Tíminn - 24.10.1992, Síða 16

Tíminn - 24.10.1992, Síða 16
16 Tíminn Laugardagur 24. október 1992 Myrt fyrir greiðslukort Betty Cantlin var myrt fyrir smámuni til þess að fjármagna neyslu fíkniefnaneytenda Betty Cantlin var ritari hjá lögfræðingi og þegar hún mætti ekki til vinnu þann 13. maí 1987 fór allt úrskeiðis. Hún ein hafði aðgang að ýmsum skjölum, sem lögfræðingurinn þurfti nauðsynlega að komast í vegna mikilvægs máls sem hann vann að. Ennfremur var það mjög ólíkt Betty Cantlin að mæta ekki til vinnu, einkum þegar svo mikið var undir nærveru hennar komið eins og núna. Lögfræðingurinn linnti því ekki látum fyrr en hann hafði náð sambandi við húsvörðinn í húsinu þar sem Betty bjó, til að biðja hann um að athuga með ritarann. Betty Cantlin hleypti morðingja sínum inn í íbúðina. Kyrkt í stofunni Þegar húsvörðurinn kom inn í íbúðina var þar allt á tjá og tundri og lík Betty Cantlin lá á miðju stofu- gólfinu. Hún lá á grúfu og teppi haföi verið breitt yfir hana. Blóð var á líkinu og næsta umhverfi þess. Húsvörðurinn hraðaði sér út og læsti íbúðinni. Hans næsta verk var að hringja á lögregluna og yfirmann Betty Cantlin og sögðust báðir aðil- ar koma að vörmu spori. Lögreglan var fljót á staðinn og í för með henni var réttarlæknir. Sá sagði að dánarorsökin væri kyrking og að morðið hefði verið framið hálfum til einum sólarhring áður en líkið fannst. Líkið var síðan flutt til krufningar, sem staðfesti að konan hafði verið kyrkt. Einnig hafði hún verið barin illa og bitsár var á bringu hennar. Leit í íbúðinni sýndi að allt hafði verið úr lagi fært. Ættingjar sögðu að svo virtist sem flest húsgögn hefðu verið flutt úr stað. Myndbandstæki Betty var horf- ið og í svefnherberginu fundust tvö tóm skartgripaskrín. Einnig hafði ver utan af stórum kodda verið fjar- lægt. í felum fannst skelfingu lost- inn lítill hvolpur, sem komið var í gæslu til nágranna. Margir kallaðir Betty hafði verið kyrkt með snæri eða rafmagnssnúru, en ekki var morðvopnið að finna á staðnum. Morðinginn hafði greinilega tekið það með sér þegar hann fór. Þegar lögreglan hóf að kanna feril Betty Cantlin, sem var fráskilin, kom í Ijós að hún hafði átt í sam- bandi við talsvert marga karlmenn. Þessi staðreynd gerði það að verkum að nú varð lögreglan að leita þá alla uppi og hver og einn þeirra varð að gera grein fyrir ferðum sínum á þeim tíma sem morðið var framið. Lögreglan yfirheyrði einnig ná- granna varðandi það hvort sést hefði til grunsamlegra mannaferða áður en morðið var framið og hvort ein- hver einn maður hefði komið oft til Betty að undanförnu. Þar sem engin merki voru um inn- brot, varð að telja víst að Betty hefði þekkt morðingja sinn og sjálf hleypt honum inn. Þegar hann var kominn inn hlaut að hafa slegið í brýnu á milli þeirra, því greinilegt var að Betty hafði verið barin áður en hún var kyrkt. Lögreglan greip nú til þess ráðs að kanna feril allra kunningja Betty, til að athuga hvort nokkur þeirra hefði komist í kast við lögin. Svo reyndist ekki vera. Greiöslukortaslóð Vísbending í málinu barst tæpum mánuði síðar, þegar greiðslukorta- reikningar bárust til Betty Cantlin. Visa-kortið