Tíminn - 24.10.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.10.1992, Blaðsíða 8
Laugardagur 24. október 1992 8 Tíminn í Rómönsku Am- eríku hafa vígaferli undanfaríö veríð hvað mest í Perú, en sumra spá er að úr þeim muni mjög draga eftir handtöku Abima- els Guzmán Reyn- oso, leiðtoga ma- óískrar skæruliða- hreyftngar sem þekktust er undir nafninu Skínandi stígur (Sendero Luminoso). Lög- reglulið Perú- stjómar handtók foringja þennan fyrir tæplega hálf- um öðrum mánuði og hefur hann nú veríð dæmdur til lífstíðar fangelsis- vistar, án mögu- leika á náðun. Senderistas, eins og liðsmenn Guz- máns eru kallaðir á spænsku, hafa síðan 1980 háð gegn stjómvöldum skæmstríð, sem orðið hefur grimmara með árí hveiju. í því hafa um 23- 25.000 manns fallið í val- inn, meirihlutinn þar af að líkindum óbreyttir borgarar. Mikið af þeim drápum skrifast á reikning heríiðs stjóravalda, sem að rómanskamer- ískum vana er einkar aðgangshart við óvopnað fólk. Höfuðborg í fallhættu En ekki fer á milli mála að einnig senderistar hafa lagt mikið til í þann valköst. í Rómönsku Ameríku hafa vinstriskæruliðar að jafnaði verið ívið tillitssamari við almenning og mann- úðlegri yfirleitt en her- og lögreglulið stjórnvalda. En það á ekki við um perúönsku maóistana. Undanfarin ár, jafnframt hruni sovét- kommúnismans og upplausn Sovét- ríkjanna, hefur allnokkuð dregið af byltingarsinnuðum vinstrihreyfingum í heimshluta þessum. En ekki höfðu þau heimssögulegu umskipti minnstu áhrif á vígamóð senderista. Þvert á móti hafa þeir aldrei verið vígreifari en á þessu ári og jafnvel virst yfirvofandi að Lima, höfuðborg Perú með sjö milljónum íbúa (af um 23 millj. í land- inu alls), félli þeim í hendur þá og þeg- ar. En nú ætla sumir að leiðtogamiss- Alberto Fujimori, hinn japanskættaöi forseti Perú, meöal indíána og búinn aö hætti þeirra. Stjórnarfariö hjá honum er af sumum landsmönnum skilgreint sem vægt einræöi (dictablanda á spænsku). Umdeilt hvort handtaka foringja maóista í Perú leiði til friðar í því hrjáða landi Af er að vísu höf uðið... irinn verði þeim slíkt áfall að saga þeirra sé senn öll. Guzmán, sem af félögum sínum og liðsmönnum var auk annars kallaður Presidente Gonzalo (Gonzalo forseti), er 57 ára að aldri. Hann fæddist í Arequipa, helstu borginni í syðsta hluta landsins. Foreldrar hans voru ógiftir og að sögn naut hann lítillar ástúðar frá þeim og öðrum í bemsku. Efnalega mun hann þó hafa alist upp við betri hag en meirihluti perúskra jafnaldra hans, þar eð ættingjar hans kváðu hafa verið sæmilega stöndugir á landsvísu. Faðirinn var kaupmaður. Heilsutæpur bókamaður Þeir sem muna eftir Abimael litla í bernsku segja hann hafa verið hlé- drægan og mikinn námshest og bóka- orm. Hann gekk menntaveginn, lagði stund á heimspeki í háskóla og gerðist sérfróður um Kant. 1972 var hann skipaður prófessor í heimspeki við Hu- amangaháskóla í Ayacucho, í perú- anska hálendinu, sunnanvert í miðju landi. Skömmu síðar varð hann starfs- Area of Peru under a state of emergency enacted in: ■ 1990 ■ 1985 ■ 1981 PERL Guzmán f klóm lögreglunnar — var truflaður viö lestur. Perú: svæöin sem stjórnin hefur sett undir herlög vegna sende- rista eru dökk. mannastjóri háskólans. Frami hans var sem sé þá þegar orðinn verulegur og framahorfur að því skapi sæmileg- ar. Um þetta leyti gekk „68-bylgjan“, svo- kölluð stundum til hægri verka, víða yfir lönd í ýmsum myndum og náði einnig til Perú, einkum inn í háskól- ana þar sem víðar. Kína Maós for- manns var eitt af því sem mest var í tísku þar í liði. Guzmán fór til Kína nokkrum sinnum á þeim árum og hreifst mjög af menningarbyltingu svokallaðri. Heimkominn stofnaði hann flokk eftir fyrirmyndum frá Kína. Vinstrikantur perúanskra stjórnmála var þá spaltaður í fjölmarga smáhópa og fyrst í stað voru líkur á að Sendero Luminoso yrði aðeins ein grúppa í við- bót við hinar. Ofan á annað var pró- fessor Guzmán að fárra mati líklegur til að verða