Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 17. mars 1989 Fisksölur í Bretlandi og Þýskalandi vikuna 6. til 10. mars sl: 1547 t seld Bretum 1547 tonn voru seld í BretÍandi í síðustu viku og var andvirði aflans tæpar 112 milljónir króna. Af þess- um 1547 tonnum voru 1354 tonn seld úr gámum og fékkst 73,69 króna meðalverð fyrir aflann. Meginuppistaðan í gámafiskinum var þorskur sem fyrr, eða 618 tonn og ýsa 474 tonn. Verðmæti gáma- fisksins nam 99,7 milljónum króna. Tveir bátar seldu afla í Bretiandi, Óskar Halldórsson RE 157, 89,9 tonn og Otto Wathne NS 90, tæp 106 tonn og fengust 63,08 krónur að meðaltali fyrir kílóið. Af þessum tæpum 200 tonnum voru 101 tonn af þorski, 40 tonn af ýsu, 25 tonn af kola og 13 tonn af blönduðum afla. í Þýskalandi seldu Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 (207 tonn) og Vigri RE 71 (248 tonn). Fyrir aflann fékkst 58,18 króna meðalverð. 426,7 tonn af aflanum var karfi, 10,8 tonn ufsi, en þorskur og ýsa um 2 tonn hvort. - ABÓ MARGRADDAÐUR ANDAKOR í samvinnu við svani, hefur sungið í eyru Reykvíkinga undanfarið. Þetta eru vafalítið ekki þýðustu tónar sem um getur en borgarbúar myndu samt efalaust sakna þeirra ef fuglamir tækju upp á því að láta sig hverfa. Þyrfti þó engan að undra ef þeir flygju af stað til að leita sér ætis. Því svo furðulegt sem það kann að virðast dettur fáum í hug að gefa öndunum um miðjan vetur, þegar virkilega er þörf á. En nú er sólin farin að láta sjá sig og þá vænkast væntanlega hagur tjamarbúa. Tlmamynd: Áml Bjama Tillaga nefndar um fjölmiðlakennslu: Síðari hluta nám I fjölmiðlafræði Nefnd sem skipuð var til að fjalla um fjölmiðlakennslu á öllum skóla- stigum hefur skilað áfangaskýrslu um störf sín, í formi tillögu ásamt greinargerð. Lagt er til að haustið 1989 verði stofnað til eins árs náms í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands í samstarfi við hcimspeki- og laga- deild. Námið kemur til með að standa þeim til boða er hafa lokið BS-, BA-prófi eða öðru sambærilegu námi. Að auki mun félögum í Blaða- mannafélagi íslands, Félagi frétta- manna og öðrum starfandi blaða og fréttamönnum sem ekki hafa lokið háskólaprófi standa til boða að stunda námið eða sækja einstök námskeið brautarinnar. í þeim til- vikum er lagt til að umsækjendur hafi náð 26 ára aldri og hafi 5 ára starfsreynslu við fjölmiðla. Námið myndi teljast 45 einingar, þar af tólf sem verkieg þjálfun. Lagt er til að þeim sem Ijúki námi verði veitt brautskráningarvottorð um próf í blaða- og fréttamennsku. Einnig leggur nefndin til að ráðinn verði kennslustjóri sem hafi umsjón með heildarskipulagi námsins auk þess að annast kennsluna. Að mcð honum starfi þriggja manna náms- stjórn skipuð af háskólaráði og þar sitji einn fulltrúi nemenda auk áheyrnarfulltrúa frá samtökum blaða- og fréttamanna og fjölmiðl- unum. jkb Ritgerðasamkeppni Verslunarbankans: Skop í sögum íslendinga í tengslum við árlega útgáfu á dagatali hefur Verslunarbankinn að þessu sinni efnt til ritgerðarsamkeppni meðal nemenda 9. bekkja, á þjónustusvæði bankans. Viðfangsefnið er skop í íslendingasögunum. Eiga ritgerðirnar að hvetja unglingana til að glugga í sögurnar, setja sig í spor sögupersónanna, bera söguöldina saman við nútímann og draga nokkurn lærdóm af öllu saman. Fyrstu verðlaunin nema 50 þúsund krónum á Kaskó-reikningi en ætlunin er að veita tíu