hennar hafði verið notað ótæpilega vikuna eftir lát hennar. Reikningar voru fyrir vikudvöl á hóteli í White Plains, leigu á lúxus- bfium, skartgripi, föt, máltíðir á fín- ustu veitingahúsum og fleira. Lögreglumennirnir hentu sér á þessa slóð eins og blóðhundar. Visa- kortið var stflað á B. Cantlin og voru allar nótur undirritaðar Bill Cantlin. Á einni nótunni mátti sjá að falsar- inn hafði byrjað á því að skrifa ann- að nafn, krotað síðan yfir það og skrifað Bill Cantlin. Samtals höfðu verið teknir út tvö þúsund dollarar af kortinu á einni viku. Lögreglan hafði nú samband við alla þá staði þar sem kortið hafði verið notað. Þar kom að bestum not- um ökumaður eins lúxusbflsins. Hann mundi sérstaklega vel eftir þessum tiltekna viðskiptavini, en reikningurinn fyrir bflinn var dag- settur morðdaginn. „Þessi maður var með yfirskegg og rytjulegt alskegg," sagði bflstjórinn. „Hann bað mig að aka með sig til Brooklyn, ég man ekki nákvæmiega hvert. Hann var með stórt koddaver og svo var helst að sjá sem í því væri stórt útvarp eða myndbandstæki." Hringurinn þrengist Lögreglan tók nú bflstjórann með sér og ók með hann um Brooklyn til þess að gá hvort minni hans myndi hressast við að koma á sömu slóðir og hann hafði ekið manninum, og svo reyndist. Lögreglan kembdi nú næsta nágrenni og skrifaði niður öll nöfn á öllum póstkössum og úti- hurðum. Þegar aftur var komið á stöðina var öllum nöfnunum rennt í gegnum tölvuna til þess að kanna hvort ein- hver hefði verið viðriðinn svipaða glæpi áður. Upp kom nafn Johns Josephs Zgalj- ic. Hann var það sem kallað er „góð- kunningi lögreglunnar" og átti að baki ýmis afbrot. Hann var eitur- lyfjaneytandi og hafði verið hand- tekinn fyrir að hafa eiturlyf undir höndum, vopnaburð og þjófnað. Lögreglan hafði nú samband við þá staði þar sem greiðslukort Betty hafði verið notað. Á þremur stöðum þekktu starfsmenn Zgaljic undir eins þegar þeim voru sýndar myndir af sex mönnum og honum þar á meðal. En þegar þeim voru sýndar myndir af öðrum sex mönnum, sem komu málinu ekkert við, þekktu þeir engan. Lögreglan gat því verið viss um að þeir, sem báru kennsl á Zgaljic, voru vissir í sinni sök. Sakamál s? U 1 1K CQT SISLO y'ARP- SMft! mm •STftor tJÞtP- Í?J ITOR tftNP' ► ’riJTri 1» - ViÐ ■ BfíWR Þ . vbin ► ^ 'bútTfl 1 i ÍJ i £/rVS mmrnm »»» BIT 'iniLL | c TJTILL 1 A \f L — nh | /\ 5 \\ 2 y jjimz afl r - £f Lí 1 j£ um 3 . ÓLkkYn 1c \ £JNS £ / y>s Sl&dZ JfANtf' HKÍV H \yiPG). stsl- SJÚK ~STÍ GLDÐ & )ST * < tTSTT S' 5 JlOO GPliX V/ D L £/-& lUieG, ■ f\ st JJREyF fl-ST * SLX SS. P£> l * 4 HCl K ó?flY. L STRfi trítl KW/IST SfiM- KOMA SKftL Weifj tR ElhlS fKérn XTofA Hútií K K£STS H KJWD- ORNfiR MÁStíA TV 1 - HL J. dÞLIST 7 ' KLUf' AKA ÉffAS- TcTT) f 5 sj*?« O M .. tis* Orr R Vf K. $ ÞtT- LAUS f msr IWA ££S ElJ* MAMl 8 HbþPT- ktí!\$ 9 V/C - SKíYTl am mr SÉ.-R- f/iS. WL ► Koftp- AtJi SZ -K 'Jl KO* fO-R iíriLL LíM 7 inm rinJ ZlLf\ ElW/J mtn ii VJÐ - SKfyf/ KW ii um* MDVA osm pittín 0 's. ► /5 TVElJt n SJT EINS J ÖRP TÍMÍ VOTflK UTfití ÓZR- k /ET/ m pöRtj st/MH téLM MFfl ii SK£ UHTU \~lv

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.