aðsópsmikill og hrífandi foringi. Hann er nærsýnn, varð snemma nokkuð holdugur, fremur heilsutæpur og virtist kunna öllu bet- ur við sig innan um bækur en menn. En hann var iðinn, fylginn sér og ábyggilegur, mætti t.d. yfirleitt á rétt- um tíma til kennslu eða annarra starfa. Bandarískur blaðamaður skrif- aði að þetta væru svo sjaldgæfir eigin- leikar í Perú að með þeim einum hefði prófessorinn komist til mikils álits og virðingar. „Hann stóð við orð sín,“ segir Fem- ando Rospigliosi, stjómmálafræðing- ur sérfróður um Perú. „Það gera fáir þar í landi." Afkimi dauðans Margir stúdentar urðu til þess að ganga í flokk Guzmáns. Hann náði og smám saman talsverðu fylgi meðal al- mennings í Ayacucho og nágrenni. Hémðin þar, sem fyrrmeir voru hluti kjamalands velferðarríkis Inka, eru nú eitthvert mesta eymdarsvæðið í öllu Perú, og er þá víst nokkuð mikið sagL Indfánamir þar nefna svæðið „Afkima dauðans". Þýskur blaðamaður kallar Ayacucho „þurfamannahæli Perú.“ AI- menningur þar, indíánskur að kyni og enn að miklu leyti að máli, hefur varla nokkumtíma frá því að Spánverjar köllvörpuðu Inkaveldi snemma á 16. öld sætt öðm en í besta lagi vanrækslu af hálfu stjómvalda og spænskættaðr- ar yfirstéttar. Margir þar urðu því til að ljá eyra boðskap senderista, sem kall- aður var á spænsku Pensamiento Gonzalo (hugsun Gonzalos, sbr. hugs- anir Maós). Senderistar hétu út frá marxískum ffæðum fúllsælu í vanda- málalausu framtíðarríki og vera kann að íbúum indíánaþorpa Andeshálend- isins, sem horfa með söknuði um öxl til löngu liðinna daga Inkaveldis, hafi þótt sem þar risi von um endurkomu þess. Meginatriði í átrúnaði þess ríkis var að keisarar þess væm afkomendur sólarinnar, sem þar er karlkyns. Eitt af heiðursheitum Guzmáns var Puka Inti (Rauða sólin á ketsjúa, opinbem máli Inkaríkis sem enn er útbreiddasta ind- íánamálið vestanvert í Suður-Amer- íku). Hann var og af fylgjumm sínum titlaður Fjórða sverð kommúnismans (hin þrjú þá talin vera þeir Marx, Len- ín og Maó). Með titlum þessum og boðskap út frá þeim virðast senderistar á nokkuð klóklegan hátt hafa samein- að tvo guðsríkisdrauma; paradísar- draum örsnauðra og langkúgaðra ind- íána tengdan löngu liðnu Inkaveldi og marxíska drauminn um hið endanlega samfélag kommúnismans. Hryðjuverkakeppni Senderistar færðu smám saman út kvíamar og komst meirihluti hálend- isins og nokkuð af fmmskógasvæðinu þar austur af að talsverðu leyti á þeirra vald. Liðsmenn í skærusveitum þeirra munu aldrei hafa verið fleiri en um 5000, en þeir vom þolinmóðir og bet- ur skipulagðir en gekk og gerðist þar um slóðir. Þeir fengu fólk á sitt band með fortölum og ofbeldi, oft af hrotta- legasta tagi, ef fortölur dugðu ekki. Al- menningur í fjalllendinu tók því lengi vel með jafnaðargeði, enda slíku vanur af her og lögreglu stjórnvalda og stór- jarðeigenda. „í Ayacucho hefur vaninn verið að leysa vandamálin með byssu- skoti," segir Edilberto Quispe, félags- mannfræðingur kunnugur á þeim slóðum. Viðureign senderista og stjómarliðs var um árabil einna helst keppni í hryðjuverkum, frömdum á almenn- ingi háfjallahéraðanna. Senderofræð- ingar segja því fara fjarri að grimmdar- athæfi Skínandi stígs sé háð tilviljun- um og geðhrifum, heldur sé það út- spekúlerað með það fyrir augum að fólk sé enn hræddara við vígamenn Rauðu sólar en stjómarliða. Vera má að þetta hafi ekki að fullu tekist og gæti það verið að nokkru skýring á því, að upp á síðkastið virðast senderistar hafa farið heldur halloka í fjallahéruð- unum, þar sem Fujimori forseti hefur náð nokkrum árangri með því að vopna bændur gegn þeim. Annað sem kann að hafa spillt fyrir senderistum er að þeir hafa drepið mannvini og starfs- menn hjálparstofnana, til að útiloka alla samkeppni um hylli alþýðunnar. Sjálfsvíg fyrir flokkinn? Af því má nefna að í febrúar sl. skutu senderistar Maríu Elenu Moyano, þekkta fomstukonu kvennasamtaka er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.