bestu ritgerðunum verðlaun. Dómnefnd skipa Kristján Oddsson bankastjóri, Ragnhildur Richter bókmenntafræðingur og Þórður Helgason íslenskukennari við Verslunarskóla íslands. jkb Tókum hagstæðustu tilboðunum í stíflumannvirki Blönduvirkjunar," segiryfirmaður byggingadeildar Landsvirkjunar: „Tilboð Hagvirkis í lónsstíflurnar best“ „Tilboð Hagvirkis var svo vandað að allar tölur þess hafa staðist skoðun og eru óbreyttar. Sögusagnir um að tilboði Hagvirkis hafi verið tekið þrátt fyrir að það hafi verið mun hærra en annarra, eru óréttmætar,“ sagði Páll Ólafsson yfirmaður byggingadeildar Landsvirkjunar. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Hagvirki sé mjög á fallanda fæti og í raun gjaldþrota og hreppti það ekki stóran verksamning á við Blönduvirkjun, hefði það farið á hausinn en jafnframt tekið Iðnað- arbankann með sér í fallinu þar sem Iðnaðarbankinn eigi útistand- andi miklar fjárhæðir hjá fyrirtæk- inu. Hafi því verið beitt einhvers konar pólitískum þrýstingi til að Hagvirki fengi helming verka við Blönduvirkjun þrátt fyrir að tilboð Fossvirkis í báða hluta verksins, sameiginlega eða hvorn í sínu lagi, hafi verið talsvert lægra en Hag- virkis og hagstæðara hefði því verið fyrir Landsvirkjun að láta Fossvirki eitt vinna bæði verkin. Um þetta sagði Páll: „Niðurstaða okkar samanburðar er sú að hagstæðasta boðið í lóns- stíflurnar er tilboð Hagvirkis og í gerð inntakslónsins tilboð Foss- virkis og því leitum við samninga við þessa aðila nú og ég á von á að samningar náist innan skamms." Páll sagði að sannleikurinn væri sá að þegar tilboð voru opnuð voru upplesnar tölur lægstar hjá Foss- virki en þegar farið var að bera saman og meta tilboðin og ræða við tilboðsgjafa, hefði komið í ljós að ýmislegt hefði vantað í tilboð Fossvirkis sem menn hefðu metið þannig að í raun hefði niðurstaðan orðið sú sem að ofan greinir. „Það fer oft ýmiss konar orðróm- ur á kreik sem útilokað er að henda reiður á. Við höfum svo sem heyrt að útboðsgögnum hafi verið breytt og eitthvað óheiðarlega hafi verið staðið að því þegar ákveðið var að taka tilboðum Fossvirkis en einnig Hagvirkis í gerð stíflumannvirkja við Blönduvirkjun," sagði Páll. Hann sagði að það væri hins vegar ekkert nýtt við það að taka þurfi tillit til ýmissa hluta þegar tilboð verktaka eru athuguð og borin saman. Oft þurfi að ræða við tilboðsgjafa og það geti leitt til breytinga á tilboðum, en þetta væri altítt og í fullu samræmi við vinnu- reglur Landsvirkjunar, lög og reglur. „Það getur vel verið að svona orðrómur fari á kreik af því að aðrir verktakar séu óánægðir með útkomu sína úr samanburðinum. Það má segja að svona mál komi upp í hverju útboði af þessu tagi, enda um að ræða stór verk og mikla hagsmuni fyrir þann sem hreppir útboðið." Verkið sem Landsvirkjun bauð út í sambandi við Blönduvirkjun sem tvö aðskilin verk, er bygging allra stíflna og veituvirkja vegna virkjunarinnar. Annarsvegar er það bygging svonefndra lónsstíflna en þar ber hæst stíflu í sjálfri Blöndu auk stíflu í lítilli á sem rennur í Kolku- kvísl. Þessar tvær stíflur eiga að mynda uppistöðulón virkjunarinn- ar. Vatnið úr þessu lóni verður leitt um skurði og vötn niður í inntaks- lón virkjunarinnar, en það verður myndað af svokallaðri Gilsárstíflu sem er hinn hluti heildarverksins sem boðinn var út. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.