Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 17. mars 1989 Kópavogur Opið hús Gissur Pétursson Opiö hús miövikudaginn 29. mars n.k. kl. 17.30 að Hamraborg 5. Málefni dagsins. Stjórnmálin og unga fólkið. Frummælandi: Gissur Pétursson formaður S.U.F. Steingrímur Hermannsson Almennur stjórnmálafundur með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 13. apríl n.k. Flokksstarfið Skúli Sigurgrimsson Skrifstofan að Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvik- udaga kl. 9-12 s. 41590. Alltaf heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17.-19. Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi er til viðtals alla miðviku- daga kl. 17.30-19.00. Einnig eftir nánara samkomulagi. Vinnuhópar eru að fara í gang um hina ýmsu þætti bæjarmála. Komið, látið skrá ykkur í hópana og takið þátt í stefnumótun og starfi flokksins. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Guðmundur G. Albert Jónsson SUF í Viðey Miöstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn laugardaginn 18. mars í Viðeyjarstofu. Dagskrá: Kl. 10.00 Setning, skýrsla formanns, skýrsla gjaldkera. Umræður. Kl. 10.30 Bygging varaflugvallar, Albert Jónsson framkv.stj. Öryggis- málanefndar. Umræður. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 12.45 Bygging álvers, Guðmundur G. Þórarinsson, alþm. Umræður. Kl. 14.30 Ályktanir lagðar fram. Almennar umræður. Kl. 17.00 Fundarslit. Framkvæmdastjórn SUF Framsóknarmenn, Keflavík Austurgata 26 kvödd Laugardaginn 18. mars n.k. verður haldin samkoma að Austurgötu 26. Samkoman stendur frá kl. 17-19.30. Flutt verða ávörp og ræður og veitingar fram bornar. Framsóknarmenn, fjölmennið. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Útgjöld „vísitölufjölskyldunnar" um 160 þús. á mánuði: Lang mest hækkun á bíl og brennivíni Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 2,7% milli febrúar og mars. Hún hefur þá hækkað um 6% á s.l. þrem mánuðum, sem svarar til 26,4% verðbólgu á því tímabili. völlurinn byggist á meðalneyslu nokkur hundruð fjölskyldna á ár- unum 1985/86. Meira en fjórðung- ur (26%) aðal fyrirvinna þessara fjölskyldna (sá hæst launaði á heimilinu) voru opinberir starfsmenn, fimmti hver verslunar- eða skrifstofumenn, 17% iðnaðar- menn, 12% verkamenn, 7% sjómenn, 8% bændur, 6% atvinnu- rekendur og 4% iífeyrisþegar eða nemar. Verð hækkaði s.l. mánuð á mörgum liðum vísitölugrundvall- arins. Hyað mest varð hækkunin 28% á afnotagj. RÚV, 13-15% á áfengi og tóbaki, 6% á rafmagni og hita, tæp 5% á bensíni, 3% á verði nýrra bíla og 4-6% á ýmisskonar þjónustu. Sú 2,7% hækkun sem varð á vísitöiunni skiptist sem hér segir: 0,4% 0,4% 0,2% 0,2% 0.1% 0,3% 0,3% 0,1% Áfengi og tóbak Bíll og bensín Rafnt./hiti Afnotagj. RUV Aðr. gjaldskrárh. Húsnæðiskostnaður Matvörur Fatnaður Ýmis þjónusta_____0,7% Hækkun alls:2,7% Athyglivert er m.a. að verð- hækkun áfengis og tóbaks hefur valdið nær eins mikilli hækkun framfærsluvísitölunnar þennan mánuð eins og allar hækkanir á matvörum, hita og rafmagni samanlagt. „Vísitölufjölskyldan“ 160.250 kr. Útgjaldagrunnur vísitölunnar er nú kominn í 1.923 þús. krónur, sem þýðir um 160.250 króna út- gjöld hjá „vísitölufjölskyldunni“ margfrægu á rnánuði. Þar af fara t.d. 34 þús.