísland verið um miðbikið meðal þjóða álfunnar hvað þetta varðaði, en sé eftir breytinguna með þeim efstu og í þriðja sæti meðal Norður- landaþjóða. Virkur skattur á fyrirtæki sé hér nú 46,3%. í Danmörku sé hann nú 50%, í Noregi 48,7, Svíþjóð 37% og Finnlandi 36,3%. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.