Tíminn - 24.10.1992, Qupperneq 1

Tíminn - 24.10.1992, Qupperneq 1
Laugardagur 24. október 1992 185. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Ástir og trygg- ingasvik Óvenju margir tilkynntu um upphaf sambúðar í kjölfar á umræð- um um að sambúðarfólk haldi áfram að skrá sig sem einstætt for- eldri til að missa ekki af ýmsum greiðslum. Heimiid er fyrir því í lögum að draga bætur tvöfalt af fólki komi í ljós að brögð séu í tafli. Algengast er að nágrannar tilkynni um fólk gruni þeir það um græsku. í gær var kynnt átak til að ná til þessa hóps og þeirra sem misnota greiðslur sem ætlaðar eru einstæðum foreldrum. „Það hefur nú alltaf verið i i gangi ínn- heimta á ofgreiðslum," segir Ágúst Þór Sigurðsson, lögfræðingur hjá Trygg- ingastofnun. Stofriunin greiðir út mæðra- og feðralaun sem einstæðir for- eldrar njóta. Hann kannast ekki við að sérstöku átaki hafi verið beitt fyrr til að ná til þeirra sem misnoti bætur. Hann telur þó að í kjölfar umræðna um mis- notkun á greiðslum á dögunum hafi skráðu sambúðarfólki fjölgað. „Þá vökn- uðu menn aðeins. Það var mikið til- kynnt til okkar en það urðu engar breyt- ingar í eftirlitsaðferðum héma,“ segir Ágúst Hann segir að mest hafi verið um það að íbúar í sama stigagangi eða í næstu húsum hafi verið að tilkynna um fólk sem það ætlaði að væri skráð á ann- að heimilisfang. Einnig telur Ágúst að margir hafi óttast að kæmist upp um raunverulega sambúð yrði fólki refsað með verulegum álögum. Hann segir að stofriunin eigi fullt í fangi með að kanna þessi mál. „Það er svo gífurlega mikið um þetta. Það hefúr verið tilhneiging hjá okkur að reyna að kafa ofan í þau mál sem við faum einhverja ábendingu um. Það hefur gengið ágætlega þó að um mjög lágt hlutfall af þeim sem svindla sé að ræða,“ segirÁgúst. Hann telur að það þurfi aukinn mannskap til þess að fylgja málum eftir. Þess má geta að þær bætur sem fólk er að sækjast efir fyrir utan mæðra- og feðralaun eru bamabótaauki á bama- bætur, hærri námslán, dagvistarrými o.fl. Mæðralaun með einu bami em 4.732 kr, með tveimur 12.398 kr. og með þremur bömum 21.991 kr. Mæðralaunin falla niður hafi fólk verið í sambúð í tvö ár. Eigi fólk bam saman falla mæðralaunin strax niður. -HÞ Jónas Haraldsson, lögfræöingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, var kosinn formaður stjórnar Fiskifélags islands, hann sést hér sitjandi á milli Maríasar Þ. Guömundssonar (t.v.) og Ingólfs —i——Falssonar frá Keflavík. f ræöustóli er Þorsteinn Gíslason. Tímamynd Ami Bjama Stormasömu Fiskiþingi lokið. Lögfræðingur LÍÚ kosinn stjórnarformaður: Skjálfti á lokasprett- inum og æsileg kosning í gær lauk stormasömu Fiskiþingi með kosningu stjórnar og stjómarfor- manns. Jónas Haraldsson, lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna, var kjörinn formaður stjómar eftir æsispennandi kosningu við Guðjón A. Kristjánsson, forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins. Þetta var ennfremur síðasta þing Þorsteins Gíslasonar sem fiskimálastjóra. Mjótt var á munum þegar úrslit endurskipuleggja starfið. Þaðþarfað lágu fyrir á milli þeirra Jónasar og