Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn Föstudágur 17. mars 1989 lllllllllll DAGBÓK Pálmasunnudagur 19. mars: Hveragerðiskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fermingarmessa kl. 13,30. Tómas Guðmundsson. Fermingar í Hveragerðiskirkju 1989 Pálmasunnudagur kl. 13,30. Ása Kristín Óskarsdóttir, Lyngheiði 3. Berglind Harpa Sigurðardóttir, Heiðmörk 51. Guðrún Anna Frímannsdóttir, Heiðarbrún 19. Hafdís Rósa Sæmundsdóttir, Borgarhrauni 2. Hrefna Lind Heimisdóttir, Heiðarbrún 9. Hulda Birna Eiríksdóttir, Breiðahvammi. Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, Þelamörk 40. Þórey Ragnheiður Guðmundsdóttir, Borgarhrauni 3. Árni Ágúst Brynjólfsson, Kambahrauni 6. ÁsgeirStefán Ásgeirsson, Borgarheiði 17 V. Gils Matthíasson, Heiðmörk 55. Jakob Veigar Sigurðsson, Lyngheiði 23. Jóhannes Snorrason, Iðjumörk 2. Þórir Kjartansson, Heiðmörk 67. Þröstur Reynisson, Borgarhrauni 5. Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir, Hátúni 1, Bessastaðahr. Sveinn Vignir Björgvinsson, Hjaltabakka 26, Rvík. Sæþór Fannar Einarsson, Silfurgötu 35, Stykkishólmi. Fermingarbörn í Selfosskirkju á pálmasunnudag, 19.-3.-89. Kl. 10.30 Ásmundur Páll Hjaltason, Seljavegi 9. Birgir Rafn Sigurjónsson, Laufhaga 2. Bjarni Már Magnússon, Stekkholti 3. Björn Sveinsson, Birkivöllum 13. Heiðrún Bergsdóttir, Hofi i Hraungerðishreppi. Hjörleifur Jón Steinsson, Sléttuvegi 6. Hjörtur Leví Pétursson, Víðivöllum 23. Karl Ágúst Hoffritz, Ártúni 12. Monika Sóley Skarphéðinsdóttir, Sigtúni 29. Pétur Steinssen, Vallholti 35. Sandra Dögg Hilmarsdóttir, Ártúni 5. Sigrún Magnúsdóttir, Laufhaga 3. SigurmundurPáll Jónsson, Kirkjuvegi 25 Stcindór Guðmundsson, Stekkum, Sandvíkurhreppi. Tómas Arason, Stóru Sandvík. Kl. 14 Bergsteinn Arason, Birkivöllum 12. Bergdís Saga Gunnarsdóttir, Sigtúnum 15. Bjarki Markússon, Fremristekk 1, Reykjavík. Davíð Örn Ingvason, Skólavöllum 2. Eva María Ingþórsdóttir, Ártúni 13. Geirmundur Sigurðsson, Reyrhaga 4. Gestur Már Þráinsson, Stekkholti 13. Guðrún Pálsdóttir, Hrísholti 23. Gunnar Ólafsson, Heiðmörk 8. Heiðar Hallsson, Miðengi 6. Helgi Rafn Gunnarsson, Dælengi 16. Iris Erla Sigurðardóttir, Fossheiði 62. Sigrún Sunna Skúladóttir, Sigtúnum 25. Sævar Þór Gíslason, Dælengi 13. Una Björg Hjartardóttir, Skólavöllum 4. Aðalfundur Kvenfélags Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur aðalfund sinn laugardaginn 18. mars í safnaðarheimilinu Kirkjubæ og hefst hann kl. 15:00. Kaffi verður borið fram að loknum fundarstörfum. Neskirkja: Félagsstarf aldraðra Samverustund verður á morgun, laug- ard. 18. mars kl. 15:00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, les úr verkum sínum. Auk þess verður páskabingó. Ráðstefna um aldraða og atvinnulíf í dag, föstudaginn 17. mars, gengst Öldrunarráð íslands fyrir ráðstefnu um aldraða og atvinnulíf. Fjallað verður um áhrif starfsloka á heilsufar, félagsleg rétt- indi við starfslok, kynnt verða sjónarmið hagsmunasamtaka aldraðra, verkalýðs- hreyfingar og atvinnurekenda auk þess sem hugmyndin um sveigjanleg starfslok verður kynnt. Framsögumenn verða Þór Halldórsson yfirlæknir, Anna Jónsdóttir félagsráð- gjafi, Bergsteinn Sigurðsson formaður félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni, Guðni Ágústsson alþingismaður, Guðríður Elíasdóttir fyrrverandi vara- forseti ASÍ og Björgvin Jónsson forstjóri. Fundarstjóri verður Pétur Sigurðsson varaformaður Öldrunarráðs fslands og mun hann jafnframt