Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 NÚTÍMA FLUTNINGtAR Halnarhúsmu v/Tryggvagötu, S 28822 .ffármáleru okkarfað’- VEifflBflÉFflmflSKIPTl SAMVINNUBANKANS SU0URLANDS8RAUT 18, SlMI: 688568 „LI'FSBJÖRG f NORDURHÖFUM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990 Gegn náttúruvernd á villigötum ÞRðSTllR 685060 VANIR MENN FÖSTUDAGUR 17. MARS 1989 Sláturleyfishafar hafa áhyggjur af framkvæmd búvörusamnings Fara flest sláturhús hausinn fyrir 1992? Eysteinn Sigurðsson kaupfélagsstjóri á Kópaskeri segir að ef fjármögnun á birgðum sláturleyfishafa verði ekki komið í eðlilegt horf á næstu misserum og verði fyrirkomulagi á greiðslu á vaxta- og geymslukostnaði ekki breytt og slátur- og heildsölukostnaður rétt metinn, muni flest öll sláturhús á landinu verða komin á hausinn þegar búvörusamningurinn rennur út árið 1992. Félag sláturleyfishafa fundaði í húsanna gær þar sem rekstrarvandi slátur- steinn sagði var m.a. ræddur. Ey- samtali við Tímann að ekki væri hægt að horfa lengur upp á þá þróun sem verið hefði, að sláturhúsin hringinn í kringum landið gengju stórlega á eigið fé, vegna þeirra breytinga sem bú- vörusamningurinn 1985 hafði í för með sér. Þá var sú skylda lögð á sláturleyfishafa að þeir greiddu bændum fyrir afurðir sínar við innlegg. Að sögn Eysteins var hins vegar ekki gengið frá hvernig sláturleyfishafar ættu að fjár- magna þ'essar greiðslur, þeir ættu einungis að greiða þessa peninga út hvað sent tautaði og raulaði og gerðu þeir það ekki væru þeir að brjóta lög. Þá varð sú breyting gerð í mars 1987 að sláturhúsunum var gert að grciða vexti vegna afurðalána af óseldum birgðum og geymslugjald mánaðarlega, en ríkið endur- greiddi þeim þá peninga þegar birgðirnar seldust. Sláturhúsin verða því að fjármagna vaxta- og geymslukostnað af kjötbirgðum á eigin selst. kostnað, þar til að kjötið Ríkið hefur ekki heldur staðið við endurgreiðslur á réttum tíma undanfarin ár. Eysteinn sagði að sláturhúsin væru búin að bíða óbætanlegan skaða af þessu kerfi. ítrekað hefði verið farið fram á leiðréttingu á þessu frá hendi stjórnvalda. Þau hefðu lof- að úrbótum, en hingað til lítið farið fyrir efndum. - ág Krafinn um myndbandsspólu eftir aö hafa skilað henni: Nauðsyn að fá skil staðfest Á ársþingi iðnrekenda í gær. Jón Sigurðsson og Víglundur Þorsteinsson. Ttmamynd: Pjctur Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda: Of lítil fjárfesting „Hafi menn kvittað fyrir móttöku á einhverjum hlut. þá hljóta menn að eiga að fá staðfestingu á að hafa skilað honum, allt annað er óeðli- legt,“ sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Tímann. Neytendasam- tökin hafa sent frá sér tilkynningu þar sem neytendur eru hvattir til að krefjast staðfestingar á því að hafa skilað hlut, sem leigður er eða hlut þar sem krafist er kvittunar fyrir móttöku. Jóhannes sagði aðspurður að til- efni þessarar tilkynningar væri að neytandi fór á myndbandaleigu og leigði þar mynd sem hann skilaði á tilteknum tíma. „Þar var því miður ástundað það að hann var látinn kvitta fyrir móttöku, en fékk enga staðfestingu þegar hann skilaði spól- unni,“ sagði Jóhannes. Þetta mál gekk það langt að lögfræðingur hafði samband við viðkomandi til að krefja bóta fyrir týndu myndbands- spóluna. Málið endaði þó á annan veg en á horfðist og eigendur myndbanda- leigunnar og lögfræðingurinn sann- færðust um að maðurinn hafði skilað spólunni og því fór málið ekki lengra. Jóhannes sagði að fólk ætti undan- tekningalaust að ganga á eftir að fá staðfestingu á að hafa skilað hlut sem það leigði og kvittaði fyrir móttöku á, annað væri út í hött. „Hafi menn ekki vitni með sér þegar þeir skila hlutum, eða fái ekki stað- festingu, þá eiga menn á hættu, vegna einhverra mistaka þess sem leigir út, að vera krafnir bóta vegna meintra vanskila á hlut