Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminni Föstudagur 17. mars 1989 Föstudagur 17. mars 1989 Tíminn 11 Borðtennis: Landsliðið utan á heimsmeistaramótið - BTÍ gerir mikilvægan auglýsingasamning íslenska landsliðið í borðtennis æfir nú af kappi fyrir heimsmeistara- London. 1 fyrrakvöld voru síð- ari leikirnir í 8-liða úrslitum á Evr- ópumótunum í knattspyrnu. í Evr- ópukeppni meistaraliða vann Steaua Búkaresat frá Rúmeníu 5-1 sigur á Gautaborg og komst áfram. Real Madrid komst áfram með 2-1 sigri á PSV Eindhoven. Þá fór AC Mílan áfram eftir að hafa gert eina markið í leik gegn Werder Bremen. Marco van Basten gerði sigurmark Mílan. Tyrkneska liðið Galatasary kom mjög á óvart með því að gera 1-1 jafntefli við Monaco og það dugði liðinu til þess að komast áfram í keppninni. Liðið er fyrst tyrkneskra liða til að komast svo langt í Evrópu- keppni. London. Nottingham Forest og Newcastle gerðu jafntefli 1-1 í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Niegel Clough skoraði úr vítaspyrnu fyrir Forest í fyrri hálf- leik, en Kevin Brock jafnaði fyrir Newcastle í síðari hálfleik. mótið, sem hefst í Dortmund í V-Þýskalandi 29. þessa mánaðar. I riðlakeppninni sveita eru heima- menn V-Þjóðverjar, Brasilíumenn, Malasíumenn og Súdanir mótherjar íslenska liðsins. í íslenska liðinu eru þeir Tómas Guðjónsson, Kjartan Briem, Kristinn Már Emilsson og Kristján Jónsson. Landsliðið æfir nú að jafnaði 2-3 tíma á dag undir stjórn landsþjálfar- ans Steen Kyst Hansen, en hann hefur þjálfað landsliðið frá 1984. Um mótherja íslands í riðlakeppn- inni í sveitakeppni sagði Hansen að við ættum enga möguleika gegn V-Þjóðverjum og Brasilíumönnum og mjög erfitt yrði við Malasíumenn að eiga og sigurlíkur okkar væri hverfandi. Hansen sagði að ekkert væri um lið Súdan vitað, þeir tækju nú þátt í heimsmeistaramóti í fyrsta sinn. Hann sagði að þann leik ætluðu okkar menn að vinna hvað sem það kostaði. Ekki er vitað hverjir mót- herjar okkar manna verða í milli- riðli, en það ættu að verða þjóðir í svipuðum styrkleikaflokki og okkar menn. Landsliðsþjálfarinn sagði að besta sæti sem ísland gæti náð á mótinu væri 48. sætið, en líklegt væri að sæti milli 50-60 yrði okkar hlut- skipti. Þær þjóðir sem verða í sætun- um fyrir ofan 48 væru mjög sterkar og leikmenn þeirra hreinir atvinnu- Glíma: menn sem æfðu lágmark 5-6 tíma á dag. Borðtennis er mjög stór íþrótt á alþjóðamælikvarða, þótt lítið fari fyrir henni hérlendis og Alþjóða- borðtennissambandið hefur innan sinna vébanda 5. fjölmennasta iðk- endafjöldann. Alls verða 72 þjóðir sem taka þátt í karlakeppninni á mótinu. I einstaklingskeppninni er ekki ljóst hverjir mótherjar íslensku borðtennismannanna verða, en dregið verður í keppninni þegar keppendur mæta á staðinn. Lands- liðið heldur utan þann 27. þess mánaðar. Gunnar Jóhannsson for- maður borðtennissambandsins verð- ur fararstjóri í ferðinni, en hann mun sitja þing alþjóðasambandsins og ársfund Evrópusambandsins í ferðinni. Auglýsingasamningur Borðtennissambandið hefur gert auglýsingasamning við fyrirtækið Rönning hf. Sambandið mun aug- lýsa fyrir fyrirtækið og fá í staðinn mjög fullkomna myndbandsupp- tökuvél. Að sögn Gunnars Jóhanns- sonar formanns sambandsins, þá hefur þá borðtennismenn lengi dreymt um að eignast slíka vél, en hún er mjög mikilvæg í allri þjálfun og hjálpar mikið til við aukinn árangur í greininni. BL Ólafur Haukur sigradi í