stýra pallborðsum- ræðum. Ráðstefnustaður er Borgartún 6. Ráð- stefnan sem hefst kl. 13 og lýkur kl. 17, er öllum opin. Stjóm Öldrunarráðs fslands Óskar Gunnarsson og Jón Helgason gæða sér á réttunum á sl. Ostadegi. Ostadagur Kiwanis- klúbbsins ESJU Esjufélagar halda í annað sinn „Osta- dag Kiwanisklúbbsins Esju“ laugardaginn 18. mars. Esjufélagar héldu sl. ársvokall- aðan Ostadag í veitingahúsinu Glæsibæ, í samvinnu við Osta- og smjörsöluna og Grensásbakarí. Að þessu sinni hefur Afurðasala Sam- bandsins bæst í hópinn og verður nú gestum gefinn kostur á girnilegum osta-, brauð- og kjötréttum í veitingahúsinu Glæsibæ. Þar mun Árni Elfar leika á píanó og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) kemur og fræðir um osta og kjöt með sínu lagi, en auk þess eru fleiri skemmtiatriði. Fyrirtækin leggja endurgjaldslaust fram hráefni og tilbúna rétti í þennan fjáröfl- unarmiðdag. Kiwanisklúbburinn Esjasér um undirbúning og sölu miða. Allur ágóði rennur til líknarmála. Miðaverð er 2000 kr. Hægt er að panta miða í veitingahúsinu Glæsibæ í síma 686220. Tónskóli Sigursveins 25 ára Um þessar mundir er Tónskóli Sigur- sveins D. Kristinssonar 25 ára og í því tilefni verður opið hús að Hraunbergi 2 laugardaginn 18. mars kl. 13:00-17:00. Fjölbreytt dagskrá verður þar þcnnan dag. Gestum og gangandi verður boðið upp á kennslu í tónfræði og einnig verður hægt að fá tilsögn í raddbeitingu og fólk getur fengið að prófa að leika á ýmis hljóðfæri. Nemendur Tónskólans verða með tón- leika í sal hússins, auk þess sem forskóla- kennarar munu sjá um söng og leiki fyrir yngstu börnin. Allir eru hjartanlega velkomnir. Ljósmyndasýning í Nýlistasafni í efri sal Nýlistasafnsins að Vatnsstíg 3B í Reykjavík, sýnir Svala Sigurleifs- dóttir ljósmyndir teknar í safninu seinustu fimm árin. Ljósmyndirnar eru svart- hvítar, en litaðar með olíulitum. Sýningin stendur dagana 18. mars til 2. apríi. Stakir skúlptúrar - og nokkrar myndir Laugardaginn 18. mars opnar Sólveig Aðalstcinsdóttir sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3B. Skúlptúrarnir eru flestir úr gifsi, timbri og ýmsum efnisafgöngum. Myndirnareru teikningar í silfurrömmum. Sýningin er opin til 2. apríl, kl. 16:00- 20:00 virka daga og kl. 14:00-20:00 um helgar. Síldarævintýrið á Hvolsvelli Leikfélag Rangæinga frumsýndi í febrúar sl. gamanleikinn „Síldin kemur, sfldin fer“ eftir Iðunni og Kristínu Steins- dætur. Þar með hófst 11. starfsár leikfé- lagsins. Verkið er flutt í sinni uppruna- legu mynd með textum eftir höfundana við lög er voru vinsæl uppúr 1960. Um það bil 40 manns starfa að þessari sýningu og er hún sú fjölmennasta og viðamesta sem félagið hefur sett upp. Leikendur eru 17, svo og nokkur auka- hlutverk. Leikendur eru frá Hvolsvelli, Hellu og nágrannasveitum, og þykir þetta mjög góð sýning, leikmynd skemmtileg og aðstaða fyrir leikhúsgesti ágæt. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir, en Síldin er þriðja verk sem hún setur upp í Rangárvallasýslu. Sýningar fara fram í húsnæði Sauma- stofunnar Sunnu á Hvolsvelli og eru þær orðnar nær tuttugu talsins og ávallt fyrir fullu húsi við mjög góðar undirtektir. Sýningum fer nú að fækka, en enn er tækifæri að bregða sér á Hvolsvöll og sjá „Síldina" hjá Leikfélagi Rangæinga. Lars Emil sýnir í Ásmundarsal 1 dag. föstudaginn 17. mars opnar Lars Emil Árnason málverkasýningu í Ás- mundarsal, Freyjugötu 41, Reykjavík. Lars Emil Árnason er Reykvíkingur, fæddur 1962. Hann stundaði myndlistar- nám árin 1977-1984 og þar af þrjú ár í Hollandi. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýning- um, auk þess að hann hefur myndskreytt bækur. Á sýningunni í Ásmundarsa! er á annan tug olíumálverka frá þessu ári og allar til sölu. Sýningin er opin kl. 16:00-20:00 alla virka daga og kl. 14:00-20:00 um helgar. Sýningin stendur yfir til 27. mars. Að- gangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Baðið, olia á striga 221 X 250 sm 1988 eftir Gretar Reynisson. Sýning Gretars í Nýhófn Gretar Reynisson opnar myndlistasýn- ingu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugar- daginn 18. mars kl. 14:00-16:00. Á sýn- ingunni verða stór olíumálverk og teikn- ingar. Verkin eru unnin á þessu og síðastliðnu ári. Gretar er fæddur árið 1957. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla Islands á árunum 1974-’78 og veturinn þar á eftir dvaldi hann í Amster- dam. Þetta er sjötta einkasýning Gretars, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. Gretar er einnig þekktur fyrir gerð leikmynda, síðast „Stór og smár“ og „Bílaverkstæði Badda“ í Þjóðleikhúsinu og á síðasta ári „Hamlet" hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 5. apríl. Lokað er á föstudaginn langa og á páskadag. Ragnar Stefánsson. Sýning Ragnars Stefánssonar í FÍM í FlM-salnum, Garðastræti 6 í Reykja- vík, opnar Ragnar Stefánsson myndlistar- sýningu laugardaginn 18. mars kl. 17:00- 20:00. Sýningin í FÍM-salnum verður opin til 4. apríl. Ragnar stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla íslands árin 1980-’84 og framhaldsnám í New York veturinn 1987-’88 í School of Visual Arts. Þetta er fyrsta einkasýning Ragnars, en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Ragnar sýnir þarna myndverk unnin með blandaðri tækni. Opið er virka daga kl. 13:00-18:00 en um helgar kl. 14:00- 18:00. Sölugallerí FÍM er opið í kjallaranum á venjulegum opnunartíma. IIIIIIIIIHIIHMIIIII ÚTVARP/SJÓNVARP 1111111111111111111111 Rás I FM 92,4/93,5 Föstudagur 17. mars 6.45 Veðurfregnir. Bœn, dr. Bjarni Sigurðsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Litla lambið" eftir Jón Kr. ísfeld. Sigríður Eyþórsdóttir les (7). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Kviksjá - „Að villast i þoku hefðarinnar“. Sigríöur Albertsdóttir ræðir um óhugnanlega þætti í verkum Svövu Jakobsdóttir. (Endurtek- inn þáttur frá þriðjudagskvöldi). 10.00 Fréttlr. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Frá Isafirði) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti nk. miðvikudag). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Fjölmiðlauppeldi. Umsjón: Ásgeir Friðgeirsson. 13.35 Miðdegissagan: „í sálarháska", ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar. Þórbergur Þórð- arson skráði. Pétur Pétursson les fjórtánda lestur. 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Stéttarfélög og kjör barna og unglinga. Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá miðvikudagskvöldi). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Símatími. Umsjón: Sigur- laug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Pjotr Tsjaíkovskí. - Andante Cantabile úr strengjakvartett nr. 1 í D-dúr í hljómsveitarbúningi Nevilles Marriner. St. Mart- in-in-the-Fields hljómsveitin leikur; Neville Mar- riner stjórnar. - Sinfónía nr. 1 í g-moll, „Vetrar- draumar“. Fílharmóníusveit Lundúna leikur; Mistislav Rostropovits stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Arnar Páll Hauksson. (Einnig útvarpaö næsta morgun kl. 9.45). