Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.03.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 17. mars 1989 s ÁLUMESSA Mozarts mun hljóma í Kristskirkju, Landakoti þá helgi sem núerað ganga í garð. Pað er Söngsveitin Fílharmónía sem flytur verkið ásamt hljóðfœraleikurum. Stjórnandi er Úlrik Ólason. Er þetta í annað sinn sem Söngsveitin flytur Requiem Mozarts, en 25 áreru liðin síðan það meistaraverk var flutt. Að þessu'sinni verða einsöngvarar Signý Sœmundsdóttir, sópran, Puríður Baldursdóttir, alt, Jón Porsteinsson, tenór og Guðjón Óskarsson, bassi. Konsertmeistari kammersveitar er Szymon Kuran. Sálumessan verður flutt þrisvar. í kvöld, föstudag, kl. 20.30, á morgun, laugardag, kl. 17.00 og á sama tíma á sunnudag. Forsala aðgöngumiða verður í ístóni Freyjugötu 1, og einnig verður hœgt að kaupa miða við innganginn, svo lengi sem ekki verður uppselt. V Sálumessan er síðasta verk Wolfgang Amadeus Mozarts, og náði hann reyndar ekki að Ijúka henni fyrir dauða sinn og er þetta því hans eigin sálumessa þótt hún hafi verið pöntuð af öðrum. Fá mannanna verk hafa staðist tímans tönn eins vel og tónsmíöar Mozarts, sem raunar ná enn meiri hylli eftir því sem tímar líða og hefur aödáendahópur tónskáldsins aldrei verið stærri en nú, nær tveim öldum eftir dauða hans. Tónlistarunnendur hafa auðvitað haft Mozart og verk hans í miklum metum enda eru þau leikin og sungin um allan hinn menntaða heim. En með kvikmyndinni Amadeus jókst frægð tónmeistarans mikla um allan helming, þar sem með henni var náð til margra þeirra sem að öllu jöfnu láta sig æðri tónlist litlu varða. MYNDIR OG TEXTI: OÓ Þeir sem þekkja Mozart fremur af myndinni um æfi hans en af tónverkunum, ættu að minnast mannsins dularfulla sem bankaði upp á hjá meistaranum og keypti sálumessu ósamda. En Mozart samdi sjálfum sér síðast snilldarverk sitt. Nú er tækifæri til að hlýða á þetta mikla verk á íslandi og það í umhverfi sem hæfir því, í Kristskirkju. Þá sem þegar hafa tómsmíðar Mozarts í mildum metum þarf ekki að hvetja til að eyða kvöldstund til að hlýða á Requiem en allir þeir sem fengu nasasjón af snillingnum Amadeusi geta nú kynnst einu af höfuðverkum hans í vönduðum flutningi í tilhlýðilegu umhverfi. Myndirnar eru teknar á æfingu Söngsveitarinnar Fílharmóníu ■ Kristskirkju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.