Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. mars 1989 Tíminn 15 MINNING Jón Gunnar Haraldsson Fæddur 15. febrúar 1938 Dáinn 22. febrúar 1989 „En þá dauðans dulda hönd drepur högg á þil svo falla sterkir stofnar fljótt sem stráin foldar til“ (ók. höf.) Þessar ljóðlínur komu í huga minn er mér var færð sú harmafregn að Gunnar frændi minn hefði orðið bráðkvaddur. Gunnar var fæddur að Fjalli í Kolbeinsdal 15. febrúar 1938. For- eldrar hans voru Guðný Jónsdóttir, dóttir Jóns Klemenssonar frá Höfn- um á Skaga og Haraldur Björnsson frá Fagradal á Skarðsströnd. Dauði, mikill er máttur þinn, oftast miskunnsamur þeim er þú heimsækir, en fyrir okkur er þú sviftir ástvinum er það helsárt og þungt og við hrópum í orðvana skelfingu hversvegna, hversvegna. En hvað ert þú dauði annað en fæðing inn í annað líf og eins og við skiljum eftir gamla flík sem er orðin ónothæf. Þess vegna ætlum við ekki að syrgja, en við erum bara mannleg og viljum hafa þá hjá okkur sem við unnum. Þegar ég sá elsku frænda minn síðast kom hann til mín og við röbbuðum saman stund um sameig- inleg áhugamál. Hann talaði um hvað hann væri þreyttur og ætlaði því að fara heim. Um leið og hann fór kvaddi hann eins og hann var vanur „vertu blessuð, ég kem fljót- lega aftur“. Þegar hann var farinn sló niður í huga minn að ég hefði átt að kveðja Gunnar betur. Því miður lét ég ekki eftir þeirri hugdettu. Hvað er það sem ýtir við okkur á svona stundu? Eitthvað sem við skiljum ekki. Þarna var Gunnar að kveðja í síðasta sinn. Mér hefði verið mikils virði ef ég á þessari stundu hefði kvatt elskulegan frænda minn betur en vanalega, þó ég hefði ekki skilið þá örlagastund fyrr en seinna. Ég sendi því yfir móðuna miklu ástar kveðju og hjartans dýpstu þökk fyrir allt sem hann var mér frá því fyrst hann leit dagsins ljós að Fjalli sem lítill sólargeisli. Frændi minn var háþroskað val- menni. Það er sárt að sjá á eftir slíkum mönnum á miðjum aldri, en ég veit að hann hefur verið kallaður til æðri starfa. Er fellur tár um föla kinn er fellur úði á gluggann minn er húmið stynur hægt og hljótt hvísla ég að þér - sofðu rótt. Ég sendi Láru og sonum og ötlum syrgjendum samúðarkveðjur og bið FRIMERKI illlllllllllf ■II! Illlllllllll ykkur blessun Guðs. Nú hefur kæri frændi minn farið í gegnum „sólar- lagsins eld“. Nú bið ég, leiði þig drottins ljúfa hönd, langt inn í morgunroðans lönd. Margrét Jónsdóttir frá Fjalli Okkur langar að minnast látins vinar og frænda í örfáum orðum. Gunnar var tíður gestur á heimili okkar og á heimili ömmu. Það spunnust ávallt upp fjörugar og djúpar umræður þegar hann kom og oft var setið fram á nótt og reynt að ráða lífsgátuna. Þegar við systkinin urðum eldri og kynntumst Gunnari af eigin raun varð hann ekki síður félagi okkar og vinur eins og foreldr- anna. Kynslóðabilið var ekki til nálægt honum. Sérstaklega eru minnistæðar þær stundir þegar Gunnar sat með kaffibolla og reyndi að ráða í framtíðina með því að rýna í þau tákn sem þurrir kaffidropar mynda í hliðum bollans. Þá er einnig mjög minnisstæður sá áhugi sem Gunnar hafði á útvarpi ogsjónvarpi, hvort sem um var að ræða viðtækin sjálf eða það sem úr þeim heyrðist eða sást. Gunnar gat setið tímunum saman og spilað við ömmu og spjallað. Hann var henni ómetanlegur stuðn- ingur, sérstaklega eftir að hún fluttist á Sauðárkrók fyrir u.þ.b. þremur árum. Það skarð sem hann skilur eftir sig verður vandfyllt. Lára, Jón og Kristján og aðrir aðstandendur. Við sendum okkar samúðarkveðjur. Fyrir hönd okkar systkinanna, Sólborg Alda Pétursdóttir Ragnar Pétur Pétursson. Frímerkjasýningar Sýningar Staður Ár Tími India89 Nýja Delhi, Indland 1989 20.-29.1. Iphila 89 (Bækur) Frankfurt, Þýskaland 1989 19-23.4. Búlgaría 89 Sofía, Búlgaría 1989 22.-31.5. Philexfrance 89 París, Frakkland 1989 7.-17.7. Stamp World London 90 London, England 1990 3.-13.5 Dússeldorf90 (Æska) Dússeldorf, Þýskaland 1990 20.-24.6. NewZealand 90 NýjaSjáland 1990 24.8-2.9. Philanippon91 Tókíó, Japan 1991 1. apríl Istanbul91 Istanbul, Tyrkland 1991 Espana 92 Madrid, Spáni 1992 10.-19.4. Genova 92 Genova, Ítalía 1992 5.-14.6. Uruguay 92 Montevideo, Úrúguay 1992 YouthCanada92 (Æska) Quebec, Kanada 1992 Warszawa Varsjá, Pólland 1993 Búlgaría 94 Búlgaría 1994 Greece 96 Aþena, Grikkland 1996 Canada 96 Tóronto, Kanada 1996 Norwex 97 Osló 1997 11.-20.4. Nordia89 Fredrikstad 1989 7.-11.6. Nordjunex89 (Æska) Jönköping, Svíþjóð 1989 13.-15.10. Nordia 90 Lundur, Svíþjóð 1990 8.-13.8. Nordjunex90 Osló 1990 11.