Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. mars 1989 Tíminn 5 Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður telur að Guðrún Helgadóttir eigi að víkja úr embætti forseta sameinaðs Alþingis vegna framgöngu hennar í hvalveiðideilunni. Guðrún Helgadóttir segir: „FORSETIALÞINGIS ER JAFNFRAMT ÞINGMADUR11 „Guðrún Helgadóttir hefur á skömmum tíma ítrekað komið fram í sjónvarpi og í öll skiptin er framkoma hennar þannig að til vansæmdar er embætti forseta sameinaðs þings. Framkoma hennar í umræðuþætti Sjónvarpsins um mynd Magnúsar Guðmundssonar var með slíkum endem- um að ég held að leitun sé á öðru eins. Guðrún Helgadóttir er ekki venjulegur þingmaður. Hún er forseti sameinaðs Alþingis,“ sagði Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður. Haraldur sagði að reynt hefði jafnan verið að velja til þessa embættis menn sem njóta virðingar samþingmanna sinna. Sú hefð hefði skapast að menn sem gegnt hafa þessum embætti hafi dregið sig út úr almennu stjórnmálakarpi til þess að halda embættinu hreinu ef svo mætti segja. Guðrún hefði hins vegar hagað sér eins og götustelpa í áðurnefnd- um þætti Sjónvarpsins og haft uppi svívirðingar á Magnús Guðmunds- son. Þá hefði hún gegn betri vitund fullyrt að hafréttarsáttmálinn hefði verið búinn að taka gildi þegar landhelgin var færð út í 200 mílur. „Þegar Jakob Jakobsson leið- réttir hana í þættinum,“ sagði Har- aldur, „þá reiðist hún og segir eitthvað á þá leið að það skipti engu máli. Slíkt sem þetta getur forseti Alþingis ekki leyft sér. Hann hefur ekki heimild til að beita svona aðferðum," sagði Haraldur enn- fremur. Tíminn spurði Harald hvort ein- hver gild lög eða reglur væru til um embætti þingforseta og hvort sá sem embættinu gegndi hverju sinni ætti að draga sig út úr almennu dægurþrasi stjórnmálanna. Haraldur sagði svo ekki vera. Hins vegar hefði skapast slík hefð gegnum tíðina allt frá því Jón Sigurðsson gegndi embættinu og nefndi hann nokkra forseta sam- einaðs Alþingis sem gegnt hefðu embættinu á þennan hátt, svo sem Gísla Sveinsson, Ásgeir Ásgeirs- son, Jón Pálmason á Akri, Birgi Finnsson, Friðjón Skarphéðins- son, Jón Helgason og Þorvald Garðar Kristjánsson. Hann sagði síðan: „Þetta eru allt saman menn sem gegndu embættinu með virðuleika og því er það sorglegt að Guðrún Helgadóttir, fyrsta konan sem gegnir embættinu, skuli vera að draga það niður í svaðið. Þessi síðasta uppákoma er í raun því alvarlegri, þar sem forseti íslands hefur nú gengið fram fyrir skjöldu að gæta hagsmuna íslendinga og kynna málstað þeirra í hvalamálinu á erlendum vettvangi. Það er því bæði fáránlegt og ósiðlegt - alger óhæfa - að einn handhafa forsetavalds skuli hér heima beinlínis gerast erindreki þeirra manna sem forseti lýðveldis- ins er að kljást við í útlöndum. í raun ætti að setja konuna af. Vera hennar í embætti er embætt- inu sj álfu og Alþingi til skammar. “ Tíminn spurði Harald hvort hann hygðist beita sér á einhvern hátt innan síns flokks, Sjálfstæðis- flokksins, fyrir því að koma Guð- rúnu Helgadóttur frá embætti. Hann sagði: „Ég held að að því hljóti að koma að alþingismenn gefist upp á konunni. Ég tek þó fram að ég hef ekki rætt þetta mál sérstaklega við formann þingflokks sjálfstæðis- manna. Hins vegar hef ég heyrt á mörgum þingmönnum, þar á með- al stjórnarþingmönnum, að þeir eru orðnir mjög þreyttir á Guðrúnu