Tíminn - 24.10.1992, Page 24

Tíminn - 24.10.1992, Page 24
Áskriftarsími Tímans er 686300 KERRUVAGNAR OG KERRUR Bamaiþróttagallar á frábæru verði. Umboðssala á notuðum bamavörum. Sendum i póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Símar: 685626 og 689711. VERIÐ VELKOMIN! Bílasala Kópavogs Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi SÍMI 642190 Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Vaxandi atvinnuleysi til umræðu á Kirkjuþingi. Hr. Ólafur Skúlason biskup: Beiðnum um fjárhags aðstoð fjölgað mikið Vaxandi atvinnuleysi var til umræðu á kirkjuþingi í gær. Góð- ur mælikvarði á erfíðleika fólks gæti falist í þessum orðum biskupsins yfír íslandi, herra Olafs Skúlasonar: „Hjálpar- stofnun kirkjunnar segir að fjöldi beiðna um fjárhagsaðstoð hafí aukist mikið.“ Um það hvort kirkjan muni taka sér kirkjur í öðrum löndum til fyr- irmyndar þar sem atvinnuleysi hef- ur verið landlægt, m.a. í Finnlandi, þar sem biskupar og prestar hafa ákveðið að lækka eigin laun segir biskup: „Það hefur ekkert verið ákveðið. Þessi þjóðmálanefnd sem er ný hjá okkur gengst fyrir ráð- stefnu í dag um fjölskylduna. Hún mun örugglega fá allar tillögur frá þessum nágrannakirkjum okkar þar sem ástandið er nokkuð líkt. Ég veit hvað Finnarnir hafa gert eftir að allt hrundi hjá þeim þegar Sov- étríkin fóru á hausinn. Þá hafa biskupar og prestar gengið fram fyrir skjöldu og lækkaö launin sín vegna þessa ástands," segir Ólafur. Um það hvort þetta hafi verið rætt meðal íslenskra presta segir Ólafur: „Sumarið hefur nú ekki beint verið hvetjandi til þess. Við höfum kvart- að allra manna mest,“ segir Ólafur. Hann hefur ekki heyrt sóknar- presta tala mikið um það hvort fólk hafi leitað tíðar til þeirra en áður. „Það er alltaf mikið um það hjá prestum í þéttbýli að fólk leiti til þeirra með fjárhagsleg vandamál," segir Ólafur. Um það hvernig kirkjan geti brugðist viö vaxandi atvinnuleysi segir Ólafur: „Þjóðkirkjan sem slík getur veitt þessum málum stuðn- ing sinn en bein og virk aðstoð verður að vera á vegum einstakra safnaða." Hann bendir á að hver söfnuður verði að kanna hvað hægt sé að gera. „Fyrir okkur að blása í einhverja herlúðra og segja að þjóðkirkja íslendinga ætli að gera þetta er ekki rétt,“ segir Ólafur. „Við getum aldrei orðið virk í þessu. Við getum ekki komið á fót verksmiðj- um né kennt fólki að matreiða fisk til að hann seljist betur hjá öðrum þjóðum. Við getum kannski með Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands. Tímamynd Árni Bjarna Tíminn LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER1992 óbeinum hætti hjálpað einstakling- um,“ segir Ólafur. Hann álítur að kirkjan geti opnað safnaðarheimil- in fyrir atvinnulaust fólk, bæði hvað varðar félagsaðstöðu og til að veita leiðsögn og sálgæslu. Hann bendir á að umræður um sparnað í matarinnkaupum gætu verið eitt þeirra atriða sem veita mætti leið- sögn í. f því sambandi vitnar hann til erindis á þinginu þar sem hús- mæðrakennari sagði frá reynslu sinni af atvinnuleysi og hvernig hún hefði brugðist við því með sparnaði. Hins vegar telur biskup rétt að kirkjan tali við aðila eins og samtök atvinnulausra, launþega, atvinnurekendur og stjórnvöld. -HÞ Samstaða um óháö ís- land safnar undirskrift- um á götum úti: I Forsvarsmenn stórmarkaða á Reykjavíkursvæðinu hafa neitað Samstöðu um óháð fsland um leyfi til að safna undhrskriftum f verslunum þcirra um helgina, en eins og Tíminn greindi frá f gær hyggst Samstaða gangast fyrir lokátaki í undirskriftasöfn- un til stuönings þjóðaratkvæði um EES samninginn. Astæðan sem forsvarsmenn verslana hafa gefið upp fyrir neitun sinni er sú að málið sé pótitískt hitamái sem ekld eigi heima í verslunum. Félagsmenn f Samstöðu munu því verða í Kolaportinu og í Austurstræti og á Laugavegin- um um helgina og safna undir- skriftum fyrir þjóðaratkvæði umEES. KARI HELDUR AFRAM AÐ SELJA DILKAKJÖT Svo virðist sem milliliðalaus sala á dilkakjöti til neytenda sé að festa sig í sessi. Um helgina mun Sverrir Sigurjónsson kjötiðnaðar- maður selja dilkakjöt á Svarta markaðinum í JL-húsinu og Kári bóndi í Garði mun áfram selja kjöt í