Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 17. mars 1989 FRÉTTAYFIRLIT RIYADH-Utanríkisráöherr- ar íslamskra ríkja kröföust þess aö „Söngvar satans" yrðu afturkallaöir en neituöu i aö ganga að kröfu Irana um að I hvetja til þess aö breski rithöf- , undurinn Salman Rushdie yrði drepinn. MOSKVA - Miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins samþykkti landbúnaöaráætlun sem fréttastofan Tass kallar róttæka lausn á matvælaskorti og landbúnaðarframleiðslu Sovétríkjanna. LONDON - Breska flug- málastjórnin sendi Pan Am flugfélaginu aðvörun um aö sprengju yrði hugsanlega kom- ið fyrir í útvarpi og smyglað inn í einhverja flugleið félagsins. Var það gert tveimur dögum áður en Boeing 747 þota fé- lagsins var sprengd í loft upp yfir Skotlandi og 270 manns fórust. Aðvörunin var send í j pósti og komst ekki til skila fyrr en rúmum mánuði seinna ! vegna mistaka póstþjónust- | unnar. BENIN - Tíu menn voru skotnir til bana i smáríkinu Benin þegar hermenn skutu á þúsund sykurverkamenn sem ; voru í verkfalli í bænum Seve í miðju landinu. Atburður þessi átti sér stað á mánudaginn eftir að verkamenn í fyrirtæki sem er í eigu aðila frá Benin oa Nígeríu hóldu í verkfall til að krefjast launa sinna sem þeir hafa ekki fengið greidd frá því í júlímánuði. Andófssamtök gegn stjórnvöldum sem kalla sig „Nefnd til þjóðfrelsunar" og samanstendur af tuttugu stjórnarandstöðuhópum í Ben- in eru nú að undirbúa allsherj- arverkfall í kjölfar atburðanna í Seve. AÞENA - Gríska ríkisstjórn- in sagði af sér til að ryðja veginn fyrir breytingum sem eiga að endurreisa traust sós- íalista, en ríkisstjórn Papan- dreous hefur orðið fyrir gífur- legum áföllum vegna fjármála- hneykslis. VESTUR-BERLÍN - Þing Vestur-Berlínar greiddi at- kvæði í fyrsta máli samsteypu- stjórnar jafnaðarmannaog um- hverfissinna. Konureru í meiri- hluta í hinni nýju stjórn. Illllll ÚTLÖND Utanríkisráðherrar íslamskra ríkja taka afstöðu til skæruliða í Afganistan: Bráðabirgðastjóm múslíma viðurkennd Skæruliðum múslíma gengur ekki alltof vel að ná Jalalabad á sitt vald. Hins vegar fékk bráðabirgðastjóm þeirra stuðning og viðurkenningu íslamskra ríkja. Bráðabirgðastjórn skæruliða í Afganistan vann mikinn stjórnmálalegan sig- ur í gær á sama tíma og hersveitum þeirra varð lítt ágengt í orrustunni um borgina Jalalabad. Utanrík- isráðherrar fjörutíu og sex ríkja múslíma viðurkenndu bráðabirgðastjórnina með því að samþykkja að Hek- matyar utanríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar tæki sæti Afganistan á utan- ríkisráðherrafundi ísl- amskra ríkja sem ekki hefur verið skipað frá því Sovét- menn gerðu innrás í Afgan- istan árið 1979. Á sama tíma varaði sendiherra Sovétríkjanna í Kabúl við því að styrjöld gæti brotist út milli Áfgan- istan og Pakistan vegna þátttöku pakistanskra hermanna við hlið skæruliða í orrustunni um Jalala- bad. Útilokaði hann ekki mögu- leika á því að sovéskt herlið yrði þá sent að nýju til Afganistan. Sendiherrann skoraði á Perez de Cuellar aðalritara Sameinuðu þjóðanna að taka þegar til sinna ráða svo koma megi á fót friðarvið- ræðum allra þeirra er hlut eiga að máli í Afganistan. - Við sjáum stigmögnun í stríð- inu í Afganistan. Við sjáum nýjar hliðar sem er þátttaka pakistanskra hermanna. Við getum ekki neitað að þetta virðist vera byrjun á stríði milli Pakistans og Afganistans, sagði Yuli Vorontsov sendiherra Sovétríkjanna í Afganistan á blaðamannafundi í Kabúl, en hann gegnir einnig embætti aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétríkjanna. Spurður að því hver viðbrögð Sovétmanna yrðu ef Pakistanar drægjust af fullum krafti inn í borgarastyrjöldina útilokaði Vor- ontsov ekki þann möguleika að Sovétmenn sendu herlið að nýju til Afganistans. Hann lagði áherslu