Helgadóttur og held ég að hljóti að koma að því að hún hrökklist frá embætti." Haraldur sagði að árásir Guð- rúnar á Hjörleif Guttormsson í áðurnefndum sjónvarpsþætti væru algeróhæfa af hálfu forseta Alþing- Haraldur Blöndal hæstaréttarlög- maður. is sem bæri að gæta stjórnarskrár- bundins réttar þingmanna til að halda fram sjálfstæðum skoðunum sínum þótt þær stönguðust á við flokkslínur. Haraldur sagði síðan: „Hún er ekki óbreyttur þing- maður. Hún er æðsti embættismað- ur þingsins og í tignarstiganum stendur hún næst forseta lýðveldis- ins. Við hljótum því að gera þá kröfu til þingforseta að hann sé ekki almennt hneykslunarefni í fjöl- miðlum.“ -En hvað segir Guðrún Helga- dóttir sjálf? Hún var spurð hvort óviðeigandi væri að forseti samein- aðs Alþingis væri að blanda sér í dægurþras með þeim hætti sem hún gerði í umræðuþætti Sjón- varpsins. „Mér þykir þetta afar sérkenni- leg kenning. Ég er auðvitað þing- maður og ég var kölluð í þáttinn og kynnt í honum sem Guðrún Helga- dóttir alþingismaður að því mig minnir. Guðrún Helgadóttir forseti sam- einaðs Alþingis. Þótt ég sé forseti þá tek ég fullan þátt í þingstörfum og tek ítrekað þátt í umræðum í neðri deild og sameinuðu þingi. Það hefur ekki eitt augnablik hvarflað að mér að hætta afskiptum af þjóðmálum þó ég sé í þessu embætti á þessu þingi enda er ekkert í lögum um þing- sköp sem segir að svo skuli vera. í elleftu grein þingskapa segir svo: „Nú vill forseti, hvort sem heldur sameinaðs þings eða -deildar, taka þátt í umræðum frekar en forseta- staða hans krefur og víki þá á þingmannabekk, en varaforseti tekur forsetasæti á meðan." Þetta tekur af allan vafa um að forseta- staða hafi áhrif á þingstörf forset- ans.“ - Forverar þínir hafa samkvæmt því sem Haraldur Blöndal segir hér aða ofan, dregið sig út úr almennu dægurþrasi. Hversvegna gerir þú það ekki? „Þótt forverar mínir kunni að hafa gert það, sem ég tel raunar ekki alveg rétt, þá má það vera ljóst að ég ætla ekki að fara þannig að. Ef minni mitt bregst mér ekki, tóku þeir forverar mínir sem ég hef verið með á þingi, fullan þátt í þingstörfum. í þennan margnefnda umræðu- þátt var tilkvatt, auk mín, fólk sem haft hefur afskipti af þessu um- rædda ntáli og ég sé ekkert athuga- vert við að ég sem þingmaður sem haft hefur afskipti af því, haldi því áfram." - Nú er forseti íslands að kynna sjónarmið stjórnvalda í hvalamál- inu á erlendum vettvangi. Finnst þér ekkert athugavert við að þú sem handhafi forsetavalds gangir þvert á forsetann í málinu? „Ég er því aðeins einn þriggja handhafa forsetavalds að forsetinn sé fjarverandi. Það var hann ekki í þessu tilviki svo ég held að þarna stangist ekkert á. Sérhver forseti Alþingis er starfandi stjórnmála- maður og þar með á engan hátt hlutlaus í stjórnmálum. Þvf hefur sérhver handhafi forsetavalds sem á Alþingi kemur, yfirlýsta stjórn- málaskoðun. Um það fer enginn í grafgötur." - En hefðirðu þá tekið þátt í umræðunum ef forsetinn hefði ver- ið fjarverandi? „Nei, það hygg ég að ég hefði ekki gert. í þessu sambandi vil ég ráðleggja Haraldi Blöndal hæsta- réttarlögmanni að lesa 11. gr. laga um þingsköp Alþingis og kynna sér hver eru verkefni forseta þingsins. Þau eru alveg skýr og þess hvergi getið að forsetar þingsins breyti pólitískum störfum sínum á nokk- urn hátt.