Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 17. mars 1989 Timiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dáiksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sigur í Ósló Einhver mikilvægasti fundur ráðherranefndar EFTA-ríkjanna um langt skeið var haldinn í Ósló nú í vikunni. Ljóst var fyrir fundinn að allmikil átök yrðu um þá stefnumótun, sem EFTA samtök- in voru að vinna að, bæði um innbyrðis málefni sín og afstöðuna til Evrópubandalagsins. Viðhorf aðildarlanda EFTA til þessara mála hafa verið mismunandi, en með lokaályktun Ósló- arfundarins hafa þessi viðhorf verið farsællega samræmd. Öll aðildarríkin samþykktu ályktunina eins og hún lá fyrir í lokagerð. Hvað íslensk viðhorf og hagsmuni varðar, þá felur ályktunin í sér að fríverslun með fisk er viðurkennd sem stefnumál EFTA og kemur til framkvæmda 1. júlí á næsta ári. Með þessari stefnuákvörðun varðandi fríverslun með fisk sjá íslendingar fyrir endann á langsóttu baráttumáli sínu innan fríverslunarsamtakanna. Hér er um að ræða stjórnmálasigur, sem lengi mun verða minnst. Ekki er á neinn hallað, þótt þess sé minnst að Steingrímur Hermannsson hefur haft ómetanlega forystu um að ná fram þessum sigri. Að sjálfsögðu hefur öll ríkisstjórnin staðið einhuga að baki þeirri málafylgju sem leitt hefur til sigurs. Utanríkisráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, sótti Óslóar- fundinn ásamt forsætisráðherra og lagði fram sitt lið í þessu máli, enda mun hann nú samkvæmt stöðu sinni taka við formennsku í EFTA-ráðinu. Úrslit þessa íslenska baráttumáls lágu ekki ljós fyrir í upphafi Óslóarfundarins. Þá stóðu sakir þannig, að Finnar sýndu enn tregðu á því að styðja fríverslun með fisk. Þeir hafa talið sig hafa sérstakra hagsmuna að gæta varðandi viðskipti með sjávarafla sinn, sem er ekki mikill að vöxtum, en mikilvægur bjargræðisvegur á afmörkuðum svæðum í landinu. Þessi afstaða Finna kom til umræðu á Norðurlandaþinginu í Stokkhólmi í fyrra mánuði. Pá vakti Steingrímur Hermannsson athygli á því í ræðu að fríverslun með fisk væri meginhagsmunamál íslendinga og engin fyrirstaða væri fyrir stuðningi við hana innan EFTA nema af hálfu finnsku ríkisstjórnarinnar. Sú von hefur alltaf lifað, að Finnar ættu eftir að breyta afstöðu sinni í þessu máli, þegar til kastanna kæmi. Það hafa þeir nú gert og fylgt dæmi Svía, sem árum saman stóðu að sínu leyti í vegi fyrir fríverslun með fisk. Þeirri afstöðu breyttu Svíar fyrir nokkrum mánuðum. í ljós kom á Óslóarfund- inum að forsætisráðherra Svía, Ingvar Carlsson, studdi íslendinga mjög eindregið í baráttunni fyrir málinu. Ekki er vafamál að sú mikla kynning sem átt hefur sér stað á málstað íslendinga meðal áhrifamanna á Norðurlöndum hefur haft mikilvæg áhrif. Afstaða forsætisráðherra Svía nú sannar það. Niðurstaða Óslóarfundarins gefur ótvírætt til kynna að íslendingar geta vænst mikils af aðild sinni að EFTA, ef vel tekst til um framkvæmd þeirrar stefnu, sem samtökin hafa mótað um innbyrðis samskipti og afstöðu til Evrópubanda- lagsins. GARRI Stúdentagarðar Að Garra var á dögunum gaukað nýlegu hefti af Vökublaðinu, sem gefið er út af félagi sjálfsfæöis- inanna í Háskólanum. Þar var áhugaverðan fróðleik að finna. Þeir Vökumenn hafa látið Skáís gera fyrir sig skoðanakönnun með- al stúdenta, með allmyndarlegu úrtaki, eða 200 manns, sem valið var af handahófi úr hópi stúdenta hér við Háskólann. Meðal þess, sem spurt var um, var húsnæðis- eign þessara stúdenta. Þar kom sú einkar óvænta niðurstaða út að hvorki meira né minna en 33%, eða fullur þriðjungur stúdentanna, býr nú þegar í sínu eigin