á að nýjar viðræður yrðu að koma til og að sendinefnd frá Pakistan yrði jafnvel boðið til Moskvu til að ræða þessi mál. Vorontsov sendi Bandaríkja- mönnum kveðjurnar á fundinum og sagði þá ekki haga sér í samræmi við eigin orð og yfirlýsingar. Hann minnti á kröfu Bandaríkjamanna um að báðir aðilar ættu að hætta vopnasendingum til skæruliða. Nú hafni þeir hugmyndinni. Sagði Vorontsov ekki útilokað að íhlutun Pakistana og óbreytt stefna og stuðningur Bandaríkjamanna við skæruliða gætu haft slæm áhrif á slökunarstefnuna gegn Banda- ríkjamönnum. Skæruliðar láta til sín taka þegar forseta- kosningar í El Salvador nálgast: Eldflaugaárás á forsetahöllina Skæruliðar vinstri sinna gerðu eldflaugaáras á forsetahöllina í San Salvador seint á miðviku- dagskvöld, en skæruliðar hyggj- ast gera allt sitt til að koma í veg fyrir að forsetakosningar geti farið fram í landinu nú um helgina. Lífvörður og sjö óbreyttir borgarar særðust í árásinni. Árás þessi kom í kjölfar harðra átaka í norðurhluta E1 Salvadors þar sem að minnsta kosti þrjátíu manns létust. Skæruliðar skutu tveimur eld- flaugum að forsetahöllinni úr bíl sem lagt var fyrir utan hana. Önnur lenti á götunni við forsetahöllina og hin í garðinum við höllina. Höllin er notuð fyrir daglega vinnu forsetans og ríkisstjórnarinn- ar, en Jose Napoleon Duarte forseti býr sjálfur annars staðar. Hins vegar eru herbúðir við höllina. Þá reyna skæruliðar nú að loka sem flestum þjóðvegum landsins til að trufla kosningarnar sem mest. Þeir hafa varað ökumenn við því að jarðsprengjum verði komið fyrir á þjóðvegum svo ekki sé óhætt að aka þá. Er gert ráð fyrir að þessi hótun skæruliða verði til þess að mjög dragi úr kosningaþátttöku, sérstak- lega í dreifbýlinu. Mótleikur stjórnarhersins er að senda herbifreiðar á kjörstað með þá sem hyggjast greiða atkvæði og setja vopnaða verði við biðstöðvar almenningsvagna og bensínstöðvar. Nokkur upplausn ríkir í San Sal- vador þar sem skæruliðar hafa skorið á raflínur og símalínur. Langar raðir hafa myndast í verslunum og á bensínstöðvum þar sem fólk vill birgja sig upp fyrir næstu daga sem verða án efa róstursamir. Hermenn gráir fyrir járnum og með andlitin svert stjórna umferð á strætum borgarinnar. Skoðanakannanir benda til að kaupsýslumaðurinn Alfredo Cristi- ani muni verða sigurvegari kosning- anna, en litlar líkur eru taldar á að hann nái hreinum meirihluta í fyrsti umferð. Hann er frambjóðandi Þjóðlega lýðræðisbandalagsins og hefur verið bendlaður við hinar illræmdu dauðasveitir hægri manna. Margir óttast að ef hann verði kjör- inn forseti muni ofbeldi í landinu enn aukast og Bandaríkjamenn neyðist til að hætta fjárstuðningi sínum. Hægrisinninn Alfredo Cristiani er talinn sigurstranglegastur í forsetaksoning- ununt ■ El Salvador sem fram fara á sunnudaginn. Skæruliðar berjast gegn kosningunum og gerðu eldflaugaárás á forsetahöllina í gær. Bandaríkin: Cheney samþykktur Varnarmálanefnd Bandaríkja- þings samþykkti að mæla með Dick Cheney sem varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, en George Bush forseti hafði tilnefnt hann í embættið eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings hafði hafnað glaumgosanum John Tower. - Cheney öldungadeildarþing- maður er mjög hæfur til að gegna embætti varnarmálaráðherra, sagði Sam Nunn formaður vam- armálanefndarinnar, en hann og aðrir demókratar settu stein í götu Towers á sínum tíma. Öldungadeildin mun strax fjalla um útnefninguna og er talið næsta víst að Cheney verði samþykktur varnarmálaráðherra án mikillar umræðu. Þótt undarlegt megi virðast hef- ur Cheney mjög litla reynslu á sviði utanríkismála og varnarmála. Hann er hins vegar mjög virtur eins og orð Nunns bera vitni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.