Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. mars 1989 Tíminn 3 Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, undirritar 54 milljóna dollara lánssamning í dag, ásamt fulltrúum bankanna 11 sem veita lánið. Jón Baldvin í sjónvarpsviðtali í Danmörku: Kemur ekki til greina að hætta vísindaveiðum Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra lagði þá spurningu fyrir danska sjónvarpsáhorfendur í við- tali sem tekið var við hann á „TV to“ í Danmörku í gærkvöldi hvernig Danir myndu bregðast við ef ein- hver samtök lýstu því allt í einu yfir í nafni siðfræði eða náttúruverndar, að danskur landbúnaður væri efna- fræðihelvíti og til þess helst fallinn að framleiða hor- mónakjöt og úrgangsefni sem spilltu lífríkinu. „TV to“ í Danmörku falaðist eftir ítarlegu viðtali við Jón Bald- vin um hvalamálið sem sýnt var í gærkvöldi. Viðtalið var í tæpar 20 mínútur og var það í tilefni af mynd Magnúsar Guðmundssonar, en valdir kaflar úr myndinni voru einnig sýndir. Á þriðjudag verður „Lífsbjörg í norðurhöfum“ síðan sýnd í danska sjónvarpinu og er óhætt að segja aö Danir bíði spenntir eftir að sjá hina umtöluðu og umdeildu kvikmynd. Utanríkisráðherra varpaði ein- nig fram þeirri spurningu hvernig Danir myndu bregðast við ef það Jón Baldvin Hannihalssnn. væri sagt að ljótt væri að drepa svín. „Eg cr hræddur um að Dön- um mundi bregða í brún og bregð- ast við. til að verja jafn þýðingar- mikinn atvinnuveg og þó væri því við að bæta að danskur landbúnað- ur væri engan veginn eins mikil- vægur fyrir Dani og sjávarútvegur væri íslendingum. Petta virtust þeir skilja,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði að „TV to“ hafi fyrst og fremst verið að falast eftir hvaða svör íslendingar hefðu uppi gagnvart áróðri Grænfrið- unga. Hann sagði að fyrsta spurn- ing þeirra hefði verið hvort íslend- ingar væru hvalveiðiþjóð. „Svar mitt var nei,“ sagði Jón Baldvin. Hann benti þeim á að íslendingar hefðu-hætt hvalveiðum í viðskipta- skyni árið 1983 í samræmi við samþykkt Alþingis og samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins. „Það sem við erum að gera er að við erum með fjögurra ára vísinda- stefnu í samræmi við stofnsam- þykkt ráðsins,“ sagði ráðherra. Kvikmynd Magnúsar Guð- mundssonar hefur hlotið mikla um- fjöllun fjölmiðla í Danmörku og Nqregi undanfarna daga, ekki síst vegna afar neikvæðra viðbragða Grænfriðunga við myndinni. Á blaðamannafundi, sem Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra hélt að ioknum fundi með Uffe Elleman Jensen utanríkisráð- herra Dana í gærmorgun, snerust spurningarnar einna mest um hvalamálið og ýmis mál sem mynd- in hefur vakið upp umræður um og einnig EFTA og EB málin, sem í raun áttu að verða aðalumræðuefni fundarins. Jón Baldvin svaraði því m.a. á fundinum að ekki kæmi til greina að íslendingar hættu hval- veiðum í vísindaskyni vegna þrýst- ings útlendra aðila. - ABÓ Flugleiðir undirrita samning um 2,8 milljarða króna lán til kaupa á tveimur Boeing 737-400: Stærsta fjárfestingin í íslenska einkageiranum í gær var undirritaður á Hótel Loftleiðum samningur um lán til handa Flugleiðum að upphæð 54 milljónir dollara, eða jafnvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Lánið er tekið vegna kaupa á tveimur nýjum Boeing 737-400 flugvélum sem Flugleiðir fá í vor. Lánið er til 15 ára. Félagið telur sig hafa náð mjög góðum samningum um lánskjör. Tryggingar eru veð í vélun- um tveimur og ekki var leitað eftir ábyrgð ríkisins. Lánskjör eru samt hérumbil jafngóð og ef ríkisábyrgð hefði fylgt. Það er fyrst og fremst að þakka góðum veðum í flugvélunum, sem eru mjög eftirsóttar á markaðin- um í dag, og styrkri stöðu Flugleiða. Lundúnaútibú Bank of America hafði forgöngu um lánveitinguna. Auk Bank of America eru Banque Nationale De Paris og Tokai Bank í Japan aðallánveitendur, 8 aðrir bankar í Japan, Frakklandi og Bandaríkjunum eru einnig lánveit- endur. Flugleiðir höfðu áður greitt 10% af kaupverði flugvélanna tveggja og lánveitingin nú er fyrir 90% kaup- verðs. Lánið er til 15 ára og þá standa eftir 15% þess sem hægt verður að semja um framlengingu á ef ástæða þykir til. Flugleiðir leita nú tilboða í fjár- mögnun tveggja 757-200 flugvéla sem félagið fær eflir um það bil eitt ár. Auk þeirra hefur fyrirtækið síðan ákveðið að kaupa þriðju 737-400 vélina, sem verður einnig afgreidd frá Boeing verksmiðjunum á næsta ári. Þá verður lokið endurnýjun millilandaflugflota Flugleiða, sem verður sénnilega hinn yngsti í Evr- ópu. Verðmæti flugvélanna 5 er um 10 milljarðar króna. Þetta er mesta fjárfesting sem íslenskt einkafyrir- tæki hefur ráðist í. Bruni við Engihjalla Skömmu fyrir hálf sex leytið í gær varð elds vart í kjallara húss að Engihjalla 7 í Kópavogi. Kviknað hafði í út frá sjónvarpi og myndlykli. Töluverðar reyk- skemmdir urðu á innbúi. Þegar eldurinn kom upp var enginn heima og greiðlega gekk að ráða niðurlög- um hans. jkb LVINNINGUR á laugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.