Tíminn - 24.10.1992, Side 6

Tíminn - 24.10.1992, Side 6
6 Tíminn Laugardagur 24. október 1992 /iiN «i LS GISTIHEIMILI ÞVERHOLTI 20 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-612600 Herbergi til leigu til lengri eða skemmri tíma á tilboðsverði. Góð þjónusta. Sækjum gesti okkar ókeypis innan Reykjavíkursvæðisins. Verið velkomin. GATNAMALASTJORINN í REYKJAVIK HREINSUNARDEILD SKÚLATÚNI 2 — 105 REYKJAVÍK Hér með er skorað á alla þá, sem telja sig eiga verð- mæti á geymslusvæöi norðan fyrrum sorphauga á Gufuneshöföa, að fjarlægja þau þegar í stað. Eftir 15. nóvember áskilur Reykjavikurborg sér rétt til að farga þvi, sem eftir kann að vera á svæðinu, án þess að til komi bætur, og einnig til að krefja inn áfall- inn kostnað. Bent skal á að tekiö hefur verið í notkun nýtt geymslu- svæði í Kapelluhrauni, sem ætlað er að taka við af þvi svæði, sem nú hefur veriö lokaö á Gufuneshöfða. Upplýsingar um hið nýja svæði veitir deildarstjóri hreinsunardeildar i sima 632480. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild Kom á götuna í febrúar '92 • Ekinn aðeins 4000 km • Ljósblár • 5 gíra • Léttstýri • Selst á góðu verði Upplýsingar t síma 91 685582 Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands: Utilokað að þyngia byrðar á fólki með 70-80 þúsund krónur á mánuði Enn á ný eru aðilar vinnumarkaðarins farair að ræða hugsanleg- ar aðgerðir til bjargar atvinnulífinu, ásamt fieirum. Samdráttur í efnahagslífinu samfara ört vaxandi atvinnuleysi ýtir á að eitthvað verði gert til úrbóta, og m.a. hefur verið rætt um að minnka skatta á fyrirtækjum og auka þess i stað álögur á heimilin. í næsta mánuði verður þing ASÍ haidið norður á Akureyri og þar verður kosinn nýr forseti sambandsins. Þetta og margt fieira kemur fram í helgarviðtali Tímans við Björa Grétar Sveinsson, formann VMSÍ. í tveimur síðustu kjarasamning- um hefur launafólk fært fórnir til að tryggja stöðugleika í efnahags- lífinu og til bjargar atvinnulífinu. Nú er aftur lagt til við launafólk að það taki á sig enn frekari byrð- ar. Er þetta ekki bara endaleysa? „Jú, þetta virðist vera hringekja sem erfitt er að stöðva. En sann- leikurinn er nú sá, að við erum í ákveðinni efnahagslægð og stöndum frammi fyrir ákveðnum erfiðleikum, sem að hluta eru komnir fram í miklu atvinnu- leysi. Það, sem við erum að gera, er að reyna að leita leiða til að koma í veg fyrir það sem hangir yfir okkur, sem er gengisfelling. En gengisfelling er það versta sem getur komið fyrir launafólk. Margt af okkar fólki er skuldsett og ef kemur til gengisfellingar mundi það þýða gífurlega kjara- skerðingu fyrir launafólk. Það er sífellt verið að taka um gjaldþrot fyrirtækja, en við skulum ekki gleyma hinu, sem er gjaldþrot heimilanna. Það er þetta m.a sem við höfum í huga og ræður því að við erum að bjóða uppá viðræður þar sem þessi mál eru rædd af al- vöru, en ekki með pólitískum skætingi, skítkasti og kröfugerð. Okkar hugmyndir hljóta að snú- ast m.a. um það að breyta tekju- skiptingunni í þjóðfélaginu, og við teljum að það sé lag til þess núna og þá t.d. í gegnum skatta- kerfið. Þetta er að vísu margtugg- ið, en ég vil bæta því við að ég tel að það eigi að ganga í þessa hluti af fuilum krafti og það sé hægt að ná miklum peningum út úr neð- anjarðarhagkerfinu." Tekjujöfnun í gegn- um skattakerfið En er ekki skattakerfið svo hrip- lekt að það er engin ástæða til að ætla að hægt sé að ná fram ein- hverri tekjujöfnun í gegnum það? „Það er hægt að ná fram heil- mikilli tekjujöfnun í gegnum skattakerfið. Ég bendi bara á einn þátt í því sambandi, sem er við- miðunarmörk á skattframtali hjá sjálfstæðum atvinnurekendum, sem er eitthvað um 80 þúsund krónur á mánuði. Ég man ekki hvað sjálfstæðir atvinnurekendur eru margir í landinu, en ætli þeir skipti ekki tveimur tugum þús- unda. Mér finnst að það mætti hækka þessi mörk mjög verulega frá því sem nú er. Jafnframt vant- ar mikið á hið innra eftirlit með skattlagningunni, miðaðvið neysluna. Það var samþykkt í síð- ustu kjarasamningum að stórefia þetta eftirlit, en það hefur ekki gengið eftir. í þessu sambandi er ég að tala um að það verði settur alveg mýgrútur af mannskap í þetta eftirlit til að ná í peninga og skapa réttlæti, sem ekki er síður. Mér er alveg nákvæmlega sama þótt kostnaðurinn við eftirlitið sé á sléttu miðað við það sem kemur inn. Þetta mál er nefnilega líka spurning um siðferði." Hvað hefurðu fyrir þér í því að það séu meiri iíkur til að ná fram þessum markmiðum núna en oft áður, eins t.d. meiri tekjujöfnun? Það er ekkert nýtt undir sóiinni að krefjast þess að tekjuskipting- in í þjóðfélaginu verði réttlátari en hún er, og þessi krafa hefur oft heyrst áður. „Nei, bíddu við. Maður sér ein- hversstaðar ljós. Þegar sinna- skipti verða hjá Vinnuveitenda- sambandinu og formaður þess hefur sagt að þeir séu m.a. til- búnir til að styðja það að fjár- magnstekjur verði skattlagðar og tekið verði upp annað skattþrep, þá hefur maður trú á að það sé að myndast einhvers konar skilning- ur á því að það sé vitiaust gefið inní launakökunni. Ég er tilbú- inn að skoða þessa hluti mjög vandlega, en sama skapi ekki til- búinn að taka hverju sem er í einhverjum millifærsium. Að mínu mati er það okkar aðalhlut- verk að vernda kaupmátt þeirra lægstlaunuðu og það sé útilokað í svona aðgerðum að þyngja byrð- arnar á fólki, sem er með 70-80 þúsund krónur í mánaðarlaun, og um það ætti að takast þjóðar- sátt.“ Aukið misrétti Tálandi um þjóðarsáttina 1990 og síðasta kjarasamning. Á sama tíma og launafóik hefur tekið á sig æ meiri byrðar, hafa hinir ríku orðið enn ríkari, hinum fá- tæku fjölgar og misréttið vex óð- fluga í samfélaginu. Er mönnum þá nokkur alvara með að gera eitthvað róttækt núna frekar en áður? „Þetta er alveg rétt og ekki síst þessvegna erum við tilbúnir að skoða þessar leiðir, ef mönnum er full alvara. Að fenginni reynslu hef ég mínar efasemdir um það, en það hefur ekki komið fram endanlega að mönnum sé ekki

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.