húsnæði. Þetta er svo sannarlega talsvert önnur útkoma en menn vænta kannski fyrirfram. Ekki er annað að sjá í blaðinu en að úrtakið hafi verið í einu og öllu í samræmi við það sem tíðkast við skoðanakann- anir á borð við þcssa. Af þeim ástæðum er ekki annað sjáanlcgt en að hún sé marktæk ineð sama hætti og gerist og gengur um skoð- anakannanir. Breyttir tímar Ef marka má þessa útkomu þá sýnir háii að núna eru runnir upp breyttir tímar frá því sem fyrrum var? Hér á árum áður lauk fólk fyrst námi sínu og fór síðan að hugsa til þess að komá sér upp þaki yfir höfuðið, stofna heimili og eignast börn. Tekið er fram í blaðinu að þetta bendi ekki til þess að stúdentar njóti svo ríficgra námslána að þau dugi þcim til að eignast eigin íbúðir. Ekki þarf að efa að í því hafa þeir Vökumenn rétt fyrir sér. Og máski einnig í þeirri skýringu sinni þarna að eitthvað fleiri en áður byrji núna á að vinna tii að eignast íbúð og helli sér svo í að læra. En það er þó annað að athuga í þessu sambandi, og það er vaxandi ijöldi fullorðinna kvenna í Há- skólanum. A seinni árum hafa konur, sem eru búnar eða um það bil að koma börnum sínum af höndunum, fjölmennt í öldunga- deildir framhaldsskólanna. Að stúdcntsprófi loknu hafa þessar konur svo enn á ný hópast inn í Háskólann. Skiljanlega búa þessar konur upp til hópa í eigin íbúðum með fjölskyldum sínum. Ölium ber saman um að þær séu sem hópur ákaflega duglegir og harðir námsmenn, og skal hér síst kastað steini í þeirra garð. En þó má vera meira en hugsanlegt að þessi niður- staða sýni að þær séu núna orðnar það fjölmennar í Háskólanum að þær telji þar orðiö fullan þriðjung stúdenta. Og að þar með séu þær farnar að skekkja hina hcfðbundnu stúdentaímynd vægast sagt allveru- lega. Vantar könnun Það fer ekki á milli mála að hér vantar könnun. Nú í seinni tíð er farið að kanna alla skapaða hluti, og ekki ætti aldurs- eða kynskipt- ing háskólastúdenta, né þá heldur íbúðaeign þeirra, að vera síður merkilegt könnunarefni en hinar eilífu spumingar um fylgi við stjórnmálaflokkana. Gott ef þessi fræði eru ekki beinlínis kennd við Háskólann, svo að þar ættu að vera hæg heimatökin. Málið er nefnilega það að mcð sívaxandi fjölda háskólastúdenta síðari árin hafa menn reiknað með að nauðsynlegt væri að halda áfram að byggja stúdentagarða yfir allt þetta fólk. Gengið hefur verið út frá því sem vísu að leggja þyrfti öllum stúdentum til herbergi með rúmi, utan þeim sem væru svo heppnir að geta búið heima hjá pabba og mömmu í Reykjavík allan námstímann. Ef svo er sem hép má sýnast að þessi hópur samanstandi að fullum þriðjungi af konum, sem á sínum tíma hafi kannski unnið fyrir körl- um sínum meðan þeir luku námi sínu og komið svo upp börnum, þá horfir þetta mál töluvert öðruvísi við. Þá má þörfin fyrir fleiri stúd- entagarða sem best vera töluvert minni en menn hafa haldið. Um þetta er ekki vitað. Þess vegna þarf hér að gera könnun. Hér þurfa sérfræðingar, sem nóg er víst orðið til af, að setjast niður og komast að full- nægjandi niðurstöðum um það hvernig þörfum stúdenta fyrir húsnæði sé í rauninni háttað. Og reynist þær vera með þeim hætti sem Vökufólk hefur þarna upplýst þá breytir það málunum óneitan- iega töluvert. Þá hlýtur þörfin fyrir fleiri stúdentagarða að vera tölu- vert mikið minni en margir hafa haldið. Kannski megi þá bara nota aurana til einhverra annarra gagn- legra hluta. Garri. VÍTT OG BREITT 11! ■ iiii Skítkokkar og eiturbrasarar Á skútuöldinni var skítkokkur eitthvert hið óvirðulegasta heiti sem hægt var að gefa nokkrum manni til sjós, og væri hnykkt á og maðurinn einnig kallaður