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Hall- dóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn: „Litla larnbið" eftir Jón Kr. ísfeld. Sigríður Eyþórsdóttir les (7). (Endur- tekinn frá morgni). 20.15 Blásarakvintett Reykjavíkur leikur. - „Bjrtflognir pappírsfuglar" eftir Gunnar Reyni Sveinsson. - Kvintett fyrir blásara eftir Jón Ásgeirsson. - Blásarakvintett eftir Herbert H. Ágústsson. - „Hræra", íslensk þjóðlög í radd- setningu Þorkels Sigurbjörnssonar. 21.00 Kvöldvaka. a. Á Hafnarslóð. Frásöguþáttur um Grím Thomsen á æskuárum eftir Sverri Kristjánsson. Gunnar Stefánsson les. b. Stefán Islandi syngur lög eftir Árna Björnsson, Pál Isólfsson, Karl O. Runólfsson, Sigvalda Kaldal- óns, Sigfús Einarsson o.fl. c. Ur sagnasjóði Árnastofnunar. Hallfreður örn Eiríksson flytur fyrsta þátt sinn. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægisdóttir les 46. sálm. 22.30 Danslög. 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlistarmaður vikunnar. Jón Nordal tón- skáld og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykja- vík. Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. (Endur- tekinn frá þriðjudagsmorgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Jón örn Marinósson segir Ódáinsvallasögur kl. 7.45. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30.9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur. - Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar á hvassan og gamansaman hátt. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Gestur Einar Jónasson leikur þrautreynda gullaldartónlist og gefur gaum að smáblómum í mannlífsreitnum. 14.05 Milli mála, Óskar Páll á útkíkki og leikur ný og fín lög. - Útkíkkið upp úr kl. 14 og Arthúr Björgvin Bollason talar frá Bæjaralandi. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kiartansson oq Sigríður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda- þjónustan kl. 16.45. - lllugi Jökulsson spjallar við bændur á sjötta tímanum. - Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. - Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu að loknum fréttum kl. 18.03. Málin eins og þau horfa við landslýð, sími þjóðarsálarinnar er 38500. - Hugmyndir um helgarmatinn og Ódáinsvallasögur eftir kl. 18.30. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir kynnirtíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarp- að á sunnudag kl. 15.00). 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum þýsku. Þýsku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Bréfaskólans. (Endurtekinn ellefti báttur frá mánudagskvöldi). SJÓNVARPIÐ Föstudagur 17. mars 18.00 Gosi (12). (Pinocchio). Teiknimyndaflokkur um ævintýri Gosa. Leikraddir Örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Kátir krakkar (5). (The Vid Kids). Kanadísk- ur myndaflokkur i þrettán þáttum. Þýðandi Reynir Harðarson. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders) Nitjándi þáttur. Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.25 Leðurblökumaðurinn. (Batman). Banda- rískur framhaldsmyndaflokkur um baráttu leður- blökumannsins við undirheimamenn sem ætla að ná heimsyfirráðum. Þýðandi Trausti Júl- íusson. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Söngvakeppni Sjónvarpsins. íslensku lögin: Flutt lög Sverris Stormskers og Magn- úsar Eiríkssonar. Kynnir Jónas R. Jónsson. 