“ - Ákvæði í stjórnarskránni mælir svo fyrir að þingmenn skuli fylgja samvisku sinni greini hana á við flokkslínu. „Það gerði ég nákvæmlega.“ - En ávítaðirðu ekki Hjörleif fyrir að gera það sama og vitnaðir í flokkssamþykktir? , -Ég var ekkert að ávíta hann. Ég sagði að mér kæmi afstaða hans á óvart. Það var allt og sumt. Auðvitað hefur Hjörleifur fullt leyfi til að hafa hverja þá skoðun sem hann vill í hvalveiðideilunni sem öðru.“ -sá „Varhugavert“ ástand viö Kröflu: Ekki meiri hætta á gosi en undanfarið Ástand við Kröflu er varhugavert en þó er ekki meiri ástæða heldur en undanfarið hefur verið tii að búast við gosi. í júlí í fyrra var ferðamönnum bægt frá svæðinu umhverfis Kröflu vegna töluverðs landriss og jarð- skjálfta. Úr þeim jarðhræringum dró heldur í ágúst, en síðan byrjuðu þær aftur um mánaðamótin október, nóvember og stóðu þá alveg fram í febrúar. Þá kom nokkurt hlé þangað til níunda mars síðastliðinn þegar jarðhræringar byrjuðu aftur. Þær hafa nú staðið í nokkra daga og voru einna ákafastar fyrir þremur til fjór- um dögum, en nú hefur mikið dregið úr þeim aftur. „Við erum farnir að greina ákveð- ið mynstur. Það koma óróakaflar með töluverðu landrisi og mörgum jarðskjálftum sem verður sífellt styttra á milli. Landris, sem merkir þrýsting á kvikuholuna, er komið töluvert upp fyrir það sem var fyrir gosið 1984. Þess vegna verður ástandið að teljast dálítið varhuga- vert,“ sagði Guðmundur E. Sig- valdason forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar í samtali við Tímann. Hann sagði að ferðamönnum yrði bægt frá svæðinu með sama hætti og gert var í fyrra. Þá benti Guðmundur á að engin frekari ástæða væri til að ætla að eldgos brytist út á næstu dögum eða klukkutímum en verið hefur. „Það er bara varhugavert ástand sem fólk verður að reikna með. Almannavarnanefnd fundaði og gerði þar ráðstafanir til að fríska upp á viðvörunarkerfi sem fyrir eru í sveitinni og minna fólk á að þetta er ennþá við lýði.“ Almannavarnanefndin mun með- al annars dreifa upplýsingabæklingi þar sem finna má kort af svæðinu. Eina verulega breytingin sem tek- ið hefur verið eftir er sú að frá því fyrir um tveimur mánuðum hefur orðið vart við lágtíðniskjálfta sem ekki hafa mælst áður. Þessirskjálftar sem hafa langa, rólega sveiflu, eru frekar sjaldgæfur viðburður og kann enginn neina ákveðna skýringu á þeim. Oftast hafa þeir verið tengdir brotum í yfirborði eða opnun á sprungu, en á Kröflusvæðinu hefur ekki orðið vart við neitt slíkt. Lág- tíðniskjálftarnir eru þeir einu sem ekki hefur dregið úr síðustu tvo daga. jkb Sveinn Andri Sveinsson um stúdenta- ráðs- og háskólaráðskosningarnar: „Hörð rimma“ „Þetta var gífurlega hörð rimma og smölun á báða bóga,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson formaður Stúdentaráðs og fram- bjóðandi Vöku í kosningum í HÍ. Sveinn Andri sagði aðal ástæðu fyrir sigri Vöku, félags lýðræðis- sinna innan Háskólans, vera þá að stúdentar virtust vera ánægðir með hvernig haldið var um stjórntaumana s.l. vetur. „Ég held að fólk hafi kunnað að meta störf okkar, enda fjölgaði at- kvæðum Vöku úr 960 í fyrra í tæp 1.300 í þessum kosningum," sagði Sveinn Andri. Önnur megin ástæða fyrir sigrinum er að hans mati sú að stúdentar séu að átta sig betur og betur á að hægt sé að vinna að hagsmunamálum þeirra án þess að blanda pólitík inn í þá baráttu. - ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.