Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. mars 1989 Tíminn 13 llllllllll ÚTLÖND > —V ^ Kirkjan fær frelsi sitt í Níkaragva Daníel Ortega forseti Níkaragva og félagar hans í Sandínistahreyfinguni eru blíðir þessa dagana. Þeir leysa erkióvini sína úr Þjóðvarðliði Somoza úr haldi og leyfa kirkjunni að starfa í friði á ný. Daníel Ortega forseti Ník- aragva og félagar hans í Sandínistahreyfingunni eru í blíðu skapi um þessar mundir. í dag leysa þeir um nítjánhundruð meðlimi Þjóðvarðliðs hins illræmda Anastasíos Somozas úr haldi, en þeir voru handteknir eftir byltingu Sandínista árið 1979. Þá lýsti Ortega því yfir að tíu útlægir prestar væru guðvelkomnir til Níkaragva að nýju og að þar yrði þeim frjálst að predika Guðsorð að vild. Samhliða því hefur útsending- arbanni á útvarpsstöð kaþólsku kir- kjunnar verið aflétt. Þessar aðgerðir Sandínista eru liður ú umbótum í stjórnmálum sem Ortega hefur lofað eftir samkomulag hans og forseta fjögurra annarra Mið-Ameríkuríkja sem miðar að friði og frelsi í Níkaragva. Ortega notaði hins vegar tækifær- ið og gagnrýndi George Bush forseta Bandaríkjanna harðlega fyrir að setja sig upp á móti friðarþróuninni með því að vilja aukinn stuðning við skæruliða Kontraliða. Kaþólska kirkjan var Sandínistum nokkur þyrnir í augum vegna kröfu hennar um frelsi í landinu. Starfsemi útvarpsstöðvar kirkjunnar var bönn- uð árið 1985 vegna áróðurs gegn sandínistastjórninni og prestunum tíu var vísað úr landi af sömu sökum. Ortega mun í dag ræða við leið- toga stjórnarandstöðunnar í Níkar- agva um það hvernig best sé hagað undirbúningi frjálsra kosninga í landinu. Þjóðvarðliðarnir nítjánhundruð sem leystir voru úr haldi höfðu sumir verið dæmdir til allt að 30 ára fangelsisvistar vegna aðgerða sinna gegn þjóðinni í Níkaragva, en sveitir þjóðvarðliða voru mjög illræmdar enda beitti Somoza þeim af mikilli hörku gegn andstæðingum sínum. Nokkrir tugir þjóðvarðliða eru enn í haldi, en þeir teljast ekki pólitískir fangar eingöngu, þar sem á þá hafa sannast grimmdarverk sem brjóta í bága við almenna hegningarlöggjöf. Almenningur sendir yfirkjörnefnd bréf: Gorbatsjof gagnrýndur Framboð Mikhaíls Gorbatsjof til hins nýja þings Sovétríkjanna er gagnrýnt í þremur bréfum sem bárust yfirkjörnefnd Sovétríkj- anna vegna hinna nýju þingkosn- inga sem haldnar eru í Sovétríkjun- um í þessum mánuði. Gorbatsjof var á meðal þeirra hundrað fulltrúa sem kommúnistaflokkurinn kaus á þing Sovétríkjanna á miðvikudag- inn. Það var Valentin Kptyug for- maður kjörnefndar sem skýrði frá þessum kvörtunum á þingi mið- stjórnar Kommúnistaflokksins. Gorbatsjof var í bréfunum sak- aður um að notfæra sér stöðu sína sem aðalritari komm- únistaflokksins til að koma sér á þing eftir þessum leiðum. Einnig var níu kvörtunarbréfum beint að Lev Zaikov leiðtoga kom- múnistaflokksins í Moskvu vegna lélegra lífskjara í höfuðborginni. Þá voru tuttugu og fimm bréf sem beindust gegn ræðum Yegor Ligac- hev hinum íhaldssama meðlimi stjórnmálanefndar flokksins á þingi kommúnistaflokksins á síð- asta ári. Þá fékk Alexander Yakovlev sína gagnrýni. Þó nokkur bréf gagnrýndu það fyrirkomulag að kommúnistafl- okkurinn kjósi hundrað fulltrúa beint á þingið þar sem slíkt sam- ræmist ekki kosninga- fyrirkomulaginu þar sem fleiri en einn frambjóðandi berjist um þing- sæti. Lögreglu- rassía gegn mafí- ósumá Sikiley Lögreglan á Sikiley gerði rassíu gegn mafíunni í gær þegar þrjátíu og sex mafíósar voru handteknir, sakaðir um eiturlyfjasölu, vopn- asmygl og brask með stolna bíla. Allir þeir er handteknir voru eru þó lágt settir í hinum voldugu mafíufjölskyldum eyjarinnar. Lögreglan sagðist hafa komist yfir 200 grömm af heróíni, riffla, skammbyssur, skotfæri og tut- tugu og átta stolnar bifreiðar. r uvixivwisJ i Mnr Suðurland FUF í Árnessýslu og Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu áformar að halda félags- málanámskeið í lok mars og í apríl. Um er að ræða byrjenda- og framhaldsnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin sem áhuga hafa. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna. Sigurðar Eyþórssonar f síma 34691 og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388. FUF og FFÁ. Norðurland vestra Stjórn kjördæmasambands framsóknarmanna, stjórnir framsóknar- félaga, blaðstjórn Einherja og fulltrúar í verkalýðsráði eru boðuð til fundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 18. mars n.k. Fundurinn hefst kl. 14.00. Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson mæta á fundinn. Stjórn K.F.N.V. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudagaog miðvikudagakl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Borgnesingar - nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 17. mars kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjonssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 Laus staða Dósentsstaða í þjóðfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið, 14. mars 1989. Japanir segja hvalavinum að líta í eigin barm og halda munni: Auka veiðar á vísindahvölum Almenningur í heiminum ætti að líta í eigin barm og hugsa um vandamálin heimafyrir í stað þess að andskotast út í vísindaveiðar Japana á hvölum. Þetta er afstaða fulltrúa frá Hval- vísindastofnun Japana sem nú eru að rannsaka hvali í Kyrrahafi með skynsamlega nýtingu hvalastofn- anna í framtíðinni í huga. Fulltrúarnir skýrðu frá því að Japanir hygðust veiða fleiri hvali í vísindaskyni á næsta ári þrátt fyrir mikla gagnrýni og þrýsting hvalavina á alþjóðavettvangi sem segja vísind- aveiðar einungis yfirskin. Reyndar éta Japanir vísinda- hvalina upp til agna eftir að vfsinda- menn hafa tekið úr þeim nauðsynleg sýni og þá munaði ekki um að éta alla íslenska vísindahvali að auki því hvalkjöt er talið einstakt lostæti í Japan. Japanir veiddu 273 vísindahvali á síðasta ári til að kanna veiðiþol hvalastofnanna. Gert er ráð fyrir að 300 hvalir verði veiddir. Hins vegar eru líkur á að Japanir veiði 1650 hvali á næsta ári. Sumardvalarheimili og sumarbúðir Þeir sem hyggjast reka sumarbúöir eöa sumar- dvalarheimili, skulu sækja um leyfi til reksturs frá Barnaverndarráði, Laugavegi 36, 101, Reykjavík, þar sem eyðublöð fást. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.