20.50 Spurningakeppni framhaldsskólanna. Úrslit. Stjórnandi Vernharður Linnet. Dómari Páll Lýðsson. 21.30 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingimarsson. 21.45 Derrick. Þýskursakamálamyndaflokkurmeð Derrick lögregluforingja. Þýðandi Kristrún Þórð- ardóttir. 22.50 Morant liðþjálfi. (Breaker Morant). Áströlsk kvikmynd frá 1979. Leikstjóri Burce Beresford. Aðalhlutverk Edward Woodward, John Waters, Bryan Brown og Jack Thompson. Myndin byggir á sannsögulegum atburðum og er um þrjá ástralska hermenn sem börðust meö Bret- um í Búastríðinu rétt eftir síðustu aldamót. Þeir eru dregnir fyrir herrétt og ákærðir fyrir að myrða stríðsfanga. Þegar sveitalögfræðingur frá Ástralíu kemur til að verja þá finnst þeim útlitið síður en svo bjart. Þýðandi Jón O. Edwald. 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Föstudagur 17. mars 15.45 Santa Barbara. Sandarískur (ramhalds- myndaflokkur. 16.30 Eilíf æska. Forever Young. Myndin segirfrá ungum einhleypum presti og tólf ára föðurlaus um dreng sem eru mjög hændir hvor að öðrum. Móðir drengsins vekur mjög sérstakar kenndir hjá prestinum sem hann getur ekki flíkað, starfs síns vegna. Dag nokkurn kemur til bæjarins gamall vinur prestsins en gömul missætti skyggja á svo um munar á þessa endurfundi. Aðalhlutverk: James Aubrey, Nicholas Gecks og Alec McCowen. Leikstjóri: David Drury. Framleiðandi: David Puttnam. Þýðandi: Tryggvi Þórhallsson. Goldcrest 1984. Sýningartími 80 mín. 17.55 Snakk. Tónlist úr öllum áttum. Seinni hluti. Music Box. 18.25 Pepsí popp. íslenskur tónlistarþáttur þar sem sýnd verða nýjustu myndböndin, fluttar ferskar fréttir úr tónlistarheiminum, viðtöl get- raunir, leikir og alls kyns uppákomur. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar gerð þeirra. Umsjón: Helgi Rúnar Óskarsson. Kynnar: Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine. Dagskrárgerð: Hilmar Oddsson. Stöð 2. 19.19 19:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Klassapíur. Golden Girls. Gamanmynda- flokkur. Walt Disney Productions. 21.05 Ohara. Spennumyndaflokkur. Aðalhlutverk: Pat Morita, Kevin Conroy, Jack Wallace, Cat- herine Keener og Richard Yniguez. Warner. 21.50 Apaplánetan unnin. Conquest of the Planet of the Apes. Fjórða myndin í sérstakri vísindask- áldsöguröð um samskipti apa við mannkynið i framtíðinni. Aðalhlutverk: Roddy McDowall, Don Murrey og Ricardo Montalban. Leikstjóri: J. Lee Thompson. 20th Century Fox 1972. Sýning- artimi 95 mín. Aukasýning 27. apríl. 23.20 Góða nótt mamma. Night Mother. Myndin er byggð á samnefndu verðlaunaleikriti Marsha Norman, sem fjallar um unga konu sem er flogaveik, fráskilin og á einn son sem situr í fangelsi. Hún hefur eftir langa umhugsun tekið þá ákvörðun að svipta sig lífi. Hún undirbýr allt vandlega. Einu áhyggjurnar sem hún hefur eru af móður hennar; hvort hún muni spjara sig ein. Hún ákveður því að segja henni frá fyrirætlan sinni. Aðalhlutverk: Sissy Spacek og Anne Bancroft. Leikstjóri: Tom Moore. Framleiðend- ur: Dann Byck og David Lancaster. Universal 1986. Sýningartími 95 mín. Aukasýning 30. apríl. 01.00 Uppljóstrarinn mikli. The Supergrass. Fyrsta flokks grínmynd um sakleysingjann Dennis sem er nýkominn úr sumarleyfi með móður sinni. Aðalhlutverk: Adrian Edmondson, Jennifer Saunders og Peter Richardson. Leik- stjóri: Peter Richardson. Framleiðandi: Elaine Taylor. Channel 4. Sýningartími 90 mín. 02.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.