Skjaldarglímu Ármanns Glímukappinn kunni úr KR, Ólaf- ur Haukur Ólafsson, lagði alla London. í keppni bikarhafa komst Sampdoria áfram á marki á útivelli, gegn Dinamo Búkarest frá Rúmeníu, en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrrakvöld. CSKA Sofía frá Bulgaríu sigraði Roda JC frá Hollandi í vítaspyrnukeppni, en báðum leikjum liðanna hefði lyktað með 2-1 sigri heimaliðsins. Mechel- • en frá Belgíu komst áfram með því að sigra Frankfurt 1-0 og Barcelona fór áfram eftir 1-0 sigur á Árhus frá Danmörku. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. London. Bayern Múnchen komst áfram í UEFA-keppninni með 2-0 sigri á Hearts frá Skotlandi. Dynamo Dresden frá A-Þýskalandi komst einnig áfram, en liðið vann stórsigur, 4-0, á Victoria Búkarest frá Rúmeníu. Þá fór Napólí áfram eftir 3-0 sigur á Juventus, en Diego Maradona var meðal markaskorara Napólí í leiknum. New York. í fyrrakvöld vann lið San Antonio Spurs loks sigur í NBA-deildinni í körfuknattleik, en úrslit leikja kvöldsins urðu þessi: Cleveland Cava.-Chicago Bulls....115-91 Philadelphia ’76ers-N.J.Nets.....100-96 Utah Jazz-Portland Trailbl.......102-95 S.A. Spurs-Milwaukee Bucks......110-108 Golden State-Dallas Mavericks .... 113-100 Miami Heat-L.A. Clippers ....... 109-103 j keppinauta sína í Skjaldarglímu Ármanns, sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans síðastliðinn laug- ardag. Ólafur hafði mikla yfirburði á mótinu og keppinautar hans sáu ekki við vel útfærðum brögðum hans. Helgi Bjarnason KR, glímdi til úrslita á móti Ólafi en varð að láta í minni pokann. Ólafur lagði Helga með vel útfærðu leggjarbragði með vinstri fæti. Helgi hafði sótt að Ólafi með utanfótar hælkrók með hægri fæti, en Ólafi tókst að snúa sig út úr bragðinu og sækja mótbragði. Úrslit í Skjaldarglímunni urðu þessi: 1. Ólafur Haukur Ólafsson KR ... 5 vinn. 2. Helgi Bjarnason KR........4 vinn. Glíma: 32 glímdu um 3. Ásgeir Víglundsson KR.........2 vinn. 4. Jón B. Valsson KR............. 1 l/2v 5. Orri Björnsson KR.............1 l/2v 6. Alfons Jónsson Á..............0 vinn. BL Bikarglíma GLÍ fór fram fyrr í þessum mánuði. Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi í þremur aldursflokkum og opnum flokki 20 ára og eldri. Alls voru 32 keppendur skráðir í glímuna. í flokki 10-12 ára sigraði Ólafur Sigurðsson HSK, en í öðru sæti varð félagi hans Lárus Kjartansson. Tryggvi Héðinsson HSÞ sigraði í flokki 13-15 ára, en félagi hans Sigurður Kjartansson varð í öðru sæti. í flokki 16-19 ára sigraði Jón B. Valsson KR, en í öðru sæti varð Ingibergur J. Sigurðsson UV. Ólafur Haukur Ólafsson KR sigraði í flokki fullorðinna. 1 öðru sæti varð Jóhann- es Sveinbjörnsson HSK. BL Körfuknattleikur: ÍBK-KR á morgun Á morgun verður stórleikur í körfuknattleiknum. Fyrri leikur Keflvíkinga og KR-inga í úrslitum íslandsmótsins, fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst kl.17.00. Keflvíkingar eru nú í úrslit- um mótsins í fyrsta sinn og verða áreiðanlega harðir í horn að taka. Þeir slógu Valsmenn nokkuð létt út i undanúrslitun- um. KR-ingar hafa ekki leikið til úrslita um titilinn síðan úr- slitakeppni var tekin upp, en liðið hefur marg oft hlotið titilinn, þó nokkuð langt sé síðan þeir gerðu það síöast. Það kom flestum á óvart að liðið sló Njarðvíkinga út í tveimur leikjum, með eins og þrettán stiga sigrum. Þeir ætla sér stóra hluti í ár KR-ingar og því má búast við hörku viður- eignum þessara liða um titilinn. Síðari leikur liðanna verður í íþróttahúsi Hagaskóla á mánu- dagskvöld kl.20.00. en komi til aukaleiks, þá verður hann á miðvikudagskvöld í Keflavík. BL Körfuknattleikur: Drengjalandslið íslands í körfuknattleik, ásamt þjálfara sínum Jóni Sigurðssyni. Tímamynd Árni Bjarna. 