Kolaportinu. Það kjöt sem Sverrir verður með til sölu er kjöt sem er verðlagt á hefð- bundinn hátt, þ.e. bóndinn hefur fengið beinar greiðslur við fram- leiðslu þess. Sverrir rekur Kjötsal- ann hf. og ætlar að selja dilkakjötið á heildsöluveröi. Hann segir að þetta sé tilraun til að nálgast neytandann. Kjötið fer ekki í gegnum hefðbundið smásölustig. Sverrir stefnir ásamt fleiri kjö- tvinnslum að því að koma á laggirn- ar almennum kjötmarkaði þar sem neytendur geta keypt allt kjöt milli- liðalaust og á lægra verði en ódýrast fæst í verslunum. í fyrstu verður einungis selt dilkakjöt, en fyrirhug- að er að á næstunni verði svínakjöt og kjúklingar einnig boðið til sölu. Sverrir gerir ráð fyrir að vera með kjöt af nýslátruðu til sölu tvær næstu helgar. Svarti markaöurinn var opnaður um síðustu helgi. Markaðurinn er á annarri hæð í JL-húsinu. Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði, mun aftur standa við söluborðið í Kolaportinu næsta sunnudag. Að þessu sinni hyggst hann selja tvö tonn af kjöti. Um síðustu helgi seldi hann eitt og hálft tonn og sem kunnugt er seldist það upp á örfáum klukkutímum. -EÓ ...ERLENDAR FRÉTTIR... SARAJEVO Króatar berjast viö mús- lima og Serba Króatískar hersveitir böröust viö mús- lima og Serba á mikilvægum víglinum I Bosníu I gær, á sama tíma og fulltrú- ar striöandi fylkinganna þriggja áttu fund I Sarajevo til ræöa um hvernig koma mætti til hjálpar óbreyttum borg- urum, sem innilokaöir eru vegna stríösins. Fundurinn, sem haldinn var á vegum S.Þ., var sá fyrsti þar sem múslimar, Króatar og Serbar ræöa milliliöalaust um striösástandiö i höf- uöborg Bosníu. Alþjóöanefnd Rauöa krossins sagöi i gær i Genf aö hún heföi frestaö þvi aö láta lausa 5.000 bosniska fanga, vegna þess aö ekki heföu fengist nógu margar vestrænar þjóöir til aö veita þeim hæli. WASHINGTON Skjöl Clintons og mömmu hans könnuö Embættismenn bandaríska utanríkis- ráöuneytisins uröu fyrir vonbrigöum vegna lltils árangurs viö rannsókn á gömlum vegabréfum Bills Clinton, aö sögn Washington Post. Upplýsingar blaösins sl. fimmtudag um aö rann- sóknin beindist llka aö móöur Clintons ollu mikilli reiöi frambjóöandans og mömmu hans. BRUSSEL EB semur við Bandaríkja- menn um landbúnaöarmál Undir áöur óþekktum þrýstingi frá breskum og þýskum stjórnvöldum, segist stjórnarnefnd EB vonast til aö komast aö skjótu samkomulagi viö yf- irvöld i Washington i deilu vegna landbúnaöarafuröa, sém hindrar mögulega 200 milljaröa dollara bata i efnahag heimsins. Samkomulagiö á aö koma i veg fyrir viöskiptastriö yfir Atlantshafiö, sem myndi gera aö engu möguleika á efnahagsbata í heimin- um. Tregöa Frakka i úrslitaviöræöum um landbúnaöarmál hefurtil þessa komiö i veg fyrir samninga viö banda- risk yfirvöld. PARÍS Dæmt vegna eyðnismit- aös blóös Dómstóll dæmdi þrjá franska fyrrum emþættismenn í heilbrigöisþjónust- unni í fangelsi fyrir þátt þeirra i þvi aö smita yfir 1.000 blæöara meö eyöni- veirunni meö blóögjöf. PARlS Frakkar reka 4 rússneska njósnara Frakkar tilkynntu brottvisun fjögurra rússneskra njósnara, sem sakaöir voru um aö hafa komist yfir leyniskjöl um kjarnorkuvopnatilraunir Frakka. PEKING Kínverjar hóta Hong Kong-búum Kinverjar hafa sent frá sér þá viövör- un, aö þeir muni draga til baka lýö- ræöislegar umbætur i Hong Kong eftir aö þeir taka viö yfirráöum i bresku ný- lendunni 1997. Oryggisleysi ibúanna, sem vanir eru frjálslyndi i viöskiptum, á áreiöanlega eftir aö aukast viö hót- unina. I Peking sagöi líka Akihito Japans- keisari, fyrsti þjóöhöföingi Japana sem heimsækir Kina, aö hann harm- aöi þjáningarnar, sem hermenn keis- arahersins heföu valdiö í heimsstyrj- öldinni síöari. Hann bar þó ekki fram þá hreinu afsökunarbeiöni, sem marg- ir Kinverjar óska eftir. PÁFAGARÐUR Páfinn til Jerúsalem? Jóhannes Páll páfi sagöi eftir fund meö israelska utanrikisráöherranum Shimon Peres, aö hann kunni aö heimsækja Jerúsalem sem þátt í þvi aö bæta samskipti Páfagarös og Isra- els. DENNI DÆMALAUSI „Nú verð ég að koma mér heim og fara í bað. Mamma vill að ég líti alltaf út eins og splunku- nýr.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.