í mat, rúmar 29 þús. í bílakostnað og tæp 20 þús. í hús- næðiskostnað. Par scm oft hcyrast efasemdir um að „almennir launamenn í þessu landi“ hafi svo miklu úr að spila má minna á að vísitölugrund- Hvernig lifir láglaunafólk? Úr því að útgjöld meðalfjöl- skyldunnar eru 160 þús. krónur, hvernig eiga þá láglaunafjölskyldur t.d. lífeyrisþegar, námsmenn og annað láglaunafólk að komast af með kannski langt innan við helm- ing þeirrar upphæðar? Vegna þess að slíkum spurningum er oft varp- að fram er fróðlegt að líta nánar á hvernig útgjöld meðalfjölskyld- unnar „vísitölufjölskyidunnar“ skiptast. Tökunt dæmi af tveggja manna fjöiskyldu (t.d. nemendapar eða einstæð móðir í kjallaranum hjá foreldrum, barnlaus hjón, mið- aldra systkin eða lífeyrisþegar) sem býr í skuldlausu (leigufríu) hús- næði, á ekki eigin bíl, reykir ekki eða drekkur eða stundar veitinga- hús og hótel og stendur ekki í kaupunr á heimilistækjum. gólf- teppum cða öðru slíku. „Láglaunafjölskylda“ 58.000 kr. Samkvæmt vísitölugrundvellin- um eyðir slík fjölskylda um 57.400 kr. á mánuði (28.680 kr. á mann) að meðaltali. Þá er miðað við að meðalneysla þessarar fjölskyldu á mann sé jafn mikil og „vtsitölufjöl- skyldunnar" á öllum öðrum iiðum, t.d. í mat og drykk, í fatnaði, í heilsuvernd, í notkun almennra flutningatækja, í útgjöld vegna tómstunda, m.a. bóka og blaða- kaupa og annarra fjölmiðla, í snyrtingu og snyrtivörur, í gjafir og aðrar vörur og þjónustu. Þó cr reiknað með fullum rafmagns, hita-, viðhalds- og öðrum húsnæð- iskostnaði (að skuldum undan- skildum) eins og hjá 3,5 manna fjölskyldu. ,Vísitölugrunnur“ þessarar fjöl- skyldu væri þá 688.400 kr. á ári. eða sem hér segir á mánuði miðað við verðlag nú í mars: Matur/drykkir 19.400 kr. Fatnaður 7.050 - Húsn./rafm.hiti 12.340 - Heilsuvernd 2.080 - Ferðir/póst./sími 4.970 - Tómst.(blöð/sjónv.) 6.560 - Snyrting/ým.þjónust. 3.520 - Gjafir/ým.útgj. 1.440 kr. Samtals: 57.360 kr. Auk þess að þarna er miðað við 2ja manna fjölskyldu í stað 3,48 manna í „vísitölufjölskyldunni", felst lang mest af þessum rúmlega 100 þús. króna mun á mánuði í einkabílnum, húsnæðisskuldum, áfengi, tóbaki og veitingahúsaferð- um. (Húsaleiga, kannski um 30.000 kr. á mánuöi, mundi t.d. hækka útgjöldin upp í um 80.000 kr. á mánuði.) Þetta dæmi ætti að geta gefið nokkra skýringu á þeirri staðreynd að margar fjölskyldur komast af (og eru jafnvel sáttar við afkornu sína samanber kjarakönnun Fé- lagsvísindastofnunar) með svo lág- ar fjárhæðir að öðrum þykir það með ólíkindum - og telja það jafnvel ekki „mannsæmandi l(f“. - HEI Bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands um heildarafla landsmanna HEILDARAFLI ÍVIÐ MINNI í ÁRENÍFYRRA Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var heildarafli landsmanna í janúar og febrúar sl. 448.058 tonn, en sömu mánuði í fyrra var heildaraflinn 552.476 tonn. Munurinn milli áranna felst einkum í minni loðnuafla á tímabilinu nú í ár en í fyrra, einkum má rekja til gæftaleysis. Afli togara fyrstu tvo mánuði ársins var 45.955 tonn miðað við 54.913 tonn í fyrra, eða tæplega 9000 tonnum minni. Afli báta var á tíma- bilinu janúar og febrúar samtals 399.990 tonn miðað við 495.096 tonn árið á undan og afli smábáta fyrstu tvo mánuði ársins var 2.113 tonn miðað við 2.467 tonn í fyrra. í afla bátanna vegur loðnan mest, eða 361.896 tonn nú, á móti 451.017 tonnum í fyrra. Þrátt fyrir að veðr- átta til sjósóknar var með versta móti nú, er heildarafli góður. Þorskafli í janúar og febrúar sl. nam 56.807 tonnum sem er ívið meir en í fyrra, ýsuafli var 4.351 tonn, ufsi 9.357 tonn, karfi 7.531 tonn og steinbítur 743 tonn. Grálúðuaflinn var 1.154 tonn. skarkoli 355 tonn og annar botnfiskafli nam 1.471 tonni. Af síld veiddust 741 tonn, loðnu 361.896 tonn eins og áður hefur komið fram, rækjuafli nam 1.818 tonnum oghörpudiskur 1.861 tonni. í febrúar sl. barst mest af þorski á land á ísafirði, eða 2.300 tonn, því næst kemur Akureyri með 2.169 tonn, þá Ólafsvík 1.937 tonn og Vestmannaeyjar með 1.460 tonn. Af loðnu barst mest á land í Vest- mannaeyjum. eða 39.606 tonn, 27.181 tonni var iandað á Seyðis- firði, 18.548 tonnum á Eskifirði og 17.589 á Neskaupstað. Af öllum fisktegundum barst mest af afla á land í Vestmannaeyjum, eða 43.248 tonn og næst mest á Seyðisfjörð, 27.653 tonn. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.