Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. mars 1989 Tíminn 7 Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra kynnir nýja þingsályktunartillögu um manneldis- og neyslustefnu: Hyggjast ráða nokkni um hvað við höfum í matinn Tónlistarunnendur byggja SEM ENDAST „Á árinu 1990 skal heil- brigðisráðherra láta gera heildarúttekt á fæðuvenjum þjóðarinnar þar sem fram komi m.a. hlutdeild eins- takra matvara í daglegri fæðu fólks og magn einstakra nær- ingarefna... . Á árunum 1990-2000 skal gera smærri neysluathuganir í því skyni að fylgjast með þróun neysl- unnar. Skulu niðurstöður slíkra athugana lagðar fyrir Alþingi, í fyrsta sinn eigi síðar en 1996.“ Þetta er ein af þeim aðgerðum sem nýkynnt þingsályktunartillaga Guðmundar Bjarnasonar heilbrigð- isráðherra gerir ráð fyrir að stjórn- völd beiti sér fyrir til þess að ná fram ákveðnum markmiðum í neyslu og manneldismálum á íslandi fram til aldamóta. Ástæðuna fyrir því að stjórnvöld hyggjast reyna að skipta sér af því hvað er í matinn hjá íslendingum útskýrði heilbrigðisráð- herra á eftirfarandi hátt í ávarpi þegar þingsályktunartillagan var kynnt: „Reynslan sýnir að ríkulegt framboð matvara er ekki trygging fyrir æskilegri samsetningu fæðunn- ar. Þetta hefur komið glöggt í ljós meðal þjóða Vesturlanda þar sem ýmis konar sjúkdómar, er tengjast fæðuvali, aukast stöðugt þrátt fyrir ríkulegt framboð matvæla. Því er talin ástæða fyrir stjórnvöld að fylgj- ast með neyslunni og beina henni í heppilegri farveg með fræðslu og kynningu og beitingu stjórnvaldsað- gerða sem til þess eru fallnar." Þingsályktunartillaga heilbrigðis- ráðherra byggir á manneldismark- miðum sem Manneldisráð hefur mótað og eru í tillögunni tilgrein sjö meginmarkmið í fæðuvali þjóðar- innar: 1. Heildarneysla orkuefna sé mið- uð við að viðhalda eðlilegri líkams- þyngd. 2. Að því skal stefnt að auka kolvetnaneyslu, einkum úr grófu korni, kartöflum, grænmeti og Framleiðendur ýmissar matvöru kynntu framleiðslu sina við það tækifæri að heilbrigðisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um manneldis- og neyslustefnu. F.v. Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra, Pálf Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Unnur Stefánsdóttir verkefnisstjóri, Brynhildur Briem, næringarfræðingur og dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur. Ttmamynd: Pjetur ávöxtum, en draga úr sykurneyslu. 3. Að því skal stefnt að draga úr heildarfituneyslu og að fitan verði mýkri. 4. Að því skal stefnt að hvíta prótein) verði áfram rífleg í fæði slendinga. 5. Að því skal stefnt að draga úr saltneyslu. 6. Áð því skal stefnt að D-víta- mínneysla fari ekki undir ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni. 7. Stefnt skal að sem fjölbreytt- ustu fæðuvali úr mjólkurmat, kornmat, kartöflum, grænmeti og ávöxtum, kjöti, fiski og eggjum. í þingsályktunartillögunni eru síð- an taldar upp fjölmargar aðgerðir sem stjórnvöld beiti sér fyrir til að ná þessum markmiðum og er neyslu- könnunin sem að ofan greinir ein þeirra aðgerða. Raunar er undirbún- ingur fyrir neyslukönnunina þegar farinn af stað og fjármagn fengist í hana á þessu ári. Dr. Laufey Sigurð- ardóttir næringarfræðingur hefur verið ráðin til að sjá um könnunina og bera á henni ábyrgð. Þingsál'yktunartillaga heilbrigðis- ráðherra og neyslukönnunin eru áfangar í stærra verkefni, sem er mótun og framkvæmd manneldis og neyslustefnu sem kveðið er á um í samstarfssamningi síðustu ríkis- stjórnar og í málefnasamningi nú- verandi ríkisstjórnar. í maí í fyrra var skipaður samstarfshópur fimm ráðuneyta og Manneldisráðs um mótun slíkrar stefnu og sá hópur skipaði úr sínum hópi sérstakan framkvæmdahóp þriggja fulltrúa, þeirra Páls Sigurðssonar ráðuneytis- stjóra í heilbrigðisráðuneytinu, Brynhildar Briem næringarfræðings frá Manneldisráði, og dr. Stefáns Aðalsteinssonar búfjárfræðings frá landbúnaðarráðuneyti. Verkefnis- stjóri var ráðin Unnur Stefánsdóttir og hefur hún verið ritari beggja hópanna. Niðurstaða hópanna var sú að deila verkefninu niður í nokkra verkþætti og vinna þá í þessari röð: 1. Undirbúa þingsályktunartillögu um neyslustefnu íslensku þjóðarinn- ar. 2. Gera neyslukönnun. 3. Gera áætlun um aðlögun neyslunnar að markaðri neyslustefnu. 4. Geraáætl- un um eftirlit með framkvæmd neyslustefnu og mat á árangri. Tveir fyrstu þættir þessarar áætl- unar eru nú komnir á rekspöl. Heil- brigðisráðherra sagði þegar hann kynnti blaðamönnum þingsályktun- artillöguna í vikunni að með tillög- unni væri verið að stíga fyrsta skrefið í viðamikilli aðgerð í manneldismál- um hér á landi. „Ekki er ætlunin að framfylgja neyslustefnunni með boðum og bönnum, heldur jákvæðri fræðslu og upplýsingum fyrir al- menning og góðri samvinnu við þá sem matvæli framleiða og einnig þá sem flytja matvæli til landsins.“ Veganesti Stuðningur við byggingu á tónlist- arhúsi hefur aukist umtalsvert undanfarið. Nú þegar hafa tvö þúsund manns bæst við þau tvö þúsund sem hafa verið í samtökunum frá upphafi. Frestur til að skila áskriftarlistum, í söfnun stuðningsmanna sem farið var af stað með fyrir nokkru, var miðaður við fyrsta mars en hefur verið framlengdur til loka mánaðar- ins. 17. til 22. mars munu samtökin standa fyrir hlutaveltu í Kringlunni svokölluðu „Kringlukasti". Sam- skonar hlutavelta var haldin fyrir jólin og reyndist mjög vinsæl. „Hvaladrottningin“ Sæmdin kalin sýnist dauð síst mun alin lotning, þegar galar græn og rauð Gunna hvaladrottning. Taugarsprungu, glenntistgin greitt við stungu hverja. Gremjuþunga gaf í skyn Grœnfriðungaverja. Hrópar morð og hreykir sér hörð í orðabrauki. Hringaskorðan bráðum ber bœgsli og sporð að auki. Jóhannes Benjamínsson ÆVILANGT FERMINGARBÆKUR Fróóleiksnámur sem aldrei þrjóta ÖRLYGUR ORN OG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.