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1 Get-raunir!!! Úrslit voru enn nokkuð óvænt í getraununum um síðustu helgi og enginn náði því að vera með 12 rétta. Potturinn er því þrefaldur um helgina og gera má ráð fyrir að eitthvað á fimmtu milljón verði í pottinum. 1. vinningur í síðustu viku var 2.140.344 kr. sem er met hvað varðar tvöfaldan pott. Varla er því við öðru að búast en að sá þrefaldi verði einnig metpottur. Þrefaldur pottur er nú í boði í fjórða sinn á þessu tímabili. Sjö tipparar náðu 11 réttum og hver þeirra fær í sinn hlut 79.692 kr. BlS-hópurinn hefur enn forystu í hópleik getrauna, hefur 91 stig. í öðru sæti eru FÁLKAR með 89 stig, BIGGI hefur 87 stig ásamt ROZ og FYLKISVEN. f 6.-10. sæti með 86 stig eru GETOG, SLÉTTBAKUR, DJÁKNARNIR, BOND og JUMBÓ. FYLKIR skaust í efsta sætið í áheitum í síðustu viku. Félagið var með 17,93% af öllum áheitunum. FRAM var í öðru sæti með 12,64 %, en önnur félög voru nokkuð langt undan. Tíminn skaut öðrum fjölmiðlum ref fyrir rass í síðustu viku og var miðla getspakastur. Þessi árangur blaðsins þarf ekki að koma á óvart því nýtt spáforrit var tekið í notkun á blaðinu frá og með 10. leikviku. EF þetta nýja forrit reynist jafn vel á næstu vikum má fastlega búast við því að það verði í notkun áfram og jafnvel eitthvað fram á vorið. TÍM- INN var með 7 rétta, en með 6 voru DV og STJARNAN. 5 rétta í fjöl- miðlaleiknum höfðu MBL, og RUV, en ÞJÓÐVILJINN, DAGUR, BYLGJAN og STÖÐ 2 voru með 4 rétta. Staðan í keppni fjölmiðlanna er nú þessi: MBL 53, DV 52, BYLGJAN 50, ÞJÓÐVILJINN 42, RÚV og STÖÐ 2 40, STJARNAN 38 og TIMINN og DAGUR 37. Sjónvarpsleikurinn að þessu sinni er sannkallaður stórleikur. Man- chester United og Nottingham For- est mætast á Old Trafford í Man- chester í 8-liða úrslitum ensku bikar- keppninnar. Þessi lið hafa bæði stað- ið sig mjög vel að undanförnu í 1. deildinni, en þar eru liðin bæði í fremstu röð. Fastlega má búast við auðum strætum í bæjum landsins meðan á leiknum stendur. Kjörið tækifæri til að skapa alvöru bikar- stemningu með öllu tilheyrandi. En lítum á leikina á seðlinum, 11. leikvika. Liverpool-Brentford: 1 Lífið er púl og brennt barn forðast eldinn. Því má fastlega búast við sigri Liverpool í þessum leik. Man. United-Nottingh. Forest: 1 Stórleikur helgarinnar og mjög erfitt að sjá fyrir úrslit. Heimavöllurinn gæti reynst þungur á metunum og því er ráðlegt að setja 1 við þennan leik. Og eftir leikinn þá vitum við allt um þennan leik. West Ham-Norwich: 2 Þriðji bikarleikurinn á seðlinum. Þessi leikur endar með útisigri. Norwich liðið er mun sterkar og ætti að tryggja sér auðveldan sigur. Coventry-Tottenham: 2 Tottenham-liðið hefur verið næsta óútreiknanlegt í vetur og nú kemur liðið á óvart með sigri á Coventry á á heimavelli þeirra síðarnefndu. Þessi leikur er í 1. deild, eins og næstu leikir á seðlinum. Luton-Sheffield Wednesday: x Siggi Jóns. og félagar ná í 1 stig á gervigrasinu á Kenilworth Road, heimavelli Luton. Middlesbro-Derby: 2 Lið Boro hefur ekkert að gera í stuðlið Derby. Auðveldur útisigur í þessum leik. MiIIwall Aston Villa: 1 Millwall-liðið