sem þeir eru löngu búnir að skila," sagði Jóhann- es. Hann sagði að það væri út í hött í nútíma viðskiptum, að ætlast til að fólk kvitti fyrir móttöku á einhverju, ef það fær ckki staðfestingu þegar hlutnum er skilað. - ABÓ „Staðreyndin er sú að á yfirstand- andi ári stefnir í það að fjárfesting á Islandi verði hlutfallslega minni en hún hefur verið í rúnta hálfa öld og við þurfum að leita aftur til kreppu- áranna til að finna sambærilegar tölur um svo litla fjárfestingu sem nú,“ sagði Víglundur Þorsteinsson forni. FÍI m.a. á ársþingi iðnrek- enda. Mikil skuldasöfnun samhliða samdrætti í fjárfestingu og sparnaði „undirstrika rækilcga að vandamál níunda áratugarins eru ekki fjárfest- ingar. Vandamálin eru ótvírætt við- varandi taprekstur útflutnings- og samkeppnisatvinnuveganna sem hefur leitt af sér skuldasöfnun og versnandi eiginfjárstöðu og vandinn er jafnframt eyðsluvandi heimila, ríkis og margra sveitarfélaga". Minnkun úr 27% í 17% Víglundur benti á að á áratugun- um milli 1960 og 1980 hafi fjárfest- ingar að meðaltali verið í kringum 27% af vergri landsframleiðslu og árlegur sparnaður um 25% á sama tíma. Á þessum áratug hafi hvort tveggja minnkað jafnt og þétt. Á sfðasta ári hafi fjárfestingar verið komnar niður í 17,7% (og stefni enn ncðar á þessu ári) og sparnaður niður í 14%. Ljóst er að mati Víglundar, að þjóð sem lengi býr við fjárfestingu undir 20% af landsframleiðslu (eins og íslendingar geri nú 4. árið í röð) sé ólíkleg til að viðhalda nýsköpun og vexti. Miklu líklegra sé að það þjóðfélag sé á samdráttar- og hnign- unarskeiði. Yfirlýsingar um óffjár- festingu eigi því ekki við rök að styðjast - þvert á móti stefni á samdrátt nteð vaxandi atvinnuleysi og versnandi lífskjörum. Geysileg skuldasöfnun Skiptingu fjárfestingar sagði Víg- lundur lítið hafa breyst s.l. þrjá áratugi: Atvinnuvegirnir séu með 44-46%, opinberir aðilar 32-34% og íbúðarhúsnæði 22%. Samdráttur- inn gangi því nokkuð jafnt yfir. Víglundur benti á að í upphafi þessa áratugar skiptust útlán lána- kerfisins í svipuðum hlutföllum og fjárfestingin - 48% - 31% og 21% til einstaklinga. Árið 1987 hafði hlutur heimilanna hækkað í 32% og skuldir þeirra aukist um 155% að raungildi á aðeins 6 árum, saman- borið við 53% og 42% hjá atvinnu- vegum og ríkinu. „Hin miklu hagvaxtarskeið ár- anna 1961 til 1980 þar sent þjóðar- tekjur þrefölduðust, eru að baki. Nú stefnir í það þegar níundi áratugur- inn verður allur, að hagvöxtur á því 10 ára tímabili verði aðeins rúmlega 20% sem þýðir tæplega 2% árlegan vöxt, þar sem þjóðartekjur niinnka liratt síðustu þrjú árin,“ sagði Víg- lundur. Framtíðin: Stöðnun og atvinnuleysi Jafnframt sagði hann allar líkur benda til þess að án verulegra breyt- inga í hagstjórn, samhliða skipulegri uppbyggingu atvinnumála, sé einskis annars að vænta en stöðnunar og jafnvel áframhaldandi samdráttar og atvinnuleysis að vænta á komandi árum, nema að því marki sem guðs- gjafir falli okkur í skaut í tilviljunar- kenndum vexti sjávarafla og verð- hækkunum á erlendum mörkuðum. -HEI Gæsluvarðhaldi í bjórmálinu hafnað Ósk Rannsóknarlögreglu ríkis- ins um viku framlengingu á gæslu- varðhaldi yfir manninum sem setið hefur í varðhaldi að undanförnu, vegna umfangsmikils bjórsmygls með Laxfossi, var hafnað. Maður- inn hefur við yfirheyrslur neitað ölium sakargiftum. Á þriðjudag var síðan handtek- inn annar maður sem RLR vildi úrskurðaðan í gæsluvarðhald, en því var einnig hafnað. Hann hefur játað að hafa smyglað 300 kössum af bjór með Mánafossi í sumar. Þá greindi við yfirheyrslur frá mönn- um í landi sem hefðu hjálpað til við smyglið og voru fimm menn hand- teknir á þriðjudag og miðvikudag, en látnir lausir eftir yfirheyrslur. Rannsókn er haldið áfram í báðum þessum smyglmálum. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.