-14.10. Nordia91 Reykjavík, ísland 1991 Nordia 92 Kristiansand 1992 Nordia93 Helsingfors, Finnland 1993 Nordia94 Árhus, Danmörk 1994 Nordia 95 Svíþjóð 1995 Nordia96 ísland 1996 Frímerkjasýningar, sem haldnar verða á næstu árum, ýmist á alþjóða- vettvangi, eða þá norrænarsýningar, eru nokkuð margar. Samnorrænar sýningar eru haldnar árlega og þá til skiptis á Norðurlöndunum fimm. Alþjóðlegar sýningar eru hinsveg- ar allt upp í þrjár á ári hverju, auk sérsýninga fyrir unglinga og bók- menntasýningar. Þá eru einnig haldnar sérsýningar fyrir flugmerki, flugsögu og ýms önnur sérsvið. Hér er svo skrá yfir sýningar frá þessu ári til 1997. Af þessu má sjá að mikið verður um að vera á þessum Olympíuleikj- um frímerkjasafnaranna. Mun ís- land taka meiri og minni þátt í þeim öllum, það undirritaður veit. Tvær þessara sýninga vil ég gjarna gera að umræðuefni hér. Aðra sökum þess að á henni er sú mesta þátttaka sem ísland hefir nokkurntímann átt á erlendri sýningu, en það er „Nordia 1989“ í Fredrikstad. Þar sýna níu íslendingar sjö frímerkjasöfn og sex bækur og bæklinga í bókmennta- deild. Hefir aldrei fyrr verið slík þátttaka héðan á neinni erlendri sýningu. Hina sýninguna „Bulgaría 1989“ vil ég nefría af því að þar „brillera“ íslendingar með fjarveru sinni. Hún er svo alger, að ekki hefir verið skipaður umboðsmaður einu sinni nema skrifstofa Landssambandsins, og þar af leiðandi er vitanlega enginn dómari á þeirri sýningu heldur. Hvar eru nú reglur um umboðsmannakerfi á F.I.P. sýningum? Undirritaður minnist þeirra tíma er hann var í þessu alþjóðlega samstarfi. Þá hefði þetta verið álitið slík móðgun við samtökin og þjóð gestgjafanna, að afleiðingar hefði haft. Öll hin Norðurlöndin eru með bæði um- boðsmenn og dómara á þessari sýn- ingu. Ekki getur þetta verið af stjórnmálaástæðum, því að Banda- ríkin eiga þarna bæði umboðsmann og þrjá dómara. Það er hryggilegt að svona skuli koma fyrir, því að ísland hefir á þessum vettvangi verið þekkt fyrir að láta engu máli skipta hvort sýn- ingar eru austan eða vestan tjalds eins og það er kallað. Stjórnmál eiga ekki heima meðal frímerkjasafnara. Vonandi að slík mistök endurtaki sig ekki. Sigurður H. Þorsteinsson. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur til 11. apríl. Reykjanesumdæmi Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunn- skóla: Kópavogi, meðal kennslugreina sérkennsla, myndmennt, tónmennt og íþróttir, Seltjarnarnesi, meðal kennslugreina hannyrðir, heimilisfræði og náttúrufræði, Garðabæ, meðal kennslugreina sér- kennsla, samfélagsfræði og danska, Hafnarfirði, meðal kennslugreinatónmennt, íslenska, danska, stærðfræði, náttúrufræði, íþróttir stúlkna og sam- félagsfræði, Mosfellsbæ, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, stærðfræði, íslenska, danska, samfélagsfræði og verslunargreinar, Keflavík, meðal kennslugreina íþróttir, mynd- og handmennt, heimilisfræði, enska, danska, ís- lenska, stærðfræði og náttúrufræði, Grindavík, meðal kennslugreina, mynd- og handmennt og sérkennsla, Njarðvík, meðal kennslugreina tón- mennt og sérkennsla, Sandgerði, Klébergsskóla, Gerðaskóla, meðal kennslugreina tónmennt og heimilisfræði, og við Stóru-Vogaskóla. Norðurlandsumdæmi eystra Staða skólastjóra við Grunnskólann í Svalbarðs- hreppi. Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunn- skóla: Akureyri, meðal kennslugreina íslenska, danska, enska, stærðfræði, náttúrufræði, hand- og myndmennt, tónmennt, íþróttir og sérkennsla, Húsavík meðal kennslugreina sérkennsla, Ólafs- firði, meðal kennslugreina danska, eðlisfræði og tónmennt, Grímsey, Hrísey, Þórshöfn og við Stórutjarnarskóla. Suðurlandsumdæmi Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunn- skóla: Vestmannaeyjum, meðal kennslugreina líffræði, eðlisfræði, tónmennt og myndmennt, Selfossi, meðal kennslugreina tónmennt, íþróttir og sér- kennsla, Hveragerði, meðal kennslugreina handmennt, Hvolsvelli, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, Hellu, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, Þykkvabæ, Stokkseyri, Eyrar- bakka, Þorlákshöfn, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, Laugalandssskóla, Villingaholts- skóla, Reykholtsskóla, og Ljósafossskóla. Menntamáiaráðuneytið. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönníxm, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Þórðar Sigurðssonar Hörgatúni 9, Garðabæ. Guð blessi ykkur öll. Elma Jónatansdóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.