eitur- brasari átti sá hinn sami sér ekki viðreisnar von. Þeim manni var eins gott að hætta að míga í saltan sjó og dragast í land til að fara í skóla eða gerast rithöfundur eða eitthvað svoleiðis, eins og skjalfest dæmi eru um. Á skútum var ekki rennandi vatn og vatn var ekki hægt að sjóða nema það lítið í einu sem tolldi á kabyssunni. ísskápar voru ekki fundnir upp fyrr en mörgum ára- tugum eftir að skútuöldin leið und- ir lok. En þrátt fyrir rennandi og sjóð- andi vatn, mikla og ódýra sápu og forkunnarfín kælikerfi lifa skít- kokkar og eiturbrasarar góðu lífi og þéna rétt bærilega. Nú veltast þeir ekki um í fúlum lúgar úti í ballarhafi. Þeir vinna í glæstum kjötvinnslustöðvum og setja skít og eitur í hakk og kjötfars og kannski eru einhverjir þeirra í verslunum sem bæta gerlum og óþverra saman við svokallaðar unnar kjötvörur áður en viðskipta- vinum eru afhentar þær gegn okur- gjaldi. Hrikalegar niðurstöður I kjötvinnslunni vinnur dágóður hópur af fólki sem ekki hefur lært að lesa og skilur ekki hvað við er átt með hugtakinu hreinlæti, ef það hefur þá nokkru sinni heyrt á það minnst. Könnunin á kjötfarsi sem Neyt- endasamtökin létu gera var greini- lega orðin tímabær og eru niður- stöðurnar hrikalegar. Helmingur sýnanna sönnuðu að þar var um að ræða óneysluhæfan mat. í mörgum sýnanna reyndust vera saurgerlar og oft í miklu magni. Fólk sem er svo ömurlega gert til sálarinnar að hafa ekki vit á að halda saurgerlum í skefjum á ekki að koma neins staðar nærri mat- vælaframleiðslu eða meðferð mat- væla yfirleitt. Svipuð könnun var gerð fyrir nokkrum árum og þá var ástandið svipað og núna. Það sýnir að fólkið í kjötvinnslunni hefur ekkert lært og kannski enginn gert tilraun til að koma einföldustu þekkingu á ferðalögum saurgerla og annars óþverra til skila inn fyrir höfuð- skeljar þeirra sem eyðileggja mat- væli í vinnslu og sölumeðferð. Sóðaskapur Hollusta og heilbrigði er mikið í munni um sinn og er mikil áhersla lögð á áróður um að fólk hætti að reykja, drekka, éta feitt og noti verjur þegar lauslætið grípur um sig. Svo á að fara í leikfimi, hlaupa um í skrautlegu skokkúniformi og stunda útivist. Allt ber þetta sjálfsagt mikinn og góðan árangur, en enginn aðili í þjóðfélaginu hefur minnsta áhuga á að kynna og kenna almennt hreinlæti og það er greinilegt að drjúgur hluti þess fólks sem starfar við matvælaiðnað og verslar með viðkvæm matvæli er ekki komið á það stig siðmenningar að þrífa sig og nota sápu. Saurgerlar í unnum kjötvörum sýna og sanna að sóðaskapurinn er þjóðarböl. Frumstæðar þjóðir og fólk sem býr á eyðimörkum hefur flest hvað þá menningu til að bera að varast að dreifa saurgerlum með tiltækum ráðum. Á íslandi er rennandi kalt og sjóðheitt vatn í öllum húsum, líka kjötvinnslustöðvum, gnægð sápu og jafnvel vatnssalerni. Samt er mikið magn saurgerla í þriðjungi þeirra unnu kjötvara sem rannsakaðar voru á vegum Neyt- endasamtakanna. Þar að auki aðrir hættulegir gerlar og eiturefni. Til að ná þessu háa hlutfalli þarf menntunarsnauða skítkokka og eiturbrasara, sem enga hugmynd hafa um einfaldasta hreinlæti og yfirmenn kjötvinnslustöðva og kaupmenn, sem annað hvort eru álíka illa að sér um þrifnað eða þeir endemis sóðar að kæra sig kollótta um hvort farið er að einföldustu hreinlætisreglum eða ekki. Eiturbrösurum í matvælaiðnaði ætti að fá önnur störf og eiga Hollustuvernd og aðrir eftirlitsaðil- ar mikið verk fyrir höndum. En umfram allt verður að fara að kenna þjóðinni einföldustu hrein- lætisreglur, svo sem eins og að þrífa sjálfa sig. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.