er með þeim bestu í 1. deild og lið Aston Villa verður þeim ekki nein hindrun. Heimasigur. Bournemouth-Swindon: 1 Það er ekki heiglum hent að sækja stig til Bournemouth og það reynast orð að sönnu þegar lið. Swindon bíður þar ósigur í 2. deildinni. Næstu leikir á seðlinum eru einnig úr 2. deild. Bradford-Watford: 2 Watfordliðið er með þeim efstu í 2. deild, en Bradford er í neðri kantin- um. Úrslitin ættu að verða sam- kvæmt bókinni og útisigur. Crystal Palace-Sunderland: 1 Bæði þessi lið er um miðja 2. deildina og hart verður áreiðanlega barist í þessum leik. Það eru allar líkur á heimasigri í leiknum. Það tel eg næsta víst. Manchester City-Chelsea: x Efstu lið 2. deildar mætast í stórleik 2. deildar. Jafnteflis merkið x hefur orðið fyrir valinu á þennan leik, en óvitlaust væri að bæta við merkjum á leikinn, svona til öryggis. Portsmouth-Stoke: 1 Lið Portsmouth er harðskeytt á heimavelli og Stokarar fara ekki varhluta af því og fara á brott án stiga. skúli lúðvíks. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 18. MARS ’89 J m 2 > Q Z Z 2 f— Z z —i > Q O 2 DAGUR RÍKISÚTVARPIÐ BYLGJAN STÖÐ2 STJARNAN SAMTALS 1 X 2 Liverpool - Brentford 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Man. Utd. - Notth. For. X 1 1 1 X 1 1 1 1 7 2 0 West Ham - Norwich X 2 2 2 1 X 2 1 2 2 2 5 Coventry - Tottenham 1 X 2 1 1 1 X 2 X 4 3 2 Luton - Sheff. Wed. 1 1 X 1 1 1 1 X X 6 3 0 Middlesbro - Derby X 1 2 X 2 X X 2 2 1 4 4 Millwall - Aston Villa 1 1 1 1 1 1 1 2 1 8 0 1 Bournemouth - Swindon 2 1 1 1 1 1 1 1 1 8 0 1 Bradford - Watford 2 X 2 2 X 1 2 1 2 2 2 5 C. Palace - Sunderland 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 Man. City - Chelsea HS I* 2 X X X 1 X 1 X 2 6 1 Portsmouth - Stoke 1 1 X X X 1 X X 4 5 0 Drengjalandslidid gegn Englendingum Hjörtur Harðarson . Jón Arnar Ingvarsson Eggert Garðarsson . . Pétur Sæmundsen . . Benedikt Sigurðsson Hermann Hauksson . Óskar Kristjánsson . Sigurður Jónsson . . . Bergur Hinriksson . . Marel Guðlaugsson . . . IBK 180sin Haukum 185sm . . ÍR 195sm . . Val 179sm . . KR I90sm . . KR 193sm . . KR 192sm . . KR 177sm UMFG 188sm UMFG 193sm íslenska drengjalandsliðið í körfu- knattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, hélt til Englands í gær og leikur tvo landsleiki gegn heima- mönnum, í kvöld og á morgun. Leikirnir eru liður í lokaundirbún- ingi liðsins fyrir Evrópukeppnina í Belgíu í næsta mánuði, en þar eru íslendingar í riðli-með Bdgum, Hollendingum og Frökkum. Keppn- in í Belgíu fer fram dagana 5.-7. apríl n.k. 12 leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í lokaundirbúningnum, en 10 leikmenn fara á EM. Þessir leikmenn eru í hópnum: Nökkvi Már Jónsson . . . ÍBK 195sm Birgir Guðfinnsson .... ÍBK 194sm Bergur og Marel eru leikreyndast- ir drengjanna með 6 landsleiki, en aðrir hafa leikið 3 landsleiki. Þeir Benedikt og Hermann eru þó nýliðar í landsliðinu. Þjálfari drengjanna er Jón Sig- urðsson og leikirnir fara fram í Crystal Palace íþróttamiðstöðinni, en hún mun vera sú stærsta sinnar tegundar í Englandi. BL ÞREBUBUR nmuR! Nú ertil mikils aö vinna í íslenskum Getraunum. Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum. Þess vegna er þrefaldur pottur - og þreföld ástæða til að vera með! ,7 Láttu nú ekkert stöðva þig. / Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. ' - ekkibara heppni mj ■ (4 ft

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.