Guðjóns. Jónas fékk 18 atkvæði en Guðjón A. fékk 16. Tveir seðlar voru auðir af 36 sem greiddu atkvæði. Þessi kosning var sérkennileg að því leyti að þegar úrslit lágu fyrir sagðist Jónas ekki taka kjöri nema því að- eins að hann fengi að velja ákveðna menn með sér í stjómina. Það fékkst í gegn og var listi Jónasar samþykkt- ur. „Ég var hér ekki sem fulltrúi eða lögfræðingur LÍÚ heldur sem ein- staklingur og félagi úr Reykjavíkur- deild Fiskifélagsins og sat á Fiski- þingi sem fulltrúi þeirrar deildar. Fiskimálin eru ekki lengur aðalmál- ið hjá okkur í dag heldur þurfum við að að taka innri mál félagsins fyrir og tryggja okkur sess á fjárlögum í framtíðinni og örva starfsemi félags- ins,“ sagði Jónas Haraldsson. ,Jónas skilyrti framboð sitt en það hefur aldrei gerst áður í kosningum hjá Fiskifélaginu heldur hafa menn verið kosnir lýðræðislegri kosn- ingu,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson. Hann sagðist vona að mönnum tak- ist að halda félaginu saman og það verði áfram sterkt þótt formaður stjórnar væri jafnframt Iögfræðingur LÍÚ. „Ég á enga aðra ósk fyrir félag- ið,“ sagði Guðjón A. Fyrr um daginn var ennfremur kos- ið á milli aflamarks og sóknarstýr- ingar, en eins og kunnugt er klofnaði sjávarútvegsnefnd þingsins til máls- ins. Leikar fóru þannig að stuðning- ur við aflamarkið og núverandi kerfi hlaut 24 atkvæði en tillagan um sóknarstýringu hlaut 11 atkvæði. Samkvæmt nýjum samþykktum fé- lagsins er formaður stjómar Fiskifé- lags íslands hæstráðandi þar á bæ og verður eitt fyrsta verk hinnar nýju stjómar að auglýsa lausa stööu fiski- málastjóra, þar sem Þorsteinn Gísla- son hefúr ákveðið að láta af störfum frá og með næstu áramótum. En Þorsteinn hefur verið fiskimálastjóri í 10 ár og þar á undan varafiskimála- stjóri í 12 ár. Við þingslit var honum þakkað með lófaklappi. -grh Einar Guðfinnsson hf.: ÞRIGGJA VIKNA GREIÐSLUSTÖÐVUN Héraðsdómari Vestfjarða veitti í gær Einari Guðfinnssyni hf. í Bolungarvik greiðslustöðvun til þriggja vikna, eöa til 13. nóvem- ber næstkomandi. Fyrirtækið er það stærsta í kaup- staðnum og hefur verið burðarás atvinnulífsins í bænum svo lengi sem næstelstu menn muna. Með greiðslustöðvuninni frestast áður ákveðið uppboð á eignum fyrir- tæksins sem átti að koma til fram- kvæmda í næstu viku. Fyrirtæki Einars Guðfinnssonar hf. er skuldum hlaðið en stærstu lánardrottnar þess em Lands- banki íslands, Byggðastofnun og Fiskveiðisjóður. -grh Beint leiguflug til Newcastle. Hreint frábærar haustferðir á verði sem þú getur ekki hafnað 4 daga ferðir, verð frá 22.900,-* 5 daga ferðir, verð frá 24.900,-* 8 daga ferðir, verð frá 32.400,-* Brottfarardagar 25. október laus sæti 28. október uppselt 1. nóvember örfá sæti laus 4. nóvember uppselt 8. nóvember laus sæti /NEWCASTLE1 4 11. nóvember uppselt 15. nóvember örfá sæti laus 18. nóvember uppselt 22. nóvember laus sæti 25. nóvember aukaferö ‘Staögreiðsluverð er miðað við tvo í herb. Flugvallarskattur og forfallagjöld ekki innifalin. Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 651 160

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.